Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 23
Reykjavík, 3. mars 2014 ÁSKORUN TIL HEILBRIGÐISRÁÐHERRA OG ALLRA ALÞINGISMANNA VEGNA HÓPLEITAR AÐ RISTILKRABBAMEINI Hefjum hópleit að ristilkrabbameini strax. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. Árlega deyja 50–55 Íslendingar úr þessum sjúkdómi. Koma má í veg fyrir sjúkdóminn í mörgum tilfellum með skipulagðri hópleit. Ristilsepi er forstig flestra ristilkrabbameina. Hægt er að greina slík forstig og ristilkrabbamein, annað hvort með því að leita að blóði í hægðum og/eða framkvæma ristilspeglun þar sem greining og meðferð er framkvæmd í senn. Kostnaður vegna hópleitar að ristilkrabbameini er lítið brot af því sem meðferð við sjúkdómnum kostar þjóðfélagið. Erfitt er að rökstyðja hvers vegna ætti að bíða lengur með að hefja skipulega hópleit. Alþingi hefur ályktað um málið og ávinningur einstaklinga, fjölskyldna og samfélags er ótvíræður. Eftirtalin fagfélög og sjúklingafélög skora á stjórnvöld að hefja hópleit að ristilkrabbameini strax: Krabbameinsfélag Íslands Krabbameinsfélag Reykjavíkur Stómasamtök Íslands Ristilfélagið Læknafélag Íslands Félag krabbameinslækna Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum Félag ristil- og endaþarmsskurðlækna Félag íslenskra heimilislækna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fagdeild krabbameins- hjúkrunarfræðinga Fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.