Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Page 33
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fólk Viðtal 33 G unnar er mættur á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Hann er í fæðingarorlofi um þess­ ar mundir og nýtur þessa að verja tímanum með frum­ burðinum sem fæddist fyrir aðeins átta vikum. Verandi vinnualkinn sem hann er segist hann samt klæja í fingurna að komast aftur í að skrifa fréttir. Sérstaklega núna þegar allt logar á Krímskaganum, en alþjóða­ pólitík er einmitt hans helsta áhuga­ mál. Raunar er Gunnar einn helsti sérfræðingur Íslendinga í þeim efn­ um, en hann hefur ferðast víða og séð margt. Hitt hryðjuverkamenn í neðanjarðarbyrgi, lent í skotárás og orðið fastur í flóttamannabúðum. Varð blaðamaður níu ára „Foreldrar mínir voru báðir í fjölmiðl­ um þannig að ég vissi strax að þetta væri það sem ég ætlaði að gera,“ segir Gunnar. Hann var mjög ungur þegar áhugi hans á fjölmiðlum kviknaði og var ekki nema níu ára þegar hann hóf feril sinn sem blaðamaður hjá barna­ blaðinu ABC. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var ungur og pabbi flutti til Eng­ lands í kjölfarið. Hann bjó í Englandi og Hollandi og ég var mikið hjá hon­ um og lærði ensku eiginlega eins og móðurmál. Þar sem ég var mikill áhugamaður um tölvuleiki fór ég að lesa tölvublöð á ensku og velti fyrir mér af hverju það væri ekkert skrifað um tölvuleiki á íslensku. Þá ákvað ég að bjóða ABC tölvuleikjadóm sem ég hafði skrifað með aðstoð móður minnar og í kjölfarið fékk ég vinnu þar og skrifaði mánaðarlega.“ Nokkrum árum síðar varð Gunn­ ar blaðamaður hjá Æskunni og sextán ára hóf hann að skrifa reglu­ lega greinar í ljósbláa tímaritið Bleikt og blátt. Síðan hefur hann starfað nær óslitið við fjölmiðla og hefur nú fundið sína hillu í erlendu fréttunum hjá RÚV. Stórkostlegt að verða faðir Gunnar er nýbakaður faðir, en hann og konan hans, Kolbrún Kristín Karls­ dóttir, eignuðust dótturina Nínu fyrir einungis tveimur mánuðum. Hann segist helst geta lýst þeirri tilfinningu að vera orðinn faðir með klisju; það sé hreinlega stórkostlegt. „Þegar maður kemur út af fæðingardeildinni í fyrsta sinn eftir fæðinguna og sér heiminn, þá lítur hann aðeins öðruvísi út. Það er ekki hægt að lýsa því,“ segir hann. „Maður ber allt í einu ábyrgð á öðru lífi og hugsar einhvern veginn öðruvísi, bæði um sjálfan sig og um­ hverfi sitt. Kollegi minn lýsti þessu ágætlega þegar hann sagði einu sinni að maður fattar allt í einu að maður er staddur einhvers staðar en hjartað er annars staðar.“ Aðdragandinn var langur. Gunnar og Kolbrún höfðu reynt að eignast barn í rúm tvö ár og farið í gegnum hormónagjöf og tæknifrjóvgun þegar þau gleðilegu tíðindi bárust loks að Kolbrún væri þunguð. „Við fórum bara að gráta. Þetta er búið að vera ótrúlegur rússíbani og er ennþá dálítið óraunverulegt.“ Kynntust á MSN Gunnar og Kolbrún kynntust í gegn­ um sameiginlegan vin. Þetta var sannkölluð netást því þrátt fyrir að hafa strax litist vel hvort á annað spjölluðu þau saman á MSN í marga mánuði áður en þau létu loks verða af því að hittast. „Það var eiginlega mér að kenna; ég var allan tímann of ragur til að þora að hitta hana. Ég var alltaf voða hress og skemmtilegur á MSN og reytti af mér brandarana þegar ég hafði smá tíma til að hugsa mig um, en var hræddur við að hitta hana. Svo ákváðum við að þetta væri bara vit­ leysa svo ég fór heim til hennar eitt kvöldið eftir að við höfðum verið að spjalla. Og þetta small bara mjög vel.“ Erfiður og leiðinlegur tími Eftir um árs samband tóku Gunnar og Kolbrún þá ákvörðun að reyna að eignast barn. „Það var eiginlega lengri aðdragandi að þessu hjá konunni minni en mér. Hún hafði verið að hugsa um barneignir áður en við kynntumst og ég sannfærðist um að þetta væri réttur tímapunktur í mínu lífi. Ég hafði gengið í gegnum sálar­ lega erfiðleika vegna þunglyndis en þegar ég kynntist Kolbrúnu varð líf­ ið einhvern veginn bjartara og brosti betur við. Og það virtist vera rökrétt framhald af því að verða settlegri í líf­ inu og stofna fjölskyldu.“ Þau komust þó fljótlega að því að þau þyrftu aðstoð við barneignirnar og við tóku hormónagjafir og reglu­ lega heimsóknir á spítala. „Það er erfitt að lifa í óvissu um hvort þetta muni verða eða ekki. Ann­ aðhvort færðu barnið í fangið og það verður miðpunktur alheimsins eða þú situr uppi með tóma koju. Það er svo sorglegt þegar maður er búinn að gera sér vonir um barn og svo verður ekkert úr því. Þannig að þetta var hundleiðinlegur og erfiður tími en endaði svo alveg frábærlega.“ Notaði ferlið í uppistandi Tæknifrjóvganir eru síður en svo ódýrt ferli og þar sem þær eru ekki lengur niðurgreiddar af ríkinu þurftu Gunnar og Kolbrún að leita annarra leiða til að fjármagna ferlið. „Ég fjármagnaði eiginlega barn­ eignina með uppistandinu. Svo notaði ég þetta meira að segja í uppi­ standi og sagði frá ferlinu; hvern­ ig það er að skila sýni og svona. Það virkaði mjög vel á áhorfendur og í staðinn fékk ég smá tekjur sem ég gat notað til að fjölga mér,“ segir Gunnar og brosir. „Við vorum búin að reyna lengi og þurftum að fara í tæknifrjóvgun hjá ART Medica. Þetta var ákveðið ferli og það er prófaður fleiri en einn hlutur áður en maður fer endanlega í sjálfa glasafrjóvgunina. Við vorum búin að reyna hormónagjöf og fleira.“ Aldrei rætt um sambandið Gunnar er sannkallaður Vesturbæ­ ingur. Hann ólst þar upp, gekk í Mela­ skóla, Hagaskóla og síðar Kvenna­ skólann og á fullorðinsárum flutti hann svo aftur í sömu kjallaraí­ búðina og hann hafði búið í sem barn, í húsinu sem afi hans byggði. Foreldrar Gunnars, þau Jónína Le­ ósdóttir og Jón Ormur Halldórsson, skildu þegar hann var fjögurra ára og stuttu síðar hóf Jónína ástarsam­ band með Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, líkt og heimsfrægt er orðið. „Ég vissi þetta lengur en flestir en það var aldrei rætt um þetta í fjöl­ skyldunni. Jóhanna hefur alltaf verið hluti af mínu lífi, undir mismunandi formerkjum kannski og það varð alltaf meira og meira. Ég man ekki hvað ég var gamall þegar ég spurði beint út: „Eruð þið ekki örugglega bara saman?“. Mér fannst það alveg í lagi, það var náttúrlega búið að vera raunveruleikinn frá því að ég var frekar lítill og ég var mjög opinn fyrir þessu. Það var bara útskýrt fyrir mér að svona væri þetta; sumir elskuðu svona, aðrir elskuðu á annan hátt og að það ætti ekki að skipta neinu máli. Ég keypti þau rök bara og fannst ekk­ ert athugavert við það.“ En kom Gunnari á óvart að móðir hans væri samkynhneigð? „Það kom mér náttúrlega á óvart fyrst því ég vissi ekki alveg hvað það var. Svo þegar ég vissi það þá var það ekkert mál. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að það séu fleiri en ein ímynd fyrir börn um fjölskyldur því það er mikilvægt að þú vitir frá unga aldri að það eru til fleiri en eitt fjöl­ skyldumynstur. Samfélagið á ekki að kóa með fordómum og ég er mjög þakklátur fyrir það uppeldi sem ég fékk að því leytinu til.“ Man ekki eftir tveimur vikum Gunnar hefur glímt við þunglyndi frá unga aldri. Hann hafði alltaf ver­ ið djúpt þenkjandi og mikið inn í sig en þegar hann varð fjórtán ára var ástandið orðið alvarlegt. „Þá uppgötvaðist að ég var með alvarlegt þunglyndi og ég fór að fara til sálfræðinga og geðlækna. Ég lenti síðan í slæmum félagsskap og rugli þegar ég var í menntaskóla. Ég var bara í tvö ár í Kvennaskólanum og var í tómu tjóni andlega á þeim tíma; flosnaði upp úr náminu og fór að vinna og fór bara afskaplega illa með mig, bæði með drykkju og fikti við eiturlyf.“ Árið 2000, þegar Gunnar var nítján ára, varð hann fyrir miklu áfalli sem hefur haft djúpstæð áhrif á hans líf allar götur síðan. „Vinur minn, sem var á svipuðum stað og ég, framdi sjálfsvíg. Hann var reyndar ekki bara vinur minn held­ ur minn allra besti vinur. Við vor­ um óaðskiljanlegir og vorum saman allan daginn, alltaf. Við þetta fékk ég áfall, eða það sem í dag myndi vera kallað áfallastreituröskun. Ég man ekkert næstu tvær vikurnar. Ekki neitt. Ég var ekki á neinum lyfjum og drakk ekki neitt heldur datt minnið bara út vegna áfallsins. Ég man til dæmis ekkert eftir útförinni og hélt í mörg ár að ég hefði ekki farið í hana. Svo skilst mér að ég hafi meira að segja borið kistuna. En það er ekki til í minnisbankanum, það þurrkað­ ist bara út.“ Kom að líkinu „Ég sá hann. Ég sá líkið þegar ég kom að ásamt lögreglumönnum og öðr­ um sem komu að honum. Það er sá tímapunktur sem ég man svo vel og síðan eftir það er allt autt í tvær vik­ ur. Ég kom að honum látnum. Það er eitthvað sem maður getur aldrei hætt að sjá í huganum þegar maður fer að sofa. Sú mynd hverfur aldrei.“ Gunnar segir blaðamanni að hann hafi velt því lengi fyrir sér hvort hann ætti yfir höfuð að minnast á sjálfsvíg vinar síns í viðtalinu. Hann hafi á endanum tekið ákvörðun um að ræða þetta opinskátt, enda sé mikilvægt að rjúfa þögnina í kringum jafn alvarlegan hlut og sjálfsvíg er. „Mér finnst svo mikilvægt að fólk tali um þetta. Það er svo mikil þöggun í kringum sjálfsvíg og það er ekki einu sinni alltaf skráð á dánar­ vottorð að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Fólk er svo hrætt við að takast á við þetta og það er hluti af ástæð­ unni fyrir því að fólk byrgir þetta inni og finnst það ekki geta leitað eftir hjálp. Maður hugsar alltaf smá: „Á ég að skammast mín? Á ég að hylma yfir þetta til að hlífa honum?“ En það er bara liðinn það langur tími að mér finnst enginn tilgangur í því leng­ ur. Þetta hafði það djúpstæð áhrif á mig að þetta er bara hluti af mínu lífi í dag og lífi okkar sem eftir sitjum og minnumst hans.“ Íhuguðu að fyrirfara sér saman Gunnar hafði reynt að tala vin sinn ofan af sjálfsvígshugsunum hans um nokkurt skeið þegar hann svipti sig lífi. Atvikið kom honum því ekki al­ veg í opna skjöldu. „Það kom kannski á óvart að hann skyldi láta verða af þessu svona allt í einu. Ég hélt að þetta væri bara að gerjast í honum og að ég hefði meiri tíma. Hefði ég vitað hversu langt hann var leiddur þá hefði ég náttúr­ lega valið eitthvað annað inngrip. Maður getur endalaust velt fyrir sér hvað maður hefði getað gert öðru­ vísi, en ég mat þetta þannig að hann myndi bara loka á mig ef ég reyndi eitthvað að fara á bak við hann.“ Gunnar reyndi ýmislegt til að telja vini sínum hughvarf. „Við hringdum í Sjálfsvígslínuna og hann talaði heillengi við þá. Ég hélt að það hefði kannski hjálpað. En svo fór þetta eins og það fór. Hann gat ekki meir og lokaði líka á mig, þrátt fyrir allt.“ Sjálfur var Gunnar þó í slæmu ástandi á þessum tíma og barðist einnig við sjálfsvígshugsanir. „Satt að segja þá höfðum við íhugað að fyrirfara okkur saman. Það hafði alveg komið til umræðu þegar okkur leið sem verst og var vel inni í myndinni. En um leið og hann byrjaði að tala um sjálfsvíg af meiri alvöru þá byrjaði ég aðeins að bakka með þetta. Þetta var alveg að gerjast í hausnum á mér en að heyra einhvern annan segja þetta upphátt hafði fælandi áhrif á mig.“ Gat ekki skilið ástvini eftir „Þetta lýsir sér með voðalega miklu athafnaleysi, sjálfsvorkunn og þeirri tilfinningu að maður sé einskis virði og geti ekki neitt,“ segir Gunnar, spurður út í þann erfiða sjúkdóm sem þunglyndi er. „Meira að segja þegar manni er hælt þá hugsar maður: „Hvað er að þessum? Af hverju er viðkomandi að hrósa mér? Hann er bara eitt­ hvað skrýtinn að hafa svona mikið álit á mér.“ Þetta háði mér mjög mik­ ið í öllu, bæði námi og daglegu lífi. Ég fór í gegnum nokkra sálfræðinga, geðlækna og lyf. Á endanum komst ég á lyf sem voru rétt fyrir mig en það tók nokkur mjög erfið ár af tilrauna­ starfsemi og miklum sjálfsvígshugs­ unum.“ Sú skelfilega reynsla að hafa misst vin sinn hafði þau áhrif á Gunnar að hann hvarf frá öllum hugsunum um að fyrirkoma sér. Hann gat ekki hugsað sér að láta ástvini sína ganga í gegnum það sem hann hafði þurft að þola. „Ég held að þetta hafi átt stóran þátt í því að ég lagði meira á mig til að ná bata. Ég vissi hvernig það væri að skilja fólk eftir og gat ekki hugs­ að mér að gera það. Þessi lífsreynsla hvatti mig til að fara ekki sömu leið og sýndi mér að þetta líf er ekki til einskis.“ Líður vel í dag Gunnar hefur náð miklum bata og líður vel í dag. Það hefur samt kost­ að hann mikla vinnu á hverjum ein­ asta degi. „Það sem er svo erfitt með þenn­ an sjúkdóm er að maður þarf að vinna svo mikið í honum sjálfur. Það er ekki bara hægt að taka pillu og læknast. En núna er ég búinn að hafa tuttugu ár til að vinna í mínum mál­ um og ég er kominn á rosalega góð­ an stað miðað við hvar ég var fyrir fjórtán árum,“ segir hann. „Maður þarf náttúrlega ennþá að díla við þetta. Það koma dagar þar sem það er dökkt úti og mann langar ekki fram úr en þá verður maður bara að harka af sér. Ég tek bara einn dag í einu. Það hjálpar að hafa eitthvert hlutverk og einhverja sjálfsmynd, til dæmis sem faðir, og að vita að mað­ ur geti gert eitthvað sem maður hefur áhuga á. Að geta farið í fréttirnar „Það er erfitt að lifa í óvissu um hvort þetta muni verða eða ekki. Annaðhvort færðu barnið í fangið og það verður miðpunktur alheimsins eða þú situr uppi með tóma koju. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Við uppistand Gunnar vann keppn- ina Fyndnasti maður Íslands árið 2012. Eins myndir Til vinstri eru Gunnar og nýfædd dóttir hans, Nína. Til hægri eru Gunnar Hrafn nýfæddur í fangi föður síns, Jóns Orms. Stórkostlegt að vera faðir „Þegar maður kemur út af fæðingardeildinni í fyrsta sinn eftir fæðinguna og sér heiminn, þá lítur hann aðeins öðruvísi út. Það er ekki hægt að lýsa því,“ segir Gunnar um föður- hlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.