Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Qupperneq 60
Helgarblað 7.–10. mars 201460 Fólk „Þetta gerðist … úps“ Söngkonan Demi Lovato er óhrædd við að prófa nýjar hárgreiðslur ólíkt mörgum í stjörnuborginni Hollywood sem reyna að halda sig við hár- geiðslur sem eru ekki of flippað- ar. Demi skartar nú bleiku hári og bætti um betur með því að raka hárið af á annarri hliðinni. Meðfylgjandi mynd birti hún af sér á Twitter-síðu sinni og und- ir myndina skrifaði hún: „Jæja, þetta gerðist … úps.“ Demi hefur gaman af því að prófa nýjar hár- greiðslur og hefur að undan- förnu meðal annars verið með ljóst, blátt og rautt hár. Kysstust á leiknum Mila Kunis og Asthon Kutcher eru sögð hafa trúlofað sig í síð- ustu viku. Parið var óhrætt við að sýna ást sína á Lakers-leik í vikunni. Þau voru ástleitin að sjá, flissuðu, létu vel hvort að öðru og kysstust milli þess sem þau fylgdust með leiknum. Þau hafa ekki viljað staðfesta trúlof- unina en Mila sást skarta nýjum hring á fingri sem þykir ýta undir orðróminn um trúlofun- ina. Mila og Asthton hafa verið saman um nokkurt skeið en hafa þekkst síðan þau léku saman í þáttunum That 70´s Show. Berfættur og ber að ofan Nýbakaði faðirinn Simon Cowell passar vel upp á út- litið og fer ekki leynt með það. Hann er duglegur í ræktinni og þrátt fyrir annríkið sem fylgir því að vera með lítið barn þá lætur hann það ekki á sig fá. Simon og barnsmóðir hans og kærasta, Lauren Silverman, sáust á röltinu með soninn Eric í Miami í vikunni. Simon gekk um berfættur og ber að ofan og var algjörlega óhræddur við að bera massaðan skrokkinn enda haldið sér vel við þrátt fyrir að vera orðin 54 ára. S öngkonan Shakira segist elska börn og myndi vilja eiga 8–9 stykki ef hún hefði tíma. Shakira er í viðtali í apríltölublaði tímaritsins Latina. „Ef ekki væri fyrir tónlistarverkefnin mín þá væri ég ólétt núna,“ seg- ir Shakira en hún er í sambandi með knattspyrnu manninum Ger- ard Pique. „Ég myndi elska að eiga 8–9 börn með Gerard, mitt eigið fótboltalið,“ segir Shakira en þau Gerard eiga saman einn þrettán mánaða dreng, Milan. Núna nýtur hún þess að vera móðir Milans og reynir að finna hin gullna meðalveg milli vinnu og einkalífs. „Það var þannig að ég fór marga hringi í kringum hverja hug- mynd og spáði mikið í hvernig ég ætti að framkvæma hlutina. Eftir að ég eignaðist hann hef ég minni tíma. Ég þarf að drífa mig heim þannig að hann hefur hjálpað mér að ná að halda skýrum fókus.“ Í viðtalinu segist Shakira einnig vera ástfangin upp fyrir haus. „Hann er með mér af því hann vill vera með manneskjunni Shakiru, ekki stjörnunni,“ segir hún. „Þetta er sönn ást. Ég er með honum af því að hann er dásamlegasti maður sem ég hef hitt. Við viljum sömu hlutina. Ég hef aldrei hitt neinn sem er jafn ástríðufullur og hann.“ n Myndi vilja eiga 8–9 börn Shakira er ástfangin upp fyrir haus Ástfangin upp fyrir haus Shakira segir í viðtalinu að hún sé ástfangin upp fyrir haus og hún myndi helst vilja 8–9 börn. Forsíðan Shakira er í viðtali í apríltölublaði Latina. Vildi vera með Benedict Cumberbatch vildi vera á mynd með Bono og félögum. Fótóbombur fræga fólkins Eins og flestir vita hafa fótóbombur (e. photobomb) verið vinsælar undanfarið. Fræga fólkið sem sífellt er verið að taka myndir af hefur ekki farið varhluta af þessu og virðist nú liggja mikill metnaður hjá þeim í því að fótóbomba myndir hjá öðrum frægðarmennum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Grunlaus Jared Leto fótóbombar Anne Hathaway á Vanity Fair-eftirpartíinu eftir Óskar- inn. Mynd daVid LiVinGSton Halló Hér treður Anne Hathaway sér inn á mynd af Jessicu Biel. tekinn Jared Leto var ansi duglegur að troða sér inn á myndir af öðrum á Óskarsverðlaunahátíðinni en hér fellur hann á eigin bragði þegar Lupita Nyong'o fótóbombaði hann. Mynd Getty Búmm Pitch Perfect-stjörnurnar Anna Camp og Skylar Astin fótóbombuðu vin- konu sína og samstarfsfélaga Rebel Wilson á Teen Choice Awards í ágúst 2013. Mynd Fox Grunlaus Lupita Nyong'o virðist ekki hafa hugmynd um að Emma Thompson standi á bak við hana á myndinni. Mynd GreGG deGuire Clooney sjálfur Meira segja George Clooney stundar að fótóbomba! Hér með Steven Spielberg, Jessicu Seinfield og Jerry Seinfield. Mynd Getty Metnaðarfullt Modern Family-stjarnan Jesse Tyler Ferguson með ótrúlega góða fótóbombu. Hver er bak við? Kelly Clarkson gægist hér hress á bak við turtildúfurnar Ellen DeGeners og Portiu Del Rossi. Mynd Getty
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.