Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Síða 3
Fréttir 3Vikublað 25.–27. mars 2014
Batt fótinn við lærlegginn
n Játvarður Jökull fótbrotnaði illa á vélsleða n Dró sig áfram í snjónum á höndunum n Fékk sjálfur SMS með útkallsboðinu
Samstilltir Meðlimir björgunarsveitarinnar Heimamenn bera Játa í þyrluna.
Inn í þyrlu Játi þurfti að skríða nokkurn spöl, illa brotinn, til að komast í símasamband.
Allt klárt Menn voru að vonum ánægðir með vel heppnaða björgunaraðgerð.
Verkirnir versnuðu
Hann náði skömmu síðar að hringja,
með sömu aðferð, og kalla í símann
að hann væri fótbrotinn á Þorska-
fjarðarheiði og að ástand sitt færi
versnandi. Hann viðurkennir að
biðin sem þá hafi tekið við, á að giska
um 45 mínútur, hafi tekið á. Verkirnir
hafi stigmagnast. Hann hafi því ver-
ið afar ánægður þegar félagi hans
í björgunarsveitinni fann hann.
Skömmu síðar hafi fleiri björgunar-
sveitarmeðlimir komið á vettvang og
svo þyrla Landhelgisgæslunnar, sem
flutti hann suður.
Játi sagði í samtali við DV,
skömmu eftir að hann lenti með þyrl-
unni í Reykjavík, að adrenalínið sem
flæddi um æðarnar þegar hann lenti
í slysinu hafi verið það verkjalyf sem
best virkaði. Morfínið, sem hann hafi
verið sprautaður með þegar fyrsta
hjálp barst hafi lítið slegið á sársauk-
ann – í það minnsta í samanburði við
adrenalínið fyrst eftir slysið.
Tvær vikur á spítala
Í ljós kom að hann var illa brot-
inn á fæti, alveg upp við hné, auk
þess sem rasskinnin hafði rifnað.
Hann fór í aðgerð á rasskinn um
kvöldið og daginn eftir í aðgerð á
hné. Læknirinn sagði honum eft-
ir aðgerðina að ekki væri víst að
hann gæti hlaupið aftur. Það á eftir
að koma í ljós.
Eftir tvær vikur á spítala er Játi á
batavegi. Hann gengur við hækjur
og prísar sig sælan að ekki hafi far-
ið verr. Játi slær þang í Breiðafirði
á sumrin og stefnir að því að vera
kominn til vinnu fyrir mitt sumar.
Núna, tæpum þremur vikum eft-
ir slysið, hefur Játi eftir þeim sem
fyrstur kom á vettvang að aðkoman
hafi ekki verið falleg. „Hann sagði
að ummerkin hefðu verið eins og
eftir sel sem hefði verið skotinn
og dreginn þarna um,“ segir hann
léttur í bragði að lokum. n
Alþýðufylkingin
vitnar í Stalín
Þ
að er reyndar ekkert endilega
komið frá Stalín en þetta er
auðvitað tilvísun í þá umræðu
sem átti sér stað í kringum
októberbyltinguna,“ segir Þorvald-
ur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylk-
ingarinnar í sveitarstjórnarkosning-
um í Reykjavík, spurður um slagorð
flokksins fyrir kosningar: „sósíal-
ismi í einu sveitarfélagi“. Vísar slag-
orðið í fræga grein eftir Jósef Stalín,
einræðisherra Sovétríkjanna, sem
hét „Sósíalismi í einu landi“. Grein-
in gekk út á það að nauðsynlegt væri
að styrkja stöðu Sovétríkjanna áður
en stuðlað var að byltingum í öðrum
löndum. Talið er að rekja megi í það
minnsta tuttugu milljón dauðsföll til
alræðisstjórnar Stalíns.
„Hugmyndin bak við þetta slag-
orð er í rauninni sú að þó að sveitar-
félögunum sé þröngur stakkur skor-
inn þá viljum við nota þá möguleika
sem eru þar fyrir hendi til þess að
koma á auknum jöfnuði og velferð.
Þannig að sveitarfélögin verði ekki
bara óvirkur rekstraraðili eða í raun
og veru óvirk afgreiðslustofnun fyr-
ir ákvarðanir ríkisins,“ segir Þorvald-
ur. Flokkurinn er stórhuga miðað við
borgarmálastefnuskrá. Má þar nefna
að undirbúa rafknúið lestakerfi á
teinum á höfuðborgarsvæðinu og
ríkisvæða snjómokstur, malbikun
og sorphirðu. „Alþýðufylkingin lítur
ekki á félagslegar lausnir sem ölm-
usu til fátæklinga eins og títt er, held-
ur leiðir til að leysa samfélagsleg mál
án þess að auðmenn geti haft þau að
féþúfu,“ segir í stefnuskránni.
Þorvaldur segist vera bjartsýnn á
að Alþýðufylkingin nái inn manni í
komandi borgarstjórnarkosningum.
„Já, já, við erum auðvitað bjartsýn.
Það er náttúrlega ein af forsendun-
um fyrir því að við bjóðum fram. Við
viljum fyrst og fremst koma á nýrri
hugsun og nýjum sjónarmiðum í
pólitíkina. Það á jafnt við í sveitar-
stjórn eins og í landsmálum,“ segir
hann. n hjalmar@dv.is
„Sósíalismi í einu sveitarfélagi“ er slagorð flokksins í sveitarstjórnarkosningum
Oddviti Þorvaldur
Þorvaldsson segist vilja
auka jöfnuð og velferð
borgarbúa. Hann er oddviti
Alþýðufylkingarinnar í
borgarstjórnarkosningum
nú í vor. Mynd Eyþór ÁrnASOn
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.