Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 11.–13. mars 201438 Fólk
Ævintýramaður Ingólfur er staðráðinn í að lifa lífinu á sem skemmtilegastan hátt.
Mynd Sigtryggur Ari
Spiluðu gamlar
upptökur
Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna
Dís, var í fríi frá morgunþættin-
um Virkum morgnum á Rás 2 í
síðustu viku. Þeim Andra Frey
Viðarssyni og Sóla, meðstjórn-
endum hennar í þættinum, var
annt um að hlustendur myndu
ekki gleyma rödd hennar meðan
hún væri í burtu. Þeir brugðu því
á það ráð að spila gamlar upptök-
ur af kasettu frá árinu 2001 þegar
Gunna stýrði þætti á FM957 þar
sem hún gaf meðal annars góð
djammráð svo eitthvað sé nefnt.
É
g var svolítið smeyk við þetta
enda tók ég minn tíma í þetta,
það tók alveg fimm mánuði að
láta loks verða af þessu,“ segir
Karen Björk Eyþórsdóttir, formaður
nemendafélags Menntaskólans
við Hamrahlíð, en hún lét húðflúra
merki nemendafélagsins á innan-
verðan ökklann í síðustu viku.
„Í góðgerðavikunni í október í
fyrra var þetta eitt áheitanna, að ég
og tveir aðrir, Ástráður Stefánsson og
Hafþór Sólberg Gunnarsson, mynd-
um fá okkur NFMH-tattú ef það söfn-
uðust hundrað þúsund krónur. Það
gerðist svo við þurftum að láta verða
af þessu,“ útskýrir Karen. Hún seg-
ir þríeykið hafa ákveðið að láta slag
standa núna, en síðari góðgerðavika
nemendafélagins fer fram um þess-
ar mundir.
„Þetta gleymdist svolítið yfir jólin.
En ég er mjög ánægð
með tattúið og finnst
þetta bara mjög
skemmtilegt.“
Karen segist ekki
búast við að sjá eftir
húðflúrinu.
„Nei, það held
ég ekki. Ég er of-
boðslega skotin í
hugmyndinni á
bak við hnefann og
það stendur líka ekki NFMH undir
myndinni,“ segir Karen og út skýrir
að hnefinn standi fyrir baráttu. Þar
að auki hefur nemendafélagið verið
stór hluti af hennar lífi síðustu ár og
því engin ástæða til eftirsjár.
„Ég er búin að vera mjög mikið í
félagslífinu alveg síðan ég byrjaði í
MH og ég held að ég muni ekki sjá
eftir þessu.“ n horn@dv.is
Hrifin af hugmyndinni á bak við hnefann
Húðflúr með merki nemendafélagsins
Hnefinn Karen segist hrifin af hugmyndafræðinni á bak við hnefann.
Ánægð með
uppátækið
Karen er afar
ánægð með
húðflúrið.
Annað barn
á leiðinni
Söngkonan Lára Rúnarsdóttir og
eiginmaður hennar, pollapönkar-
inn Arnar Þór Gíslason, eiga von
á barni en það er Séð og heyrt
sem greinir frá þessu. Fyrir eiga
Lára og Arnar dótturina Emblu
Guðríði, sem fæddist árið 2008,
svo um er að ræða annað barn
þeirra hjóna. Lára og Arnar eru
sannkölluð tónlistarhjón en þau
voru til að mynda saman í hljóm-
sveitinni Áhöfninni á Húna sem
sigldi með ströndum Íslands í
fyrrasumar og hélt tónleika víða
um land. Þá er Arnar í hljóm-
sveitinni Pollapönki sem sigraði
í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyr-
ir skemmstu með laginu Enga
fordóma en hljómsveitin heldur
til Kaupmannahafnar í maí til
að keppa fyrir hönd Íslands í
Eurovision.
Stökk inn í
hlutverkið
Leikstjórinn Gunnar Helgason
gerði sér lítið fyrir og stökk inn í
hlutverk á síðustu sýningu Óvit-
anna í Þjóðleikhúsinu á sunnu-
dag. Það var leikarinn Friðrik
Friðriksson sem veiktist skyndi-
lega fyrir sýningu. „Ég hefði viljað
leika öll hlutverkin hans en vissi
þetta svo seint og lék í tveim-
ur senum sem ég kunni,“ segir
Gunnar í samtali við DV en Þor-
leifur Einarsson lék í hinum at-
riðunum sem Friðrik átti að vera
í. Gunnar segir gott þeir hafi get-
að bjargað þessu og er ánægður
að ekki hafi þurft að fresta sýn-
ingunni.
Vilborg Arna er
fyrirmyndin
ingólfur ragnar Axelsson ætlar að klífa Everest
A
f virðingu við fjallið ætla ég
að segja já. Annars væri ég
að „jinx-a“ þetta svo rosa-
lega. Ég ætla ekki að muna
frosinn á línunni eftir að
hafa svarað þessari spurningu neit-
andi. Þannig að já, þetta mun verða
það hættulegasta sem ég hef hingað
til gert,“ segir Ingólfur Ragnar Axels-
son sem ætlar að klífa Everest í apríl
og maí.
Hvergi banginn
Ingólfur, sem er með masterspróf í
fjármálum og stefnir á að koma heim
í sumar og vinna til að greiða nið-
ur leiðangurskostnað, hefur stundað
fjallamennsku og „paraglider“ síðustu
árin. Hann er hvergi banginn að klífa
þetta hæsta fjall veraldar. „Ég held að
ég verði ekki hræddur fyrr en ég verð
kominn út fyrir þægindarammann,
sem verður líklega eftir grunnbúðirn-
ar. Gangan þangað er slétt og felld en
eftir það verð ég hissa ef ég verð ekki
skíthræddur við Khumbu ísfjallið. En
þangað til er ég rólegur yfir þessu og
bara spenntur.
Ég er rosalega vel stemmdur.
Líkam lega er ég í fantaformi og and-
lega á virkilega góðum stað til að
takast á við sex vikur í Himalajafjall-
garðinum. Ég gæti ekki verið mik-
ið betur staddur,“ segir Ingólfur sem
ætlaði sér fyrst að svífa niður Everest
á svifvæng. „En eftir að hafa ráðfært
mig við leiðangursstjórann, Henry
Todd, ákvað ég að bíða með það. Það
hefur samt verið gert og var meðal
annars kosið ævintýri ársins 2012 af
National Geographic.“
Vilborg Arna fyrirmyndin
Ingólfi skilst að sex Íslendingar hafi
komist á topp Everest. Hann mun
verða sjöundi eða áttundi því pólfar-
inn Vilborg Arna Gissuradóttir stefnir
einnig á fjallið. „Ég mun líklega hitta
Vilborgu Örnu. Við verðum þarna á
sama tíma en þó ekki bólfarar, það
er deilum ekki tjaldi,“ segir Ingólfur
hlæjandi og í gríni en bætir svo alvar-
legri við: „Vilborg Arna er stórkost-
leg kona og mín helsta fyrirmynd í
þessum efnum. Það væri frábært að fá
að vera með henni þarna. Vilborg er
andlit fjallamennsku á Íslandi en það
er ekki algengt að það sé kona svona
stór fyrirmynd í þessu sporti. Hún er
alveg ótrúleg.“
Hann segist ekki ætla í keppni við
Vilborgu um það hvort þeirra verði
á undan upp. „Það er ómögulegt að
segja til um það hvort okkar verði á
undan því þetta er flókið og fer eftir
veðri og því hvernig líkaminn nær að
aðlagast. Og þótt við verðum bæði til-
búin og rétta veðrið komi fá ekki all-
ir að fara upp á fyrsta degi. Þetta er
engin keppni, nema við sjálfan sig.
Við ætlum öll að hjálpast að. Tíminn
skiptir í raun engu máli. Ef Vilborg
kemst upp á undan þá er það bara
frábært og sem leiðandi fyrirmynd
má hún það alveg.“
Einhleypur adrenalínfíkill
Ingólfur er einhleypur og barnlaus
en segir fjölskylduna sýna honum
skilning. „Þetta er ekki fjölskyldu-
vænt sport; að vera alltaf að skemmta
sjálfum sér úti um allan heim. En fjöl-
skyldan stendur þétt við bakið á mér.
Þetta væri ekki hægt öðruvísi. Það
væri ekki hægt að láta fara vel um sig
á 8.000 metra háum tindi ef maður
væri ekki með gott bakland,“ segir
hann og viðurkennir að vera adrena-
línfíkill. „Ég er allavega með rosa-
legan drifkraft í ævintýri. Eins klisju-
kennt og það hljómar þá snýst þetta
um að lifa lífinu og gera það á sem
skemmtilegastan hátt. Í janúar var ég
í Nepal þar sem ég flaug á svifvæng í
4.700 metra hæð og flaug inni í miðj-
um Himalajafjöllunum. Það var stór-
kostleg upplifun og sú hættulegasta
sem ég hef hingað til reynt. Að stíga
út fyrir þægindarammann er vissu-
lega ávanabindandi og mig langar að
komast á þann stað að það að vera í
þægindarammanum sé að vera fyrir
utan hann. Að ég sé alltaf að skora á
sjálfan mig.“
Hægt er að fylgjast með ævintýri
Ingólfs Ragnars á síðunni ingoax.is.n
indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Þeir hafa komist á topp Everest:
n Björn Ólafsson, Einar Stefánsson, Hallgrímur Magnússon árið 1997
n Haraldur Örn Ólafsson árið 2002
n Leifur Örn Svavarsson árið 2013
n Ingólfur Geir Gissurarson árið 2013
góðan dag Ingólfur
undirbýr sig fyrir átök
dagsins. Mynd úr EinkASAfni