Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 11.–13. mars 2014 Fréttir 3
A
sísk kona á miðjum aldri
er afar óánægð með það
hvernig tollafgreiðslu-
menn í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar komu fram við
veika systur hennar á dögunum.
Segir hún starfsmann tollsins með-
al annars hafa sakað systur henn-
ar um að reyna að smygla vörum til
landsins. Þá hafi hann verið hávær
og ásakandi í allri sinni framkomu.
Systurnar hafa búið hér á landi í
rúm fimmtán ár og ekki upplifað
neitt í líkingu við þetta áður.
Matur gerður upptækur
Atvikið átti sér stað seint að kvöldi
þann 24. febrúar síðastliðinn en þá
var yngri systirinn, sú sem er 35 ára,
á leið úr flugi frá Frakklandi. Hún var
með matvæli með sér og spurði toll-
afgreiðslumenn hvort hún ætti ekki
að borga toll af matvörunum. Hún
var tekin afsíðis þar sem hún fékk þau
skilaboð að það væri orðið of áliðið og
því yrði maturinn gerður upptækur.
Þá var þess krafist að hún greiddi
69 þúsund krónur í skatt af vörum
sem hún hafði keypt í Fríhöfninni,
en hún hafði meðal annars keypt
sjónvarp, án þess þó að gera sér
grein fyrir því að ef hún keypti fyrir
meira en 80 þúsund krónur yrði hún
að greiða skatt af vörunum.
Mikið áfall
Konan spurði einn tollafgreiðslu-
manninn hvort hún gæti ekki skilað
sjónvarpinu en fékk þau skilaboð að
það væri ekki hægt. Þá var hún sök-
uð um að reyna að smygla vörum til
landsins með vísan til þess að hún
væri asísk. Á þessum tímapunkti
fór konan að ókyrrast. Hún fékk
heilablóðfall árið 2012, hefur verið
lengi að jafna sig, og reyndi að benda
tollafgreiðslumanninum á þetta
með því að rétta honum sjúkrakortið
sitt. Hann kastaði sjúkrakortinu hins
vegar á gólfið með þeim skilaboðum
að honum væri sama hvort hún væri
veik eða ekki.
Eldri systir hennar kom síðar á
vettvang. Hún reyndi að tala um
fyrir manninum en það gekk ekki
betur en svo að henni var ýtt aftur
út. Hún kallaði þá lögreglu á vett-
vang sem varð til þess að þær gátu
skilað sjónvarpstækinu. Þær þurftu
þó að greiða 25 þúsund króna sekt.
Allt var þetta mikið áfall fyrir yngri
systurina sem grét mikið þegar
heim var komið. „Hún gat ekkert
sofið nóttina eftir og mundi lítið
eftir atvikinu fyrr en tveimur dög-
um seinna þegar hún hafði farið í
endurhæfingu hjá lækninum.“
Systurnar upplifðu atvikið
þannig að um kynþáttafordóma
væri að ræða. Þær vildu deila sögu
sinni í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir að slíkt endurtæki sig. Ekki
náðist í talsmenn Leifsstöðvar við
vinnslu þessarar fréttar. n
Upplifðu rasisma í tollinum
Systur frá Asíu lentu í miður skemmtilegu atviki í Leifsstöð
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Tollurinn Systurnar eru í miklu áfalli eftir framkomu tollafgreiðslumanns í þeirra garð.
óþolandi. Og þá er erfitt að viður-
kenna það, jafnvel fyrir sjálfum sér,
þegar það er gengið yfir mörkin því
það vill enginn vera týpan sem ger-
ir veður út af engu.“
Grímulaus kvenfyrirlitning
Hanna Björg telur að þessi
framkoma sé sprottin af misrétti
kynjanna. „Þetta eru bara valda-
tengslin, drottnunarkerfið að virka
og viðhalda sjálfu sér. Alveg eins og
í Suður-Afríku þar sem hvítir eru
aldir upp við að svartir séu þeim
óæðri, þá finnst þeim rétt að líta
niður á þá og lítilsvirða. Þannig er
það líka varðandi kvenfyrirlitningu
og misrétti kynjanna.
Baráttan fyrir jafnrétti snýst
ekki um að finna sökudólga, benda
á karlmenn og segja að þeir séu
vondir, heldur að rýna í menn-
inguna og skoða hvernig henni er
viðhaldið með hugmyndafræði
sem haldið er að einstaklingum
sem síðan sjá um að viðhalda hall-
anum og skaðlegri menningu.
Kvenfyrirlitning er í eðli sínu
upphafning á einhverju öðru.
Nemendur mínir segja að kven-
fyrirlitningin sé grímulaus í dag.
Strákarnir segja mér hvernig talað
er um konur og sí og æ gert lítið úr
þeim, kvenleika og öllu sem tengist
því. Þannig að ég held að þetta hafi
ekkert breyst frá því að ég var ung.“
Í starfi sínu hefur Hanna Björg
undanfarin ár spurt heilu hópana
af stelpum, hvern á eftir öðrum,
hvort þær hafi orðið fyrir kynferðis-
legri áreitni. „Þá er ég búin að út-
skýra hugtakið fyrir þeim og í hvert
skipti rétta nánast allar stelpurnar
upp hönd. Stundum segja þær fyrst
nei en þegar þær fara að hugsa um
þetta rifjast alltaf eitthvað upp fyrir
þeim. Það koma alltaf einhverjar
sögur.
Að sama skapi spyr ég strákana
líka að því hvort þeir hafa beitt kyn-
ferðislegri áreitni. Það er ekki auð-
velt að viðurkenna það en þeir gera
það margir þegar þetta er rætt í ró-
legheitum án ásakana. Þeir geta
viðurkennt það þegar það er búið
að skapa andrúmsloft fyrir ein-
lægni og hugrekki. En flestir segjast
ekki hafa meint neitt illt með þessu,
þeir ætluðu sér aldrei að vera and-
styggilegir. En það er þannig að
kvenfyrirlitning er normaliseruð
og margir virðast taka þátt í þeirri
hegðun. Það þykir bara í lagi að tala
niðurlægjandi um konur.“ n
Erfiðara að þekkja mörkin
Hér á eftir fara nokkur ummæli úr dagbókum nemenda Hönnu
Bjargar, þar sem þeir fjalla um eigin reynslu af kynferðislegri áreitni
„Þá voru þær að tala um atvik á djamminu sem þær höfðu orðið vitni að. Þar hafði
stúlka verið í klædd í efnislítinn kjól sem var gegnsær á nokkrum stöðum. Þegar hún
var að dansa á dansgólfinu hafði ungur strákur hlaupið að henni, lyft kjólnum hennar
upp og tekið mynd af henni. Ég er ekki að djóka, og öllum fannst þetta fyndið.“
20 ára stúlka
„Fólk í dag á erfiðara með að þekkja mörkin og beita eða eru beitt ofbeldi, án þess
að einu sinni átta sig á því. Karlar halda að þeir geti klipið, þreifað og slegið án þess
að nokkur kippi sér upp við það og stundum er það raunin. Fórnarlömb kynferðislegs
áreitis mótæla oft á tíðum ekki vegna þess að mörkin eru orðin svo óljós, þau vita
ekki að á þeim sé brotið. Maður sér þetta bara í skólanum dagsdaglega, þegar að
ungir strákar eru að glápa, flauta og klípa og stelpurnar þykjast bara vera að njóta
þess, þegar að það getur ekki verið raunin.“
20 ára stúlka
„Nauðgunarmenning er þegar manni er ekki óhætt að labba ein heim á kvöldin og
ekki týna vinkonum sínum á djamminu. Ég persónulega kannast við þessar setningar.
Ég er sjálf mjög hrædd þegar ég týni vinkonum mínum og ég er ein einhvers staðar.
Ég er hrædd um að mér verði nauðgað. Mér finnst þetta ekki eðlilegt. Mér finnst að
karlmenn eigi að taka þetta soldið á sig vegna þess að þeir eru í meirihluta þeirra sem
nauðga. Þeir þurfi að finna út hvernig hægt væri að stoppa þetta.“
18 ára stúlka
K
ona á fimmtugsaldri hefur
verið ákærð fyrir hótanir, brot
gegn valdstjórninni og tilraun
til sérstaklega hættulegrar lík-
amsárásar. Fréttavefurinn BB.is grein-
ir frá ákærunni og kemur þar fram
að málið verði þingfest fyrir Héraðs-
dómi Vestfjarða á næstunni. Ákæran
er í þremur liðum, og er konan með-
al annars ákærð fyrir hótanir í garð
manns. Hún mun hafa ógnað mann-
inum með hnífi og skærum. Að auki
hótaði hún að lífláta manninn. Þá var
hún einnig ákærð fyrir að hafa ráð-
ist með ofbeldi að tveimur lögreglu-
mönnum sem voru við skyldustörf.
Reyndi konan að skaða lögreglu-
mennina með eggvopni. Í þriðja lið
ákærunnar kemur fram að konan hafði
í hótunum við annan lögreglumann og
réðst á hann með ofbeldi. Maðurinn
var við skyldustörf þegar konan veitt-
ist að honum samkvæmt ákærunni
en hún mun hafa ógnað manninum
og sagt: i „verst að þú átt ekki börn“
og „ég ætla að kveikja í húsinu þínu.“
Saksóknari krefst refsingar og greiðslu
sakarkostnaðar vegna málsins. n
„Ég ætla að kveikja
í húsinu þínu“
Kona ógnaði með hnífum og skærum
Flottar kökur
í afmælið
• Dóra og Diego
• Skylanders
• Bratz
• Spiderman
• Star Wars
• Hulk
• Disney prinsessur
• Monster High
• Tísku Barbie
• Litla hafmeyjan
• Strumparnir
og margt fleira
Skoðið úrvalið!
Iðnbúð 2 Garðabæ 565 8070
okkarbakari.is
facebook.com/okkarbakarí