Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 36
Helgarblað 7.–10. mars 201436 Fólk Viðtal Kirkjan vildi afhomma hann H austið 1959. Það er sólbjartur dagur í Reykjavík. Tónlistar- kennari við Miðbæjarbarna- skólann hafði pantað hljóð- færi frá hinni stóru Ameríku og þennan dag fá börnin að velja sér hljóðfæri til að læra á. Það á að stofna hljómsveit við skólann. Hljóðfærin eru eins og sælgæti í skál: Gyllt, silfurlit, svört … Hljóðfær- in ættu að geta kynnt börnunum aðra heima. Ævintýraheima þar sem allt er hægt. Strákar og stelpur líta yfir úrvalið: Þarna eru flautur, fiðlur, trompetar og tenórhorn. Börnin í stofunni velja þau hljóðfæri sem þeim líst best á. Þangað til eitt er eftir: Kolsvart klarínett. Drengur úr hópnum er eitthvað að drolla og tefst. Kemur of seint í veisl- una. Hann gengur hægum skrefum inn í stofuna. Sér klarínettið. Tekur hljóðfærið upp. Prófar það örlítið. Þannig gerðist það að Einar Jó- hannesson kynntist klarínettinu. Áður hafði hann lært á blokkflautu og fiðlu í Barnamúsíkskólanum. Hann söng líka í barnakór. Var drengjasópr- an. Hann fór að læra á klarínettið. Og hann hélt áfram að læra og spila … Og hann spilaði og spilaði og spilaði – eins og enginn væri morgundagurinn. Fjórtán ára var hann farinn að koma fram – fékk smádjobb hér og þar við klarínettleik. Andi meistara Mozarts var á með- al þeirra sem svifu yfir vötnum. Brillerað með klarínettið Veturinn 2014. Skýjaður dagur í jan- úar. Casta Diva, che inargenti queste sacre antiche piante, a noi volgi il bel sembiante senza nube e senza vel … Sópransöngurinn hljómar í versl- un í Hörpu. Mögnuð rödd. Mögnuð tónlist Bellinis. Einar Jóhannesson er enn á æfingu – að spila enn eitt magn- að verkið með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Loks er æfingunni lokið og Einar kemur gangandi með klarínettið sitt í tösku sem hangir á annarri öxlinni. Heilsar hlýlega. Hann rifjar upp fyrstu skrefin með klarínettið. „Það kemur yfirleitt nokkuð snemma í ljós hvort börn og ung- lingar hafi hæfileika á þessu sviði eða ekki. Ég fékk hvatningu frá tónlistar- kennurum, byrjaði í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þegar ég var 13 ára og var svo jafnframt í MR þegar að því kom. Mér fór þó að leiðast nám- ið þar. Rektor gaf mér þriggja vikna frí þegar ég var 17 ára til að fara í tón- listarferðalag til Skandinavíu og vet- urinn eftir var ég búinn að fá nóg og vildi fara að komast í framhaldsnám til útlanda. Ég fékk lánaðar glósur hjá voða sætri, rauðhærðri stelpu niður á Laugavegi sem ég þakka ævinlega fyr- ir og las allar bækurnar og glósurnar hennar utanskóla um sumarið; ég út- skrifaðist úr tónlistarskólanum vor- ið 1968 þá 18 ára og tók svo stúd- entsprófið nokkrum vikum seinna. Ég las mér hálfgert til óbóta.“ Hann flutti til London þá um haustið, nýorðinn 19 ára, og nam við The Royal College of Music þar sem hann vann til Frederick Thurston- verðlaunanna. Hann bjó í Englandi og á Írlandi í rúman áratug þar til hann flutti aftur heim árið 1980 og tók við stöðu 1. klarínettleikara við Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Einar hefur brillerað sem 1. klarínettleikari með hljómsveitinni, hann hefur oft spilað einleik með kollegum sínum auk þess að koma fram með fjölda hópa hér á landi og erlendis. Þá eru þeir margir geisladiskarnir sem hann hefur spilað inn á. Hann hefur kennt við ýmsa tón- listarskóla frá því hann flutti heim og núna njóta tveir nemendur við Lista- háskólann leiðsagnar hans auk þess sem hann kennir kammermúsík. Í vandræðum með kennitöluna Einar varð sextugur fyrir fjórum árum. „Þá voru í gildi þær reglur hjá Sin- fóníuhljómsveitinni að sextugir hljóð- færaleikarar, sem væru búnir að vera í sólósætum, ættu að færa sig niður. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar hóaði í mig um þetta leyti og sagði að stjórnin væri í vandræðum með kennitöluna mína. Þetta er gömul regla sem notuð var til að ýta við leið- andi spilurum sem mundu fífil sinn fegurri og orðnir þreyttir og reglan vafalaust nauðsynleg sem slík. Sex- tugt fólk í dag er ekki eins og sextugt fólk var fyrir 30–40 árum. Vinnulagið er öðruvísi. Okkur hljóðfæraleikurum fer alltaf fram og maður lærir betur á líkamann og tæknina. Menn eru þess vegna oft í toppformi um sextugt og hafa mikið listrænt þor. Nú er reyndar búið að endurskoða þessa reglu sem betur fer og gera sveigjanlegri svo þeir Einar Jóhannesson klarínettuleikari er á meðal fremstu hljóðfæraleikara þjóðarinnar frá upphafi og það var skellur þegar aldurinn varð til þess að hann var færður til í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er þó orðinn sáttur – en er ekki sáttur við að hann hafi verið settur út af sakramentinu hjá ka þólsku kirkjunni þar sem hann elskaði ekki mann- eskju af réttu kyni. Einar talar meðal annars um tónlistina, myndlistina, trúna og monsignor í New York sem spilaði á básúnu í bandi Duke Ellington. Höfnunartilfinning „Ég þurfti aftur að leita mér aðstoðar – út af þessu og varðandi starfið. Það fór allt dálítið mikið á hvolf. Þetta var tvöföld höfnun,“ segir Einar um til- færsluna í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og höfnun kaþólsku kirkjunnar. Myndir Sigtryggur Ari „Ég var vin- samlegast beðinn um að láta safnaðarsystkini mín ekki sjá mig ganga til altaris. „Þetta var gríðarleg höfnun af því að ég hafði tekið mikinn þátt í kirkjustarfinu um árabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.