Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fréttir 21 „mikil frelsisskerðing“ n Kynferðisleg áreitni samfélagslegt mein n Fjórar konur segja sögu sína n Áreittar á götum úti, í vinnu og á djammi n Áreitnin hófst snemma kjark og baráttuþrek og þor. Samt var þetta einhver gaur sem ég hafði ver- ið að hitta og var svolítið skotin í. Ég gat ekki sofnað af því að ég vissi ekki hvernig það myndi enda, en ég hætti ekki að tala við hann.“ Hildur: „Er þetta ekki líka oft svona „æ kommon, gerum þetta?“ Ég hef farið heim með strákum án þess að ætla að sofa hjá þeim og þá voru þeir mjög undrandi á því af hverju ég hefði þá komið heim með þeim. Ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það nema vera að samþykkja að sofa hjá þeim. En margir strákar virðast halda það.“ Erfitt að setja mörk Diljá: „Ég hef oft gert grín að því þegar ég þarf að toga bolinn upp af því að ég stend einhvern að því að stara á brjóstin á mér. En það hefur alltaf óþægileg áhrif, slær mig út af laginu og hefur áhrif á öryggi mitt og jafn- vægi. Ég hef reynt að skilja þetta út frá einhverjum frumhvötum en það breytir því ekki að mér líður illa í þess- um aðstæðum.“ Hildur: „Það er líka frumhvöt að borða en við stelum ekki mat hvert frá öðru. Það er hægt að bæla margar frumhvatir. Þú sefur til dæmis ekki í vinnunni.“ Diljá: „Kannski er það partur af þessum „survival“ mekkanisma að reyna að finna ástæður í stað þess að ætla einhverjum að vilja vera vondur við mann.“ Hildur: „Kannski eru konur líka að leita að afsökun fyrir að „konfronta“ þetta ekki. Þær taka þátt í meðvirkn- inni af því að það er drulluerfitt að setja þessi mörk og bregðast við þegar farið er yfir þau. Sérstaklega í aðstæð- um þar sem þessi framkoma er hluti af kúltúrnum og andmæli þýða að þú sért leiðinlega pían.“ Inga Magnea: „Það vantar líka inn í þessa umræðu hvernig þú set- ur mörk.“ Diljá: „Og hlustar á tilfinningarnar og bregst við samkvæmt þeim.“ Inga Magnea: „Það er kannski ekkert skrýtið að okkur finnist erfitt að setja þessi mörk. Í leikskóla þykir það krúttlegt þegar krakkar eru skotnir og vilja kyssa einhvern þótt hann vilji það ekki. Eins þegar strákarnir eru að stríða eða meiða stelpurnar og það er viðkvæðið að þeir séu bara skotnir í þeim. Það er kannski ekkert skrýtið að menningin sé eins og hún er.“ Pakkað saman í hrós Hildur var ekki nema ellefu ára þegar strákarnir í bekknum byrjuðu að klípa í rass og brjóst stelpnanna. „Ég man að ég hló en mér fannst þetta skrýt- ið og leið illa með þetta. Í fyrsta skipti sem einhver kom við píkuna á mér var í heita pottinum og það var hlegið að því. Ég fór leið heim því mig lang- aði til að ráða því sjálf hver gerði þetta í fyrsta skipti. En það var tekið af mér. Þessi strákur er enn vinur minn í dag. Þetta var aldrei rætt. Það var bara kúltúrinn í vinahópnum að strákarn- ir káfuðu á stelpunum og þær sögðu ekkert. Þetta var líka á þeim árum að mér fannst spennandi að fá viður- kenningu og það var eins og við ætt- um að líta á þetta sem hrós.“ Vera: „Á þessum árum eru flestir viðkvæmir fyrir og vilja vera hluti af hópnum.“ Diljá: „Ekki ljót.“ Vera: „Nei, það væri hræðilegt.“ Hildur: „Talandi um hrós. Menn hafa komið upp að mér og misboð- ið mér en pakkað því einhvern bún- ing þannig að þeir virðast rosalega almennilegir. Menn hafa viðhaft athugasemdir um brjóstin á mér en matreitt það á mjög undarlegan hátt,“ segir hún og tekur dæmi: „Einu sinni sat ég á kaffihúsi þar sem ég tók eft- ir því að maður sat einn og horfði á mig. Síðan gekk hann að mér og sagð- ist vera búinn að horfa á allar konurn- ar þarna inni og ég væri með flottu- stu brjóstin. Ég varð svo hissa að ég þakkaði honum fyrir en sat eftir með óþægilega tilfinningu. Stundum hef ég svarað fullum hálsi þegar einhver klípur í rassinn á mér á skemmtistað. Þá er mér sagt að róa mig, vera ekki svona fúl. Einu sinni gripu menn í brjóstin á vinkonu minni og töluðu um þau fyrir framan okkur eins og hún væri einhver hlutur. Þegar ég spurði hvað þeir væru eigin- lega að gera héldu þeir því fram að ég væri bara öfundsjúk af því að ég væri ekki með eins stór brjóst og hún og þeir voru ekki að klípa í brjóstin á mér. Viðbrögðin eru svo oft svona, að mað- ur sé öfundsjúkur, smámunasamur eða húmorslaus. Þeir taka þig líkam- lega og setja þig niður og ef þú gagn- rýnir það þá taka þeir persónuleika þinn og setja hann niður.“ Flassararnir Hildur: „Þessir menn eru stundum svo meinlausir í fasi. Einu sinni lenti ég í flassara í Öskjuhlíðinni með vin- konum mínum. Hann sá hvar við lögðum bílnum og hvar við vorum og plantaði sér þar á milli og sat þar allsber og skælbrosandi að runka sér þegar við komum. Það var ekki ógnvekjandi af því að við vorum margar saman en auðvitað var þetta ógeðslegt.“ Vera: „Þegar ég var tólf ára og var að ganga í gegnum kirkjugarð með vinkonu minni mættum við manni sem bauð okkur pening fyrir að rúnka sér fyrir framan okkur. Við bökkuð- um hræddar út og hann varð svo „Þetta er eins og ostaskeri sem er stöðugt að sneiða af öryggi mínu Grýtt á götum úti Vera Sölvadóttir, 32 ára kvikmynda- og dagskrárgerðarkona, var viku að brotna niður undan kynferðislegri áreitni í París. Var seinna grýtt fyrir að svara fyrir sig. Káfið hófst snemma Hildur Knútsdóttir, 30 ára rithöf- undur, fékk ekki að ráða því hver snerti píkuna á henni í fyrsta sinn. Það var tekið af henni í sundi. „Þangað kom alls- ber maður með tittlinginn beinstífan upp í loftið. Við hlupum bara út. Þetta var svo absúrd. M y n d S ig tr y g g u r a r i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.