Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2014, Side 29
Vikublað 25.–27. mars 2014 Sport 29 P irlo er með gullfót,“ sagði Paul Pogba, miðjumað- ur Juventus, yfir sig num- inn á fimmtudagskvöld eft- ir að Andrea Pirlo tryggði liði sínu áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni með stórglæsilegu aukaspyrnumarki. „Ég þarf að æfa sleitulaust í mörg ár til þess að verða jafn sparkviss og hann.“ Lék Þjóðverja grátt Andrea Pirlo hefur ekki baðað sig í frægðarljóma knattspyrnumannsins í gegnum tíðina. Þvert á móti. Hinn skeggjaði Ítali lætur lítið fyrir sér fara og vill vera metinn út frá frammistöðu sinni á vellinum. Pirlo, sem verður 35 ára gamall í maí, sleit barnsskón- um hjá Bresica sem sóknarsinnaður miðjumaður og lék sinn fyrsta aðal- liðsleik ungur að árum. Lofandi byrj- un kappans hjá uppeldisfélagi sínu varð til þess að Mircea Lucescu, þjálf- ari Internazionale, fékk Pirlo til þess að flytjast búferlum til Mílanó og hóf hann að leika undir merkjum stór- liðsins. Pirlo var þá aðeins nítján ára gamall. Hann átti í erfiðleikum með að festa sig í sessi. Á þeim tíma hefðu fáir trúað því að á fimmtán árum liðnum yrði Pirlo einn besti leikmaður Ítal- íu og myndi gera gys að leikmönn- um þýska landsliðsins þegar þeir reyndu að eiga við hann í vináttuleik á milli þjóðanna í vetur. Pirlo stjórn- aði miðjuspilinu af slíkri yfirvegun að unun var að fylgjast með. Þrekn- ir og fótfráir Þjóðverjarnir komust ekki nálægt Ítalanum, sem hélt sig nánast eingöngu í miðjuhringnum og fór um á skokkhraða. Það virtist óhugsandi að leikmenn sem væru mun kraftmeiri og hraðari en hann gætu ekki náð honum. Pirlo hefur aldrei þótt sprettharður og á síðari árum hefur hann misst enn meiri hraða. En til hvers þarf Ítalinn að búa yfir hraða þegar hann er jafn klókur og raun ber vitni? Pirlo spil- ar leikinn með höfðinu og þar kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Auðveldar samherjum sínum lífið Eftir að hafa verið lánaður í tvígang, fyrst til Reggina og síðan aftur í heimahagana, var hann keypt- ur yfir til erkifjendanna í AC Milan. Það kom mörgum á óvart. Síðhærði Ítalinn var nýorðinn tuttugu og eins árs og hélt Carlo Ancelotti um stjórn- artaumana. Það var Ancelotti sem stillti Pirlo upp sem djúpum leik- stjórnanda í fyrsta skipti, þar sem hann blómstraði, og þá leikstöðu hefur hann leikið æ síðan. Hann situr fyrir framan varnarlínuna, fær boltann í lappir og dreifir hon- um um völlinn. Alltaf virðist hann finna samherja sína og þar kemur að helsta kennimerki Pirlo – hann auð- veldar samherjum sínum lífið og gef- ur þeim færi á að njóta sín. Ancelotti bjó til ógnarsterkt lið og vann það allt sem hægt var að vinna. Það kom mörgum á óvart að þegar Pirlo rann út af samningi sumarið 2011 kom ekki til greina að endur- semja við hann. Stjórnarmenn Milan töldu Pirlo hafa náð hæstu hæðum sem leikmaður og vildu rýma til fyr- ir nýjum mönnum. Sparkspekingar syðra vilja margir hverjir meina að hrun liðsins frá þeim tíma megi rekja til brotthvarfs Pirlo. Ítalinn skrif- aði undir þriggja ára samning við Juventus og þar hefur hann haldið uppteknum hætti. Hann stjórnar spilinu, les leikinn og skorar mögnuð aukaspyrnumörk, eins og honum er einum lagið. n n Ancelotti fann réttu stöðuna fyrir Pirlo n Hefur unnið allt sem hægt er ÍtAlinn með Verðlauna- skápur Pirlo Félagslið n Sería A: 2003–04, 2010–11, 2011–12, 2012–13 n Sería B: 1996–97 n Ítalski bikarinn: 2002–03, n Meistaradeildin: 2002–03, 2006–07 n HM félagsliða: 2007 Landslið n HM: 2006 n EM U-21: 2000 Einstaklingsverðlaun n Leikmaður ársins í Seríu A: 2012 og 2013 n Úrvalslið EM 2012 n Úrvalslið HM 2006 n Heimslið FIFA 2006 n Flestar stoðsendingar á HM 2006 „Pirlo er hljóðlátur leiðtogi. Hann lætur verkin tala. Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Frábær hjá Juventus Andrea Pirlo er að leika stór- kostlega þrátt fyrir að vera kominn á síðari ár ferilsins. gullfótinn Kærður fyrir að slá guðmund Duschebajev sakaði Guðmund um klámfengnar handahreyfingar V ið sættum okkur við tap í leikn- um en við sættum okkur ekki við að þjálfari liðsins sé sleginn af þjálfara andstæðinganna. Það er ástæða þess að við leggjum inn kæru til Handknattleikssambands Evrópu,“ sagði Thorsten Storm, fram- kvæmdastjóri Rhein-Neckar Löwen, við þýska fjölmiðla á mánudaginn vegna atviks sem átti sér stað eftir að flautað hafði verið til leiksloka í viður- eign pólsku meistaranna Vive Kielce og Rhein-Neckar Löwen á laugar- daginn. Leikurinn var sá fyrri í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, en sá síðari fer fram í Þýskalandi 31. mars. Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Löwen, var þá sleginn fyrir neð- an beltisstað af Talant Duschebajev, þjálfara pólsku meistaranna. Atvik- ið náðist á myndavél. Skömmu síð- ar hófst blaðamannafundur þar sem Duschebajev sakaði Guðmund um að sýna sér lítilsvirðingu. „Ég verð að segja við Guðmund Guðmundsson að hann verður að sýna mér meiri virðingu og ekki gera þessar handa- bendingar þegar ég er að mótmæla dómum,“ sagði Duschebajev og lék klámfengnar handahreyfingar til að leggja áherslu á orð sín. Guðmundur sat við hlið hans og var illa brugðið. „Ég hef aldrei upplifað þetta á æv- inni. Þjálfarinn lýgur. Ég hef aldrei gert þetta. Hvað gengur að þér, maður? Þú ert sjúkur,“ svaraði Guðmundur, sem tekur við þjálfun danska landsliðsins í sumar en fjölmiðlar þar í landi hafa veitt málinu mikla athygli. Jyllands- Posten hefur eftir Guðmundi að ásak- anirnar hafi verið mikið áfall fyrir sig. Hann hafi einungis ætlað að heilsa upp á fyrrverandi leikmenn sína hjá Kielce þegar Duschebajev veittist að honum. n ingolfur@dv.is Sleginn Guðmundi var misboðið. Hissa á sigurgöngu Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, hefur viðurkennt að sigurganga liðsins hafi komið sér á óvart. Bayern getur tryggt sér þýska meistaratitilinn í 24. skipti á þriðjudaginn þegar sjö umferð- ir eru eftir af deildinni. Hertha Berlin kemur þá í heimsókn en þeir sigla lygnan sjó um miðja deild. „Það hefur komið mér á óvart hversu megnugir leikmennirnir mínir eru,“ sagði Guardiola í sam- tali við þýska miðla. „Að vinna 18 leiki í röð er ótrúlegt afrek. Því fyrr sem við vinnum deildina, því betra. Við verðum þó að hafa það í huga að andstæðingarnir á þriðjudaginn eru afar góðir.“ Guardiola gerði garðinn frægan sem þjálfari Barcelona á Spáni áður en hann tók við Ba- yern í fyrrasumar. enn eitt met messi „Það er mér erfitt að ræða frammistöðu Messi í leiknum. Mér er orðavant,“ sagði Gerardo Martino, dolfallinn þjálfari FC Barclona, eftir 4-3 sigur á móti erkifjendunum í Real Madrid á sunnudagskvöld. Lionel Messi skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr vítaspyrnu, og auk þess lagði hann upp fyrsta mark leiksins fyr- ir Andrés Iniesta. Messi bætti enn eitt marka- metið í leiknum en Argentínu- maðurinn smávaxni er nú marka- hæsti leikmaðurinn í leikjum á milli þessara liða. Messi hefur skorað samtals 21 mark á móti Real Madrid. Í öðru sæti er Al- fredo Di Stéfano, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, með 18 mörk. Cristiano Ronaldo, sem skoraði mark úr vítaspyrnu í leiknum, þokast hratt upp töfluna – en hann hefur skorað 13 mörk gegn Barcelona. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.