Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 28
Vikublað 25.–27. mars 201428 Sport
Þægilegt fyrir Guardiola
Manchester United - Bayern München
Sagan: United og Bayern hafa mæst níu sinnum í Meistaradeildinni. Enska liðið hefur aðeins unnið einn af fjórum
heimaleikjum sínum gegn Bayern. Sá leikur var 3-2 heimasigur tímabilið 2009/10.
Tímabilið hefur verið David Moyes og lærisvein-
um hans erfitt. Liðið er ekki svipur hjá sjón eftir
brotthvarf Sir Alex Ferguson og leikur þess hefur
verið brokkgengur – þrátt fyrir sama leikmanna-
hóp og í fyrra. Guðmundur segir að við ramman
reip verði að draga enda hefur Bayern eflst, ef eitt-
hvað sé, undir stjórn Joseph Guardiola. Liðið, sem
er ríkjandi Evrópumeistari, er taplaust í þýsku
deildinni þar sem það hefur unnið 23 leiki
af 25 þegar þetta er skrifað. Yfirburðirn-
ir eru fáheyrðir og liðið mallar eins og
vel smurð vél – dísilvél.
Guðmundur segir að ljóst sé
að United fari inn í einvígið án
nokkurra væntinga stuðnings-
manna. Pressan sé engin.
„Ensku liðunum hefur reyndar
gengið ágætlega á Allianz Arena
á síðustu leiktíð og í ár. Á hinn
bóginn hefur Bayern gengið
einkar vel í Englandi, þar sem
þeir hafa á einu ári lagt bæði
Arsenal og Manchester City.“
Guðmundur er ekki í vafa um
það hvernig einvígið fari. „Ba-
yern fer nokkuð þægilega í gegn-
um þetta. United fær heimaleikinn
fyrst og það er ekki til þess fallið að
auðvelda þeim hlutina. Ég held satt
að segja að þetta verði þægilegt fyrir
bæjara.“
„Allt hörkuleikir“
n Fjórir risaslagir í Meistaradeildinni n Öll bestu liðin mæta til leiks
M
ér finnst þetta allt
spennandi og þetta
verða líklega frábær
einvígi,“ segir sjón-
varpsmaðurinn og
knattspyrnumaðurinn fyrrver-
andi, Guðmundur Benediktsson, í
samtali við DV. Dregið var í 8 liða
úrslit Meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu á föstudag. Óhætt er
að segja að útlit sé fyrir áhugaverð-
ar viðureignir enda voru flest ef
ekki öll sterkustu félögin í Evrópu í
hattinum.
Barcelona dróst á móti lönd-
um sínum í Atletico Madrid,
Real Madrid mætir Dortmund,
Paris Saint-Germain mæt-
ir Chelsea og Manchester United
fékk það risavaxna verkefni að
mæta Evrópumeisturum Bayern
München. Guðmundir segir að fyr-
ir fram séu Bayern München, Real
Madrid og Barcelona líklegustu
sigurvegarar keppninnar. „Þetta
dróst þannig að þetta verða allt
hörkuleikir. Viðureign Chelsea og
Paris verður ákaflega athyglisverð
en ég hugsa að United hefði valið
sér annan mótherja.“
Fyrri leikirnir fara fram 1. og 2.
apríl en þeir síðari viku síðar, 8. og
9. apríl. Um verður að ræða sann-
kallða veislu fyrir knattspyrnuá-
hugamenn. DV fékk Guðmund til
að rýna í viðureignirnar fjórar. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Viðureign Chelsea
og Paris verður
ákaflega athyglisverð en
ég hugsa að United hefði
valið sér annan mótherja.
Spáir Gummi Ben á ekki von
á því að United veiti Bayern
München mikla keppni.
Styrkur mætir Leikni
Barcelona - Atletico Madrid
Sagan: Barcelona og Atletico Madrid hafa aldrei mæst í Evrópukeppni en leikir
liðsins í deildinni hafa verið jafnir síðustu misseri.
Guðmundur bendir á að Barcelona hafi mun
meiri reynslu af því að leika á þessu stigi
keppninnar. „Þeir þekkja ekkert annað en að
vera í undanúrslitum undanfarin ár.“ Hann
segir hins vegar að leikmenn Atletico séu
til alls líklegir. „Það er einhver nýgredda í
þeim,“ segir hann og bætir við að um nýyrði,
sem hann smíðaði sjálfur, sé að ræða. „Þeim
finnst gaman og hafa trú á því sem þeir eru að
gera, undir stjórn Simone. Í liðinu býr mik-
ill kraftur og það er talað um að liðið
sé eitt það best þjálfaða, líkamlega,
í Evrópu. Þeir eru háir í loftinu og
sterkir í öllum föstum leikatriðum.
Þar er alltaf eitthvað í gangi; bæði í
aukaspyrnum og hornspyrnum.“
Guðmundur segir hins vegar
að ekki þurfi að horfa lengra en
til Messi til að átta sig á styrk-
leika mótherjanna – jafnvel
þótt þeir hafi ef til vill á köflum
í vetur ekki spilað eins vel og þeir
hafi stundum áður gert. Spurður
hvernig hann spái því að einvíg-
ið fari segir Guðmundur að hann
hallist að sigri Barcelona. „Það væri
eitthvað dæmigert við það að Messi
kláraði þetta fyrir þá. Ég hef tilfinn-
ingu fyrir því að þeir fari með tveggja
marka forystu inn í seinni leikinn og
landi þessu naumlega.“
Dortmund veikari en í fyrra
Real Madrid - Borussia Dortmund
Sagan: Real Madrid og Borussia Dortmynd mættust í fyrra í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Þjóð-
verjarnir fóru með samanlagðan 4-3 sigur af hólmi. Fyrri leikurinn endaði 4-1 á heimavelli Dortmund en Madrid
vann seinni leikinn 2-0.
Leikir þessara liða í undanúrslitum í fyrra
voru frábær skemmtun. Guðmundur segir
að Real Madrid sé með sterkara lið en í fyrra.
Gareth Bale hafi lyft liðinu á hærri stall – jafn-
vel þótt hann standi alla jafna í skugga Crist-
iano Ronaldo. Hann sé fyrsti útlendingur-
inn í sögu deildarinnar til að ná tveggja stafa
tölu í markaskorun og stoðsendingum á fyrsta
tímabili sínu. Dortmund sé aftur á móti með
veikara lið en í fyrra. „Það sem mun ekki
hjálpa Dortmund er að þeir hafa átt
í miklum meiðslavandræð-
um. Enn berast fregnir af
því að menn séu að meið-
ast. Stór skörð hafa verið
hoggin í leikmannahóp
þeirra.“
Real Madrid á fyrri
leikinn á heimavelli og
Guðmundur spáir því
að þar klári þeir einvíg-
ið. „Þetta verður býsna
ljóst eftir fyrri leikinn,
tel ég.“ Hann bætir því við
að auðvitað sé alltaf von
ef Dortmund haldi í við spænsku
risana í fyrri umferðinni, en á honum má
heyra að hann telur ekki mikla hættu á
því. „Benzema, Bale og Ronaldo vilja allir
skora. Og ég held þeir geri það allir. Þá er
þetta búið.“
Tvö afar kraftmikil lið
Paris Saint Germain - Chelsea
Sagan: Chelsea og Paris St. Germain hafa tvisvar áður mæst í Evrópukeppni. Þau drógust saman í riðla í Meistaradeildinni
tímabilið 2004/05. Chelsea vann fyrri leikinn 3-0 í París en liðin gerðu síðan markalaust jafntefli á Stamford Bridge.
Kóngurinn í París er Zlatan Ibrahimovic. Á því
leikur enginn vafi. „Því er hins vegar ekki að
leyna að í liðinu eru feiknarlega öflugir leik-
menn til viðbótar við hann. Ég lýsti leikjum
þeirra á móti Leverkusen um daginn og veitti
því athygli að þeir eru mjög sterkir varnar-
lega líka. Þar leikur til dæmis fyrirliði brasil-
íska landsliðsins, Thiago Silva. Liðið er ekki
bara Zlatan, þótt hann steli fyrirsögnum
á forsíðunum – og baksíðum,“ segir Guð-
mundur. Hann segir að París sé alvöru lið
sem hafi farið í 8 liða úrslit í fyrra. Minna
má á að Paris slátraði Leverkusen
4-0 á útivelli í 16-liða úrslitum
keppninnar. Guðmundur er
á því að Meistaradeildin sé
ástæða þess að Mourinho
hafi snúið aftur á Stamford
Brigde, sama hvað hann
segi sjálfur. „Það er al-
veg möguleiki fyrir hann
þetta árið.“ Guðmund-
ur sem hallast að því að
Chelsea sé sigurstrang-
legri aðilinn í rimm-
unni. „Það er gríðar-
legur kraftur í báðum
liðum og allt verður
lagt í sölurnar. Ég ætla
að segja að Cech verði
hetja í vítaspyrnu-
keppni í síðari leiknum.“