Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 29
Umræða 29Helgarblað 7.–10. mars 2014 Spurningin Hefur þú áhyggjur af ástandinu í Úkraínu? Þ að heitir andsaga, þegar sögð er saga af atburðum, sem áttu sér ekki allir stað, en hefðu getað gerzt. Hér er andsaga úr íslenzkum veruleika. Alþingi staðfestir nýja stjórnarskrá Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, þar sem 2/3 kjós- enda lýstu stuðningi við nýja stjórn- arskrá og yfirgnæfandi hluti kjós- enda lýsti einnig fylgi við nokkur helztu einstök ákvæði hennar, lýsti Alþingi því yfir, að það myndi sam- þykkja frumvarpið efnislega óbreytt. Þessi yfirlýsing kom ekki á óvart, þar sem 32 þingmenn af 63 höfðu skrif- lega lýst þeirri skoðun, að þeim bæri að virða niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Þessir þing- menn skilja og virða, að þjóðin er yfir boðari þingsins og þinginu leyf- ist ekki að taka völdin af þjóðinni. Frumvarpið var samþykkt á Al- þingi haustið 2012 með 32 atkvæð- um gegn 16, en 15 þingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi. Hlutföll greiddra atkvæða á Alþingi voru svipuð og í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Stjórnarskrármálið var eitt helzta kosningamálið fyrir alþingiskosn- ingarnar 2013. Að loknum kosning- um lét Alþingi það verða sitt fyrsta verk að staðfesta samþykkt nýrr- ar stjórnarskrár í samræmi við vilja þjóðarinnar og fyrra þings, og gekk þá nýja stjórnarskráin í gildi. Síðan var mynduð ný ríkisstjórn. Veiðigjöld Ríkisstjórnin lét það verða sitt fyrsta verk að boða afturköllun ákvörðun- ar fyrri ríkisstjórnar um hækkun veiðigjalda. Forseti Íslands sýndi engin merki þess, að hann hygðist skjóta málinu í dóm þjóðarinnar þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um, að stjórn fiskveiða sé mál, sem vel eigi við að vísa til þjóðaratkvæðis. Þar eð forsetinn hélt að sér höndum, var 35.000 undirskriftum atkvæðis- bærra manna safnað undir kröfu um að vísa málinu til þjóðaratkvæðis, og var fjöldi undirskriftanna langt yfir 10% markinu, sem nýja stjórnarskrá- in kveður á um, að dugi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. At- kvæðagreiðslan var haldin innan árs, og var lækkun veiðigjaldsins hafn- að. Vænkaðist þá hagur ríkissjóðs, svo að unnt var að koma m.a. rekstri Landspítalans á traustari grunn. Ótímabærum dauðsföllum vegna fjárskorts á spítalanum fækkaði. Utan þings var samið frum- varp til nýrra fiskveiðistjórnarlaga í samræmi við auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar til að leggja fram á Alþingi með undirskrift 2% at- kvæðisbærra manna eins og nýja stjórnarskráin heimilar. Þetta var gert, þar eð vitað var, að þingmenn ætluðu að leggja fram kvótafrum- varp til að reyna að fara í kringum ákvæði nýrrar stjórnarskrár um auð- lindir í þjóðareigu. Millispil: Lögreglan og Ómar Þegar efnt var til mótmæla gegn um- hverfisspjöllum í Gálgahrauni, kom sú hugmynd upp í ríkisstjórninni, að réttast væri að siga lögreglunni á mótmælendur, handtaka þá og lög- sækja. Starfsmaður í stjórnarráðinu benti á, að nýja stjórnarskráin veitir almenningi ríkari rétt til aðildar að ákvörðunum um umhverfismál en áður var. Lögreglan hélt að sér hönd- um. Ómar Ragnarsson var ekki tek- inn fastur. Samningaviðræður við ESB Til að gleðja Rússa og Kínverja ákvað ríkisstjórnin upp úr eins manns hljóði að slíta samningaviðræðum við ESB, þótt það hafi ekkert land áður gert, ekki einu sinni Sviss, sem hefur geymt sínar samningaviðræð- ur við ESB í salti síðan 1992. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar kom mörgum á óvart, þar eð fulltrúar allra flokka á Alþingi höfðu marglof- að því, að þjóðin fengi að eiga síð- asta orðið í ESB-málinu. Nú virtist það hafa gleymzt, að þjóðin er yfir- boðari þingsins. Nú var ekkert hald í málskotsrétti forseta Íslands, þar eð ekki þurfti lagasetningu til að slíta samningaviðræðunum. En nýja stjórnarskráin veitir 10% atkvæðis- bærra manna rétt til að bera mál undir þjóðaratkvæði og þá um leið til að taka fram fyrir hendur Alþing- is. Nú var safnað 50.000 undirskrift- um, langt umfram tilskilið 10% lág- mark. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem var haldin innan árs skv. nýju stjórnar skránni, var samþykkt að halda samningaviðræðum við ESB áfram. Það var gert. Þess var krafizt, að ríkisstjórnin segði af sér, þar eð hún hefði orðið undir. Ríkisstjórnin taldi sér ekki skylt að víkja með vísan til þess, að sjónarmið fyrri ríkisstjórnar í Ice- save-málinu hefðu í tvígang orðið undir í þjóðaratkvæði, án þess að ríkis stjórnin færi frá. Það var látið gott heita, þar eð næstu þingkosn- ingar myndu fara fram eftir nýjum kosningalögum, sem tryggja jafnt vægi atkvæða og persónukjör. Þannig tókst í krafti nýrrar stjórnar skrár að forða þrem slysum fyrsta árið og leggja grunn að heil- brigðara andrúmslofti og stjórn- málalífi í landinu. n Íslenzk andsaga„Lögreglan hélt að sér höndum. Ómar Ragnarsson var ekki tekinn fastur. Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Mynd SiGtryGGur Ari Myndin Knattleikur á ís Nemar í MR nýta sér vetrarveðrið til þess að leika knattspyrnu á ísilagðri Tjörninni. Mynd SiGtryGGur Ari Varð svo undrandi að ég varð að deila fréttinni Sigmundur davíð undrandi á fréttaflutningi Vísis. – DV.is Þetta er þöggun á mig sem persónu Vigdís Hauksdóttir ósátt við að Blaðamannafélag Íslands. – Monitor Ég er góð díva Selma Björnsdóttir slær í gegn í Spamalot. – DV „Já, ég held að þetta leiði til klofnings Úkraínu. Ég held að það sé víst.“ Rafn Baldur Gíslason 49 ára viðurkenndur bókari „Ég hef það. Það getur eiginlega allt skeð þarna, þetta er mjög eldfimt.“ Jóhann Smári Karlsson 52 ára ljósmyndari „Mér finnst þetta frekar slæmt.“ Ólafur Andri Magnússon 17 ára nemi „Já, ég hef það. Ég held það gerist ekkert annað en það að Úkraína fer í Evrópusambandið.“ Ragnar Magnússon 44 ára starfar við félagsþjónustu „Ég hef nú lítið velt því fyrir mér. Ætli maður hafi ekki áhyggjur af því.“ Ólafía Ragnarsdóttir 55 ára öryrki Könnun Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni? 67,5% 32,5% n Já n Nei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.