Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 19
Skrýtið 19Vikublað 11.–13. mars 2014 Það sem gerðist á bak við tjöldin Furðulegar uppákomur, afdrifaríkir brandarar og annað sem fylgir kvikmyndagerð Birgir Olgeirsson birgir@dv.is E f það er eitthvað sem er skemmtilegra en kvik- myndir þá eru það sögurn- ar á bak við gerð þeirra sem geta verið ansi skrautlegar. Mafían hafði áhyggjur af Ítala- hatri vegna Godfather, brandari um Rocky varð að einni vinsæl- ustu kvikmyndaseríu sögunnar, O.J. Simpson þótti ekki trú- verðugur morðingi og Eagles- brandari reyndist afar afdrifaríkur fyrir framleiðendur The Big Le- bowski.n n Mafía hvergi í The Godfather Kvikmyndin The Godfather, eða Guðfaðirinn, er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Myndin fylgir eftir lífi Cor- leone-fjölskyldunnar og var með ýmsar skírskotanir í mafíutengda atburði sem áttu sér stað í raunveruleikan- um. Ítalskættaðir Bandaríkjamenn voru ekki par hrifnir af gerð þessarar myndar og börðust til að mynda mann- réttindasamtök Ítala í Bandaríkjunum fyrir því að fram- leiðsla hennar yrði stöðvuð. Einn þeirra sem barðist hvað mest fyrir þessu var glæpaforinginn Joe Colombo. Einn af framleiðendum myndarinnar, Robert Evans, greindi frá því í ævisögu sinni að Colombo hefði hringt heim til hans og hótað honum og fjölskyldu hans. Colombo krafðist þess að hugtökin mafía og Cosa Nostra, ítalska mafían, yrðu ekki notuð í myndinni. Svo fór að framleið- endur urðu við þessari bón og samþykktu einnig að ráða meðlimi mafíunnar í aukahlutverk og sem ráðgjafa, til- boð sem þeir gátu hreinlega ekki hafnað. n Apollo Creed var Ali Og áfram af ítölskum kvikmyndahetjum. Hnefa- leikakapinn Rocky Balboa hreif nærri alla heimsbyggð- ina með sér árið 1976. Í myndinni barðist hinn lítt þekkti Balboa, leikinn af Sylvester Stallone, við heimsmeist- arann Apollo Creed, leikinn af Carl Weathers. Stallone skrifaði handritið að Rocky-myndinni og sagði Apollo Creed vera byggðan á hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Árið 1975 barðist Ali við hinn óþekkta Chuck Wepner. Margir bjuggust við því að Ali myndi fara létt með Wepner en þurfti 15 lotur til að knýja fram sigur. n Rocky og Predator Rocky-myndin varð svo vinsæl að hún kallaði á nokkr- ar framhaldsmyndir. Svo fór að Rocky sameinaði nán- ast Bandaríkin og Sovétríkin í fjórðu myndinni eftir að hafa sigrað hinn ógnvænlega Ivan Drago. Sú mynd kom út árið 1985 og grínuðust menn í Hollywood með það að Rocky ætti enga mennska mótherja eft- ir og því myndi hann berjast við geimveru í fimmtu myndinni. Handritshöfundunum Jim og John Thomas þótti þessi brandari ekki bara fyndinn heldur brjálæð- islega góð hugmynd og skrifuðu handrit að kvikmynd sem bar upphaflega heitið Hunter en þegar myndin kom út bar hún nafnið Predator og skartaði Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. n O. J. ekki trúverðugur morðingi Eitt þekktasta hlutverk Schwarzeneggers er án ef The Terminator, eða Tortím- andinn. Upphaflega stóð til að láta Schwarzenegger leika Kyle Reese, manninn sem elti tor- tímandann aftur í tímann til að bjarga lífi móður leiðtoga andspyrnuhreyfingarinnar gegn vélmennunum í framtíðinni, en leikstjóri myndarinnar James Cameron var ekki hrifinn af því. Svo mótfallinn var hann þeirri hugmynd kvikmyndaversins að hann ákvað að reyna að lenda í rifrildi við Schwarzenegger til að gera hann fráhverfan því að leika í myndinni. Vöðvatröllið var heldur ekkert hrifið af því að leika Kyle Reese en sagðist vilja leika Tortímandann. Hann heillaði Cameron alveg upp úr skónum og fékk hlutverkið en kvikmynda- verið vildi fá O. J. Simpsons í hlutverk Tortímandans. Camer- on sagði það ekki ganga upp því Simpson yrði aldrei trú- verðugur í hlutverki morðingja. Aðrir sem komu til greina í hlutverk Tortímandans voru Michael Douglas og Tom Selleck. Mynd ReuteRs n Bruce Lee of hraður Talandi um að vera sannfærandi í einhverju hlutverki. Framleiðend- ur flestra bardagamynda þurfa að hraða á filmunum svo bardaga- kapparnir virðist fljótari en vindur- inn. Það var þó ekki þannig þegar kom að sjálfum syni vindsins, Bruce Lee. Hreyfingar hans voru svo hrað- ar að þær náðust ekki á myndatöku sem nær yfir 24 ramma á sekúndu. Kvikmyndagerðarmennirnir þurftu því að taka upp 32 myndaramma á hverri sekúndu þegar þeir voru að mynda hreyfingar Bruce Lee og hægja síðan á filmunni svo áhorf- endur gætu séð hreyfingar hans. n Lebowski og Eagles-hatrið Talandi um Tom Selleck og guðdóm- legan skeggvöxt. Aðalpersóna kvik- myndar Coen-bræðra, The Big Le- bowski, skartaði myndarlegu skeggi en sú persóna reyndist svo áhrifarík á suma kvikmyndahúsagesti að þeir stofnuðu trúarsamtök til heiðurs Jeff Lebowski, betur þekktum sem The Dude. Er rekinn söfnuður sem nefnist The Church of the Latt- er-Day Dude, eða Kirkja Gaursins hinna síðari daga. Lagaval myndar- innar þótti afar vel heppnað en það reyndist tónlistarstjóra hennar þrautin þyngri að fá öll þau lög sem óskað var eftir í myndina. Þegar kom að því að fá réttinn að laginu Dead Flowers, sem heyrist í lok myndar- innar, fór fyrrverandi umboðsmað- ur The Rolling Stones, Allan Klein, fram á svimandi upphæð fyrir notk- un þess, en hann á útgáfuréttinn að laginu. Tónlistarstjóri myndarinn- ar, T-Bone Burnett, grátbað Klein að horfa á frumútgáfu myndarinn- ar áður en hann gerði upp hug sinn. Myndin væri afar ódýr í framleiðslu og væri ekki hægt að verða við upp- hæð Kleins. Þegar Klein komst að at- riðinu þar sem The Dude segist hata hljómsveitina Eagles stóð hann upp og sagði: „Þarna, þið megið fá fá lag- ið.“ Þessi lína, þar sem The Dude seg- ir: „I Hate The Fucking Eagles“ varð þó til þess að einn af aðalmönnum The Eagles, Glenn Frey, veittist að Jeff Bridges, sem fór með hlutverk The Dude. „Ég man ekki hvað hann sagði nákvæmlega, en endaþarmur- inn á mér herptist saman.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.