Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 11.–13. mars 201412 Fréttir
F
yrir ári var tilkynnt að smíði
væri hafin á dýrasta skipi sem
Íslendingur hefur nokkurn
tíma fjárfest í. Maðurinn
sem um ræðir er Steingrím
ur Bjarni Erlingsson, vélfræðingur
frá Hafnarfirði, sem á félagið Fáfni
Offshore, en það sérhæfir sig í þjón
ustu við námuvinnslu á jarðolíu
og jarðgasi. Nokkuð hefur borið á
Steingrími í fjölmiðlum síðasta árið,
sem hefur að mestu leyti helgað sig
sjómennsku og útgerð. Hann vann
hjá Ljósavík í Þorlákshöfn og þá átti
hann stóran hlut í útgerðinni Bjarn
ar ehf. Á síðustu árum hefur hann
einbeitt sér að þjónustu tengdri
olíuleit og olíuvinnslu, en hann á
einnig fyrirtæki sem setti upp vind
myllur á síðasta ári. Því má segja að
hans áhugamál liggi í hvers kyns
orku, en honum er einmitt lýst sem
framsýnum, orkumiklum einstak
lingi sem lætur drauma sína rætast.
Tveggja barna faðir
Steingrímur er Hafnfirðingur, fædd
ur árið 1970 og verður því 44 ára í ár.
Hann er tveggja barna faðir, kvæntur
Kristínu Jónínu Gísladóttur og þau
búa á Seltjarnarnesi. Afi hans var
Steingrímur fisksali frá Bolungarvík,
sem var sjómaður áður en hann fór í
land og opnaði fiskverslanir. Hann átti
einnig sinn þátt í stofnun Samhjálpar,
með því að lána þeim bílskúr í sinni
eigu þar sem fyrsta starfsstöð Sam
hjálpar var til húsa. Í samantekt DV á
ríkasta fólki landsins fyrir skemmstu,
var Steingrímur í ellefta sæti á lista
yfir auðmenn Seltjarnarness og eign
ir hans metnar á 372 milljónir króna.
Stofnaði vinnumiðlun sjómanna
Steingrímur Bjarni virðist hafa erft
áhuga á sjómennsku frá afa sínum
því hann fór í Vélskólann þegar
hann var orðinn rúmlega tvítugur,
þar sem hann lærði til vélstjóra.
Fyrstu tvö árin var hann í Verk
menntaskóla Akureyrar, en fór síð
an suður til að klára námið og fá
réttindin. Í sumarfríum, og áður en
hann hóf námið, var hann á sjó en
að skólanum loknum fór hann þó
ekki mikið á sjó aftur. Hann stofn
aði ráðningarmiðlun fyrir sjómenn
ásamt félaga sínum úr skólanum,
Elíasi Kristjánssyni, en slíkt var ekki
algengt þá.
Honum bauðst síðan starf um
borð í skipinu Helgu, sem var þá
glænýtt en hann þáði það ekki því
honum var einnig boðið að verða
útgerðarstjóri hjá Ljósuvík í Þor
lákshöfn. Síðar meir hætti hann þar
og fór aftur að starfa með Elíasi, sem
hafði þá fært sig yfir í skipamiðlun.
Þeir högnuðust meðal annars vel
á því að hafa milligöngu um kaup
Stálskipa á frystitogaranum Þór,
sem nokkuð hefur verið fjallað um
að undanförnu. Auk þess seldu þeir
fjölda skipa úr landi í brotajárn. „Við
fórum saman suður í Vélskólann
til að klára námið. Þessi hugmynd
um ráðningarmiðlunina kom upp í
kringum útskrift og við settum fyrir
tækið upp fljótlega eftir útskrift. Það
lýsir Steingrími vel að fyrirtækið
var brautryðjandi í þessum bransa,
hann var með margar hugmyndir
og er mikill hugsuður,“ segir Elías
í samtali við DV. „Drifkrafturinn í
honum hefur alltaf verið til staðar,
alveg síðan við kynntumst í Vél
skólanum. Hann vill láta gott af sér
leiða.“
Útgerð með umsvif í Kanada
Árið 2003 stofnaði Steingrímur sína
eigin útgerð, Bjarnar ehf. Með hon
um í stofnun fyrirtækisins var Finn
ur Björn Harðarson, sem í dag á
stærstan hlut í fyrirtækinu. Þeir
kynntust í gegnum vinnu Finns hjá
fyrirtæki sem hann átti þá, Samhent
ir kassagerð. Ljósavík keypti umbúð
ir frá Samhentum, en þeir Finnur
og Steingrímur er á svipuðum aldri
og kynntust í gegnum þessi tengsl.
Steingrímur starfaði sem tæknileg
ur framkvæmdastjóri fyrir tækisins.
Hluthafar í fyrirtækinu voru Royal
Greenland og Ice Trawl Greenland,
en árið 2004 keyptu Finnur og Stein
grímur hluti þessara fyrirtækja.
Bjarnar á þrjá togara í Kanada,
auk þess sem einn togari er á Græn
landi. Fyrirtækið á útgerðina Nata
aqnaq Fisheries Inc. sem skráð er í
Kanada, en höfuðstöðvar þess eru
í St. Johns á Nýfundnalandi. Fyrir
tækið sinnir einkum og sér í lagi sér
hæfingu á stjórnun fiskveiðiskipa,
en heimahafnir togaranna eru
einnig á Nýfundnalandi. Öll skipin
eru fyrsta flokks frystitogarar, en út
gerðin selur aðallega rækju og grá
lúðu.
Samstarf endaði í dómsal
Endalok samstarfs þeirra Finns
og Steingríms voru þó ekki góð.
Um haustið 2009 komu upp erfið
leikar í samskiptum þeirra á milli,
sem urðu til þess að Steingrímur
lét af störfum. Starfslokasamning
ur var gerður, þar sem Steingrím
ur fékk meðal annars átta milljón
ir króna greiddar. Árið 2010 stefndi
Steingrímur hluthöfum í fyrirtæk
inu, Finni og tveimur öðrum sem
áttu hlut í Bjarnar í gegnum annað
eignarhaldsfélag. Kröfur Steingríms
voru þær að hinir hluthafarnir seldu
honum hluti sína í fyrirtækinu, sam
kvæmt hluthafasamningi, en þeir
höfðu þá lagt fram tilboð í hans hlut
í fyrirtækinu eftir að honum var sagt
upp.
Vildi Steingrímur nýta ákvæði
í samningnum sem gerir hluthafa
kleift að kaupa heildarhlut annars
hluthafa, en þremenningarnir
sögðu ákvæðið ekki eiga við. Í niður
stöðu héraðsdóms segir að Stein
grímur hafi sjálfur óskað eftir til
boði frá hinum hluthöfunum í sinn
hlut, en þeir höfðu ekki hug á því að
selja sjálfir. Þeir síðarnefndu voru
því sýknaðir af kröfum Steingríms.
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar
en áður en það var tekið fyrir urðu
sættir á milli hluteigandi aðila, sem
enduðu með því að Steingrímur var
keyptur út fyrir hundruð milljóna.
Vindmyllur í Þykkvabæ
Það var svo í fyrra sem Steingrímur
varð áberandi í fjölmiðlum, fyrir
n Keypti dýrasta skip Íslandssögunnar n Setur upp vindmyllur á Suðurlandi n Duglegur markaðsmaður
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is „Annað-
hvort muni
Steingrímur verða
gríðarlega ríkur
eða tapa öllu
„Hann vill
frekar fram-
kvæma en tala um
hlutina
Forsjáll
ævintýramaður
Össur tilkynnti um kaupin Þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, til-
kynnti um kaup Steingríms á dýrasta skipi Íslandssögunnar fyrir rúmu ári.