Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 1.–3. apríl 20148 Fréttir Forsætisráðherra er hlaðinn gjöfum n Hefur fengið glerskál, ermahnappa, bækur og kínverskan vasa S igmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráð- herra hefur meðal annars fengið kínverskan vasa, ermahnappa, bæk- ur og tvo bolla að gjöf frá því hann tók við embætti. Þetta kemur fram í svörum við fyrir- spurn sem DV sendi á alla ráð- herra ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt siðareglum ráð- herra sem sam- þykktar voru í mars 2011 skal haldin skrá yfir all- ar þær gjafir sem ráð- herra þiggur í krafti emb- ættis. Samkvæmt sömu siðareglum skulu gjafirn- ar renna til ráðuneyt- isins sem viðkomandi stýrir. „Minniháttar persónu- legar gjafir“ eru ekki taldar með. DV hefur fengið svar frá tæpum helmingi ráðherra. Samkvæmt svörum frá ráðuneyt- um hafa Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ekki tekið við neinum skráðum gjöf- um frá því þau tóku við embætti. Engin svör hafa borist frá Ragn- heiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttur, fé- lags- og húsnæð- ismálaráð- herra, Krist- jáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráð- herra og Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráð- herra. Gósentíð í Edmonton Samkvæmt svari forsætis- ráðuneytisins þáði Sig- mundur Davíð þrjár gjaf- ir er hann var í boðsferð Icelandair til Edmonton. Frá forsætisráðherra Al- berta-fylkis fékk hann bókina The Canadian Rockies, menningar- málaráðherra sama fylkis gaf honum mynd af húsi Stephans G. Stephans- sonar. Formað- ur Félags Vest- ur-Íslendinga gaf Sigmundi bók sem ráðu- neytið nefnir ekki á nafn. Raunar er það svo að margt er ansi loðið í svör- um ráðuneytis- ins, upptalning á gjöfum lýkur á „gjafir frá ýmsum aðilum – nokkrar íslenskar og erlendar bæk- ur“. Ekki er talin þörf á að nefna gefendur á nafn. Vasi frá Kína, bollar að norðan Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, gaf Sig- mundi glerskál og ermahnappa er hann heimsótti Ísland síð- astliðinn maí. For- sætisráðherra fékk auk þess kínverskan vasa sem glaðning er vara- forsætisráðherra Kína, Ma Kai, kom til Ís- lands í október í fyrra. Fyrir utan gjafir frá „ýmsum aðilum“ þá fékk Sigmundur aðeins eina gjöf frá íslenskum að- ila, tvo bolla hannaða af ónefndri norðlenskri listakonu. Sú gjöf er sögð vera frá NN sem er skammstöfun sem oft er notuð fyr- ir „nafnlausa“ aðila. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Einar Örn hætti snögglega Var ekki í vinnunni hjá Skeljungi á mánudaginn E inar Örn Ólafsson, fyrrver- andi forstjóri Skeljungs, hætti snögglega hjá olíufélaginu í síðustu viku. Aðdragandinn var mjög skammur að sögn starfs- manns Skeljungs sem DV ræddi við. Hann segir að Einar Örn hafi boðað starfsmenn á fund með skömmum fyrirvara á miðviku- daginn og tilkynnt um starfslok sín. „Honum var augljóslega mjög brugðið,“ segir starfsmaðurinn. Nýir eigendur keyptu Skeljung í lok síðasta árs en Einar Örn hafði verið ráðinn til olíufélagsins um vorið 2009 eftir að Glitnir, síðar Ís- landsbanki, hafði selt meirihluta í félaginu til þeirra Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmund- ar Þórðarsonar. Eigandi Skeljungs í dag er sjóður á vegum sjóðstýr- ingarfyrirtækis Arion banka, Stefn- is. Meðal eigenda sjóðsins eru líf- eyrissjóðir. Við kaupin var greint frá því að Einar Örn yrði áfram for- stjóri. Nú hefur það breyst. Samkvæmt tilkynningu um mál- ið sem send var fjölmiðlum í síð- ustu viku var frumkvæðið að starfs- lokunum komið frá Einari Erni sjálfum. Einar Örn átti samkvæmt henni að halda áfram að starfa sem forstjóri um hríð, þar til að ann- ar forstjóri yrði ráðinn. Samkvæmt starfsmanninum sem DV ræddi við hefur Einar Örn hins vegar látið alfarið af störfum eftir að hafa kvatt starfsmenn og var hann ekki í höfuð stöðvum félagsins í Borgar- túni í gær, mánudaginn 31. mars. Lýsingar starfsmannsins á starfs- lokunum benda til að þau hafi ekki borið að með þeim hætti sem skilja mátti út frá fréttatilkynningunni í síðustu viku. Einar átti þriggja pró- senta hlut í Skeljungi sem hann seldi fyrir meira en 300 milljónir króna við sölu félagsins í lok síðasta árs. Með þeirri sölu margfaldaði hann það fé sem hann hafði varið til kaupanna á bréfunum. n ingi@dv.is Bar brátt að Starfslok Einars Arnar Ólafssonar hjá Skeljungi bar brátt að. Ætla ekki að sætta sig við „smánarlaun“ „Við ætlum ekki lengur að sætta okkur við að okkur séu skömmt- uð smánarlaun, miklu lægri en annarra með sömu menntun og reynslu,“ sagði Guðríður Arnardóttir, nýkjörinn for- maður Félags framhalds- skólakennara, á þéttsetnum baráttufundi framhalds- skólakennara á mánudag. Fundarmenn í verkfallsmiðstöð- inni í Fram-heimilinu sungu Maístjörnuna og reistu hnefa sína til lofts undir lok fundarins. Það voru Félag framhalds- skólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum sem boðuðu til fundarins, en á mánudag hófst þriðja vika verkfalls framhalds- skólakennaranna. Kennarar hafa bent á að munurinn á meðaldag- vinnulaunum framhaldsskóla- kennara og háskólamanna, sem þeir miða sig við, var orðinn 17 prósent í fyrra, en laun stéttanna voru jöfn árið 2000. „Kennarar þurfa alltaf að fara dramatískar leiðir. Við þurfum alltaf að hafa meira fyrir krón- unum í vasann en aðrir,“ sagði Guðríður. Guðríður Arnardóttir „Enginn spurði mig um leyfi“ Barnsfaðir Hjördísar Svan gefur lítið fyrir nýja sálfræðiskýrslu „Enginn spurði mig um leyfi,“ segir Kim Gram Laursen, barns- faðir Hjördísar Svan Aðalheiðar- dóttur um nýja sálfræði skýrslu um upplifun dætra þeirra af meintu of- beldi Kims. DV hef- ur greint frá skýrslunni en hún byggist á viðtölum við stúlk- urnar sem tekin voru á Íslandi á síð- ustu mánuð- um. Skýrsluhöfundur er Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Lögmaður Hjördísar, Thomas Berg, seg- ir að niðurstaða skýrslunnar sé sú að stúlkurnar hafi upplifað meint líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Skýrslan verður að hans sögn notuð sem gagn í dómsmálunum sem fram und- an eru. Kim Laursen gefur ekki mikið fyrir þessa skýrslu í athugasemdakerfi DV: „Þessi nýja sálfræðiskýrsla sem nú er komin upp á yfirborðið er skýrsla sem Thomas Michael Berg pant- aði frá þessum svokallaða sál- fræðingi Jóhönnu Kristínu Jóns- dóttur sem hafði hvorki leyfi né hæfni til að gera hana. Enginn spurði mig um leyfi!“ skrifar Kim meðal annars. Hann er ekki hrifinn af stöðu mála í Danmörku og á Íslandi. „Það er enn í lagi að ræna börnum svo lengi sem þú ert kona. Það er í lagi að að- stoða við að ræna börnum og fela þau og monta sig síðan af því í fjölmiðlum.“ Kim Gram Laursen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.