Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 11.–13. mars 201412 Fréttir F yrir ári var tilkynnt að smíði væri hafin á dýrasta skipi sem Íslendingur hefur nokkurn tíma fjárfest í. Maðurinn sem um ræðir er Steingrím­ ur Bjarni Erlingsson, vélfræðingur frá Hafnarfirði, sem á félagið Fáfni Offshore, en það sérhæfir sig í þjón­ ustu við námuvinnslu á jarðolíu og jarðgasi. Nokkuð hefur borið á Steingrími í fjölmiðlum síðasta árið, sem hefur að mestu leyti helgað sig sjómennsku og útgerð. Hann vann hjá Ljósavík í Þorlákshöfn og þá átti hann stóran hlut í útgerðinni Bjarn­ ar ehf. Á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að þjónustu tengdri olíuleit og olíuvinnslu, en hann á einnig fyrirtæki sem setti upp vind­ myllur á síðasta ári. Því má segja að hans áhugamál liggi í hvers kyns orku, en honum er einmitt lýst sem framsýnum, orkumiklum einstak­ lingi sem lætur drauma sína rætast. Tveggja barna faðir Steingrímur er Hafnfirðingur, fædd­ ur árið 1970 og verður því 44 ára í ár. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Kristínu Jónínu Gísladóttur og þau búa á Seltjarnarnesi. Afi hans var Steingrímur fisksali frá Bolungarvík, sem var sjómaður áður en hann fór í land og opnaði fiskverslanir. Hann átti einnig sinn þátt í stofnun Samhjálpar, með því að lána þeim bílskúr í sinni eigu þar sem fyrsta starfsstöð Sam­ hjálpar var til húsa. Í samantekt DV á ríkasta fólki landsins fyrir skemmstu, var Steingrímur í ellefta sæti á lista yfir auðmenn Seltjarnarness og eign­ ir hans metnar á 372 milljónir króna. Stofnaði vinnumiðlun sjómanna Steingrímur Bjarni virðist hafa erft áhuga á sjómennsku frá afa sínum því hann fór í Vélskólann þegar hann var orðinn rúmlega tvítugur, þar sem hann lærði til vélstjóra. Fyrstu tvö árin var hann í Verk­ menntaskóla Akureyrar, en fór síð­ an suður til að klára námið og fá réttindin. Í sumarfríum, og áður en hann hóf námið, var hann á sjó en að skólanum loknum fór hann þó ekki mikið á sjó aftur. Hann stofn­ aði ráðningarmiðlun fyrir sjómenn ásamt félaga sínum úr skólanum, Elíasi Kristjánssyni, en slíkt var ekki algengt þá. Honum bauðst síðan starf um borð í skipinu Helgu, sem var þá glænýtt en hann þáði það ekki því honum var einnig boðið að verða útgerðarstjóri hjá Ljósuvík í Þor­ lákshöfn. Síðar meir hætti hann þar og fór aftur að starfa með Elíasi, sem hafði þá fært sig yfir í skipamiðlun. Þeir högnuðust meðal annars vel á því að hafa milligöngu um kaup Stálskipa á frystitogaranum Þór, sem nokkuð hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk þess seldu þeir fjölda skipa úr landi í brotajárn. „Við fórum saman suður í Vélskólann til að klára námið. Þessi hugmynd um ráðningarmiðlunina kom upp í kringum útskrift og við settum fyrir­ tækið upp fljótlega eftir útskrift. Það lýsir Steingrími vel að fyrirtækið var brautryðjandi í þessum bransa, hann var með margar hugmyndir og er mikill hugsuður,“ segir Elías í samtali við DV. „Drifkrafturinn í honum hefur alltaf verið til staðar, alveg síðan við kynntumst í Vél­ skólanum. Hann vill láta gott af sér leiða.“ Útgerð með umsvif í Kanada Árið 2003 stofnaði Steingrímur sína eigin útgerð, Bjarnar ehf. Með hon­ um í stofnun fyrirtækisins var Finn­ ur Björn Harðarson, sem í dag á stærstan hlut í fyrirtækinu. Þeir kynntust í gegnum vinnu Finns hjá fyrirtæki sem hann átti þá, Samhent­ ir kassagerð. Ljósavík keypti umbúð­ ir frá Samhentum, en þeir Finnur og Steingrímur er á svipuðum aldri og kynntust í gegnum þessi tengsl. Steingrímur starfaði sem tæknileg­ ur framkvæmdastjóri fyrir tækisins. Hluthafar í fyrirtækinu voru Royal Greenland og Ice Trawl Greenland, en árið 2004 keyptu Finnur og Stein­ grímur hluti þessara fyrirtækja. Bjarnar á þrjá togara í Kanada, auk þess sem einn togari er á Græn­ landi. Fyrirtækið á útgerðina Nata­ aqnaq Fisheries Inc. sem skráð er í Kanada, en höfuðstöðvar þess eru í St. Johns á Nýfundnalandi. Fyrir­ tækið sinnir einkum og sér í lagi sér­ hæfingu á stjórnun fiskveiðiskipa, en heimahafnir togaranna eru einnig á Nýfundnalandi. Öll skipin eru fyrsta flokks frystitogarar, en út­ gerðin selur aðallega rækju og grá­ lúðu. Samstarf endaði í dómsal Endalok samstarfs þeirra Finns og Steingríms voru þó ekki góð. Um haustið 2009 komu upp erfið­ leikar í samskiptum þeirra á milli, sem urðu til þess að Steingrímur lét af störfum. Starfslokasamning­ ur var gerður, þar sem Steingrím­ ur fékk meðal annars átta milljón­ ir króna greiddar. Árið 2010 stefndi Steingrímur hluthöfum í fyrirtæk­ inu, Finni og tveimur öðrum sem áttu hlut í Bjarnar í gegnum annað eignarhaldsfélag. Kröfur Steingríms voru þær að hinir hluthafarnir seldu honum hluti sína í fyrirtækinu, sam­ kvæmt hluthafasamningi, en þeir höfðu þá lagt fram tilboð í hans hlut í fyrirtækinu eftir að honum var sagt upp. Vildi Steingrímur nýta ákvæði í samningnum sem gerir hluthafa kleift að kaupa heildarhlut annars hluthafa, en þremenningarnir sögðu ákvæðið ekki eiga við. Í niður­ stöðu héraðsdóms segir að Stein­ grímur hafi sjálfur óskað eftir til­ boði frá hinum hluthöfunum í sinn hlut, en þeir höfðu ekki hug á því að selja sjálfir. Þeir síðarnefndu voru því sýknaðir af kröfum Steingríms. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar en áður en það var tekið fyrir urðu sættir á milli hluteigandi aðila, sem enduðu með því að Steingrímur var keyptur út fyrir hundruð milljóna. Vindmyllur í Þykkvabæ Það var svo í fyrra sem Steingrímur varð áberandi í fjölmiðlum, fyrir n Keypti dýrasta skip Íslandssögunnar n Setur upp vindmyllur á Suðurlandi n Duglegur markaðsmaður Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Annað- hvort muni Steingrímur verða gríðarlega ríkur eða tapa öllu „Hann vill frekar fram- kvæma en tala um hlutina Forsjáll ævintýramaður Össur tilkynnti um kaupin Þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, til- kynnti um kaup Steingríms á dýrasta skipi Íslandssögunnar fyrir rúmu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.