Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 11.–13. mars 201428 Lífsstíll H ugmyndin kviknaði vegna þess að ég var með síðuna makaleit.is og fékk margar fyrirspurnir frá fólki sem var ekki í makaleit heldur var bara að leita sér að vináttu,“ seg- ir Björn Ingi Halldórsson, eigandi vefsíðnanna makaleit.is og vinur.is. Fyrrnefnda síðan hefur verið í loft- inu í rúmlega ár en sú síðarnefnda fór í loftið í enda janúar. Langflestir Ís- lendingar eru nettengdir og fólk eyð- ir sífellt meiri tíma á veraldarvefnum. Svokallaðar stefnumótasíður eru ekki nýjar af nálinni en ekki hefur áður verið vefsíða sérstaklega ætluð fyrir fólk í vináttuleit. Margir einmana Að sögn Björns eru nú rúmlega 400 notendur skráðir inn á síðuna vin- ur.is og segir hann marga kjósa að stofna til vinasambanda í gegnum internetið. „Það eru margir einmana,“ segir hann. Nútíminn sé sá að fólk eyði miklum tíma á internetinu og kjósi því líka að nýta sér þann vett- vang til þess að stofna til vináttu- og ástarsambanda. „Við sjáum það, mið- að við þann fjölda fólks sem notar síðuna, að þetta á fyllilega rétt á sér,“ segir Björn. Fólk á öllum aldri leitar vináttu Á síðunni má sjá auglýsingar frá not- endum. Það þarf að vera skráður inn á síðuna til þess að sjá allar auglýs- ingar en nokkrar er hægt að sjá án þess að vera skráður inn. Þar sést að notendur eru á öllum aldri sem allir eiga það sameiginlegt að vera að leita sér að vináttu. „Jákvæð og elska lífið og tilveruna og leiðist neikvæðni og væl. Langar að hitta fólk sem vill skreppa á sýn- ingar, söfn, kaffihús um helgar og jafnvel góða ferðafélaga,“ segir kven- kyns notandi sem er sextíu ára, ein- hleyp með uppkomin börn. „Er hress og skemmtilegur strákur. Vantar fé- laga konu eða karl til njóta þess að vera til og taka þátt í sameiginlegum áhugamálum. Er gagnkynhneigður. Vantar sérstaklega göngufélaga og dansfélaga,“ segir 63 ára einhleyp- ur karlmaður sem auglýsir á síðunni. „Langar til að kynnast fólki sem er vel gefið, kannski helst af gagnstæðu kyni en bara strákum í engum kynferðis- legum skilningi svo það sé á hreinu,“ segir annar karlmaður, 27 ára og ein- hleypur. Sjötug kynntist ástinni Aðspurður segir Björn að boðið sé upp á auðkenningu þannig að not- endur séu öruggir um að fólkið sem það ætlar að hitta sé ekki að villa á sér heimildir. „Það eru margir sem nýta sér það. Þá leggur notandinn inn 1 krónu á okkar reikning og við sjáum þá í heimabankanum nafn og kenni- tölu viðkomandi og getum þannig staðfest aldur og kyn.“ Björn segist ekki hafa fengið stað- festingu á því að vináttusambönd hafi myndast í gegnum síðuna vinur. is enda sé stutt síðan hún fór í loft- ið. Hann hefur hins vegar fengið fjöl- margar staðfestingar á ástarsam- böndum sem myndast hafa í gegnum makaleit.is. „Ég hef fengið mikinn póst þar sem fólk þakkar fyrir síðuna og að það hafi fundið ástina í gegn- um hana. Einn var frá sjötíu ára gam- alli konu sem var að þakka mér fyrir að hafa fundið mann sem hún var að fara eyða jólunum með. Áður hafði hún búið ein. Það er mjög gefandi að fá svona staðfestingu á því að þetta sé að virka. Ég sá bara fyrir mér gleðina sem þetta hafði gefið henni, allt út af þessum vef. Þetta segir manni að það er þörf á svona vefsíðum.“ n n Heimasíða fyrir fólk í vinaleit n Æ fleiri nota netið til að stofna til sambanda 7 atriði sem eyðileggja sambandið Forðastu þetta til að halda sambandinu gangandi! Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Þetta segir manni að það er þörf á svona vefsíðum. „Margir einmana“ Björn Ingi Halldórsson Björn segir marga stofna til vináttu- og ástarsam- banda í gengum internetið. Mynd SIgtryggur ArI Vinátta Margir leita vináttu í gegnum internetið. 1 Gagnrýni á fjölskylduna Það er aldrei góð hugmynd að gagnrýna fjölskyldu maka. Fjöl- skyldan er það dýrmætasta sem maður á og enginn nennir að hlusta á ósanngjarna gagnrýni á fjöl- skylduna sína. Þó að makinn sjálfur sé ósáttur við fjölskylduna þá er það öðruvísi en þegar maki gagnrýnir. Það getur verið banabiti sam- bandsins ef þú þolir ekki fjölskyldu makans. 2 Njósnir Ekki njósna um maka þinn. Ef þú treystir ekki makanum þá gengur sambandið ekki upp. Ekki reyna að komast inn á Facebook eða Twitter hjá makan- um. Þú gætir haldið að þú sért að gera þér greiða en sannleikurinn er sá að líklega ferðu að oflesa í allar aðstæður og það gerir sambandinu ekki gott. 3 Rifrildi á almannafæri Rif-rildi eru náttúr- lega aldrei góð í sam- böndum en rifrildi á almannafæri eru enn verri. Ef þið ráðið ekki við að geyma rifrildið þangað til heim er komið þá er eitthvað mikið að í sambandinu. Þannig sambönd ganga sjaldnast því virðinguna vantar. 4 Að vanrækja útlitið Það er mjög algengt að þegar fer að líða á samband að fólk hætti að hugsa jafnvel um sig sjálft. Hugsi verr um útlitið og heilsuna. Það hef- ur slæm áhrif á sjálfsálitið sem getur haft slæmt áhrif á sambandið. 5 Að reyna að breyta makan-um Þú breytir ekki mann- eskjum. Þú getur ekki byrjað með einhverjum og ætlast til þess að manneskjan breytist eins og þú vilt. 6 Að gera ekki upp vanda-málin Það er alltof algengt að fólk sópi vandamálunum í sam- bandinu undir teppið. Þau hverfa samt sjaldnast og yfirleitt endar það þannig að þau safnast upp og verða að risastóru vandamáli sem er ekki mjög auðleysanlegt. Gerið upp deilumálin strax og ekki fara ósátt að sofa. Góð samskipti eru lykill að góðu sambandi. 7 Lygi Ekki ljúga að maka þín-um. Komdu heiðarlega fram. Heiðarleiki er lykilatriði í öllum góðum samböndum. Fimm leiðir til að losna við stress n Farðu í heitt bað Fátt er betra til að ná góðri slök- un en að fara í heitt bað, hvort sem það er eftir erfitt verkefni, langan vinnu- dag eða vegna einhvers sem veldur manni áhyggjum. Til að gera bað- ferðina virkilega slakandi skaltu setja ilmandi baðolíu eða freyði- bað ofan í vatnið og gera stemn- inguna enn notalegri með þægi- legri tónlist. Með því að slökkva ljósin og kveikja á kertum í bað- herberginu næst svo fullkomin slökun sem gefur örstutta pásu frá amstri og áhyggjum dagsins. n Hlustaðu á tónlist Tónlist getur breytt skapi þínu á auga- bragði og er því tilvalið meðal til að losna við stress og áhyggjur. Hvort sem það er lágstemmd og róandi tónlist til að slaka á eða fjörug danstónlist til að koma þér í gott skap skaltu gefa þér tíma til að setja á góða tónlist, hlusta og njóta. n Hreyfðu þig Hvort sem þú ferð í líkams- ræktarstöð, göngutúr eða út í fótbolta þá er líkam- leg hreyfing alltaf góð til að losna við stress. Með því að taka vel á því fær haus- inn hvíld frá áhyggjum og stressi auk þess sem líkamleg vellíðan fæst eftir slík átök. Útivist er sér- lega góð til að ná sér niður eftir erfiðan dag og dreifa huganum frá vandamálum og áhyggjum. n tæmdu hugann Ein besta leiðin til að ná slök- un eftir amstur dagsins er að koma sér úr sam- bandi við umheiminn, en sjón- vörp og snjallsímar eru með helstu stressvöldum í nútíma- samfélagi. Slökktu því á sím- anum, slepptu því að kveikja á tölvunni og ekki byrja að horfa á sjónvarpið. Lestu heldur góða bók, hlustaðu á notalega tón- list, farðu í bað eða eldaðu góð- an mat til að ná þér niður eftir erfiðan dag. Facebook-hangs og sjónvarpsgláp hjálpa þér ekki að slaka á. n Fáðu þér að borða Taktu þér tíma til að setjast niður og borða eitt- hvað gott. Mat- reiðslan þarf hvorki að vera flott né tímafrek, en manni líður alltaf betur eftir að hafa borðað, sér í lagi ef það er eitthvað sem manni þykir sérstaklega gott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.