Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 26
Vikublað 25.–27. mars 201426 Lífsstíll Frískaðu upp á hafragrautinn n Skiptu vatni út fyrir annan vökva Skemmtileg leið til að bragðbæta hafragrautinn er að sjóða hafrana upp úr einhverju öðru en vatni. Með því að nota til dæmis mjólk eða sojamjólk má gera grautinn rjómakenndari og til að fá öðruvísi bragð má skipta út helmingnum af vatninu fyrir ávaxtasafa, til dæmis appelsínusafa eða granateplasafa. n Leiktu þér með áferðina Ýmislegt má gera til að fríska upp á bæði bragð og áferð hafra- grautarins. Prófið til dæmis að bæta frosnum berjum, svo sem hindberjum eða bláberjum, út í grautinn og sjóðið með höfrunum eða maukið banana og bætið út í grautinn eftir að hann hefur verið eldaður. Það sama má gera með til dæmis epla-, peru- eða graskers- mauk og jafnvel kotasælu. Þá er tilvalið að bæta einhverju stökku ofan á grautinn í lokin, svo sem söxuðum hnetum eða fræjum. n Ekki sjóða hafrana Til tilbreytingar má sleppa því að sjóða hafrana til að útbúa hafra- graut. Í staðinn má leggja þá í mjólk eða jógúrt kvöldið áður en þeirra er neytt og láta standa yfir nótt, en þetta sparar bæði vinnu og tíma fyrir þá sem vilja sofa að- eins lengur. Morguninn eftir hafa hafrarnir myndað áferð ekki ólíkri því sem gerist þegar þeir eru soðn- ir og grauturinn er tilbúinn til átu. n Kryddaðu grautinn Verið óhrædd við að fríska upp á grautinn með hinum ýmsu kryddum. Kanill er alltaf klassískur út á hafragraut en möguleikarnir eru endalaus- ir. Hægt er að gera grautinn sætari með til dæmis súkkulaðibitum, púðursykri eða ósætu kakódufti. Múskat, negull, engifer og kar- dimommur eru líka skemmti- leg viðbót við grautinn en fyrir þá sem vilja ósætan graut er gott að setja til dæmis salt, pipar, hvít- lauksduft og steinselju. Búðu til þitt eigið hnetusmjör Einfalt, hollt og gott H netusmjör er til á flestum heimilum en það er hægt að kaupa af hinum ýmsu tegund- um sem eru jafn misjafn- ar og þær eru margar. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt eða hafa hnetusmjörið algjörlega eftir eigin hentisemi er tilvalið að útbúa sitt eig- ið hnetusmjör heima. Það er afar ein- falt því það eina sem þarf eru jarð- hnetur og matvinnsluvél. Mikilvægt er að nota gæða jarðhnetur og best er að kaupa hnetur sem enn eru í skurn- inni. Þó svo að algengast sé að nota ósaltaðar hnetur er einnig hægt að gera hnetusmjör úr til dæmis söltuð- um eða hunangsristuðum hnetum og jafnvel hnetublöndu. Allt eftir smekk hvers og eins. Til að útbúa hnetusmjör eru jarð- hnetur teknar og settar í matvinnslu- vél. Ef vill má geyma hluta af hnetun- um og bæta þeim við í lokin til að fá grófari áferð á hnetusmjörið. Ef gera á mjúkt hnetusmjör eru allar hnet- urnar hins vegar settar í blandarann. Blandið hnetunum saman í vélinni þar til þær verða að mauki, en það getur tekið um 10 til 15 mínútur. Ef vill má bæta nokkrum teskeiðum af góðri olíu út í, en það er þó óþarfi því hneturnar eru mjög olíuríkar. Saltið hnetusmjörið að vild og setjið í lok- aða krukku, en það geymist í kæli í allt að mánuð. n Fæðutegundir fyrir fullkomna húð Sjö frábærar fæðutegundir sem gera kraftaverk fyrir húðina E rtu þreytt/ur á að nota dýr- ar og oft gagnslausar snyrti- vörur? Það er kannski kom- inn tími til að hætta að kaupa endalaust af snyrtivörum og byrja að borða fæðu sem stuðlar að heilbrigðri og fallegri húð. 1 Paprika Paprika er bragðgott græn- meti sem hægt er að borða bæði soð- ið og hrátt. Ein rauð paprika inniheldur meira en dag- skammt af C-vítamíni auk þess sem hún inniheldur nauðsynlegar fæð- utrefjar og B6-vítamín. Þar að auki er hún rík í karótenóíðum sem getur unnið gegn hrukkum og eykur blóð- flæði til húðarinnar. Karótenóíðið virkar líka vel á bólótta húð. Rauð paprika er fullkomið snarl sem inni- heldur aðeins um 30 hitaeiningar. 2 Dökkt súkkulaði Dökkt súkkulaði er ríkt af andox- unarefnum og góðum fitusýr- um sem stuðla að glóandi húð. Andoxunarefni í dökka súkkulaðinu hjálpa þér að draga úr ójöfnum í húðinni og vernda það gegn sólbruna sem dæmi. Þar að auki hefur kakóið í súkkulaði góð áhrif á blóðrásina sem eykst og leiðir til heilbrigðari húðar. 3 Lax Lax er fæða sem hefur góð áhrif gegn streitu, kvíða og þung- lyndi. Úr lax færðu líka ráðlagðan dag- skammt af D-vítamíni. Og líkt og flestir vita þá er D-vítamín okk- ur bráðnauðsynlegt og hefur góð áhrif á hjarta, bein, ristil og heila svo eitthvað sé nefnt. Það getur líka haft góð fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini, kvíða, þunglyndi og hjartasjúkdómum. Lax er einnig rík- ur af Omega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif gegn bólgu, hrukkum og bólum. Omega-3 fitusýrurnar stuðla að heilbrigðari húð og sterkara hári. 4 Kókosolía Kókosolía er öfl-ug olía fyrir fallega húð hvort sem hún er notuð innvortis eða utan. Hún hefur mikil bakteríu- drepandi áhrif. Kókosolía er af sumum talin algjör kraftaverkaolía sem er góð í flest allt. Sumir nota hana sem krem á andlit og líkama og aðrir drekka hana eða nota út í mat. Kókosolía hefur sérstaklega góð áhrif á skjaldkirtil auk þess sem hún getur hjálpað til í baráttunni við aukakílóin. Hún hefur frábær áhrif á húðina; rakagefandi, vinnur gegn hrukkum og mýkir. Svo er hún líka mun ódýrari en flest krem og því tilvalin. 5 Grænt te Flest- ir þekkja kosti græns tes fyrir heilsuna en það hefur einnig mjög góð áhrif á húð- ina. Grænt te er stútfullt af andox- unarefnum og hefur góð áhrif gegn streitu. Það er einnig talið hafa góð áhrif gegn krabbameini og hefur bólgueyðandi eiginleika. Best er að drekka þrjá eða fleiri bolla á dag til þess að sjá góð áhrif á húðina. 6 Spínat Í spínati er mikið vatn og góð næringarefni. Það nærir húðina að innan og utan. Í því er mikið járn, A-, C- og E-vítamín, magnesíum og trefjar svo eitthvað sé nefnt. A-, C- og E-vítamín eru sér- staklega góð fyrir húðina. Að hafa spínat sem hluta af fæðunni er talið geta hjálpað til við alls kyns húð- vandamál. 7 Fræ Alls kyns fræ eru frábær fyr- ir húðina þar á meðal Chia-, hamp-, sólblóma- og graskersfræ. Þessi fræ eru öll rík af seleni, E-vítamíni, magnesíum og próteini. Selen og prótein halda hrukkunum í burtu, E- vítamínið eykur rakann í húðinni og magnesíum lækkar streituna. Chia- og hampfræin eru góð í baráttunni gegn bólum og svo hafa þau fyrir- byggjandi áhrif gegn hrukkum. Settu fræ ofan á salatið, í hafragrautinn eða borðaðu sem snarl milli mála. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Kókosolía Er ein þeirra fæðutegunda sem er góð fyrir húðina. mynd SHuttErStocK Svarið við spurningu dagsins Fylgiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en skinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, skinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur) Hnetusmjör Það eina sem þarf til að gera hnetusmjör eru jarðhnetur og matvinnsluvél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.