Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 11.–13. mars 2014 Fréttir Viðskipti 15
Áhættan hjá Bretum
Ragnheiður Elín Árnadóttir fundar um lagningu sæstrengs með breska orkumálaráðherranum
E
ins og er þá er boltinn
mest hjá stjórnvöldum en
við erum að líka að vinna
í þessu, fylgjast með fram-
gangi mála erlendis og
vinna greiningar á verkefninu,“
segir Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, aðspurður um að-
komu Landsvirkjunar að skoðun
á lagningu sæstrengs frá Íslandi
til Bretlands til að flytja rafmagn
frá landinu sem framleitt er hér
á landi. Slíkur sæstrengur yrði
ein stærsta, ef ekki stærsta, fram-
kvæmd Íslandssögunnar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
hélt til Bretlands á sunnudaginn
til Bretlands að ræða við orku-
málaráðherrann, Ed Davey, um
hugsan legan sæstreng. Í ræðu
á aðalfundi Samorku þann 21.
febrúar síðastliðinn sagði Ragn-
heiður Elín að mikilvægt væri að
stjórnvöld á Íslandi tækju frum-
kvæði í málinu. „Það má ef til vill
segja að fram að þessu hafi nokkr-
ir kokkar verið að hræra í þessari
tilteknu súpu. Í nefndaráliti at-
vinnuveganefndar kemur fram að
mikilvægt sé; „að sú vinna sem
þarf að fara fram verði ekki unnin
eingöngu af þeim fyrirtækjum sem
annast orkusölu og orkudreifingu
heldur þurfi að tryggja að hún
verði undir forræði stjórnvalda.“
Telur viðhorfið jákvætt
Þegar Hörður er spurður að því
hvort hann telji að viðhorf stjórn-
valda á Íslandi í garð sæstrengs séu
jákvæð segir hann. „Já, ég skynja
það. Þetta er samt stórt verkefni
sem flestir eru sammála um að
vert sé að skoða. Hins vegar vakna
fjölmargar spurningar hjá flest-
um sem þarf að svara. Menn þurfa
að velta því fyrir sér hver áhrifin
verða á atvinnuuppbyggingu, hver
eru áhrifin á raforkuverð til heim-
ila og hver verða umhverfisáhrifin.
Á móti koma jákvæðir þættir eins
og möguleg arðsemi, möguleikar
á að nýta orkuna betur, möguleik-
ar á því að bæta orkudreifingu og
áhættudreifingu. Þannig að þetta
eru nokkrir hlutir sem þarf að vega
og meta.“
Hörður segir mikilvægt að gefa
sér góðan tíma til að meta kosti og
galla þess að byggja sæstrenginn
og ekki hlaupa til og mynda sér
skoðun.
Áhættan á Bretlandi
Ef sæstrengurinn verður lagður
þá mun kostnaðurinn við lagn-
ingu hans hlaupa á mörg hundruð
milljörðum króna að sögn Harðar.
Sá kostnaður myndi hins vegar
ekki lenda á íslenska ríkinu held-
ur má ætla að fjármögnunin á
strengnum verði að mestu í hönd-
um breskra yfirvalda. Hörður seg-
ir að áhættan af lagningunni muni
hvíla á Bretum. „Áhætta í verkefn-
inu yrði að langmestu leyti tekin af
breskum stjórnvöldum.“
Í ræðu sinni hjá Samorku ítrek-
aði Ragnheiður Elín að umræð-
an um sæstrenginn væri á frum-
stigi. „Eins og kunnugt er lagði ég
í byrjun vetrar fram á Alþingi skýr-
slu ráðgjafahóps um raforkustreng
til Evrópu. Umræðan um sæstreng
er að mörgu leyti enn á frumstigi
og var það mitt mat að afar mikil-
vægt væri að Alþingi kæmi að um-
ræðunni á þessum tímapunkti, og
að beðið yrði með frekari skref í
málinu þar til henni væri lokið.“
Hluti af þessari vinnu Ragn-
heiðar Elínar og Alþingis eru við-
ræðurnar við Breta.
Allt til foráttu
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra, skrifaði
grein í Fréttablaðið á föstudaginn
þar sem hann gagnrýndi sæ-
strengslausnina. Eitt af því sem
hann benti á að var að öll virkj-
anleg umframorka á Íslandi yrði á
endanum seld úr landinu í gegn-
um sæstrenginn. Sighvatur sagði
að bygging strengsins myndi
væntanlega þýða byggingu fleiri
virkjana hér á landi þar sem Ís-
lendingar væru ekki lengur háðir
því að erlend stóriðja yrði flutt til
landsins til að nýta rafmagnið sem
framleitt er á Íslandi.
Orðrétt sagði Sighvatur meðal
annars: „Verði sæstrengslausnin
valin yrðu innan fárra ára engar
virkjanlegar en óvirkjaðar orku-
lindir eftir á Íslandi. Búið verð-
ur þá að ráðstafa því öllu til sölu
á erlendum markaði um sæstreng
og enginn varaforði eftir til fram-
tíðar. Útlendingar myndu líklega
segja að slíkt væri í fullu samræmi
við þá áráttu Íslendinga að geta
aldrei hugsað í öðru en skamm-
tímalausnum. Aldrei séð neina
framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa
útlendingar alltaf rangt fyrir sér.“
Skoðanirnar um sæstrenginn
eru því skiptar nú sem áður. Lík-
legt er að á næstu árum verði hug-
myndin ein sú umræddasta hér á
landi. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Jákvætt viðhorf Hörður Arnason,
forstjóri Landsvirkjunar, segist telja viðhorf
stjórnvalda til sæstrengs vera jákvæðar.
„Umræðan um
sæstreng er að
mörgu leyti enn á frum-
stigi og var það mitt mat
að afar mikilvægt væri
að Alþingi kæmi að um-
ræðunni á þessum tíma-
punkti.
Fundar með breska ráðherranum
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra
fór til Bretlands í gær til að funda með
breska orkumálaráðherranum um lagningu
sæstrengs frá Íslandi.
Mynd SIgTRyggAuR ARI
Hagvöxtur ekki
meiri frá 2007
Einkaneysla jókst um 1,2% á síð-
asta ári frá fyrra ári en fjárfesting
dróst saman um 3,4%. Þetta kem-
ur fram í nýjum tölum frá Hag-
stofunni. Verulegur afgangur varð
af vöru- og þjónustuviðskiptum
eða um 132 milljarðar króna, en
innflutningur dróst saman um
0,1% á meðan útflutningur jókst
um 5,3%. Ekki hefur verið meiri
hagvöxtur á Íslandi frá árinu 2007
og raungildi landsframleiðslu
hefur ekki verið hærra frá árinu
2008. Samdrátt í fjárfestingu má
rekja til minni innflutnings skipa
og flugvéla, en að frádreginni
fjárfestingu í þeim flokki jókst at-
vinnuvegafjárfesting um 2,8% og
fjárfesting alls um 5,8%.
Keahótel kaupir Skútustaðaskóla
Í
febrúar síðastliðnum átti er-
lendi fjárfestingarsjóðurinn KHG
European Hospitality Partners
hæsta boð í Skútustaðaskóla í
Skútustaðahreppi, en þar hefur Kea-
hótel ehf. rekið Hótel Gíg frá árinu
2002 og búið var að taka við bókun-
um fyrir sumarið. Akureyri Vikublað
greindi frá málinu og í fréttum þeirra
kom fram að eignin hefði verið slegin
á mun hærra verði en við var búist.
Síðar greindi blaðið frá því að eig-
andi sjóðsins væri Valdimar Jónsson,
sonur Jóns Ragnarssonar sem hafði
átt húsnæðið áður og að líklegt væri
að félagið fengi ríflegan afslátt af
kaupverðinu í gegnum fjárfestingar-
leið Seðlabankans.
Nú er hins vegar orðið ljóst að
ekkert verður af því, en Keahótel ehf.
sendi frá sér fréttatilkynningu í síð-
ustu viku þess efnis að fyrirtækið
hefði gengið inn í uppboðstilboð
KHG og tekið það yfir. Ef samningar
um slíkt hefðu ekki náðst hefði það
haft mjög slæm áhrif á rekstur fyrir-
tækisins. „Við héldum að okkar leigu-
sali myndi sjálfur ná að kaupa eignina
á uppboðinu og tókum þess vegna
ekki þátt í því. Þegar það varð ljóst að
erlendur aðili hafði keypt eignina var
okkar staða í uppnámi, enda var búið
að bóka hótelið í sumar og við vild-
um standa við okkar skuldbindingar.
Í kjölfarið settum við okkur í sam-
band við KHG og gerðum þeim til-
boð,“ segir Páll L. Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Keahótel ehf.
Eignin var slegin KHG fyrir 382
milljónir króna, en Páll vildi ekki gefa
upp hversu mikið Keahótel greiðir
fyrir eignina. „Við gerum upp skuld-
ir við kröfuhafa í íslenskum krónum,
þannig að það kemur aldrei til þess
að KHG fari fjárfestingarleiðina. Til-
boðið er hærra en þær kröfur sem
eru til staðar og ég get tekið undir
að það tilboð KHG var nokkuð hátt,“
segir Páll. Nú er reksturinn áfram
tryggður í Skútustaðaskóla, en ekki
stendur til að stækka hótelið á næst-
unni þrátt fyrir að Keahótel sé nú
orðið eigandi fasteignarinnar. n
rognvaldur@dv.is
n Erlendur sjóður bauð hæst á uppboði n Rekstur hótelsins tryggður
Hótel gígur Keahótel hefur rekið Hótel Gíg frá árinu 2002 og leigt húsnæðið. Nú er það í þess eigu.
Undirbúa
olíuleit
Kínverska fyrirtækið CNOOC
hefur hafið undirbúningsvinnu
vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.
Fyrirtækið fékk leyfi til leitar á
Drekasvæðinu í janúar í sam-
starfi við Eykon Energy og norska
fyrirtækið Petoro, og er fyrsta
kínverska fyrirtækið sem leitar
að olíu og gasi á norðurslóðum.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa
ekki viljað segja hvort þeir hafi
áhuga á frekari leit í lögsögu Ís-
lands, en Gunnlaugur Jónsson,
framkvæmdastjóri Eykon, hef-
ur sagt að áhugi sé fyrir meira
samstarfi við CNOOC. Fyrirtæk-
ið er í hópi stærstu olíufyrirtækja
heims, en á þessu ári bora starfs-
menn fyrirtækisins um 155 til-
raunaholur.
800 milljónir
í Meniga
Hollenski áhættufjárfestingar-
sjóðurinn Velocity Capital bætt-
ist formlega í hluthafahóp Men-
iga í síðustu viku, en um er að
ræða umstalsverða fjárfestingu
í tæknifyrirtækinu. Fjárfestingin
er hugsuð til þess að styðja við
áframhaldandi vöxt og sem aukin
fjárfesting í vöru- og viðskiptaþró-
un. Sjóðurinn sérhæfir sig meðal
annars í fyrirtækjum sem fram-
leiða fjármálahugbúnað. Í tilkynn-
ingu frá Meniga segir að fyrirtækið
fái aðgang að sérhæfðri þekkingu
og tengslaneti á sínu sviði og að
með þessu sé verðmæti Meniga
og möguleikar þess staðfestir í
augum erlendra aðila. Fyrirtækið
er þó enn að mestu leyti í eigu Ís-
lendinga, en stærstu hluthafar eru
sjóðirnir Frumtak og Kjölfesta.