Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Qupperneq 14
Vikublað 1.–3. apríl 201414 Fréttir
„Sigur fyrir allar konur“
n Varðstjóri á Litla-Hrauni sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni
M
ér finnst þetta vera sigur
fyrir allar konur. Þetta var
prófmál og það er gott að
það er komin niðurstaða.
Ég er mjög ánægð með
það,“ segir fangavörður sem varð fyr-
ir kynferðislegri áreitni í starfi sínu á
Litla-Hrauni í fyrra. Yfirmaður kon-
unnar, Rúnar Eiríksson, varðstjóri á
Litla-Hrauni, strauk yfir brjóst kon-
unnar, í vitna viðurvist og var síð-
astliðinn föstudag dæmdur í Hér-
aðsdómi Suðurlands í mánaðar
skilorðsbundið fangelsi og til þess að
greiða konunni 173.470 krónur ásamt
vöxtum í miskabætur. Þá var hon-
um gert að greiða allan málskostn-
að. Engin ákvörðun hefur verið tekin
um það hvort Rúnari verði sagt upp
störfum á Litla-Hrauni, að sögn Páls
Wink el fangelsismálastjóra.
Engin ákvörðun
„Það er ekki búið að taka ákvörðun í
þessu máli,“ sagði Páll Winkel fang-
elsismálastjóri aðspurður hvort tek-
in hafi verið ákvörðun um að víkja
varðstjóranum á Litla-Hrauni úr
starfi eður ei á mánudag. Eins og áður
hafði komið fram í umfjöllun DV um
málið var Rúnar aldrei sendur í leyfi
frá störfum, jafnvel eftir að til ákæru
kom. Fangelsismálayfirvöld áminntu
hann þess í stað. Engin ákvörðun hef-
ur því verið tekin um málið að svo
stöddu. „Nú er þessi dómur kveðinn
upp á föstudaginn og við erum bara
að fara yfir þetta núna og sjáum svo
bara hvert framhaldið verður,“ sagði
fangelsismálastjóri í viðtali við DV.is
á mánudag.
Strauk konunni
Málavextir voru þannig, samkvæmt
dómi, að konan kom ásamt öðr-
um kollega sínum inn á varðstofu
á Litla-Hrauni. Þær voru klæddar í
nýjar einkennispeysur frá fangelsinu
og voru að dást að því hversu mjúk-
ar peysurnar voru. Þá mun varðstjór-
inn hafa í hvatvísi, að eigin sögn, lagt
höndina á öxl konunnar og strokið
niður yfir brjóst hennar og sagt: „Já,
er hún svona mjúk.“ Hann játaði að
hafa strokið konunni, en sagði að það
hefði ekki verið kynferðislegt og ekki í
saknæmum ásetningi. Því taldi Rúnar
að hann væri saklaus, þar sem ákær-
an uppfyllti ekki saknæmisskilyrði 18.
greinar almennra hegningarlaga þar
sem kveðið er á um að verknaður sé
ekki saknæmur nema hann sé unn-
inn af ásetningi eða gáleysi. Það var
hins vegar svo að konan og tvö vitni
héldu því fram að varðstjórinn hefði
klipið í brjóst hennar.
Lét afleiðingarnar
sér í léttu rúmi liggja
Í dómnum kemur vel fram hversu
mikið málið tók á konuna. Eftir atvik-
ið sagðist hún hafa titrað og skolfið og
hugsað með sér hvað maðurinn væri
að gera sér eftir öll þessi ár, en þau
höfðu unnið farsællega saman um
árabil. Vitnin sögðu að konan hefði
bæði orðið reið og hissa og að henni
hefði verið brugðið. Í dómnum kem-
ur einnig fram að Rúnar hafi aðeins
verið ákærður fyrir að hafa strokið um
brjóst hennar en í framburði vitna
kom fram að Rúnar hefði einnig klip-
ið í brjóst hennar. „Af framansögðu
virtu er það mat dómsins, að ákærða
hafi ekki getað dulist þær afleiðingar
sem það hefði í för með sér að hann
snerti brjóst brotaþola, en að hann
hafi látið sér þær í léttu rúmi liggja
og ekki látið það aftra gerðum sínum
gagnvart brotaþola,“ segir í dómnum.
Vildi sýkna
Dómurinn var fjölskipaður og var
það niðurstaða eins dómarans að
sýkna ætti manninn þar sem hann
hefði verið ákærður fyrir strok en vitni
hefðu lýst allt öðru. Ekki væri hægt að
sakfella manninn fyrir eitthvað sem
hann væri ekki ákærður fyrir. Þrátt
fyrir það þótti tveimur dómurum haf-
ið yfir allan skynsamlegan vafa að
með því að strjúka yfir vinstra brjóst
konunnar hefði varðstjórinn gerst
sekur um kynferðislega áreitni.
Mikil áhrif
Eins og áður hefur komið fram í um-
fjöllun DV hrökklaðist konan úr starfi
eftir að hún kærði yfirmann sinn.
Í samtali við DV segir hún atvikið
hafa haft mikil áhrif á sína hagi, en
það olli henni mikilli vanlíðan. Um
tíma fór hún í veikindaleyfi en sagði
upp á Litla-Hrauni og kærði Rúnar
síðastliðið sumar. Hún taldi sig ekki
hafa stuðning fangelsismálayfirvalda
eða annarra samstarfsmanna á Litla-
Hrauni. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Sigurður Mikael Jónsson
astasigrun@dv.is / mikael@dv.is
Hrökklaðist úr starfi Maðurinn var
áminntur en konan fór í veikindaleyfi
og hætti síðar að vinna á Litla-Hrauni.