Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 37
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Fólk Viðtal 37
geta fært sig niður sem vilja en öðrum
í fullu fjöri er boðið að vera lengur.
Ég var reyndar beðinn um að spila
1. klarínett tvö ár í viðbót því ekki var
búið að leggja drög að því að finna
nýjan mann. Það er orðið býsna erfitt
að komast inn í þessa hljómsveit og
kröfurnar alltaf meiri og meiri. Al
þjóðleg keppni um stöðuna var svo
haldin og voru umsækjendur hátt
í 50. Ung íslensk kona, Arngunnur
Árnadóttir, vann keppnina og er núna
1. klarínettleikari hljómsveitarinn
ar. Hún er mjög listræn og hæfileika
rík og stendur sig með miklum sóma.
Ég kenndi henni í eitt ár í Listaháskól
anum á sínum tíma en ég sá að það
besta sem ég gæti gert fyrir hana væri
að hvetja hana til að fara til útlanda
í framhaldsnám því hún var alveg
tilbúin til þess. Ég hef síður en svo
nokkuð á móti útlendingum og þeir
hafa frá upphafi hjálpað mikið við að
byggja upp hljómsveitina okkar og
sest hér að og við stöndum í mikilli
þakkarskuld við þá. En að mörgu leyti
er heppilegra að það sé Íslendingur
í þessu starfi því oft staldra erlendir
hljóðfæraleikarar ekki lengi við.“
Stórkostlega heppinn
„Það var smá skellur að heyra þetta.
Það minnti mig rækilega á hvað tím
inn líður. Það eru svona fréttir sem
gera það að verkum að maður hrekk
ur svolítið við og áttar sig á aldr
inum. Ekki lengur þrítugur.“ Hann
hlær. „Það styttist í að ég fari á eftir
laun. Mér var allt í einu ýtt út í að fara
að hugsa um það. Ég held að margir
haldi áfram að lifa og vinna og séu
svolítið kærulausir gagnvart þessu; og
allt í einu er komið að því.
Ég ákvað þegar árunum tveimur
lauk í hittifyrra að vera ekki með
prímadonnustæla og strunsa út held
ur taka því að vera í öðru sæti og
vinna með nýrri manneskju sem var
að læra á þetta nokkuð flókna fag með
öllum þess stórkostlegu en oft erfiðu
tónverkum. Það var líka dálítið nýtt
fag fyrir mig að spila 2. klarínett og
fylgja fyrsta manni og læra verkin svo
lítið upp á nýtt. Ég var búinn að spila
sólóklarínett í 32 ár og maður má nú
vera ansi hreint vanþakklátur ef mað
ur þakkar ekki fyrir það. Ég hef verið
stórkostlega heppinn að fá að spila
svo lengi í svona fyrirbæri eins og
sinfóníuhljómsveit er sem stundum
er talið á meðal fullkomnustu sköp
unarverka sem blessuð mannskepn
an hefur þróað.“
Skárri kollegi
Hann talar um skell. Þetta tók á sálar
lífið. „Þetta var höfnunartilfinning.
Höfnunartilfinning er skyld því að
missa og þá er stutt í sorg, sorgarvið
brögð og reiði. Ég fór í gegnum þetta
allt saman. Ég held ég hafi gert rétt
með því að vinna þannig úr því að
ákveða að vera áfram og nota reynslu
mína hljómsveitinni til gagns. Ég
held að það sé aldrei gott að það séu
mjög snögg skipti og róttæk á svona
viðkvæmum vinnustað eins og sin
fóníuhljómsveit er eða jafnvel í leik
húsum. Ég hef fengið mjög góð við
brögð – þakklæti fyrir að hlaupa ekki
burt í einhverju hrokakasti,“ hann
hlær, „heldur halda áfram að styðja
og hvetja þá sem eru að taka við. Þá
líður mér auðvitað miklu betur.“
Hann segist geta slakað meira á
eftir að hann tók við þessari stöðu.
„Þeir sem eru í sólósætum þurfa alltaf
að vera í stellingum til að stökkva
þegar næsta sóló kemur; það er
mjög stressandi að vera í svona há
stökkvarasæti. Núna nýt ég þess í
rauninni miklu meira að spila og vera
í hljómsveitinni og ég er að kynnast
fólkinu svolítið upp á nýtt. Ég heyri
og sé nýja hluti. Ég held ég sé miklu
skárri kollegi en ég var.“ Hann hlær.
„Leiðandi menn – þessir sólóhljóð
færaleikarar – hafa líka ákveðnum
skyldum að gegna í hljómsveitinni en
núna er ég stikkfrí og laus við allt það.
Ég þarf ekkert að taka ákvarðanir. Ég
þarf ekki að puða og svitna eins of
boðslega við æfingar heima og þetta
er heldur afslappaðra að öllu leyti. Þá
tími ég ekki að hætta alveg strax af því
að ég er farinn að njóta þess á annan
hátt að vera í bandinu.“
Óhræddur við að leita sér hjálpar
Einar spilar þannig á klarínettið
sitt að hann fer með áheyrendur í
ferðalag. Stundum er það ferðalag í
aðra heima. Jafnvel ævintýraheima.
Nóbelsskáldið skrifaði um hinn
hreina tón. Það er kannski ekki svo
fjarri lagi að nota þau orð þegar kem
ur að tónunum úr klarínetti Einars.
Auðheyrt er að þetta er maður
með miklar tilfinningar.
Það er einmitt með þessar tilfinn
ingar … Hamingja, gleði, sorg, ótti,
höfnun …
Einar hitti konuna í lífi sínu, Helgu
Egilson, á menntaskólaárunum. Þau
hófu sambúð þegar til London var
komið og eignuðust soninn Daða.
Leiðir skildi eftir rúman áratug en
þau eru samt enn miklir vinir. Skiln
aðurinn tók mjög á Einar og leiddi
til taugaáfalls og innlagnar á níunda
áratugnum.
„Þetta var rosaleg barátta, sorg og
söknuður í nokkur ár. Ég var lagður
inn á taugadeild oftar en einu sinni.
Þá var ég búinn að ná botninum og
byrjaður að spyrna mér upp aftur
en það getur tekið langan tíma. Það
skiptir máli að vera óhræddur við að
leita sér hjálpar.“
Hann fann líka hjálp í trúnni og
fann að kaþólska trúin höfðaði til
hans. „Það var eins og smyrsl á sál
artetrið þegar hjónabandið fór að
gliðna.“
Einar Jóhannesson skipti um trú
og varð kaþólskur fyrir aldarfjórð
ungi.
Fékk köllun
„Þetta var mikil trúarþörf. Eins konar
köllun sem hélt áfram að vaxa innra
með mér. Ég var mikið í klaustrum á
þessum tíma, í Frakklandi, Englandi
og Ítalíu. Var reyndar kominn með
annan fótinn til Rómar til að fara og
læra til prests en sem betur fer voru
einhverjir góðir andar sem leiddu
mig af þeirri braut – og aftur inn á tón
listarbrautina. Ég fann sterkar en fyrr
að maður gæti hugsanlega haft góð
áhrif á aðrar manneskjur með tón
listinni í stað þess að messa yfir fólki.“
Hann hlær.
„Ég var búinn að finna prestaskóla
í Róm en það þýddi að ég hefði þurft
að ganga frá býsna mörgum málum
í einkalífi mínu til að stíga það skref.
Ég hafði sem betur fer vit á því að leita
ráða; spyrja marga innan kaþólsku
kirkjunnar og utan. Það var eiginlega
hörundsdökkur monsignor, banda
rískur preláti og prestur, háttsettur
innan kaþólsku kirkjunnar og fyrrver
andi básúnuleikari í Duke Ellington
bandinu, sem sagði mér að láta
brjóstvitið ráða og blása mér í brjóst
rétta ákvörðun. Hann kallaði það
reyndar innblástur heilags anda. Ég
fór fljótlega upp frá því að kunna aftur
að meta tónlistarstarfið og þá köllun
alla. Það varð þarna einhver viðsnún
ingur. Svo sagði gamli blásarinn við
þann yngri í lok þessa ógleymanlega
fundar: „En hvað svo sem gerist, Ein
ar, keep your lip – haltu munnsetn
ingunni við“.“
Einar segist hafa viljað þjóna öðr
um sem best ef hann hefði farið í
prestshempuna. „Það er einhver
sálusorgari í mér sem dró mig mjög
nærri því að verða prestur. En það er
sem betur fer hægt að vinna með og
fyrir fólk á margan annan máta.“
Dálítið mikið á hvolf
Aftur að árinu þegar Einar varð sex
tugur.
„Það gerðist á svipuðum tíma og
þegar þeir hjá Sinfóníuhljómsveitinni
voru í vandræðum með kennitöluna
mína samkvæmt gömlu reglunum
að ég var settur út af sakramentinu í
kaþólsku kirkjunni uppi á Landakots
hæð af því að mér varð það á að segja
í blaðaviðtali á afmælisdaginn að ég
héldi heimili með karlmanni.“ Ein
ar og maðurinn hans, Ívar Ólafsson,
eru búnir að vera saman í hátt á ann
an áratug.
„Það var of mikið fyrir kaþólsku
kirkjuna að aðrir vissu þetta og ég var
vinsamlegast beðinn um að láta safn
aðarsystkini mín ekki sjá mig ganga til
altaris og þiggja sakramentið.
Þetta var gríðarleg höfnun af því
að ég hafði tekið mikinn þátt í kirkju
starfinu um árabil. Í ljósi kynferðis
brota innan kaþólsku kirkjunnar lýs
ir þetta mikilli hræsni. Presturinn,
sem talaði við mig, benti mér að auki
á afhommunarklerk í Bandaríkjun
um sem næði góðum árangri. Þetta
er skelfilega miðaldalegt hugarfar og
afar dapurlegt. En sem betur fer hafa
þessir kirkjunnar þjónar engin völd
í kaþólsku kirkjunni almennt og al
þjóðlega og ég fer í messur hvar sem
er á mínum ferðalögum og kaþólska
trúin er mér enn mjög dýrmæt. Kirkj
an skiptist annars vegar í ógeðfelldan
afturhaldssaman hluta og svo frjáls
lyndari arm sem horfir til framtíðar.
Guð verður alltaf stærri og máttugri
en þessir litlu karlar sem andskotast
út í samkynhneigt fólk og eru frelsar
anum, sem laðaði að sér jaðar og
minnihlutahópa, til skammar.
Ég þurfti aftur að leita mér aðstoð
ar – út af þessu og varðandi starfið.
Það fór allt dálítið mikið á hvolf. Þetta
var tvöföld höfnun. Ég fékk góða hjálp
og er nú bara brosandi, þakklátur og
sæll með tilveruna í dag.“
Margt fram undan
Klukkan tifar.
„Ég er að hugleiða hvenær sé góð
ur tími til að hætta hjá Sinfóníunni.
Það verður talsvert stór áfangi hjá
hljómsveitinni í ágúst, sem ég hlakka
til, en henni hefur verið boðið að spila
á líklega stærstu tónlistarhátíð í heimi
– BBC Promshátíðinni í Royal Albert
Hall í London – og segja má að hálf
ur heimurinn leggi við hlustir. Þetta
er atriði sem ég er búinn ásamt mörg
um öðrum að tala fyrir lengi því ég er
alltaf með annan fótinn í London og
lít á þá borg sem mitt annað heim
ili. Ég hef haldið þar marga tónleika í
gegnum tíðina og spila enn, til dæmis
í júlí næstkomandi, auk þess að hafa
kennt nýlega í gamla skólanum mín
um, The Royal College of Music. Ég
hef aldrei losnað við London úr blóð
inu. Mér líður alveg sérlega vel þar og
á þar góða vini.“
Hljómar klarínettsins hans Einars
munu óma áfram þótt hann kveðji
Sinfóníuhljómsveit Íslands; fyrir
utan að hann mun spila einleik með
hljómsveitinni næsta vetur þá má
búast við að hann komi fram á hin
um ýmsu tónleikum – einleikstón
leikum og með hinum og þessum –
næstu árin. Hann er enn í prýðisgóðu
listrænu formi – eins og hann hefur
þegar sagt – og bendir meðal annars
á að sumir hljóðfæraleikarar, sérstak
lega píanistar, spili fram yfir nírætt.
„Ég mun hafa miklu meira frelsi til
að gera það sem mér sýnist.“
Tveir geisladiskar
Hvað stendur upp úr?
Þögn.
„Það sem stendur upp úr er þakk
læti fyrir að hafa fengið að spila þess
ar dýrlegu tónbókmenntir sem bestu
hljómsveitarverkin eru og fengið að
spila svona mikið einleik með hljóm
sveitinni eins og raun ber vitni. Ég hef
líka fengið fjöldann allan af verkum
skrifuð fyrir mig og hef frumflutt þau
hér á landi og í útlöndum. Það er ekkert
eitt sem stendur upp úr ef ég lít yfir fer
ilinn; það er eiginlega þetta – forréttindi
að hafa fengið svo langan tíma í þessu
starfi. En það er kominn tími til að fá
nýtt blóð í bandið, hljómsveitarinnar
og áheyrenda vegna.“ Hann brosir.
Tveir geisladiskar eru í vinnslu.
„Ég fer ekki alltaf alveg hefð
bundnar leiðir. Á öðrum diskinum
spila ég mjög fjölbreytileg verk, bæði
gömul og ný, fyrir klarínett og orgel
með Douglas A. Brotchie organista. Á
hinum diskinum verða flest þau verk
sem Áskell Másson hefur skrifað fyr
ir mig og eru orðin ansi mörg. Svo er
tónskáldið Sveinn Lúðvík Björnsson,
sá fíni kompónisti, að leggja loka
hönd á einleikskonsert fyrir mig – fyr
ir klarínett og sinfóníuhljómsveit –
sem ég mun spila með hljómsveitinni
minni í Eldborg næsta vetur.“
Stöðugar sálargælur
Einar er með þýða rödd. Þýða
barítónrödd. Þessi rödd er hitt hljóð
færið hans sem hann hefur notað til
að gera útvarpsþætti og svo syng
ur hann með tveimur sönghópum –
Voces Thules og Hljómeyki.
„Það er meira að segja stund
um hringt í mig og ég beðinn um að
syngja í kammerkór við jarðarfarir,“
segir hann og kímir.
Tónlistin. Tónlistin … Tónlistin og
sálin.
„Það eru stöðugar sálargælur í
gangi þegar ég er í músíkinni.“
Þögn.
„Það er þó ekki þetta bókstaflega í
tónlistinni – ekki beint tónarnir sjálfir
eða tónmálið. Það er allt sem er á bak
við tónana – allt á milli línanna eins
og í góðum bókmenntum.
Ég tek tónlistina ekkert fram yfir
aðrar listir af því að mér finnst þetta
allt svo skylt. Ég geri mér til dæmis
vonir um að geta farið að gutla eitt
hvað í myndlist þegar hægist um. Ég
gerði þó nokkuð af því þegar ég var
yngri, bæði að mála og teikna. Það
tungumál kemur frekar auðveldlega
til mín eins og tónlistin. Mér finnst
vera mjög stutt þarna á milli. Listin
er það sem gerir okkur mennsk. Ég sá
nú reyndar nýlega frétt um hest sem
málaði með pensilinn í kjaftinum.“
Hann hlær. „Ég held að simpansar
hafi meira að segja málað. En menn
ingin er náttúrlega það sem gerir líf
ið að einhvers konar ævintýri. Það eru
listirnar – ekki bara endalaus fegurð
– heldur er listin andlega nauðsyn
leg; svo við brjálumst ekki. Eins og
draumarnir.“
Dreymir hann stundum tónlist?
„Það eru aðallega þessar martraðir
að maður er kominn upp á svið og
þá ekki einu sinni með rétt hljóðfæri í
höndunum – það er kannski selló eða
píanó sem bíður manns og ég hef ekki
hugmynd um hvernig verkið byrjar.
Og í verstu tilfellum buxnalaus.“
Hann hlær.
„Þetta eru dæmigerðar martraðir
tónlistarmanna.“
Spilar hann á þessum martraðar
kenndu tónleikum? Þögn. „Já, ég
byrja oft að spila en það endar með
ósköpum.“
Blámi í dúrum og mollum
Hann talaði um myndir. Málverk og
teikningar. Segist minnst hafa verið í
olíumyndum en málar meira vatns
litamyndir.
„Þetta eru sjaldan beinar línur. Ég
hef ekki sérhæft mig í einu eða neinu
ennþá hvað myndlistina varðar. Ég
tek sjaldan ljósmyndir en ég skissa
þegar ég er á ferðalögum. Landslag.
Og fólk.“
Uppáhaldsliturinn? „Kannski blár
í ýmsum litbrigðum.
Blátt er eiginlega minn litur; en
það þýðir ekki að það verði einhver
eilífðarblámi þegar ég fer að mála.
Ætli það sé ekki himinninn og hafið
og fjöllin. Svo breytast litirnir þegar
maður kemur nær og allt litrófið opn
ast í öllu sínu veldi.“
Hann segist alltaf vera með miða
og blýant í vasanum. Er tilbúinn til
að rissa eitthvað niður á blað ef hug
mynd kviknar.
„Ég heyri oft tónlist í myndlistinni.
Ég skynja myndlist þegar ég spila.
Ég kóreógrafera oft þegar ég spila –
sé einhverjar hreyfingar; danshreyf
ingar. Það bara sýnir að listirnar eru
svo tengdar í mínum huga. Mér hef
ur verið sagt að það sé stutt yfir í ein
hvers konar frásögn þegar ég spila
þótt ekki sé farið út í neina atburða
rás.“
Hann spilar, syngur, málar, teikn
ar og semur ljóð í sumarbústaðnum
sínum austur í Þingvallasveit, þar
sem móðir hans fæddist, og ólst upp
á stóru heimili á Kárastöðum.
„Ég var þar í gær. Þar er mað
ur kominn í annan heim. Það er allt
annað veðurfar í Þingvallasveit og yfir
einn fjallveg að fara en maður er bara
kominn í aðra veröld. Það er mikið
fuglalíf þarna á sumrin; mófuglinn
syngur hástöfum allt sumarið og
rjúpan er gæf og nálæg á veturna. Ég
gaf músinni í gær. Það býr hagamús
undir húsinu.“
Mús. Hús. Þetta rímar. Rímar og
leikur sér saman eins og listirnar í lífi
Einars sem orðinn er þriggja barna
afi: Nína, Fríða og Viggó hafa leikið
sér saman í bústaðnum og náttúr
unni en láta músina alveg vera.
Nei, hann lítur ekki út fyrir að vera
að verða 64 ára sem þýðir að eftir
launaaldurinn nálgast. En svona er
það samt þegar tíminn líður og vatn
ið rennur.
Önnur æfing fram undan hjá
Einari.
Hann setur töskuna, sem klar
inettið hans liggur í í nokkrum pört
um, á öxlina. Við lítum inn í versl
unina þar sem geisladiskurinn með
sópransöngkonunni er enn í gangi.
Núna skreytir annað lag rýmið. n
Ave Maria, gratia plena, Dominus tecum.
Benedicta tu in mulieribus,
et benedictus fructus ventris tui, Iesus.
Sancta Maria, Mater Dei,
ora pro nobis peccatoribus,
nunc et in hora mortis nostrae. Amen.
Svava Jónsdóttir
„Presturinn,
sem talaði
við mig, benti
mér að auki á af-
hommunarklerk í
Bandaríkjunum.
Einar Jóhannesson
„Ég mun hafa miklu
meira frelsi til að gera
það sem mér sýnist.“