Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Qupperneq 17
Fréttir Erlent 17Vikublað 11.–13. mars 2014 NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 05 66 Kia Sorento EX Luxury Árg. 2012, ekinn 47 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,7 l/100.* Verð: 6.290.000 kr. Kia Sorento EX Classic Árg. 2012, ekinn 44 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,7 l/100.* Verð: 5.590.000 kr. Kia Carens EX 7 manna Árgerð 2013, ekinn 26 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,1 l/100.* Verð: 4.150.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. Verð: 2.550.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 5,5 ár eftir af ábyrgð 6,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.* Verð: 5.590.000 kr. Greiðsla á mánuði 39.900 kr. M.v. 58% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,92%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Kia Picanto EX 1,2 Árg. 2013, ekinn 8 þús. km, bensín, 84 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100.* Verð: 2.390.000 kr. Greiðsla á mánuði 19.900 kr. M.v. 56% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,97%. 6,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 7 manna Bærinn færður úr stað n Nyrsti bær Svíþjóðar verður færður n Framkvæmdalok eftir tuttugu ár Á vormánuðum mun vinna hefjast við risavaxna fram­ kvæmd í norðurhluta Sví­ þjóðar. Bærinn Kiruna, þar sem tæplega tuttugu þúsund manns búa, verður færður úr stað og allt sem honum fylgir. Ástæðan er sú að bærinn stendur á gjöfulli járn­ námu og er það talið þjóna hagsmun­ um bæjarins betur að færa hann úr stað frekar en að nýta ekki það magn járngrýtis sem er að finna undir hon­ um. Fjölmargir íbúar bæjarins starfa við námuvinnsluna og á bærinn nán­ ast allt sitt undir því að vinnslan gangi vel. Tuttugu ára verkefni Vinna við framkvæmdirnar mun hefj­ ast í vor og er áætlað að það muni taka tuttugu ár að ljúka þeim. Íbúar bæjar­ ins fá úthlutað nýju húsnæði í um það bil þriggja kílómetra fjarlægð frá nú­ verandi bæjarstæði og verður nýr mið­ bæjarkjarni byggður. Þegar allt kemur til alls verða þrjú þúsund íbúðir tæmd­ ar, nokkur hótel, verslanir, skrifstofu­ byggingar, skólar og heilsugæslustöð. Þá verður kirkja bæjarins, sem valin var sú fegursta í Svíþjóð árið 2001, tek­ in niður og byggð aftur. Ótrúlega umfangsmikið Það er arkitektinn Mikael Stenqvist sem hefur veg og vanda að skipulagn­ ingu flutningsins. Hann segir að fram­ kvæmdirnar séu ótrúlega umfangs­ miklar og ekkert megi út af bregða. „Ef þetta mistekst hjá okkur, af ein­ hverjum ástæðum, þá er framtíð bæj­ arins og allra íbúa hans í hættu. Það veldur okkur áhyggjum – ólíkt öðrum verkefnum sem við vinnum að,“ segir Stenqvist við BBC. Hann segir að markmið arkitektanna sem vinna við nýja bæinn sé að hann muni líkjast þeim gamla eins mikið og mögulegt er. Hvenær, ekki hvort Allt saman hófst þetta árið 2004 þegar námavinnslufyrirtækið Luossavaara­ Kiirunavaara AB (LKAB), sem er í ríkiseigu, sendi ábendingu til bæjar­ stjórnar Kiruna þess efnis að fyrirtæk­ ið þyrfti að grafa lengra inn í hlíð eina sem er steinsnar frá bænum. Í bréfinu var bent á það að þetta kynni að valda vandræðum; hætta væri á að jarðveg­ urinn undir þúsundum íbúða og skrif­ stofubygginga í bænum gæti sigið eða gefið sig. Í kjölfarið hóst undirbúning­ ur við verkið. „Allir íbúar Kiruna vissu að það kæmi að þessu, að bænum yrði fundinn nýr staður, en spurningin var alltaf hvenær,“ segir Viktoria Walldin, félagsmannfræðingur sem komið hefur að vinnunni. Hún segir að ólíkt því sem einhverjir kynnu að halda sé mörgum íbúum létt að komið sé að verkinu. Óvissan um hvenær bærinn yrði fluttur hafi valdið íbúum hugar­ angri, margir hafi frestað því að festa kaup á eignum í bænum eða hefja fyrir tækjarekstur. Nú sé óvissunni lokið. Áætlanir gera ráð fyrir því að LKAB kaupi allar eignir bæjarins á mark­ aðsvirði plús 25 prósent. Íbúar munu svo kaupa nýjar eignir af LKAB. Aukinn ferðamannastraumur Kiruna er nyrsti bær Svíþjóðar, en hann stendur 145 kílómetra norðan heimskautsbaugs. Forsvarsmenn bæjarins vonast til þess að hið nýja bæjarstæði muni lokka til sín ferða­ menn, enda nánast einsdæmi að heill bær sé færður úr stað. Sambærileg verkefni – en þó minni í sniðum – hafa átt sér stað í Þýskalandi og nokkrum Afríkuríkjum, Hið heimsfræga Íshótel stendur skammt frá bænum, en hundrað þúsund manns heimsækja hótelið á hverju ári. Af þeim eru afar fáir sem sjá, eða hafa séð, ástæðu til að heim­ sækja Kiruna þó aðeins fimmtán mín­ útna akstur sé til bæjarins. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Færð Kirkjan í Kiruna er ein fegursta kirkja Svíþjóðar. Hún var byggð árið 1912 en verður tekin niður og færð úr stað. Færður Bæjarstæðið verður fært til austurs vegna námuvinnslunnar. Almenn sátt er sögð ríkja um þessa ákvörðun. Mynd FrEdric AlM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.