Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 11.–13. mars 2014 Lífsstíll 27 Sólarolía fyrir þurrt hár Ef hárið er orðið mjög þurrt, til dæmis eftir að hafa litað það of oft þá má nota sólarolíu til þess að næra það. Byrjað er á að skola hárið með ylvolgu vatni og svo er sólarolíunni nudd- að í endana á hárinu. Því er svo pakkað inn í plastfilmu og handklæði sett yfir til þess að hlífa því. Það getur verið gott að sofa með hárið þannig yfir nótt því þannig fær olían tíma til að síast inn í hárið. Daginn eftir er hárið síðan þvegið með barnasjampói eða öðru góðu sjampói sem nærir vel til þess að ná olíunni úr. Tannkrem á gular neglur Það telst mikið lýti að vera með gular neglur. Neglurnar geta orðið gular þegar maður hefur notað lélegt naglalakk og leyft því að vera of lengi á eða ekki hugsað nógu vel um neglurnar. Gott ráð til þess að fá þær hvít- ari aftur er að setja hvítt tann- krem á þær og nudda þær vel upp úr tannkreminu. Notaðu svo naglabursta til að bursta neglurnar með tannkreminu. Það sakar heldur ekki að setja nokkra dropa af sítrónusafa með á neglurnar. Sítrónan hefur hvíttandi áhrif líkt og tannkrem- ið og þetta virkar vel saman til þess að gera neglurnar hvítari. E ins gefandi og foreldrahlut- verkið getur verið virðast sumir dagar minna meira á grínþáttinn Saturday Night Live en eðlilegt fjölskyldu- líf. Flest könnumst við við þessi neyðarlegu atvik þegar börnin gera eitthvað sem fær okkur til að vilja sökkva ofan í gólfið. Hér eru nokk- ur ráð til að komast brosandi í gegn- um þessar vandræðalegu stund- ir. Greinin er lauslega þýdd úr tímaritinu American Baby. F-orðið Þið eruð á 17. júní-hátíð í mið- bænum og þú bendir tveggja ára barni þínu á allan mann- fjöldann. Krakkinn endurtekur í sífellu FÓLK FÓLK FÓLK FÓLK. Fínt fólk við hlið ykk- ar horfir hneykslað í áttina að ykkur og þú áttar þig á að bablið í barninu hljómar eins og annað og ljótara orð sem einnig hefst á F-i. Tæklaðu aðstæðurnar: Segðu hátt og skýrt það sem barnið er að meina til að leiðrétta allan misskilning. Afsakið prump Þið eruð stödd á hljóðlátum, ró- legum og virðu- legum stað, eins og kirkju, þegar barnið þitt leysir kröftuglega vind. Tæklaðu aðstæðurnar: Hlæðu. Húmor er nauðsynlegt tæki í upp- eldinu. Svo er ekkert verra að nær- staddir haldi síður að þú eigir sökina ef þú brosir í stað þess að roðna. Hjálp! Barnið þitt öskrar af hræðslu í hvert skipti sem Jói frændi kemur í heim- sókn. Tæklaðu aðstæðurnar: Vertu hreinskilin/n en nærgætin/n. Út- skýrðu fyrir frænda að barnið sé ekki vant því að sjá svona skeggjaða menn, ef það á við. Frændinn mun án efa kunna að meta hreinskilnina og verður líklegri til að gefa barninu tíma til venjast sér. Slæm tímasetning Fjölskyldan er stödd í langri röð á flugvelli á leið í sumarfrí til útlanda. Ung- barnið, sem er orðið þreytt og pirrað, ælir yfir þig. Öll röðin snýr sér við til að horfa á en þeir sem standa næst ykkur taka skref í burtu enda lyktin ógeðfelld. Tæklaðu aðstæðurnar: Ef- laust langar þig mest til að grenja en ef þú yfirgefur röðina til að fara á salernið þýðir það að þú þarft að fara aftast þegar þú kemur til baka. Spurðu hvort einhver sé með blautklúta svo þið getið þrifið það mesta án þess að missa ykkar stað í röðinni. Útrétt hjálparhönd getur gert kraftaverk við svona aðstæður. Þiggðu hjálpina! Eyrnatappa, takk Krílið þitt öskrar allt flugið heim og þú finnur fyrir köldu augnaráði annarra farþega á hnakka þínum. Tæklaðu aðstæðurnar: Minnk- aðu pirringinn með því að biðjast afsökunar. Útskýrðu fyrir þeim sem sitja næst ykkur að barnið sé að taka tennur. Ef það virkar ekki geturðu alltaf keypt drykki á línuna. Komdu pirruðum farþegunum í skilning um að þú gerir þér fullkomlega grein fyrir að ástandið sé nánast óbæri- legt. Reyndu að brosa og kvartaðu upphátt en í glettnum tón yfir því að hafa ekki keypt eyrnatappa handa öllum í fríhöfninni. Óvilja flass Barnið þitt flettir upp (eða niður) um þig á almanna- færi, alveg óvart. Tæklaðu aðstæðurnar: Ef þú ert gjörsamlega eyðilögð/ eyðilagður skaltu finna næstu út- gönguleið. Þú gætir lagað þig til en ef þú ert einfaldlega löm- uð/lamaður af skömm gæti verið betra að koma sér út úr aðstæðun- um á meðan þú jafnar þig. n Kemur barnið þér í bobba? n Tæklaðu þessar vandræðalegu aðstæður n Húmor gott vopn Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Góð samskipti Börn geta stund- um verið erfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.