Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 11.–13. mars 2014 Þ að er álit stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að þrír umsækjendur hafi þá menntun og starfsreynslu sem til þarf til að gegna starfi framkvæmdastjóra LÍN og hafi staðið öðrum framar. Miðað við viðtöl og þau verkefni sem fyr­ ir voru lögð þótti Kristín Egilsdóttir standa framar hinum tveimur,“ seg­ ir í tillögu sem stjórn Lánasjóðs ís­ lenskra námsmanna sendi til Illuga Gunnarssonar menntamálaráð­ herra í október síðast liðinn. Tillagan var lokaniðurstaðan í umsóknarferli um fram­ kvæmdastjórastöðu Lánasjóðs ís­ lenskra námsmanna og stóðu þrír umsækjendur eftir þegar ákvörðun um ráðningu í starfið var lögð upp í hendurnar á Illuga Gunnarssyni. Út frá tillögunni er ljóst að stjórnin taldi umrædda Kristínu Egilsdóttur vera hæfasta í starfið. Illugi réð hana hins vegar ekki heldur annan umsækjandann af hinum tveimur, Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, þá­ verandi skrifstofustjóra í umhverfis­ ráðuneytinu og náfrænku Davíðs Oddssonar. Bað um rökstuðning Lögmaður Kristínar Egilsdóttur, Haukur Guðmundsson, segir að hún ætli að leita réttar síns vegna ráðningar Hrafnhildar Ástu. Haukur segir að hann vilji helst fá niður­ stöðu í slíkt dómsmál á næsta ári. „Þetta var niðurstaða í mjög ítarlegu hæfnismati. Málið verður höfðað á grundvelli þess að ákvörðun ráð­ herrans hafi verið ólögmæt. Fyrst og fremst með tilvísun til þeirrar skyldu stjórnvalda við stöðu­ veitingar að velja hæfasta umsækj­ andann.“ Haukur segist hafa beðið um rökstuðning ráðuneytisins fyrir ráðningunni á Hrafnhildi Ástu. Illugi Gunnarsson tók í sama streng og Haukur varðandi um­ sóknarferlið í viðtalinu við DV í lok október síðastliðinn. „Þetta var mjög vel unnið hjá stjórn LÍN. Þetta voru allt saman manneskjur sem voru hæfar. Svo var þetta matsatriði eftir viðtölin hjá okkur hvað okk­ ur fannst vera það sem skipti máli.“ Illugi fylgdi sem sagt ekki mati stjórnar LÍN þrátt fyrir að hann teldi umsóknarferlið hafa verið vandað. Sagði ekki frá áminningunni Hrafnhildur Ásta var ráðin í for­ stjórastarfið þann 25. október 2013. Mikla athygli vekur að eftir stjórn LÍN var búin að fækka umsækjend­ um um starfið úr 29 og niður í þrjá hafði Hagvangur, ráðgjafinn sem starfaði með stjórn LÍN að ráðn­ ingarferlinu, samband við Hrafn­ hildi Ástu með bréfi þann 4. október 2013 og spurði hana út í áminningu sem með hún hafði fengið í starfi sínu í ráðuneytinu vegna sam­ starfsörðugleika gagnvart öðrum starfsmanni. Stefán Thors, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, hafði veitt Hrafnhildi Ástu áminninguna fyrr á árinu 2013. Áminningin byggði á rannsókn vinnusálfræðings inn­ an ráðuneytisins, meðal annars viðtölum sem hann tók við sextán starfsmenn þess. Rannsóknin á samstarfsörðug leikunum, sem stundum er einnig talað um sem einelti, hófst í tíð fyrirrennara Stef­ áns í starfi og erfði hann því málið þegar hann tók við sem ráðuneytis­ stjóri þegar hann hóf störf í apríl í fyrra. Í bréfi Hagvangs kom fram að óskað væri eftir sjónarmiðum Hrafnhildar Ástu út af áminn­ ingunni og svo sagði: „Jafnframt er óskað eftir viðhorfi þínu til þess hvort ekki hefði verið rétt að upp­ lýsa um framangreint í viðtölum vegna umsóknarinnar.“ Hrafnhildur Ásta hafði því ekki tekið fram að hún hafði fengið áminninguna og fannst Hagvangi og stjórn LÍN þetta vera einkennilegt samkvæmt bréf­ inu. Áminningin ógilt rétt fyrir ráðningu Hrafnhildur Ásta svaraði bréfinu og útskýrði hvernig áminningin horfði við henni. Í bréfi sínu til stjórnar­ innar þann 10. október sagði hún að hún liti svo á að vinnubrögð Stefáns Thors hefðu ekki verið við hæfi og ástæða áminningarinnar hefði verið sú að Stefán Thors hefði viljað koma „höggi“ á hana „vegna gamalla mála þegar stofnun hans [Skipulagsstofnun] fór fram úr fjár­ lögum“. Í bréfi sínu sagði Hrafnhildur Ásta meðal annars um þögn sína um áminninguna: „Í fyrsta lagi þá gerði ég ráð fyrir að málið yrði fellt niður áður en til þess kæmi að ákvörðun um ráðningu í embætti framkvæmdastjóra LÍN yrði tekin þar sem um er að ræða fullkomlega tilefnislausa og ólöglega áminn­ ingu.“ Þennan dag, þann 10. október 2013, var því ekki búið að draga áminninguna sem Hrafnhildur Ásta fékk til baka. Áminningin virð­ ist því hafa sett strik í reikninginn í ráðningarferlinu. Í svari upplýsingafulltrúa um­ hverfisráðuneytisins, Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, við fyrir­ spurn DV um hvenær áminningin hefði verið afturkölluð kemur fram að ráðuneytið megi ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Illuga bent á áminninguna Rúmum tveimur vikum síðar, þegar Illugi Gunnarsson skipaði Hrafn­ hildi Ástu í starfið, var hins vegar búið að ógilda áminninguna. Athygli vekur að Illugi skipaði Hrafnhildi Ástu í starfið þrátt fyrir hún hefði ekki verið metin hæfust af stjórn og einnig þrátt fyrir að stjórn LÍN hefði vakið sérstaka athygli ráðherrans á því að Hrafn­ hildur Ásta hefði fengið áminn­ inguna í starfinu. Í skjalinu frá stjórn LÍN til Illuga sem vísað er til hér að ofan þar sem mælt er með Kristínu Egilsdóttur í starfið kemur nefnilega fram, í stuttri umfjöllun um hvern og einn af hinum þremur umsækjendum sem þóttu hæfastir, að Hrafnhild­ ur Ásta hefði fengið áminningu í starfi. Stjórnin benti Illuga á það í erindi sínu um Hrafnhildi Ástu að rétt væri að vekja athygli á áminn­ ingunni. Illugi vissi því af áminn­ ingunni þegar hann skipaði í starfið og taldi stjórn LÍN að hún skipti máli í ráðningarferlinu. Þessar tvær staðreyndir, að Hrafnhildur Ásta var ekki metin hæfust og að hún fékk áminningu í starfi, komu hins vegar ekki að sök og skipaði Illugi hana í forstjóra­ starfið. Því var um að ræða tvær hindranir sem þurfti að yfir stíga til að hægt væri að ráða Hrafnhildi Ástu í starfið. Ráðningin dróst Ráðningin á nýjum framkvæmda­ stjóra LÍN dróst nokkuð. Upphaf­ lega stóð til að framkvæmdastjór­ inn yrði ráðinn frá 1. október en á endanum þá var tilkynnt um ráðn­ ingu Hrafnhildar Ástu þann 25. október og svo tók hún við starfinu þann 1. nóvember. Líkt og áður seg­ ir var ekki búið að ógilda áminn­ inguna sem Hrafnhildur Ásta hafði fengið þann 10. október þegar hún svaraði bréfi stjórnar LÍN um áminninguna. Umsóknarfresturinn um starfið hafði runnið út í lok ágúst. Áminningin var svo dregin til baka einhvern tímann á bilinu 10. október til þess 25. Þessar dagsetningar eru áhuga­ verðar, meðal annars í ljósi þess að í bréfi sínu til Hagvangs segir Hrafnhildur Ásta: „Ég þakka sér­ staklega fyrir að mér sé veittur svo langur frestur til að skila inn sjónar­ miðum mínum sem og að þessar fréttir hafi ekki orðið þess valdandi að stjórnin vísi umsókn minni frá á þeim forsendum.“ Alveg ljóst er að Illugi vissi að Hrafnhildur Ásta væri ekki lengur með áminningu á bakinu þegar hann réð hana í starfið. „Það sem skiptir máli í þessu er hinn form­ legi þáttur málsins. Þegar ég tek ákvörðun um það hvort ég ætla að ráða hana þá þarf ég að velta því fyr­ ir mér hvort hún hafi á sér áminn­ ingu eða ekki. Svarið er mjög ein­ falt: Hún var ekki með neina slíka áminningu.“ Illugi vissi hins vegar vel, í ljósi þess að það stendur í bréfinu frá stjórn LÍN til hans, að Hrafnhild­ ur Ásta hafði fengið áminninguna. Þetta hafði ekki áhrif á hann, frekar en sú staðreynd að stjórn LÍN taldi annan umsækjanda hæfari og að ljóst var að áminningin hefði verið afturkölluð einungis nokkrum dög­ um áður en Illugi réð hann í starfið. Ráðherra skipar Þegar Illugi var spurður að því í október síðastliðnum af hverju hann hefði valið Hrafnhildi Ástu fram yfir umsækjanda sem stjórn taldi hæfari tilgreindi Illugi nokkur atriði sem snertu hæfi hennar sem gerðu það að verkum að hún var talinn fýsilegur kostur. „Það sem mér fannst skipta töluvert miklu máli var reynsla hennar af fjár­ málastjórn og reynsla hennar af opinberri stjórnsýslu því það reyn­ ir mjög á það inni í Lánasjóðnum. Og síðan vinna í kringum fjárlaga­ gerð, það skiptir miklu máli að það sé þekking á slíku. Það er einkum þetta þrennt sem mér fannst mikil­ vægast við þennan kandídat sem síðar fékk starfið.“ Í lögum um LÍN segir að menntamálaráðherra skipi for­ stjóra yfir stofnunina að fenginni tillögu stjórnar. Svo er það hans að ákveða hver fær starfið. Orð­ rétt stendur um þetta í lögunum: „Menntamálaráðherra skipar fram­ kvæmdastjóra til fimm ára í senn að fengnum tillögum sjóðsstjórn­ ar. Framkvæmdastjóri ræður ann­ að starfsfólk.“ Ráðherra þarf því að­ eins að fá tillögur frá stjórninni en hann þarf ekki að fara eftir þeim. Á endanum þá er ráðning forstjóra LÍN því matsatriði menntamálaráð­ herra þó hann hafi tillögur LÍN til að styðjast við. Illugi gat því skipað í stöðuna eins og hann gerði án þess að brjóta gildandi lög um LÍN. Hæfasti umsækjandinn fer í mál Sigurður Ingi Jóhannsson sagði Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, sem Illugi skipaði í starfið, að íhuga bótamál gegn ríkinu Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Málið verður höfð- að á grundvelli þess að ákvörðun ráð- herrans hafi verið ólög- mæt. Ósáttur Stefán Thors sagðist í samtali við DV á föstudag hafa verið mjög ósáttur við ákvörðun ráðherrans. „Ég hugsaði minn gang eftir þetta.“ Aðstoðaði Hrafnhildi Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður aðstoðaði Hrafnhildi Ástu við að afturkalla áminn- inguna sem hún fékk í starfi. Stakk upp á bótamáli Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og atvinnuvegaráð- herra sagði Hrafnhildi Ástu að bótakrafa vegna áminningarinnar væri ekki óeðlileg. Í mál vegna Illuga Kristín Egilsdóttir ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu á þeim forsendum að Illugi Gunnarsson hafi ekki skip- að hæfasta umsækjand- ann yfir LÍN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.