Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Síða 19
Vikublað 25.–27. mars 2014 Skrýtið 19 Skrýtnar sögur af setti n Vindgangur skóp andrúmsloftið í The Usual Suspects n Brando gerði leikstjóra gráhærða S érðu fyrir þér 73 ára gamlan Frank Sinatra leika hörku- tólið John McClane í kvik- myndinni Die Hard sem kom út árið 1988? Sinatra að þræða loftræstikerfi og lyftugöng Nakatomi- byggingarinnar? Harla. En Frank Sinatra var engu að síður boðið þetta hlutverk. Ástæðan? Kvikmyndin Die Hard var lauslega byggð á skáldsögu Roderick Thorp sem kom út árið 1979 og nefnist Nothing Lasts For- ever. Sú bók var framhald á bókinni The Detective sem kom út árið 1966 og hafði verið kvikmynduð árið 1968 með Frank Sinatra í aðal hlutverki og sló í gegn í kvikmyndahúsum. Kvik- myndaverið sem átti kvikmynda- réttinn á framhaldi The Detect- ive var skuldbundið til að bjóða Sinatra hlutverkið og þess vegna var honum boðið hlutverk John McClane, sem hann hafnaði. Sögunni var síðan breytt þannig að hún hefði engar tengingar við kvikmyndina The Detective og var hún um tíma hugsuð sem framhald á kvik- myndinni Commando með Arnold Scwharzenegger sem kom út árið 1985. Austurríska vöðvatröllið hafði hins vegar ekki áhuga á að endurtaka leik- inn. Öðrum sem var boðið aðal- hlutverkið í myndinni voru Sylv- ester Stallone, Harrison Ford, Don Johnsons, Richard Gere, Clint Eastwood og Burt Reynolds. Það fór svo á endanum að Bruce nokkur Willis fékk hlutverkið og endurtekið það fimm sinnum. Vindgangurinn breytti öllu Eitt ógleymanlegasta atriði kvik- myndasögunnar er að finna í kvik- myndinni The Usual Supsects. Þau eru reyndar nokkur en það sem fjall- að er um hér gerðist þegar glæpa- mönnunum fimm, sem fylgst er með í myndinni, er raðað upp í lög- reglustöðinni. Glæpamönnunum finnst þessir tilburðir lögreglunnar fremur hlægilegir og skella reglu- lega upp úr. Leikstjóri myndarinnar, Bryan Singer, sá þó þessa senu ekki fyrir sér svona. Hann vildi hafa hana alvörugefna. Það reyndist þó erfitt því leikarinn Benecio Del Toro barð- ist við meltingartruflanir á tökudegi og er sagður hafa leyst vind tólf tökur í röð sem varð til þess að leikararnir héldu ekki andliti. Kevin Spacey, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni, sagði að þetta hefði einnig verið vegna markmiðs sem leikarar myndarinnar settu sér um að fá hinn alvörugefna leikara Gabriel Byrne til að hlæja. Það tókst þegar Del Toro ákvað að minnka loftgæðin á töku- stað. 20 ár á milli þeirra Doktorarnir Alan Grant og Ellie Sattler voru afskaplega trúverðugt par á skjánum og virtust ekki vera það mörg ár á milli þeirra. Það er þó tölu- vert mikill aldursmunur á leikurun- um sem fóru með hlutverk þeirra í Ju- rassic Park. Sam Neill lék Alan Grant eftirminnilega en hann er fæddur árið 1947 og var 46 ára þegar myndin kom út, tuttugu árum eldri en Laura Dern sem fór með hlutverk Ellie Sattler. Leikstjóri myndarinnar, Steven Spiel- berg, virðist hafa einstakt lag á að láta aldur leikara engu máli skipta þegar kemur að kvikmyndaleik. Í þriðju kvikmyndinni um fornleifa- fræðinginn Henry Jones yngri, betur þekktur sem Indiana Jones, fá áhorf- endur að fylgjast með samskiptum Indiana við föður sinn, Henry Jones eldri. Sem fyrr var það Harrison Ford sem lék Indiana en Sean Connery fór með hlutverk föður hans í myndinni. Það skemmtilega við það er að það eru aðeins tólf ár sem aðskilja leikar- ana í raunveruleikanum. Neitaði að læra línur Marlon Brando var afskaplega hæfileikaríkur leikari sem þótti þó afar sérstakur. Hann átti það til að neita að læra línur sem hann átti að fara með í kvikmyndum. Í kvik- mynd Charlie Chaplins, A Countess from Hong Kong, frá árinu 1967, lék Brando Ogden Mears en breska leik- konan Dily Laye, sem einnig lék í myndinni, sagði Brando hafa reynt verulega á taugar meðleikara sinna með því að neita að læra línur fyrir tökur. Þurfti Brando hvíslara á töku- stað á þeirri mynd en hann hafði ann- an hátt á þegar hann lék Jor-El, föð- ur Kal-El, í kvikmyndinni Superman frá árinu 1978. Þegar hann kveður son sinn Kal-El, áður en hann sendir drenginn til jarðar, neitaði Brando að læra línurnar sem hann átti að segja við barnið. Hann skrifaði þær einfald- lega niður á bleiu sem var á setti og las þær við tökur. Þegar Francis Ford Coppola fékk Brando til að leika Wal- ter E. Kurtz fór hann fram á nokkra hluti. Hann fór fram á að Brando yrði búinn að lesa bókina áður en hann mætti á tökustað. Brando gerði það ekki. Hann fór fram á að hann hefði lesið handritið og lært línurn- ar. Brando gerði það ekki. Hann bað Brando um að koma sér í form, sem Brando gerði ekki og var í raun of feitur fyrir hlutverkið. Coppola þurfti að fresta tökum á meðan hann fór yfir innihald bókarinnar Heart of Dark- ness fyrir Brando sem fékk síðan að spinna hlutverk sitt á staðnum. Svo fór að Coppola þurfti að breyta upp- runalega enda kvikmyndarinnar til að tóna við frammistöðu Brandos. Varð fyrir eldingu sem Kristur Kvikmynd Mel Gibson um síðustu daga Krists var afar umdeild og fordæmd víðs vegar. Það skyldi þó ekki vera að aðalmaðurinn á himninum hafi ver- ið ósáttur við hvernig sonur hans var sýndur í myndinni því leikarinn Jim Caviezel varð fyrir eldingu á tökustað í Róm. Sama elding hæfði einnig að- stoðarleikstjórann Jan Michelini sem hafði einnig áður orðið fyrir eldingu á tökustað. Það er svo sem hægt að túlka þetta á ýmsa vegu, hreina óheppni jafnvel, en margir líta svo á að eftirlif- endur eldinga njóti blessunar guðs. n Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Atriðið ógleymanlega Glæpa- mennirnir fimm sem áhorfendur fylgdust með í Usual Suspects. Benicio Del Toro leysti vind tólf tökur í röð sem gerði það að verk- um að leikararnir héldu ekki andliti. Frank Sinatra Það hefði óneitanlega verið gaman að fylgjast með Frank Sinatra leika John McClane. Hann hefði eflaust tekið á þýskum glæpamönnunum með öðrum hætti og án efa með vel sterkan drykk við höndina. Trúanlegur Kristur Jim Caviezel Caviezel sem Jesús Kristur í The Passion of the Christ. Tólf ár á milli feðganna Sean Connery er tólf árum eldri en Harrison Ford en lék engu að síður föður hans í Indiana Jones. Þver Brando var ekki hrifinn af því að læra línur fyrir kvikmyndaleik. Mynd Reuters Tveir áratugir Laura Dern var 26 ára gömul þegar hún lék ástkonu Sam Neill í Jurassic Park. Neill er litlum 20 árum eldri en leikkonan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.