Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 11.–13. mars 201424 Neytendur Engin töfrabrögð Leiðir fyrir verktaka til að lækka skattgreiðslur „Í sjálfu sér eru þetta engin töfra­ brögð, því að ef þú ert með rekstur eru ákveðnir kostnaðarliðir sem þú mátt draga frá,“ segir Olge­ ir Þórisson, verkefnastjóri hjá KPMG, aðspurður hvað fólk með tilfallandi verktakagreiðslur megi telja fram á móti kostnaði á skatt­ framtalinu sínu. „Það er auðvitað misjafnt eftir því hvernig rekstur þú ert með. Fólk áttar sig oft ekki á því að í einhverjum tilfellum getur það notað ýmsan rekstrarkostnað. En það fer allt eftir því hvað fólk er að gera, þannig getur smiður talið til efniskaup í Húsasmiðjunni sem blaðamaður getur kannski ekki,“ segir hann. Reiknað endurgjald „Hluti af þess­ um kostnaði er að þú verður að telja fram svo­ kallað reiknað endurgjald, það eru launin þín. Segjum að þú sért með tekjur upp á milljón. Af því eru kannski 70% sem eru laun­ in þín. Þá þarft þú að greiða af því mótframlag í lífeyrissjóð og tryggingargjald sem launagreið­ andi ber ábyrgð á,“ segir Olgeir. Kostnaður Varðandi frádrátt vegna rekstrar­ kostnaðar segir Olgeir hann þurfa að vera innan skynsam­ legra marka. „Þú getur hugsað þetta eins og ef þú værir að borga manneskju kaup til að sinna þessari vinnu. Þá myndir þú ekki kaupa fyrir hana þrjár tölvur á ári heldur kannski eina þriðja hvert ár. Þetta þarf að vera eitthvað sem væri eðlilegt.“ Innkaup, viðhald og rekstur á tölvu getur þannig talist til frádráttar, en innan eðlilegra marka eins og hann segir. Hann segir símakostnað dæmi um rekstrarkostnað sem oft getur verið eðlilegur. Þá er bæði átt við kaup á símtækinu og notkun. „Ef þú ert með farsíma og ert að nota hann líka fyrir þig prívat má ekki færa allan kostnað á rekstur­ inn og láta hann borga, heldur bara þá notkun sem tengist rekstrinum. Það sama gildir um nettenginguna. Það er eðlilegt að tiltaka hluta hennar en ekki alla.“ Bílar Bifreiðakostn­ aður er í sum­ um tilvikum frádráttarbær. „Þú þarft að geta fært rök fyrir því að þú hafir þurft að nota bíl­ inn. Ef þú verður að keyra í þinni vinnu þá væri hægt að fá kostnað við það dreginn frá. En þá þarf að halda bókhald yfir bílinn og halda akstursdagbók, þar sem er tilgreint nákvæmlega hvaðan er keyrt og hvert, hversu margir kílómetrar og tilefni akstursins,“ segir Olgeir. Breytilegt Hann segir ekki hægt að gefa eina tölu um hversu hátt hlutfall tekn­ anna séu eiginleg laun. Það fari allt eftir eðli vinnunnar. „Þetta hlutfall getur verið breytilegt eftir því hversu mikill hluti þjón­ ustunnar sem þú ert að selja er vinna. Ef þú ert til að selja vöru þá getur varan verið aðalkostnaður­ inn, ekki launin.“ Borgaðu minni skatt S kattframtal var gert að­ gengilegt á vef ríkisskatt­ stjóra nú fyrir helgi en frestur til að skila framtali er til 21. mars. Möguleiki er á að sækja um aukinn frest hjá ríkis­ skattstjóra á heimasíðunni skattur. is og er hann þá framlengdur til 1. apríl. Þó skattar standi undir sam­ neyslu samfélagsins eru flestir til­ búnir til að reyna að lækka þá upp­ hæð sem þeir þurfa að borga í skatt og DV tók saman nokkur atriði sem veita rétt á ívilnunum í þá veru. n n Þrettán atriði sem veita rétt til skattaívilnana n Skattframtalið er aðgengilegt á vefnum n Skilafresturinn er til 21. mars Persónuafsláttur Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Persónuafsláttur var 48.485 kr. á mánuði á árinu 2013 eða samtals 581.820 kr. á ári. Fjárhæð: 581.820 kr. Iðgjöld í lífeyrissjóði Ekki þarf að greiða skatta af iðgjöldum sem greidd voru í lífeyrissjóði. Á árinu 2013 var þó einungis heimilt að draga frá 2% framlag í séreignarlífeyrissjóði en ekki 4% eins og áður. Dagpeningar Á móti fengnum dagpeningum er heimilt að færa til frádráttar ferða- og dvalar- kostnað vegna ferða launþega á vegum launagreiðanda. Skilyrði fyrir frádrætti eru þau að fjárhæðin sé innan ákveðinna marka sem ríkisskattstjóri setur og að fyrir liggi í bókhaldi launagreiðanda, sem og hjá launamanni, gögn um tilefni ferðar, fjölda dvalardaga og fjárhæð dagpeninga. Ökutækjastyrkur Þeir sem gera kröfu um að fá frádrátt á móti ökutækjastyrk þurfa að sundurliða kostnað vegna bifreiðarinnar en útgjöld vegna bifreiðarinnar sem teljast rekstrarkostnaður eru t.d. eldsneytiskostnaður, viðgerðar- kostnaður, smurning, hjólbarðar og viðgerðir á þeim, tryggingar, bifreiðaskattar og bifreiðagjöld. Sem rekstrarkostnaður telst einnig árleg afskrift sem reiknast kr. 720.000 vegna ársins 2013. Skilyrði fyrir ökutækjastyrk er að hafa gert skriflegan afnotasamning við launagreiðanda eða halda akstursdagbók. Mannslát og útfarir Veitt er ívilnun vegna útfararkostnaðar en árið 2014 er veittur 800.000 kr. skattaaf- sláttur vegna útfararkostnaðar. Í umsókn þarf að geta um tengsl umsækjanda við hinn látna (foreldri, maki, systkin, barn, annað). Þegar ekki er um andlát maka að ræða skiptist lækkunin á greiðendur útfararkostn- aðarins ef þeir eru fleiri en einn. Fjárhæð: 800.000 kr. Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Ekki flókið Fjölmörg atriði lækka skatt- greiðslur. M estu máli skiptir að fólk sé með aðgangslykilinn sinn að rsk.is. Ef það er ekki með hann þá er hægt að óska eftir nýjum veflykli en þá þarf fólk að vera með aðgang að heima­ bankanum sínum og auðkennis­ lykli þar sem nýr veflykill er send­ ur þangað,“ segir Harpa Rún Glad en hún er framkvæmdastjóri Lög­ fræðiaðstoðar Orators, félags lög­ fræðinema við Háskóla Íslands ásamt Daníel Thors. Lögfræði­ aðstoð Orators aðstoðar fólk endurgjaldslaust við gerð skatt­ framtalsins eins og undanfarin ár en enn hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvenær það verður. Skattadagur Lögfræðiþjónustu Lögréttu, félags laganema við Há­ skólann í Reykjavík verður haldinn milli klukkan 13 og 17 þann 15. mars næstkomandi en þá býðst gestum og gangandi að fá aðstoð við að útfylla skattframtal. Í fyrra gerðu laganemar við HR ráð fyrir að aðstoða um 300 manns yfir daginn. „Það eru laganemar og tveir starfsmenn frá KPMG sem eru að aðstoða okkur við þetta því við erum í samstarfi við fyrirtækið um þennan dag,“ segir Grímur Már Þórólfsson en hann situr í fram­ kvæmdastjórn Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Hann segir þau ekki að­ stoða fólk sem stundar atvinnu­ rekstur nema að litlu leyti. „Ef fólk hefur verið í verktöku þurfum við reikninga um það,“ segir hann. Harpa segir einstaklinga sem vilji nýta sér þjónustuna þurfa að vera með allar upplýsingar um laun með sér, launamiða eða launaseðla en auk þess allar upp­ lýsingar varðandi bætur og styrki. Bæði nemendafélögin reka lög­ fræðiþjónustu þar sem boðið er upp á endurgjaldslausa ráðgjöf einu sinni í viku. n fifa@dv.is Lögfræðinemar til aðstoðar Þarf bara að hafa með sér veflykilinn Skattadagurinn Lögfræðinemar í báðum stóru háskólunum í Reykjavík aðstoða við framtalsgerð. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.