Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 11.–13. mars 20142 Fréttir Vitni að grófri árás á vinkonu É g held að ég hafi aldrei hitt konu sem hefur ekki lent í neinu,“ segir Hanna Björg Vil- hjálmsdóttir, kennari í kynja- fræðum í Borgarholtsskóla. „Ég var þrettán ára þegar ég varð fyrst fyrir kynferðislegri áreitni. Sextán ára þegar ég varð vitni að mjög grófri kynferðislegri árás á vin- konu mína á Þjóðhátíð í Eyjum. Við fórum inn í almenningstjald og sofn- uðum báðar. Ég vaknaði við að tveir menn voru að gera eitthvað við hana og fraus við hliðina á henni, lam- aðist alveg. Hún vaknaði aldrei og ég ræddi þetta aldrei við hana. Í mörg ár útilokaði ég þessa minningu af því að ég gat ekki horfst í augu við þetta at- vik. Ég átti svo erfitt með að fyrirgefa sjálfri mér að hafa ekki aðhafst neitt. En það tókst með tímanum, enda var ég bara sextán ára. Þegar ég var rétt rúmlega tvítug bjó ég í Fellsmúlanum og var að ganga heim í fannfergi. Í snjón- um hafði myndast mjó göngubraut og þegar ég mætti manni þurfti annað hvort okkar að stíga út í skafl- inn. Skyndilega tók maðurinn í öxl- ina á mér og greip í píkuna og kleip mig. Ég þurfti að slíta mig frá hon- um og hlaupa heim. Ég man enn eft- ir því hvernig hjartað sló því ég vissi ekki hvort þessi maður væri á eftir mér eða ekki þegar ég hljóp upp brekkuna, reif upp hurðina heima og lagðist á gólfið með bakið í úti- dyrahurðina, eins og maður sér í bíó- myndunum þegar fólk er skelfingu lostið.“ Kölluð tík Það eru ekki nema örfá ár síðan hún var að ganga upp Skólavörðustíginn og mætti þar manni sem viðhafði óeðlilega framkomu. „Ég var að koma af Ölstofunni með seinni skip- unum og sá stóran mann koma á móti mér. Ég fékk óþægilega tilfinn- ingu fyrir því en ákvað að hrista það af mér og láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Um leið fann ég hvernig ég reis upp, bæði að innan og utan. Ég rétti úr bakinu og gekk beint fram hjá honum í stað þess að fara yfir götuna eins og ég hafði hugsað mér. Nema hvað, þegar við mættumst hvæsti hann á mig: „tík“. Ég veit ekki enn hvað þetta var, en ég ímynda mér að það hafi stuð- að hann að finna að ég var óttalaus. Hann sá að ég ætlaði ekki að leyfa honum að ógna mér. Mér finnst enn skrýtið að segja frá þessu, en ég er orðin fimmtug kona og hef lent í alls konar,“ segir Hanna Björg. „Það er meira að segja búið að normalisera kynferðislega áreitni og selja okkur að þetta sé bara svona. Beint og óbeint höfum við fengið skilaboð um að tepruskapur sé bannaður og húmorsleysi sé n Fraus og gat ekkert gert n Flestir nemendur upplifað kynferðislega áreitni Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „ Í mörg ár útilokaði ég þessa minningu af því að ég gat ekki horfst í augu við þetta atvik. Braut tæki á spítalanum Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið skjá í skiljunarvél á skimunardeild á Landspítalanum. Pilturinn mun hafa í ágúst síðastliðnum, brot- ið skjáinn í skiljunarvélinni og telur saksóknari það varða við 257. gr. hegningarlaga þar sem segir að sá sem skemmir eða ónýtir eigur annars manns eða svipti hann þeim skuli sæta sekt- um eða fangelsi allt að tveimur árum. Þess er krafist að pilturinn verði látinn greiða sakarkostnað og sæta refsingu en að auki ger- ir Landspítalinn kröfu um að fá greiddar 184.356 krónur vegna tjónsins. Vika í verkfall kennara „Það verður fundað í vikunni og ég trúi ekki öðru en báðir aðilar vilji nota tímann vel“ E f ekki nást samningar hefst verkfall framhaldsskóla- kennara á mánudaginn eftir tæpa viku. Þar virðast málin stranda helst á bágri fjárhagsstöðu framhaldsskólanna, sem margir hverjir glíma við mikil fjárhags- vandræði. „Það er verið að tala saman og það eru fundir,“ segir Að- alheiður Steingrímsdóttir, formað- ur Félags framhaldsskólakennara. Hún kveðst í samtali við DV hvorki vera bjartsýn né svartsýn á við- ræðurnar. „Þessi hrikalega staða á rekstri og fjármálum framhalds- skólanna er að valda okkur, báðum samningsaðilum, miklum vand- ræðum,“ segir Aðalheiður. „ Sumir þeirra eru komnir hættulega ná- lægt gjaldþroti. Þessi vonda staða er að valda báðum samningsaðilum verulegum vandræðum og myndin á þessu hefur ekkert breyst undan- farið. Það er þessi vika sem er til stefnu áður en kemur til verkfalls. Það verður fundað í vikunni og ég trúi ekki öðru en báðir aðilar vilji nota tímann vel.“ Verkfall framhaldsskólakennara mun að öllu óbreyttu hefjast eftir viku og í samtölum DV við fram- haldsskólakennara kemur fram mikill ótti við langt og erfitt verk- fall. Framhaldsskólanemendur, sér í lagi þeir sem stefna á útskrift í vor, kvíða því að verkfallið verði langt og strangt. Aðalheiður segir fund- að stíft og það verði gert áfram fram að mánudeginum. Fleiri aðildarfé- lög Kennarasambands Íslands eru í kjaraviðræðum þar á meðal grunn- skólakennarar. Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara, segir að markmiðið sé að hækka laun grunnskólakennara sem hafi dregist mikið aftur úr. Það verði ekki gert á einu ári og því eigi að reyna að semja til lengri tíma, eða til 2017, og hækka launin þannig. Aðspurður hvort það stefni einnig í verkfall hjá grunnskóla- kennurum segir Ólafur málið ekki á þeim stað, enn sé verið að vinna að samningi. „Það hefur ekkert breyst á síðustu vikum og við erum ekki komin á þann stað að fara að ræða verkfall. En ef þetta fer ekki að ganga á næstu vikum þá þarf að skoða hvort það eigi að grípa til að- gerða, en við sitjum ekki hér í bak- herbergjum og skipuleggjum verk- fall,“ segir Ólafur. n astasigrun@dv.is Nemendur kvíðnir Útskriftarnemendur kvíða verkfalli sérstaklega enda getur það haft áhrif á áframhaldandi nám þeirra næsta haust. MyND SIgtryggur ArI Fannst við Snæfellsjökul Björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar fundu síð- degis á mánudag erlendan ferða- mann sem óskaði eftir aðstoð við Snæfellsjökul. Var hann þá stadd- ur á þeim stað er GPS-punktur sem hann sendi Neyðarlínu benti á, suðaustan við jökulinn. Ekkert amaði að manninum sem var vel búinn en tjaldið hans var gauðrif- ið. Var hann skelkaður í vonsku- veðrinu sem var á svæðinu. Á fjórða tug björgunarmanna tók þátt í aðgerðinni og nutu þeir góðrar aðstoðar snjótroðara frá ferðaþjónustunni Sjófelli á Arnarstapa. Opnað á atkvæða- greiðslu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið koma til greina í samtölum við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formað- ur Samfylkingarinnar, á þingi á mánudag. Hann sagði ekki hvaða þingmaður hefði opnað á þann möguleika en sagði það hafa ver- ið gert á fundi þingmanna um önnur mál í hádeginu. Laust fyrir kvöldmat á mánu- dag var enn ekki farið að ræða tillögu utanríkisráðherra um við- ræðuslit við ESB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.