Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 25
Vikublað 11.–13. mars 2014 Neytendur 25
Löður er með
á allan bílinn
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn
Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
A
lgengustu mistökin sem fólk
gerir er að lesa ekki nægi
lega vel yfir það sem er búið
að fylla út,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri aðspurður
hvað þurfi helst að varast við útfyll
ingu skattframtalsins. Hann segir
breytta tíma nú frá því sem áður var
þegar einstaklingar þurftu sjálfir að
fylla út skattframtalið en núna er það
í mörgum tilfellum fullbúið þegar það
er sent til framteljenda.
Á skattskyldar tekjur einstaklinga
utan rekstrar, aðrar en fjármagns
tekjur, er annars vegar lagður á tekju
skattur til ríkisins samkvæmt lögum
þar um og hins vegar útsvar til þess
sveitarfélags sem maður er búsettur í.
Skyldu til að greiða tekjuskatt og
útsvar bera allir þeir sem afla tekna
á Íslandi. Þeir sem búsettir eru hér á
landi bera fulla skattskyldu af tekjum
sínum, en þeir sem búsettir eru er
lendis og hafa héðan tekjur bera tak
markaða skattskyldu sem nær ein
göngu til tekna sem þeir afla hér.
„Hlutverk framteljandans að fara
yfir framtalið og geta þá fært inn það
sem vantar ef það er eitthvað sem
ríkis skattstjóri hefur ekki upplýsingar
um,“ segir hann og nefnir sem dæmi
að hafi einstaklingur unnið hjá fyrir
tæki sem komið sé í þrot geti verið að
launamiða vanti og þess vegna hafi
ekki verið hægt að forskrá upplýs
ingarnar. Það komi þó alltaf í ljós síð
ar.
Aðspurður um þá sem ekki skila
skattframtalinu segir hann: „Menn
eiga auðvitað að skila skattframtali.
Það er sjálfsagt verkefni fyrir hvern
mann að skila skattframtali einu sinni
á ári.“ Síðasti skiladagur á skattfram
tali er 21. mars. n
fifa@dv.is
Sjálfsagt að skila framtalinu
Síðasti skiladagur er 21. mars
Skúli Eggert Þórðarson Í flestum
tilfellum eru allar upplýsingar forskráðar á
skattframtalið.
Borgaðu minni skatt
n Þrettán atriði sem veita rétt til skattaívilnana n Skattframtalið er aðgengilegt á vefnum n Skilafresturinn er til 21. mars
Framfærsla
ungmenna
Hægt er að skæja um ívilnun hafi framtelj-
andi á framfæri ungmenni sem eru við nám
eða hafa af öðrum ástæðum það lágar
tekjur að þær duga ekki til framfærslu.
Hér er fyrst og fremst átt við ungmenni á
aldrinum 16–21 árs. Sé ungmennið í skóla
þarf að tilgreina nafn skóla. Veiti námið
rétt til námslána kemur ívilnun ekki til álita.
Upphæð frádráttarins getur mest orðið
342.000 en hún minnkar í hlutfalli við tekjur
ungmennisins og fari þær yfir rúma eina
milljón er enginn frádráttur gefinn.
Fjárhæð: 342.000 kr.
Sjómannaafsláttur
Þeir sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf
á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af
íslensku skipafélagi, eiga rétt á sjómanna-
afslætti. Dagar sem veita rétt til sjómanna-
afsláttar eru þeir dagar sem stunduð hafa
verið sjómannsstörf á skipi en færa þarf
dagafjölda á skattframtalið. Sjómannaaf-
sláttur árið 2013 er 246 kr. á dag.
Fjárhæð: 246 kr. á dag.
Veikindi, slys
eða ellihrörleiki
Við mat á skattaívilnun vegna veikinda,
slysa og ellihrörleika er fyrst og fremst litið á
þann beina kostnað sem framteljandi hefur
orðið fyrir á tekjuárinu og er umfram fengnar
bætur og styrki. Þá þarf kostnaður að vera
umfram það sem venjulegt er og þannig að
gjaldþol hans sé skert. Fyrir þurfa að liggja
upplýsingar og gögn til staðfestingar á
útlögðum kostnaði svo og læknisvottorð.
Nánari upplýsingar um hvað telst til kostn-
aðar í þessu sambandi má finna í leiðbein-
ingum ríkisskattstjóra.
Veikindi eða
fötlun barns
Aukinn framfærslukostnað sem sýnt er
fram á að leiði af langvarandi sjúkdómi eða
fötlun barns sem er á framfæri umsækj-
anda og fær ekki greiddan lífeyri má bæta
með skattaívilnun.
Sem dæmi um kostnað sem leitt getur
til ívilnunar er kostnaður vegna aukinnar
gæslu barns, sérútbúnaðar, aðlögunar á
húsnæði eða annarri aðstöðu fyrir barnið,
sérfæðis og slíks sem tilkomið er vegna
veikindanna eða fötlunarinnar.
Einstaklings
miðuð þjónusta
Í stað þess að fá þjónustu frá sveitarfélagi
getur fatlaður einstaklingur samið um að fá
ákveðnar greiðslur á grundvelli mats á þörf-
um hans. Hann ræður þá sjálfur fólk til að
annast ýmis verkefni. Við þessar aðstæður
ber að telja greiðslurnar til tekna og kostn-
aðinn til frádráttar. Athugið að greiðslur til
einstaklinga eða fyrirtækja vegna slíkrar
þjónustu þarf að gefa upp á launamiða sem
vinnulaun/verktakalaun. Launamiðum skal
skila til ríkisskattstjóra.
Ef einstaklingurinn þarf að auki að
standa sjálfur undir kostnaði vegna fötlunar
sinnar getur það veitt rétt til ívilnunar á
sama hátt og hjá öðrum.
Framfærsla foreldra
Við mat á ívilnun er litið til tekna og aðstæðna vandamanns og hvernig framfærslu hans
er farið. Ef framfærsla er á hendi fleiri en eins er ívilnun skipt eftir framlagi hvers og eins.
Þá er horft til þess hvaða möguleika vandamaðurinn hefur til að standa undir fram færslu
sinni án aðstoðar annarra. Vandamaður sem nýtur eðlilegra greiðslna frá lífeyris-
trygginga- og almannatryggingakerfi telst ekki á framfæri annarra, nema því aðeins að
um sé að ræða aukinn framfærslukostnað hjá honum vegna sjúkdóms eða sérþarfa og
greiðslugeta til að mæta þessum kostnaði sé ekki fyrir hendi.
Eignatjón
Heimilt er að veita ívilnun vegna eignatjóns,
ef framteljandi verður fyrir verulegu tjóni á
persónulegum eignum sínum, sem ekki fæst
bætt úr hendi annars aðila. Með eignatjóni
er átt við eyðingu eða verulegar skemmdir
fjármuna, svo sem af völdum eldsvoða,
flóða, jarðskjálfta eða eldgosa, eða af öðrum
ástæðum, sem telja má óvenjulegar skemmd-
ir. Við mat á ívilnun er litið til þess hvaða
fjárhagslegar afleiðingar tjónið hefur í för með
sér og hvort það skerði gjaldþol umsækjanda,
þótt það sé ekki gert að algjöru skilyrði.
Útistandandi kröfur
og áfallin ábyrgð
Heimilt er að veita ívilnun verði framteljandi
fyrir fjárhagstjóni vegna taps á útistandandi
kröfum eða áfallinna ábyrgða, sem ekki
tengjast atvinnurekstri. Ekki er veitt ívilnun
vegna verðfalls eða taps á hlutabréfum eða
verðbréfum. Ívilnun er því aðeins veitt að tap-
ið hafi skert gjaldþol umsækjanda verulega.
Í umsókn skal tilgreina hvers konar kröfu
var um að ræða og hvers vegna lán var veitt,
auk almennra upplýsinga um skuldara,
lánstíma og fjárhæðir. Ef um áfallna ábyrgð
var að ræða skal leggja fram ljósrit af upp-
haflega skuldabréfinu þar sem ábyrgðar-
yfirlýsingin kemur fram, ásamt gögnum sem
sýna að ábyrgðaraðili hafi á þeim degi þegar
í ábyrgð var gengið verið þess fullviss að
lán yrði endurgreitt og að ábyrgð félli ekki á
hann. Með umsókninni skal fylgja vottorð
eða önnur gögn sem staðfesta tap kröfunn-
ar, án möguleika til endurkröfu.
Gátlisti
framteljenda
Mörgum fallast hendur við að
byrja að fylla út skattframtalið
en í mörgum tilfellum er það
mjög einfalt þar sem búið er
að forskrá flestar upplýsingar.
Fjölmörg fyrirtæki aðstoða þó
einstaklinga við framtalsgerð.
Eitt þeirra er fyrirtækið Skatt.
is en á heimasíðu þess er að
finna eftirfarandi gátlista yfir at
riði sem hafa þarf í huga þegar
framtalið er fyllt út.
n Veflykill
n Viltu slysatryggingu við heimilisstörf?
n Áttu börn fædd 1994 eða síðar?
n Viltu samsköttun?
n Ungmenni 16–21 árs á framfæri
n Kaup og sala á bílum,
húsvögnum o.s.frv.
n Ertu sjó- eða beitingamaður?
n Hefur þú fengið arf?
n Laun, staðgreiðsla, lífeyrisgreiðslur
n Ökutækjastyrkur
n Dagpeningar
n Bifreiðahlunnindi
n Önnur hlunnindi
n Námsstyrkir – er kostnaður á móti?
n Rannsóknarstyrkir
– er kostnaður á móti?
n Vísindastyrkir – er kostnaður á móti?
n Greiðslur frá Tryggingastofnun
n Lífeyrisgreiðslur
n Aðrar bótagreiðslur
n Tekjur erlendis
n Aðrar tekjur
n Innistæður í innlendum bönkum
n Innistæður í erlendum bönkum
n Verðbréfaeign
n Innistæður barna
n Hlutabréfa- og stofnbréfaeign
n Útleiga húsnæðis
n Leiga húsnæðis
n Fasteignir – íbúðir, hesthús,
sumarbústaður
n Erlendar fasteignir
n Bifreiðar
n Aðrar eignir
n Kaupleiguíbúð
n Lán vegna íbúðar til eigin nota
n Aðrar skuldir
n Launatekjur barna
n Dagpeningar eða hlunnindi barna
n Kaup og sala eigna
n Lóðaeign
n Er verið að byggja hús?
n Endurbætur húsnæðis eða viðbygging
n Kaup og sala hlutabréfa
n Sala verðbréfa
n Sérstakir erfiðleikar – þarf vottorð?
n Vistun í heimahúsum, dagmæður,
sumardvöl barna?
n Fósturbörn, stuðningsfjölskyldur
n Vistun aldraðra eða öryrkja
n Rekstrartekjur og verktakagreiðslur
– er kostnaður á móti?