Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 11.–13. mars 2014
Hæfasti umsækjandinn fer í mál
Ráðherra afturkallar
Til þess að hægt væri að skipa Hrafn-
hildi Ástu í starfið gat hún ekki ver-
ið með áminninguna úr umhverfis-
ráðuneytinu á bakinu. Líkt og áður
segir kvartaði hún yfir áminn-
ingunni í erindi sínu til stjórnar
LÍN þann 10. október 2013 og sagði
Stefán Thors ekki hafa ástundað til-
hlýðileg vinnubrögð þegar hann
veitti henni áminninguna fyrr á ár-
inu og að hann vildi koma „höggi“
á hana.
Hrafnhildur Ásta hafði þá reynt
að fá Stefán Thors til að afturkalla
áminninguna og meðal annars
farið á fund hans ásamt lögmanni
sínum, Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni. Stefán neitaði hins vegar að
afturkalla áminninguna sem byggð
var á rannsókn vinnusálfræðings
sem tekið hafði viðtöl við 16 starfs-
menn ráðuneytisins vegna kvört-
unarinnar um samstarfsörðugleika
Hrafnhildar Ástu við tiltekinn
starfsmann þar.
Þegar ekki gekk að fá Stefán
Thors til að afturkalla áminn-
inguna var Sigurður Ingi Jóhanns-
son umhverfisráðherra beðinn um
það. Sigurður Ingi varð við þeirri
beiðni að afturkalla áminninguna
og tók þannig fram fyrir hend-
urnar á Stefáni Thors. Hrafnhildur
Ásta kom inn á þetta atriði í bréfi
sínu til Hagvangs þar sem hún út-
skýrði skoðanir sínar á áminn-
ingunni: „Að lokum þá upplýsi ég
hér með að ráðherra, Sigurður Ingi
Jóhannsson, hefur á fundi með mér
ákveðið að taka fram fyrir hendur
ráðuneytisstjóra og afturkalla skrif-
lega umrædda áminningu. Lýsti
hann því yfir að þetta væri efnis-
lega óréttmæt afgreiðsla óháð öll-
um formreglum stjórnsýslu.“
Bréf Hrafnhildar Ástu sýnir vel
hversu persónulegt málið var á
milli hennar og Stefáns Thors.
Stefán ósáttur
Stefán Thors var ekki sáttur við
þessa ákvörðun ráðherrans. Í við-
tali við DV á föstudaginn sagði Stef-
án: „Hann tilkynnti mér að hann
myndi gera það og gerði það svo.
Ég var mjög ósáttur við það […]
Ég hugsaði minn gang eftir þetta,
hvort ég ætti að hætta og fara að
gera eitthvað annað, en ég ákvað
að halda áfram þarna.“
Stefán hélt hins vegar áfram að
starfa í ráðuneytinu þar til í þar
síðustu viku. Þá lét hann af störf-
um eftir að Sigurður Ingi hafði kall-
að hann á sinn fund og spurt hann
hvort hann vildi taka að sér sérver-
kefni í ráðuneytinu. Stefán Thors
hafnaði því og stakk upp á því í
staðinn að hann færi í námsleyfi.
Hann og ráðherra sammæltust um
þá lausn.
Ráðherra stakk upp á bótamáli
Áður en Sigurður Ingi dró áminn-
inguna til baka funduðu hann og
Hrafnhildur Ásta um hana og lýsir
hún skoðunum ráðherrans í bréfi
sínu til Hagvangs og er ljóst að hann
var á bandi hennar í málinu: „Lagði
ráðherra sérstaka áherslu á að hon-
um þætti ekki erfitt að að taka þessa
ákvörðun um afturköllun áminn-
ingar. Ráðherra hefur lýst sig reiðu-
búinn til að vinna að framgangi
mínum í einu og öllu og þykir mið-
ur þessi ómaklega aðför og ólög-
mæta áminning sem mér var veitt
og undirrituð af ráðuneytisstjóra.
Ráðherra er jafnframt reiðubúinn
til að fara sérstaklega yfir málið með
formanni stjórnar sé óskað eftir því.“
Athygli vekur að í bréfinu frá
Hrafnhildi Ástu til Hagvangs grein-
ir hún frá því að Sigurður Ingi Jó-
hannsson hefði tjáð henni að hann
teldi að hún ætti bótakröfu á ís-
lenska ríkið vegna áminningarinn-
ar. Svo sterkar skoðanir virðist Sig-
urður Ingi hafa haft á málinu að
hann benti Hrafnhildi Ástu á að hún
ætti að leita réttar síns. „Á fundinum
tók ráðherra fram að hann búist við
bótakröfu frá mér vegna þessarar
málsmeðferðar. Þrátt fyrir að erfitt
sé eiga við áburð sem þennan hef ég
ekki tekið endanlega ákvörðun um
að nýta mér þann sjálfsagða og aug-
ljósa rétt. Þar togast á tvenn sjónar-
mið í því efni, sjónarmið fyrirgefn-
ingarinnar og láta málið kyrrt liggja
eða láta réttlætið fram að ganga til
að koma í veg fyrir sambærilegan
gjörning ráðuneytisstjóra.“
Fáheyrt er, samkvæmt viðmæl-
endum DV, að ráðherra stingi upp
á því við opinberan starfsmann að
hann fari í bótamál við íslenska ríkið.
Fjártjón og miski
Lögmaður Kristínar Egilsdóttur
segir að málarekstur hennar gegn
íslenska ríkinu muni byggja á því
að ráðningin á Hrafnhildi Ástu hafi
verið ólögmæt, líkt og áður segir,
þar sem hæfasti umsækjandinn hafi
ekki verið ráðinn í starfið. Hann seg-
ir að hluti af málarekstrinum verði
að öllum líkindum fjárkrafa vegna
fjártjóns – Kristín sagði fyrra starfi
sínu lausu til að sækja um fram-
kvæmdastjórastarfið hjá LÍN og var
launalaus um tíma í kjölfarið þar til
hún fékk nýtt starf – auk þess sem
miskabótakrafa kunni að vera gerð.
Ráðning Hrafnhildar Ástu virðist
því heldur betur ætla að vinda upp
á sig. n
2. september 2013
Greint frá því að 29 umsóknir um
starf framkvæmdastjóra LÍN hafi
borist. Ráða á í starfið frá
1. október 2013. Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir er einn af umsækj
endum.
Atburðarás í málinu
1. október 2013
Nýr framkvæmdastjóri
LÍN hefur ekki verið
ráðinn.
4. október 2013
Hagvangur, ráðgjafi
stjórnar LÍN í ráðn
ingarferlinu, sendir
Hrafnhildi Ástu bréf og
spyr hana út í áminningu
sem hún fékk í starfi fyrr
á árinu. Í ferlinu hafði hún
ekki sjálf sagt frá áminn
ingunni eða rætt hana. 10. október 2013
Hrafnhildur Ásta svarar
Hagvangi og segir að
áminningin verði dregin
til baka.
14. október 2013
Greint frá því í DV að Hrafnhildur
Ásta Þorvaldsdóttir hafi verið einn
af umsækjendum um framkvæmda
stjórastarfið hjá LÍN og að hún sé
náfrænka Davíðs Oddssonar.
25. október 2013
Illugi Gunnarsson menntamála
ráðherra skipar Hrafnhildi Ástu
Þorvaldsdóttur sem fram
kvæmdastjóra LÍN þó stjórnin
hafi mælt með öðrum umsækj
anda og þrátt fyrir að vitað væri
að hún fékk áminningu í starfi
sem svo var dregin til baka.
31. febrúar 2014
Stefán Thors fer í námsleyfi
frá umhverfisráðuneytinu eft
ir að Sigurður Ingi Jóhannsson
bauð honum að hætta og fara
í sérverkefni.
11. mars 2014
Greint frá því í DV að sá
umsækjandi sem metinn
var hæfastur af stjórn LÍN
ætli að fara í mál við ís
lenska ríkið út af ákvörðun
Illuga Gunnarssonar um að
ráða Hrafnhildi Ástu.
Bróðirinn í Hæstarétti
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er systir
Ólafs Barkar Þorvaldssonar hæstarétt
ardómara. Systir þeirra, Hervör, er dómari
við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau eru náin
skyldmenni Davíðs Oddssonar, þáverandi
forsætisráðherra.
Ráðning Ólafs Barkar
í dómarastarfið var
umdeild árið 2003
og var talin dæmi um
flokkspólitíska spill
ingu. Björn Bjarnason,
þáverandi dómsmálaráð
herra og meðráðherra Davíðs í ríkisstjórn,
skipaði hann sem dómara við réttinn
árið 2003. Þau Eiríkur Tómasson, Hjördís
Hákonardóttir og Ragnar Hall voru öll talin
vera hæfari en Ólafur Börkur til að gegna
starfinu en samt fékk hann það.
Þau Ragnar, Hjördís og Eiríkur fóru fram
á rökstuðning fyrir ákvörðuninni og sagði
Ragnar í því sambandi: „Ég tel að umsögn
Hæstaréttar verði ekki skilin öðruvísi en svo
að það séu tveir menn úr átta manna hópi
sem séu hæfari en aðrir til að gegna þessari
stöðu. Úr því að ráðherra skipar mann sem
er ekki annar þessara tveggja, þá langar
mig að fá skriflegan rökstuðning fyrir því.“
Sjálfur sagðist Ólafur Börkur aldrei hafa
rætt umsóknina um dómarastarfið við
Davíð. „Er ég var skipaður í embætti
hæstaréttardómara höfðu staðið yfir
markvissar linnulausar árásir á Davíð og
var þá svo komið að sá ágæti maður átti
að mati sumra varla að vera með öllum
mjalla og gerðir hans stjórnast af annar
legum hvötum. Er ég fékk starfið kom
kjörið færi á að benda á það sem sönnun
fyrir valdníðslu hans.“
Systir hans hefur nú verið ráðin sem fram
kvæmdastjóri ríkisstofnunar þrátt fyrir að
hafa ekki verið talin hæfust og þrátt fyrir
að hafa verið með áminningu á bakinu
skömmu áður en hún var skipuð.
Ólafur Börkur
Rétt fyrir ráðningu Áminningin sem Hrafnhildur Ásta fékk var dregin til baka rétt áður en
hún var ráðin til LÍN.
„Ráðherra hefur
lýst sig reiðubúinn
til að vinna að framgangi
mínum í einu og öllu.
Kristín leitar réttar síns Lögmaður Krist
ínar Egilsdóttur, Haukur Guðmundsson, segir
að hún ætli að leita réttar síns vegna ráðningar
Hrafnhildar Ástu.