Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 25.–27. mars 201410 Fréttir Harmleikur Hjördísar e mma óskar sér þess að pabbi hennar og mamma séu saman og að þau séu ekki óvinir,“ skrif- aði kennari Emmu Sóldísar Gram Laursen, dóttur Hjördís- ar Svan Aðalheiðardóttur, í viðtali við stúlkuna í júní síðasta sumar. Emma var þá í skóla í bænum Horsens á Jót- landi. DV hefur undir höndum nýleg gögn frá yfirvöldum í Danmörku sem fjalla um forræðisdeilu Hjördísar Svan og barnsföður hennar, Kim Gram Laursen, en málið hefur ítrekað kom- ið til kasta íslenskra og danskra dóm- stóla á liðnum árum. Hjördís Svan situr nú í fangelsi í Horsens fyrir meint mannrán á dætr- um sínum eftir að hún flutti þær í leyfisleysi frá Danmörku á síðasta ári. Hún bíður dóms í máli sínu og mun lögmaður hennar reyna að sýna fram á að hún verði beitt neyðarrétti í mál- inu til að verja dætur sín gegn meintu ofbeldi. DV gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Hjördísi Svan í fangelsinu en hafði ekki erindi sem erfiði. Undir það síðasta sagði starfsmaður fangels- isins að blaðamaður ætti vinsamleg- ast að hætta að hringja. Afhendingarmál höfðað Föður stúlknanna hefur verið dæmt forræði yfir þeim og bíður þess nú að fá þær aftur til sín frá Íslandi að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur. Stúlkurnar þrjár dvelja nú hjá móð- urfjölskyldu sinni á Íslandi. Báðir for- eldrar þeirra eru hins vegar í Dan- mörku og því eru þær hjá hvorugu þeirra um þessar mundir. „Þetta verður væntanlega gert fyrir einhverjum dómstól sem svo ákveður hvort það eigi að afhenda honum börnin. Það þarf að fara fram afhendingarmál á grundvelli Haag- samningsins. Það er álit Barna- verndarstofu og utanríkisráðuneytis- ins að afhending barnanna fari ekki fram nema á grundvelli Haag-samn- ingsins,“ segir Lára. Slíkt afhendingarmál þarf að vera höfðað innan við ári frá því að barn, eða börn, hafi verið tekið frá foreldr- inu sem fer með forræðið, að sögn Láru. Kim Gram hefur því um sex mánuði til að höfða málið til að fá dætur sínar til sín. Yfirvöld dæma Kim í hag Hjördís Svan hefur haldið því fram að Kim Gram sé meintur ofbeldismaður. Ekkert hefur hins vegar verið sannað um þær ávirðingar hennar og raunar hafa yfirvöld og dómstólar á Íslandi og í Danmörku ekki talið að nein- ar sannanir hafi fundist fyrir því. Mál Hjördísar Svan er erfitt viðureignar því erfitt er að hafa fast land undir fótum í því. Hún segir eitt en Kim Gram segir annað og hafa yfirvöld hér á landi og í Danmörku tekið undir með honum. Niðurstaða Héraðsdóms Austur- lands í einum hluta forræðismáls- ins var afdráttarlaus en hún byggðist meðal annars á sálfræðimati Gunnars Hrafns Birgissonar á stúlkunum. Orðrétt sagði í dómsniðurstöðunni: „Niðurstaða Gunnars Hrafns Birgis- sonar sálfræðings, sem hefur ára- tuga reynslu af að vinna með börn- um í tengslum við mál er varða forsjá þeirra og velferð, var sú að hann sæi engin merki þess að telpurnar þrjár hefðu orðið fyrir ofbeldi sjálfar eða að þær hafi orðið vitni að ofbeldi. Sál- rænt ástand þeirra bendi heldur ekki til þess að þær hafi orðið fyrir áföll- um af völdum heimilisofbeldis eða annars. Þá svaraði Gunnar Hrafn því afdráttarlaust í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hafi ekki orðið var við neitt sem benti til þess að telpunum gæti stafað hætta af sóknaraðila málsins [Kim Gram Laursen].“ Í raun má segja, og er sú niður- staða staðfest í sálfræðimati Gunnars Hrafns, að ávirðingar gegn Kim Gram eigi sér aðeins stoð í vitnisburði Hjör- dísar Svan gegn honum. Gunnar Hrafn taldi í mati sínu að besta niður- staðan fyrir stúlkurnar þrjár væri ef foreldrar þeirra gætu komið sér saman um að deila forræðinu yfir dætrum sínum. Um þetta segir í dómnum: „Ráðlegt sé að foreldrarnir taki hönd- um saman um að bæta samvinnu sína með dæturnar, að þeir standi saman að því að koma á umgengni feðgin- anna hið fyrsta og að því að hlúa að já- kvæðum samskiptum dætra sinna við báða foreldra.“ Af þessu hefur þó ekki orðið. Sorgleg lesning Lestur á gögnunum sem DV hef- ur undir höndum er nokkuð sorgleg lesning, líkt og ummæli Emmu hér að ofan bera með sér. Gögnin sýna ágæt- lega hversu erfiðar og hatrammar slík- ar forræðisdeilur geta verið og hversu erfiðlega getur reynst fyrir áhorfend- ur og utanaðkomandi aðila að taka afstöðu þar sem deiluaðilar eru með gjörólíkar útgáfur af veruleikanum. Viðtalið við Emmu í skólanum var meðal annars tekið vegna þess að hún fór ekki í ferðalag á vegum skólans. Í viðtalsgögnunum frá skólan- um kemur fram að móðir Emmu hafi ekki viljað að hún færi í ferðalag á veg- um skólans þar sem móðurfjölskylda hennar væri stödd í Danmörku. Kennarinn segir í gögnunum að Hjör- dís hafi orðið reið og skammað hann fyrir að vera að skipta sér af því sem n mál Hjördísar svan og kim Gram laursen er fjögurra ára harmsaga þar sem þrjár ungar dætur þeirra eru helstu fórnarlömbin n svipt börnunum og bíður dóms röð atburða síðustu fjögur árin Mars 2010 Hjördís fer með dætur þeirra Kim Gram Laursen frá Dan- mörku og til Íslands með ólöglegum hætti í fyrsta skipti. Apríl 2010 Hjördís fer aftur til Danmerkur með dæturnar. Meinar Kim að hitta þær. Byrjar að tilkynna um meint ofbeldi Kim Gram gagnvart sér og dætrunum. September 2010 Forræðismál hefst fyrir dómi í Danmörku. Hjördís ætlar sér forræði yfir dætrun- um. Í október nemur hún dæturnar á brott og til Íslands í annað sinn með ólögmætum hætti. Nóvember 2010 Héraðsdómur Austurlands úrskurðar Kim Gram í hag eftir brottnám Hjör- dísar Svan á dætrum sínum. Henni er gert að fara með dæturnar aftur til Danmerkur annars geti Kim Gram látið taka þær úr umsjá hennar. Janúar 2012 Hjördís áfrýjar niðurstöðunni og nemur börn sín á brott frá Danmörku og til Íslands. Júlí 2012 Dæturnar teknar af Hjördísi á Íslandi. Ágúst 2012 Nýtt mál í Dan- mörku. Kim Gram dæmt fullt forræði yfir þeim. Febrúar 2013 Hjördís áfrýjar niðurstöðunni. Sálfræðimat sýnir engin merki um of- beldi. Ekki kveðinn upp dómur vegna veikinda Hjördísar. Dómsniðurstöðu frestað frá júní og þar til í september. Febrúar 2011 Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Hér- aðsdóms Austurlands. Október 2011 Hjördísi Svan og Kim Gram dæmt sameiginlegt forræði yfir dætrunum en lögheimili þeirra skal vera hjá honum. Sálfræðimat er sambæri- legt og á Íslandi: Ekkert bendir til að stúlkurnar séu fórnarlömb ofbeldis. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „emma óskar sér þess að pabbi hennar og mamma séu saman og að þau séu ekki óvinir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.