Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Qupperneq 11
Vikublað 25.–27. mars 2014 Fréttir 11
Harmleikur Hjördísar
henni kæmi ekki við. Svo er vísað til
þess að Hjördís hafi gagnrýnt kennar
ann fyrir að taka ekki tillit til meintra
erfiðleika í samskiptum föður Emmu
og hennar og vísaði hún meðal annars
til þess að dóttir hennar héldi dagbók
þar sem hún lýsti samskiptum sínum
við föður sinn. Kennarinn fékk svo að
skoða dagbókina þar sem virðist sem
fjallað sé um meint ofbeldi.
Pabbi gæti komið í heimsókn
Ljóst er því út frá gögnunum að frum
kvæðið af því að benda á meint óeðli
leg samskipti Kim Gram og dætra
hennar var komið frá Hjördísi Svan í
þessu tilfelli. Í viðtalinu sem kennar
inn í skólanum tók við Emmu í kjölfar
ið koma ekki fram sannanir fyrir þeim
ávirðingum um meint brot Kim Gram
gagnvart dætrum sínum.
Emma ræðir þar um að faðir sinn
sé henni stundum reiður þar sem
hann kenni henni um ef þær systurn
ar deila og er haft eftir henni að faðir
hennar hafi einu sinni lokað hana úti
í snjónum léttklædda. Þá segir Emma
í gögnunum að faðir hennar kalli
mömmu „hennar ljótum nöfnum“.
Þrátt fyrir þetta þá virðast tilfinningar
Emmu gagnvart föður sínum vera já
kvæðar en ein af niðurstöðunum úr
viðtalinu er sú að Emma vilji „búa
með mömmu sinni á Íslandi“. Þegar
kennarinn spurði hana hvort hún
myndi ekki sakna föður síns sagði hún
að hann gæti komið í „heimsókn“. Til
finningar Emmu gagnvart föður sín
um eru því ekki neikvæðar, þrátt fyr
ir að hann virðist skeyta skapi sínu,
samkvæmt vitnisburði hennar.
Þessi orð Emmu um föður sinn
eru samhljóða því sem Gunnar Hrafn
komst að í sálfræðimati sínu en þar
segir meðal annars, með orðum Hér
aðsdóms Austurlands: „Athygli veki
að telpurnar hafi frá tiltölulega litlu
neikvæðu að segja um föður beinlín
is af eigin reynslu. Þær virðist heldur
ekki hafa frá neikvæðu að segja um
hann sem þær hafi eftir öðrum, annað
en það að hann ætli sér að taka þær frá
móður og skilja hana eftir eina.“
Sent til lögreglu; vísað frá
Stjórnendur skóla Emmu, Torsted
skólans í Horsens, sendu sveitarfé
laginu í Horsens tilkynningu um mál
ið í júní í fyrra og yfirvöld í bænum
sendu lögreglunni svo erindi vegna
málsins í júlí sama ár. Í erindinu frá yf
irvöldum í Horsens segir að þau séu
meðvituð um að lögreglan í Horsens
þekki til málsins en að orð Emmu í
viðtalinu bendi til meintrar óeðlilegr
ar hegðunar föður hennar og að það sé
lögreglunnar að skoða málið. „Stúlk
an gefur í viðtalinu vísbendingar um
að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað.“
Miðað við orðalagið í bréfinu má
ætla að yfirvöld í bænum hafi áður
fengið málið inn á borð til sín líkt og
segir í bréfinu frá skóla Emmu til bæj
aryfirvalda. „Innihaldið er, líkt og við
ræddum kannski ekki nýtt …“
Í bréfi lögmanns Hjördísar, Thom
asar Berg, frá því í lok janúar síðast
liðinn þar sem lögmaðurinn fór þess
á leit við lögregluna að Emmu og Mia
systir hennar yrðu teknar í skýrslu
töku á Íslandi vegna ávirðinga um
meint ofbeldi kom fram að lögreglan
í Horsens teldi ekki tilefni til þess að
slíkt væri nauðsynlegt: „… við teljum
ekki að frekari skýrslutökur af stúlkun
um séu nauðsynlegar.“
Þegar þetta bréf var sent til lög
mannsins frá lögreglunni unnu dönsk
yfirvöld að því að fá Hjördísi Svan
framselda frá Danmörku vegna mein
ts mannráns á dætrum sínum frá
Danmörku. Skömmu síðar var Hjör
dís Svan handtekin á Íslandi og situr
hún nú í danska fangelsinu.
Sama sagan
Í gögnunum frá Danmörku sem DV
hefur undir höndum er sagan yfir
leitt sú sama síðastliðin ár, allt frá
því forræðisdeila þeirra Hjördís
ar Svan hófst. Hjördís Svan tilkynnir
um meint ofbeldi Kim Gram við yfir
völd í Danmörku, stundum beint við
skóla dætra sinna sem senda málin
svo áfram til lögreglunnar. Í gögn
unum eru líka gögn frá sjúkrahús
um þar sem sönnunargögn um
meint líkamlegt ofbeldi föður gagn
vart dætrunum eiga að hafa fundist.
Gögnin í málinu eru orðin mjög yfir
gripsmikil.
Yfirvöld í Danmörku hafa ekki,
þrátt fyrir þetta gagnamagn, og
endurteknar heimsóknir Hjördís
ar Svan á spítala, og ábendingar til
skólayfirvalda um meint ofbeldi, ekki
enn þá séð neina ástæðu til að gera
eitthvað í málinu og hefur ekki ver
ið hafin rannsókn á meintu hátterni
Kim Gram Laursen. Líkt og áður seg
ir þá sýna gögnin ekki fram á neinar
sannanir á því að slík brot hafi átt sér
stað. Þegar inn í spilar sú staðreynd
að sálfræðimatið á stúlkunum bend
ir til að hugmyndir þeirra um meint
innræti og ofbeldi Kim Gram séu, að
minnsta kosti að hluta, komnar frá
Hjördísi Svan sjálfri þá sést hversu
erfitt málið er viðureignar.
Sannleikurinn Kims megin – núna
Enn liggur sannleikurinn í málinu
því ekki fyllilega fyrir þótt enn sem
komið er bendi opinberar niðurstöð
ur í Danmörku ekki til að Kim Gram
hafi gert það sem á hann er borið, að
minnsta kosti ef gert er ráð fyrir því að
lögreglan og ákæruvaldið í Danmörku
séu starfi sínu vaxin. Áfram verður
karpað um sannleika málsins og mun
lögmaður Hjördísar reyna að sýna
fram á hið meinta ofbeldi í málinu í
Danmörku þar sem hann ver Hjördísi
Svan fyrir dómi.
Á þessari stundu bendir hins vegar
ekki til annars en að Kim Gram hafi
sannleikann í málinu sín megin. Ef svo
er ekki, og að það mun koma í ljós að
ávirðingar Hjördísar Svan eru sannar,
þá mun málið ekki getað talist annað
en risastór áfellisdómur yfir dönskum
yfirvöldum: Réttarmorð. Eins og er þá
er staðan hins vegar allt önnur.
Alveg ljóst er út frá þessari stöðu að
dætur þeirra fá ekki það sem þær virð
ast helst vilja, miðað við ívitnuð orð
Emmu hér að ofan: Að pabbi þeirra
og mamma séu einfaldlega vinir og að
þau geti umgengist þau bæði. n
n mál Hjördísar svan og kim Gram laursen er fjögurra ára harmsaga þar sem þrjár ungar dætur þeirra eru helstu fórnarlömbin n svipt börnunum og bíður dóms
„Hjördís hefur komið í veg fyr
ir umgengni. Það byrjaði um leið
og við skildum en barnið var þá
4 mánaða. Ég fór í rauninni frá
henni og hún var mjög ósátt við
það. Þegar ég fór, þá sagði hún
mér hreint út að hún ætlaði að sjá
til þess að ég hefði ekkert af þessu
barni að segja framar,“ sagði Þor
steinn Eyfjörð Benediktsson, fyrr
verandi barnsfaðir Hjördísar Svan,
í viðtali við Evu Hauksdóttur í
Kvennablaðinu í lok síðasta árs.
Þorsteinn Eyfjörð og Hjördís
eignuðust son saman árið 1997 og
greindi hann frá því í viðtalinu að
hún hefði komið í veg fyrir að hún
gæti umgengist son sinn. Aðstæð
urnar í máli Þorsteins Eyfjörð og
Kim Gram eru nokkuð svipaðar
í þeim skilningi að báðir yfirgáfu
þeir Hjördísi Svan eftir að hafa
eignast með henni börn. Viðbrögð
hennar voru líka þau sömu: Að
reyna að útiloka þá frá því að um
gangast börnin.
Hjördís vændi Þorstein hins
vegar aldrei um ofbeldi en ljóst
er að hún var honum reið fyrir
að hafa farið frá henni. Þorsteinn
reyndi að fá að hitta og umgangast
son sinn en Hjördís vildi ekki leyfa
honum það. Á endanum fór hann
dómstólaleiðina: „Henni fannst
ég koma illa fram með því að fara
frá henni en hún hefur ekki ásak
að mig um ofbeldi. En ég hef held
ur ekki farið í hart við hana. Hún
ásakar seinni barnsföður sinn um
ofbeldi. Maður veit auðvitað ekk
ert um það samband en hún er of
boðslega ákveðin í að hafa sitt fram
og ég held að ég hefði bara lent í
því sama ef ég hefði sýnt hörku.
Ég reyndi að fara mjúku leiðina en
þetta gekk bara svona í fjögur ár. Þá
sá ég fram á að ég myndi aldrei ná
neinu samstarfi við hana svo ég fór
til sýslumanns til þess að reyna að
koma á umgengni.“
Fyrir dómi fékk Þorsteinn
dæmdan umgengnisrétt en Hjördís
vildi ekki leyfa honum að umgang
ast son sinn þrátt fyrir það. Sagði
hann í viðtalinu að Hjördís hefði
sagt hann vera vondan mann og að
drengurinn vildi ekki hitta hann.
Þegar sonur þeirra fór í sálfræði
mat fjögurra ára gamall bar hann
föður sínum einnig þannig söguna.
„En auðvitað vill barn ekki hitta
bláókunnugan mann sem mamma
hans segir að sé vondur. Þessi rök
hennar Hjördísar voru heldur ekk
ert tekin gild og það næsta sem ger
ist er að sonur minn er sendur í sál
fræðimat. Þar segir hann, fjögurra
eða fimm ára gamalt barn, að ég
sé vondur maður og hann vilji ekki
hitta mig. Hann þekkti mig náttúr
lega ekkert, hafði aldrei séð mig, og
hans skýringar á þessu voru þær að
ég hefði farið frá mömmu hans.“
Á endanum fékk Þorsteinn Ey
fjörð að hitta son sinn einu sinni,
að því er segir í viðtalinu: „Þetta
fór þannig að ég fékk að hitta son
minn í eitt skipti. Ég keypti snjó
þotu og við áttum góðan dag
saman, fyrst úti og svo fór ég með
hann heim. Ég skilaði honum á
umsömdum tíma og átti að hitta
hann aftur daginn eftir. En þá náð
ist ekkert í Hjördísi. Enginn heima
og enginn svarar síma. Þannig
liðu nokkrar vikur, kannski tveir
mánuðir, þangað til ég frétti að hún
væri flutt til Danmerkur.“
Ef dregnar eru ályktanir um mál
Kim Gram Laursen út frá þessu við
tali þá eru þær ekkert sérstaklega
hagstæðar Hjördísi Svan. Þarna er
komin saga um barnsföður sem
lenti í því að hún brást við höfnun
hans með því að útiloka samskipti
hans við son þeirra og einnig með
því að innprenta það inn í barn að
faðir þeirra væri vondur. Þrátt fyrir
þetta þá er hins vegar ekki hægt að
fullyrða að það ofbeldi sem Hjördís
Svan vænir Kim Gram um hafi ekki
átt sér stað. Sönnunarbyrðin hvílir
hins vegar á henni, og eftir atvikum
ákæruvaldinu, að sanna að slíkt of
beldi hafi átt sér stað. Þetta hefur
ekki gerst öll þessi ár, að minnsta
kosti ekki þannig að ákæruvald hafi
séð tilefni til að rannsaka málið og
eftir atvikum ákæra í því fyrir hin
meintu brot.
Ágúst 2013
Hjördís Svan
nemur dæturnar
á brott frá
Danmörku.
September 2013
Yfirréttur í Danmörku
staðfestir dóm um
fullt forræði Kim Gram
Laursen.
Febrúar 2014 Hjördís
Svan handtekin og flutt til
Danmerkur eftir að dönsk
yfirvöld höfðu reynt að fá
hana framselda. Dæturnar
verða eftir hjá móðurfjöl-
skyldu sinni á Íslandi.
Mars 2014 Hjördís Svan
bíður dóms í Horsens. Kim
Gram reynir að fá dætur
sínar til sín.
upplýsandi viðtalHarmsaga Hjördísar Mál Hjördísar Svan er harmsaga, sama hvernig á það er litið. Ef hún
hefur rétt fyrir sér er það
áfellisdómur yfir dönsk-
um yfirvöldum.
Mynd Heiða Helgadóttir
Bíður niðurstöðu Kim Gram þarf að fá niðurstöðu úr afhendingarmáli til að mega fá
dætur sínar aftur til sín, að sögn Láru V. Júlíusdóttur, lögmanns hans.
Í skógi Hjördís með börnunum sínum á góðri stundu. Nú situr hún á bak við lás og slá.