Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 11.–13. mars 2014 Sport 31
AuðugAstir í
heimi íþróttA
n þrettán ríkustu eigendurnir í sportinu n Allir miðaldra karlmenn
1 Paul AllenAldur: 61
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 1.792 milljarðar
n Paul Allen er aðaleigandi þriggja stórra liða vestanhafs. Hann á Seattle
Seahawks í NFL, ameríska fótboltanum, en liðið vann á dögunum Super
Bowl í fyrsta sinn. Hann á Portland Trailblazers í NBA-deildinni og Seattle
Sounders í MLS-atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Allen stofnaði
Microsoft árið 1975, ásamt Bill nokkrum Gates og er auður hans þannig til
kominn.
2 stanley KroenkeAldur: 66
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 631 milljarður
n Viðskiptamaðurinn Stanley Kroenke stofnaði fasteignafélagið Kroenke
Group árið 1983 og komst þannig í efni. Hann er umsvifamikill í heimi
íþrótta og er eigandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Kroenke á einnig
Denver Nuggets í NBA-deildinni, íshokkíliðið Colorado Avalanche og
ameríska ruðningsliðið St. Louis Rams.
3 malcolm glazerAldur: 85
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 473 milljarðar
n Glazer er líklega þekktastur fyrir að eiga knattspyrnufélagið Manchester
United. Hann á einnig Tampa Bay Buccaneers í ameríska fótboltanum.
Uppistaðan í auði Glazer kemur úr ráðandi hlut í tveimur bandarískum
hlutafélögum; Zapata sem George Bush eldri stofnaði en Glazer fjölskyldan
á þar 50 prósenta hlut og hins vegar Omega Protein sem vinnur fiskolíur, en
Zapata á 60 prósent í því fyrirtæki.
4 Bernie ecclestoneAldur: 83
Þjóðerni: Bretland
Metinn á: 473 milljarðar
n Flestir sem fylgjast með Formúlu 1 þekkja
nafnið Ecclestone. Hann er innsti koppur
í búri í sportinu og á sjálfur 5,3 prósenta
eignarhlut í Formúlunni. Það er fyrir hans
tilstilli að Formúla 1 hefur náð þeim hæðum
sem raun ber vitni. Þess má þó geta að hann
er ekki óumdeildur. Ecclestone þurfti meðal
annars að svara fyrir meintar mútugreiðslur
í Þýskalandi síðastliðið haust.
5 Daryl KatzAldur: 52
Þjóðerni: Kanada
Metinn á: 372 milljarða
n Katz þessi auðgaðist á fjölskyldufyrir-
tæki sem faðir hans, lyfjafræðingur,
stofnaði á áttunda áratugnum. Hann stýrir
lyfjasamsteypunni Edmonton í dag en
hún rekur 1.800 verslanir. Hann er eigandi
íshokkíliðsins Edmonton Oilers í NHL-
deildinni en félagið er um þessar mundir
að reisa glænýjan 600 milljóna dollara
leikvang.
6 Jerry JonesAldur: 71
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 338 milljarða
n Jones er eigandi Dallas Cowboys í
ameríska boltanum og hefur verið það
frá árinu 1989. Félagið er verðmætasta
íþróttafélag í Bandaríkjunum, metið á 2,1
milljarð dollara. Jones er ríkur eftir að hafa
auðgast á jarðefnaeldsneyti á áttunda
áratug síðustu aldar. Jones á einnig Cow-
boys-leikvanginn, sem hýsir félagið.
7 robert KraftAldur: 72
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 327 milljarða
n Kaupsýslumaðurinn Robert Kraft keypti
ameríska ruðningsliðið New England
Patriots árið 1995. Hann er einnig eigandi
og stjórnarformaður The Kraft Group.
Samsteypan á fasteignir og prentsmiðj-
ur. Félagið á einnig knattspyrnuliðið
New England Revolution. Kraft á einnig
Gillette Stadium, leikvanginn sem hýsir
knattspyrnuliðið.
8 mark CubanAldur: 55
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 294 milljarða
n Cuban er eigandi bandaríska körfubolta-
félagsins Dallas Mavericks sem hann festi
kaup á árið 2000. Cuban auðgaðist verulega
árið 1999 þegar hann og viðskiptafélagi
hans, Todd Wagner, seldu vefinn Broadcast.
com til Yahoo! fyrir 5,7 milljarða dollara. Auk
þess að eiga Dallas Mavericks á Cuban kvik-
myndafyrirtækið Magnolia og kvikmynda-
húsakeðjuna Landmark Theatres.
9 stephen BisciottiAldur: 53
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 248 milljarða
n Bisciotti er eigandi bandaríska NFL-liðsins
Baltimore Ravens eftir að hafa keypt
meirihluta í félaginu árið 2004. Bisciotti
efnaðist verulega á fyrirtæki sínu Aerotek,
en um er að ræða eins konar starfsmanna-
leigu fyrir tæknigeirann. Fyrirtækið er nú
það stærsta sinnar tegundar og það fjórða
stærsta í heimi. Baltimore Ravens er stórlið í
NFL-deildinni og vann til dæmis Super Bowl
árið 2012.
10 robert mcNairAldur: 77
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 225 milljarða
n Robert McNair er í uppáhaldi hjá ófáum
íbúum bandarísku stórborgarinnar Houston,
en lið hans Houston Texans varð þrítug-
asta og annað liðið til að fá inngöngu í
NFL-deildina árið 2002. McNair á fjölmargar
eignir á bandarískri grundu, meðal annars
orkufyrirtæki í New York og Virginíuríki.
McNair hefur verið orðaður við kaup á enska
knattspyrnufélaginu Birmingham City sem
hefur verið til sölu í tvö ár.
11 Arthur BlankAldur: 71
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 200 milljarða
n Blank er líklega þekktastur fyrir að
vera eigandi verslanakeðjunnar The
Home Depot sem mætti ef til vill líkja
við Húsasmiðjuna eða BYKO hér á landi.
Tengsl hans við íþróttalífið eru í gegn-
um eignarhald hans á Atlanta Falcons í
bandarísku NFL-deildinni, en liðið keypti
hann árið 2002. Þá má geta þess að Blank
hefur heitið því að gefa 50 prósent af eigum
sínum til góðgerðamála.
12 Jim irsayAldur: 54
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 180 milljarða
n Irsay er eigandi bandaríska ruðnings-
liðsins Indianapolis Colts sem leikur í
NFL-deildinni. Irsay var tólf ára þegar faðir
hans, Robert Irsay, keypti Baltimore Colts
og varð hann síðar varaforseti félags-
ins. Faðir hans lést árið 1997 og við tók
barátta hjá Irsay við stjúpmóður sína um
eignarhaldið á félaginu. Irsay hafði betur
og varð í kjölfarið yngsti eigandi NFL-liðs í
sögu deildarinnar.
13 John henryAldur: 64
Þjóðerni: Bandaríkin
Metinn á: 169,5 milljarða
n John Henry hefur verið áberandi í banda-
rísku íþróttalífi með eignarhaldi sínu á hinu
sögufræga hafnaboltafélagi Boston Red
Sox. Árið 2010 skapaði Henry sér nafn fyrir
alvöru á Englandi þegar eignarhaldsfélag
hans, Fenway Sports Group, keypti enska
knattspyrnufélagið Liverpool. Henry er
með puttana í fleiru en íþróttum, en hann er
meðal annars eigandi hins virta dagblaðs,
The Boston Globe í heimalandi sínu.
baldur@dv.is / einar@dv.is