Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 11.–13. mars 201426 Lífsstíll F átt er meira móðins í tískunni um þessar mundir en buxna- dragtir. Það sáust skýr dæmi um það á Óskarnum en þar voru fjölmargar stjörnur sem klædd- ust drögtum í stað kjóla. Dragtirnar hafa líka verið áberandi á tískupöll- unum undanfarið, meðal annars hjá tískuhúsinu Saint Laurent. Kynnir Óskarsverðlaunanna í ár, Ellen DeGeneres, klæddist nokkrum mismunandi drögtum á hátíðinni. Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian var í svartri dragt frá Saint Laurent, Brooklyn Decker klæddist ljósri dragt, Ellen Page klæddist einnig smartri dragt sem og Jackie Collins. n Dragtir eru í tísku Fjölmargar stjörnur tóku dragtir fram yfir kjóla á Óskarnum Jackie Collins Ellen Page Brooklyn Decker Kourtney Kardashian Saint Laurent Slæm tískuslys á rauða dreglinum Sófakjóll, gallaefni og hnésíður jakki F ræga fólkið í Hollywood er miklar tískufyrirmyndir og hefur oft talsvert að segja um hvaða tískufyrirbrigði slá í gegn og rata í fataskápa al- mennings. Þrátt fyrir að búa flest yfir ógrynni af peningum og hafa auk þess að minnsta kosti einn stílista á sínum snærum getur fræga fólkið þó líka misstigið sig þegar kemur að tísku og fatavali. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Berleggja í jakka Klæðnaður bandarísku poppsöngkonunnar Miley Cyrus hefur ósjaldan farið fyrir brjóstið á fólki. Oft þykir hann heldur klámfenginn og efnislítill en stundum einfaldlega ljótur og ósmekklegur. Fataval Cyrus á Billboard Music Awards árið 2012 vakti til að mynda mikið umtal og þótti algjört tískuslys. Söngkonan klæddist þá hvítum jakka úr smiðju Jean Paul Gaultier, sem huldi fátt annað en maga og hendur söngkonunnar, og röndóttum pinnahælum við. Hnésíður jakki Bandaríski leikarinn Robin Williams þótti ekki vel til fara á Óskarsverðlaununum árið 2005. Williams mætti í hnésíðum jakkafatajakka við rauða skyrtu og buxur með bleikum röndum á hliðunum og verður að segjast að þessi tilraun Williams til að vera öðruvísi og prófa eitthvað nýtt hafi ekki gefið góða raun. Strandkjóll Lopez Kjóllinn sem Jennifer Lopez klæddist á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000 hefði kannski betur átt heima á sólríkri strönd en rauða dreglinum. Kjóllinn var hönnun Versace og vakti talsverða athygli á sínum tíma en hann er fleginn niður fyrir nafla og auk þess þakinn pálmatrjám. Svart og blátt tískuslys Jennifer Lawrence þykir sjaldnast stíga feilspor á rauða dreglinum. Á People's Choice Awards árið 2012 fór hún hins vegar illa að ráði sínu er hún klæddist bláum og svörtum kjól frá hollenska merkinu Viktor & Rolf. Snúningsmynstrið sem blái hlutinn myndar og svarta netið undir segja allt sem segja þarf. Gallaæði Það er nokkurs konar óskrifuð regla að ekki skal klæðast of miklu gallaefni í einu. Britney Spears og Justin Timberlake létu það þó ekki stöðva sig er þau mættu í einu eftirminnilegasta tískuslysi síðari ára á bandarísku tónlistarverðlaunin árið 2001. Britney og Justin létu ekki aðeins sérsauma á sig föt úr gallaefni heldur einnig tösku, hatt og aðra fylgihluti. Stígvél í stíl Poppdrottningin Beyoncé Knowles er ein helsta tískufyrirmynd margra. Hún getur þó misstigið sig líkt og aðrir þegar kemur að tísku og eitt þeirra skipta var á Costume Institute Gala í fyrrvor. Þá klæddist hún svörtum og gulum, mynstruðum kjól frá Givenchy og kórónaði útlitið með háum stígvélum í stíl við kjólinn og þykku, svörtu leðurbelti. Sófakjóllinn Blúndukjóllinn sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian klæddist á hinum árlega dansleik Costume Institute Gala í maí 2013 vakti svo mikla athygli að hann varð að útbreiddum brandara á internetinu. Kjóllinn er úr smiðju Givenchy og hefur gjarnan verið kallaður „sófakjóllinn“ en honum var þó einnig líkt við gardínur og klæðnað frú Doubtfire svo eitthvað sé nefnt. „Hipsterar“ klæða sig „venjulega“ Reyna að skera sig úr með því að klæða sig hallærislega Sumir segja að tískan fari í hringi og það eru alltaf ein- hverjir sem vilja vera skrefi á undan því sem er að gerast í helstu tískustraumum. Margir kannast við hina svokölluðu „hipstera“ sem hafa verið áber- andi undanfarið. Hipsterarnir byrjuðu sem fámennur hóp- ur sem klæddi sig á sérstakan hátt, hlustaði á sérstaka tónlist og vildi vera sem mest öðruvísi heldur en hinn almenni með- almaður, hvað varðar strauma og stefnur. Það sem hins vegar gerðist er að hipsterar komust í tísku og því fóru margir að klæða sig að hipstera sið. Nú berast fregnir að því úr tísku- heimum að nýjasta útspil hipsteranna til þess að skera sig úr fjöldanum sé að klæða sig eins venjulega og hægt er. Það kann að virka þversagnar- kennt en á síðunni policymic. com segir frá því að nú sé það heitasta hjá þessum hóp að klæðast fötum sem þú mynd- ir helst finna í hallærislegum stórmarkaði. Illa sniðnar gallabuxur, joggingpeysur og buxur, hvítir, víðir bolir, íþrótta- skór, klossar og sandalar eru það nýjasta hjá hipsterum sem vilja komast hjá því að klæða sig eins og þeir sem fylgja tísk- unni. Það sem áður þótti það allra hallærislegasta er því að komast í tísku hjá þessum hóp. „Trendið“ er kallað á ensku „Normcore“ sem mætti kannski þýða sem jöfnun yfir í það sem venjulegt er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.