Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 1.–3. apríl 201416 Fréttir Erlent Y firvöld í Nepal íhuga nú að skylda alla erlenda ferðamenn sem hyggjast ganga á hæsta fjall heims, Mount Everst, að ráða innlenda leiðsögumenn sem myndu fylgja þeim á fjallinu. Markmiðið með þessu er meðal annars að útvega heimamönnum vinnu, minnka rusl á fjallinu og troðning fjallgöngugarpa sem vilja komast á toppinn. Undanfarin misseri hafa sífellt fleiri útlendingar tekið að sér farar- stjórn á fjallinu með þeim afleiðing- um að tækifærum heimamanna hef- ur fækkað. Bandaríska blaðið New York Times greinir frá því að hugmyndirn- ar verði kynntar á fundi þeirra landa sem Himalaya-fjallgarðurinn tilheyrir. Fundurinn verður haldinn í höfuðborg Nepals, Katmandu, í aprílmánuði. Vonast yfirvöld til að nágrannaþjóð- irnar taki upp sams konar reglur. Þær myndu ekki aðeins ná til Mount Ev- erest heldur allra tinda sem eru hærri en átta þúsund metrar í Himalaya- fjallgarðinum. „Í fyrsta lagi viljum við tryggja öryggi allra ferðalanga en auðvitað viljum við einnig skapa at- vinnutækifæri fyrir okkar fólk sem myndi gera hagkerfi okkar gott eitt,“ segir Madhu Sudan Burlakoti, full- trúi í ferðamálaráðuneyti Nepals. Ef af þessu verður myndu nýju reglurnar taka gildi á næsta ári. Nepalar innleiddu fyrir skemmstu nýja reglugerð sem skyldar alla þá sem fara á Everest að taka að minnsta kosti níu kíló af rusli með sér niður af fjall- inu. Við sama tækifæri var verð fyrir að ganga á fjallið lækkað úr 25 þúsund dölum niður í 10 þúsund dali. n O bama ætti að nota tæki- færið og vekja máls á þeirri grófu misnotkun sem dæt- ur mínar hafa sætt,“ seg- ir fyrrverandi eiginkona Abdullah, konungs í Sádi-Arabíu. Konan, Anlanoud AlFeyez, hefur biðlað opinberlega til Bandaríkja- forseta um að koma dætrum sínum til bjargar. Það gerði hún á fimmtu- dag en heimsókn forsetans hófst á föstudag. AlFeyez, sem hefur búið í London frá því hún skildi við eig- inmann sinn árið 2003, segir að meðferðin á dætrum sínum hafi hríðversnað að undanförnu. Þeim sé haldið föngnum á heimili kon- ungsins. Í samtali við fréttastofu AFP segir að þær hafi lengst af fengið að fara út til að kaupa föt og lyf, og til að viðra gæludýrin, en fyr- ir það hafi faðir þeirra nú tekið. „Í þrettán ár hefur Sahar, Maha, Hala og Jawaher verið haldið eins og föngum,“ hefur fréttastofan eft- ir konunni. „Það verður að koma þeim til bjargar – þær verða að fá frelsi.“ AlFeyez hefur skrifað mann- réttindaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna bréf þar sem hún segir frá að- stæðum dætra sinna. Engin skilríki og lítill matur Sunday Times greindi frá því að í tölvupósti frá tveimur dætranna, Sahar og Jawaher, komi fram að þeim sé haldið föngnum í húsi við heimili konungsins og fái þar enga aðstoð. Þeim sé haldið þar inni og fái ekki að hafa nein samskipti við umheiminn. Í tölvupóstinum kem- ur ekki fram hvernig þeim tókst að ná tengingu við internetið. „Við höfum engin persónuskilríki eða vegabréf. Við erum fangar, höfum lítinn mat og erum alveg afskiptar,“ skrifaði Sahar, 42 ára. Í bréfi til AFP-fréttastofunnar segir Sahar að síðustu dagar hafi verið skelfilegir. „Þeir hafa beinlín- is verið að svelta okkur. Við fáum núna eina máltíð á dag, fyrir okkur og gæludýrin. Við fáum örlítið vatn – í þessum mikla hita – til að halda lífi. Okkur hrakar hratt en gerum okkar besta til að lifa af,“ skrifar hún. Misskiptingin ógnvænleg Abdullah varð konungur Sádi-Ar- abíu árið 2005. Þetta mikla olíu- ríki skiptir Bandaríkjamenn miklu máli og er þeirra helsti bandamað- ur í Mið-Austurlöndum. Misskipt- ing í landinu er ógnvænleg. Fáeinar fjölskyldur lifa við allsnægtir og eiga gríðarlegan auð. Abdullah konung- ur er þannig á meðal ríkustu manna í heimi. AlFeyez var aðeins fimmtán ára þegar hún giftist Abdullah, sem þá var á fimmtugsaldri. Þau skildu um áratug síðar. Konungurinn á 38 börn og allnokkrar konur. Sahar ber í tölvupósti að pabbi þeirra hafi skip- að þremur hálfbræðrum þeirra að sjá um systurnar fjórar. Sahar segir að þær systurnar hafi lifað við allsnægtir í barnæsku og fram á unglingsárin. Smám saman hafi þær fallið í ónáð, sem sé til komin vegna athugasemda þeirra um framkomuna gagnvart þeim sem minna mega sín í landinu. Fað- ir þeirra hafi ekki kært sig um að þær hafi bent á fátæktina og mis- skiptinguna sem ríkir í landinu. Konur réttlausar Staða kvenna í ríkinu er næsta hörmuleg. Lög í Sádi-Arabíu kveða á um að stúlkum og konum sé bannað að ferðast, eiga viðskipti eða gangast undir læknismeðferð nema fyrir liggi heimild umsjónarmanna þeirra. Þegar þetta er skrifað hafa engar fregnir borist af því að Obama hafi í heimsókn sinni vakið máls á aðstæðum dætranna. n Dætrum konungsins er haldið föngnum n Féllu í ónáð og fá eina máltíð á dag n Móðirin biðlar til Bandaríkjaforseta Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Konungurinn Abdullah er einn ríkasti maður veraldar. Hann á 38 börn og allnokkrar konur. Mynd REutERs Mæðgurnar AlFeyez var aðeins fimmtán ára þegar hún giftist eiginmanni sínum fyrrver- andi, konungnum. Dæturnar féllu í ónáð þegar þær gerðu athugasemdir við misskiptingu auðs í landinu. „Við erum fangar, höfum lítinn mat og erum alveg afskiptar. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Ekki einir á Everest Göngugarpar verði skyldaðir til að ráða nepalskan leiðsögumann á Mount Everest Everest Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á regluverkinu í kringum Mount Everest. Áfram leitað að brakinu Leit að flugvél malasíska flugfé- lagsins Malaysia Airlines, sem hvarf sporlaust 8. mars síðast- liðinn, verður haldið áfram. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta á mánudag og bætti við að engin tímamörk hafi ver- ið sett um það hvenær leit verð- ur hætt. Tíu flugvélar og ellefu skip hafa leitað undan ströndum Perth í Ástralíu að vélinni, en talið er næsta víst að vélin hafi endað í sjónum um tvö þúsund kílómetr- um frá vesturströnd Ástralíu. „Við getum haldið áfram í þónokkurn tíma til viðbótar,“ sagði Abbott. Dæmdur í unglingarétti Fjörutíu og sex ára Þjóðverji, Thomas O. að nafni, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morð. Athygli vekur að maður- inn var dæmdur í unglingarétti en ástæðan er sú að hann framdi morðið þegar hann var nítján ára gamall, eða fyrir 27 árum. Thom- as var sakfelldur fyrir að myrða níu ára stúlku í Neðra-Saxlandi árið 1987. Grunur féll strax á hann eftir morðið en þær upplýsingar sem lögregla hafði nægðu ekki til að ákæra væri gefin út. DNA-sýni sem tekin voru af vettvangi sýndu þó að hann var maðurinn sem lögreglan hafði alla tíð leitað að. Fleiri morð Alls 87 voru drepnir í Svíþjóð á síðasta ári en til samanburðar voru 68 drepnir árið 2012. Jafn- gildir þetta 22 prósent fjölgun. Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu og vísuðu í nýja skýrslu frá lögreglu sem gefin var út á mánudag. Skotvopn voru notuð í tveimur þriðju hluta tilvika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.