Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Side 8
Vikublað 11.–13. mars 20148 Fréttir
E
nn eru fimm hundruð tonn af
hænsnaskít á árbakka Norðurár
í Mosfellsdal og stafar af haugn-
um mengunarhætta fyrir ána.
DV greindi frá haugnum í síðasta
mánuði. Heilbrigðiseftirlitið hef-
ur farið fram á það við bóndann og
Brúnegg að skíturinn verði færður
enda væri staðsetning hans brot á
starfsleyfi eggjabúsins. Í úrskurði frá
eftirlitinu kemur fram að ummerki
væru til staðar sem bentu til þess að
skíturinn hefði borist í ána. Þá var
þess krafist að skíturinn yrði færður og
látinn brjóta sig í að minnsta kosti tvo
mánuði í hauggeymslu, líkt og reglur
kveða á um. Hann væri ekki hentugur
áburður án þess að slíkt yrði gert. Þá
er ljóst að mun meiri hænsnaskítur er
til staðar á landareigninni en nota má
til að dreifa á tún, sérstaklega í ljósi
þess að frá býli bóndans sjálfs kemur
einnig skítur sem nota má sem áburð.
Um 300 tonn ættu að vera eftir þegar
borið hefur verið á túnin.
Heilbrigðiseftirlitið krefst þess
einnig að hér eftir verði allur úrgang-
ur frá Brúneggjum settur í haug-
geymslu og látinn brjóta sig í hálft ár.
Eftirlitið segir að Brúnegg hafi brotið
gegn starfsleyfisreglum sínum með
því að geyma skítinn við árbakkann,
en Brúnegg vísa á bóndann og segja
það í hans höndum hvar hann er
geymdur.
Brúnegg fóru samkvæmt gögnun-
um fram á að skíturinn yrði óhreyfð-
ur fram til fimmtánda þessa mánað-
ar, en þá hefst níu mánaða tímabil þar
sem leyfilegt er að bera slíkan áburð
á tún. Heilbrigðiseftirlitið segir að í
lagi sé að geyma 200 tonn og dreifa,
en krafðist þess að afgangurinn yrði
færður til, hið minnsta 300 tonn, fyrir
27. febrúar sl. Það var ekki gert en
þegar DV bar að garði þann 5. mars
var bóndinn að færa hauginn á annan
stað, fjær ánni en á sömu landareign,
líkt og sést á meðfylgjandi mynd. n
astasigrun@dv.is
500 tonn af skít við árbakka
Brúnegg brutu gegn starfsleyfi sínu með geymslu á hænsnaskít
Færður til Þegar DV bar að garði var bóndinn
að færa hauginn frá ánni. Mynd Sigtryggur Ari
E
inn varðstjóra slökkviliðs
Akureyrar fór í síðustu viku
í leyfi frá störfum, en hann
hefur kvartað undan ein-
elti. Lýsir það sér í félags-
legri útilokun og baktali, sem er
stór partur ástæðunnar fyrir því
að starfsumhverfið var orðið varð-
stjóranum óbærilegt samkvæmt
heimildum DV. Slökkviliðsstjórinn,
Þorvaldur Helgi Auðunsson, segist
ekki kannast við að það sé vegna
eineltis en vill ekki tjá sig að öðru
leyti um málefni einstakra starfs-
manna. Frá starfsmannahaldi
Akur eyrarbæjar fengust þau svör
að engin kvörtun hafi borist þang-
að vegna meints eineltis gagnvart
starfsmanni slökkviliðsins. Heim-
ildir DV herma að málið sé til
skoðunar hjá Akureyrarbæ, en ein-
eltiskæra hefur þó ekki verið lögð
fram.
Einelti eða samskiptaörðugleikar?
Áður hafa sérfræðingar í eineltismál-
um og sálfræðingar verið kallaðir
til, með þeim afleiðingum að þrír
hafa hætt störfum vegna mála sem
tengjast einelti í garð fyrrverandi
slökkviliðsstjóra, Þorbjarnar Guð-
rúnarsonar. Samkvæmt því sem
trúnaðar maður slökkviliðsmanna
sagði þegar Þorbjörn hætti, höfðu
komið upp mörg átakamál sem
tengdust störfum hans.
Ásakanir gengu manna á milli
og samskiptavandamál plöguðu
starfsmenn, og gera enn. Þorbjörn
hætti störfum síðastliðið sumar,
meðal annars vegna eineltisvanda-
mála og vonuðu slökkviliðsmenn að
einelti væri sögunni. Rúmum tveim-
ur mánuðum síðar varð flugslys á
Akur eyri þar sem sjúkraflutninga-
maður og flugmaður létust, sem varð
til þess að þjappa mannskapnum á
slökkvistöðinni betur saman enda
misstu þeir þar samstarfsmenn sína.
Nú virðist þó sem þeirra áhrifa gæti
ekki lengur.
Það virðist því ekki duga til að ein-
hverjum starfsmanna hafi verið sagt
upp eða þeir hætt störfum vegna ein-
eltismála, óánægja starfsmanna er
enn til staðar þrátt fyrir að andinn
sé góður á hverri vakt fyrir sig. Vakt-
irnar eru fjórar, A,B,C,D og mismun-
andi starfsmenn á hverri og einni.
Vandinn virðist vera djúpstæður og
mjög erfiður viðureignar. Þó aðilar
vilji ekki setja sama heitið á vanda-
málið, hvort sem það er einelti eða
samskipta örðugleikar, þá könnuðust
allir þeir sem tengjast slökkviliðinu
og blaðamaður ræddi við, við þá stað-
reynd að vandamálið sé til staðar.
„Lygilega góður starfsandi“
Slökkviliðsstjórinn Þorvaldur
Helgi tók til starfa í desember, en
hann kom frá Reykjanesbæ. Ekki
var sérstaklega rætt við hann um
eineltismál þegar hann var ráðinn
til starfa. „Ég kannaðist við söguna
og setti mig inn í málin. Samt sem
áður hef ég reynt að skilja fortíðina
eftir og horfa fram á veginn, en
það gengur misvel,“ segir Þorvald-
ur. Hann hefur starfað víða við
brunavarnir, bæði hjá opinberum
aðilum og í einka geiranum.
Hvernig er vinnuandinn hjá
slökkvistöð Akureyrar samanborið
við aðrar stöðvar? „Slökkviliðið er
mjög góð eining, hér er gott lið og
starfsandinn lygilegur verð ég að
segja. Sé sagan hins vegar skoðuð,
þá hefur gengið meira á hérna en
annars staðar, að minnsta kosti
hlutfallslega. Inn á mitt borð
koma alls konar verkefni sem við
leysum í sátt og samlyndi, það
hefur gengið mjög vel,“ segir Þor-
valdur Helgi. n
Einelti enn til staðar
n Vandamál hjá slökkviliðinu á Akureyri n Til skoðunar hjá Akureyrarbæ
rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
„Slökkviliðið er
mjög góð
eining, hér er gott lið og
starfsandinn lygilegur
verð ég að segja.
Slökkviliðsstjóri Þorvaldur
Helgi tók til starfa í desember. „Ég
hef reynt að skilja fortíðina eftir
og horfa fram á veginn, en það
gengur misvel.“ Mynd BjArni EiríkSSon
Safna fyrir
nýjum Lúkasi
Sigurður Már Sigmarsson,
neyðarflutningamaður hjá
sjúkraflutningunum á Akranesi,
og Guðjón Hólm Gunnarsson,
aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðar-
línunni 112, hafa hafið söfnun
fyrir sjálfvirku hjartahnoðbretti til
að hafa í sjúkrabílum Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands (HVE).
Tækið hefur hlotið nafnið Lúkas
frá hendi framleiðenda, en þar
er verið að vísa í að með notk-
un þess verður til aukamaður
við endurlífgun sem sér algjör-
lega um hjartahnoð án þess að
þreytast eða vera fyrir öðrum við
endurlífgunina. Þetta kemur fram
á vef HVE
Aðspurðir segja þeir að það
geti skipt sköpum við endurlífg-
un að hafa slíkt tæki sem sér al-
gjörlega sjálfvirkt um hjartahnoð
í hjartastoppi. Með notkun tækis-
ins er hámarkshjartahnoð ávallt
veitt. Rannsóknir hafa sýnt fram á
að Lúkas skilar mun betri árangri
en venjulegt hnoð.
Með notkun tækisins skapast
mun betra rými fyrir bráðaliða
við endurlífgunina, til dæmis til
að veita öndunaraðstoð og lyfja-
gjöf samhliða því að tækið er að
hnoða.
Þeir félaga ætla að leita til
fyrir tækja, félaga og einstaklinga
með styrki til kaupa á slíku tæki
og vonast eftir góðum undirtekt-
um.
Lúkas er kominn í sjúkrabíla
á þremur stöðum á landinu; höf-
uðborgarsvæðinu, Selfossi og
Suðurnesjum. Á öllum þessu
stöðum hafa fyrirtæki, félög
og einstaklingar lagt fram fé til
kaupanna.
Einn Lúkas kostar um 2,5 milj-
ónir króna með virðisaukaskatti.
22 farþega-
þotur á dag
Að jafnaði hófu farþegaþotur
sig til flugs frá Keflavík 22 sinn-
um á dag í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram í frétt Túrista.
Í febrúar var boðið upp á
áætlunarflug til tuttugu og
þriggja borga frá Keflavíkur-
flugvelli og voru ferðirnar 618
talsins samkvæmt talningu
Túrista. Þar af var um fjórð-
ungur þeirra til flugvallanna í
nágrenni við höfuðborg Bret-
lands.
Þá kemur einnig fram í
fréttinni að Kaupmannahöfn sé
í öðru sæti yfir þá áfangastaði
sem oftast er flogið til og Ósló í
því þriðja.
Til Lundúna fljúga þrjú
flugfélög og það sama gildir
um Ósló. Það stefndi í álíka
samkeppni um farþega á leið
til Kaupmannahafnar en í síð-
ustu viku ákváðu forsvars-
menn Norwegian að nýta sér
ekki afgreiðslutíma sem þeir
höfðu fengið í Keflavík fyrir
flug til Kastrup segir í fréttinni.
Icelandair og WOW air verða
því áfram ein á þeirri flugleið.