Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 25.–27. mars 2014 Lífsstíll 27
„Við kunnum meira að
meta litlu hlutina í lífinu“
Ástrós bloggar um krabbamein Bjarka
É
g hef þroskast mikið á stuttum
tíma og hann líka. Við kunn-
um meira að meta litlu hlutina
í lífinu. Við spáum mjög mikið í
heilsuna og hvað er gott fyrir lík-
amann og sálina. Ég lít á þetta þannig
að þó svo að krabbameinið hafi brot-
ið okkur niður í þúsund parta þá ráð-
um við hvernig við púslum pörtunum
saman,“ segir Ástrós Rut Sigurðardótt-
ir. Ástrós Rut hefur vakið mikla athygli
með hispurslausum skrifum sínum
um krabbameinsmeðferð sem kær-
asti hennar, Bjarki Már Sigvaldason,
gengur nú í gegnum. Bjarki greindist
fyrst með krabbamein árið 2012, þá
aðeins 25 ára gamall, í ristli. Allar lík-
ur eru á að krabbameinið hafi vaxið í
rúman áratug í ristli Bjarka án þess að
nokkur vissi.
Í nóvember í fyrra komu í ljós
meinvörp í lunga og er hann nú á
fjórða stigi krabbameins. Þessi reynsla
og tími hefur verið erfiður fyrir þau
Ástrós og Bjarka sem hafa þó tekið þá
afstöðu að horfa björtum augum fram
á veginn og taka því sem að höndum
ber af jákvæðni og festu. En öll þessi
upplifun fer í reynslubankann, segir
Ástrós sem vill miðla því sem hún hef-
ur lært.
Þroskast hratt
Þetta hefur, eðli málsins sam-
kvæmt, haft miklar breytingar á lífi
þeirra beggja. Segja má að þetta hafi
kollvarpað öllu því sem þau höfðu séð
fyrir sér í framtíðinni. Ástrós hefur tek-
ið þá ákvörðun að setja sig ekki í stöðu
fórnarlambs og hugsar frekar um það
hver hún vill vera í lífinu. „Ég get gert
sjálfa mig að þeirri manneskju sem
ég vil vera. Vil ég vera fórnarlamb og
hugsa um hvað lífið sé ósanngjarnt?“
segir hún og bætir við: „Nei takk, líf-
ið er gjöf og hver dagur sem við Bjarki
drögum andann hlið við hlið er fal-
legt og ómetanlegt. Ég mun alltaf vera
þakklát fyrir allt það sem lífið hefur
gefið okkur Bjarka.“
Erfiður tími
Tíminn sem nú fer í hönd er sérstakur
fyrir þau bæði og langt í að lífið verði
„eðlilegt“ ef svo má að orði komast
að nýju. „Nei, það er ekki alveg orðið
eðlilegt, Bjarki er í lyfjameðferð og fer
að missa hárið næstu daga. Þessi lyfja-
meðferð fer ekkert rosalega vel í hann,
mikil ógleði og hausverkir en ég reyni
bara að segja honum brandara inni
á milli. Ég hugsa að ef lífið gefur okk-
ur mörg ár í viðbót þá verði það orðið
eðlilegt eftir svona tvö til fimm ár,“
segir hún.
„En hvað er samt eðlilegt? Lífið
okkar hefur breyst til muna og kannski
verður það aldrei „eðlilegt“ aftur. Er
það ekki bara ágætt? Ég er alla vega
breytt manneskja og við erum þakklát
fyrir hvernig þessi reynsla hefur breytt
okkur í sterkari og betri manneskjur.
Það er margt jákvætt við þessa reynslu
og ég reyni að einblína á það.“
Lærdómsríkt
En þrátt fyrir að þetta hafi stundum
verið erfitt hefur þessi vegferð verið
lærdómsrík að mati Ástrósar. „Ég hef
lært það að hver dagur er einstakur,
lífið er gjöf sem maður á að vera þakk-
látur fyrir. Heilsan skiptir öllu máli og
ef þú sinnir henni ekki er ekki víst að
hún sinni þér. Það skiptir gríðarlega
miklu máli hvaða bensín þú setur í lík-
amann þinn, þú ert það sem þú borð-
ar og það er ótrúlegt hvað rétt næring
getur gert mikið fyrir þig. Ég hef líka
áttað mig á því hvað við Bjarki eigum
dásamlegt fólk í kringum okkur og nú
langar mig að gefa til baka,“ segir hún.
„Það skiptir líka máli að vera alltaf
„nice!“ Þú hefur ekki hugmynd um
hvaðan einstaklingurinn er að koma
eða hvernig dag hann hefur átt.“
Dýrmætt
Stuðningurinn sem þau hafa fengið
reyndist þeim mjög dýrmætur og fjöl-
skylda og vinir reyndust þeim vel.
„Við fengum ótrúlegan stuðning,
bæði fjárhagslegan og andlegan. Ég
fann mikið fyrir því á verstu tímunum
að það var verið að hugsa vel til okk-
ar því ég fékk einhvern aukakraft til
að þrauka í gegnum erfiðustu tímana.
Bjarki getur líka sagt það sama. Það
var einhver orka sem var yfir okkur og
ég er alveg á því að það kemur frá fólk-
inu í kringum okkur,“ segir Ástrós.
Draslið mátti bíða
„Foreldrar okkar og ömmur og afar
voru alltaf til staðar og vinirnir hr-
ingdu reglulega og heimsóttu okkur.
Fyrir mér skipti engu máli þótt það
væri allt í drasli heima og óklárað upp-
vask, bara að fá að spjalla við einhvern
um annað en krabbamein var gjöf og
gleði dagsins. Besta vinkona mín hr-
ingdi reglulega og dró mig út, stund-
um átti ég erfitt með að fara út úr húsi
en hún togaði mig áfram. Fyrir það
verð ég alltaf þakklát,“ segir Ástrós.
Söfnuðu fyrir þau
Félagar Bjarka tóku sig svo saman
og söfnuðu peningum til að aðstoða
þau. „Fótboltafélagar hans í HK söfn-
uðu hárri upphæð til að hjálpa okk-
ur í gegnum fjárhagslegu hliðina, það
var algjörlega ómetanlegt því það er
kostnaðarsamt að vera krabbameins-
sjúklingur í dag,“ segir hún.
Hreinsandi skrif
Með skrifunum fær Ástrós vissa útrás.
„Það er bæði skelfilegt og æðislegt. Í
hvert skipti sem ég ýti á enter svitna
ég og fæ hnút í magann en um leið
er ég svo fegin og finnst ég léttari á
mér,“ segir hún. Þarna fær hún útrás
fyrir tilfinningarnar. „Þú þarft að losa
um minningar til að geta skapað nýj-
ar, það er nákvæmlega það sem ég er
að gera. Ef þú horfir alltaf í baksýnis-
spegilinn á meðan þú keyrir muntu á
endanum klessa á. Mér finnst líka al-
veg frábært hvað ég hef fengið góðar
viðtökur, þetta átti bara að vera lítið
blogg um okkur kallinn og mína hlið
á þessum málum því ég hafði leitað
að bloggi sem var skrifað af aðstand-
anda en fann ekkert slíkt. Þannig að
ég ákvað að gera þetta bara sjálf. Að
skrifa um tilfinningar mínar hjálp-
ar mér mikið og ef aðstandendur í
svipuðum sporum lesa bloggið mitt
og geta tengt við þá er það stór plús,“
segir hún. „Mér líður betur, eins og ég
segi þá finnst mér ég vera að losa mig
við tilfinningar og minningar og hef
því pláss til að skapa nýjar. Ég veit ekk-
ert hvort ég sé góður penni og mál-
farið er örugglega ekki upp á tíu en
mér er alveg sama. Það er innihaldið
sem skiptir máli,“ segir hún. Bloggsíðu
hennar má finna á vefslóðinni alla-
leid.wordpress.com. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Ég fann mikið fyrir
því á verstu tímun-
um að það var verið að
hugsa vel til okkar
„Ég reyni bara
að segja honum
brandara inni á milli
Erfið lyfjameðferð „Þessi lyfjameðferð
fer ekkert rosalega vel í hann, mikil ógleði og
hausverkir en ég reyni bara að segja honum
brandara inni á milli,“ segir Ástrós um líðan
Bjarka. MynD EinkaSafn
Samrýnd „Ég hef líka áttað mig á því hvað við Bjarki eigum dásamlegt fólk í kringum okkur
og nú langar mig að gefa til baka,“ segir Ástrós. MynD EinkaSafn
Sjúkrahúsdvöl Ástrós
dvaldi á sjúkrahúsinu með
Bjarka og voru þau svo
heppin að fá einkastofu
þar sem hún gat dvalið hjá
honum. MynD EinkaSafn