Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Side 19
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Skrýtið 19
Þegar jörðin gleypir hluti
R
útur, vörubílar, gröfur, hús
og manneskjur hafa orðið
holum að bráð. Hér eru
nokkrar myndir víðs vegar
að af holum í jörðinni sem
mynduðust vegna mikilla rign-
inga, jarðskjálfta og af mannavöld-
um. Þessar holur vekja jafnan mikla
athygli í fjölmiðlum og eru til frá-
sagnir af fólki sem jörðin hefur ein-
faldlega gleypt. n
n Rútur, vörubílar, gröfur og hús hafa horfið n Dæmi um að manneskjur hafi týnst
Þrír týndir
Þessi hola gleypti nokkur hús í
Gvatemala í febrúar árið 2007.
Þriggja var saknað og fundust
þeir aldrei. Myndir reuters
Pamela í Toledo Pamela Knox sést hér bíða eftir því að verða bjargað úr þessari holu sem opnaðist undir bíl hennar í
borginni Toledo í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. Slökkviliðsmenn náðu að bjarga Knox úr þessari klemmu.
Halló vörubíll Hér sést
hvernig vörubíll endaði í holu á vegi í Xí an í
Shaanxi-héraði í Kína í júlí í fyrra.
Híf opp, æpti karlinn!
Hér sjást björgunarstarfsmenn hífa
farþegarútu upp úr holu sem myndaðist í götu
í Lissabon í Portúgal í nóvember árið 2003.
300 tonn af steypu Þessi fjögurra og hálfs metra breiða hola myndaðist í innkeyrslu í
bænum Walters Ash á Suður-Englandi í febrúar síðastliðnum. Holan gleypti heilan bíl sem eigandanum tókst
ekki að endurheimta og fór svo að nota þurfti 300 tonn af steypu til að fylla upp í holuna, sem var níu metrar að
dýpt.
Þegar þú ert kominn ofan í holu …
Þetta atvik átti sér stað í Montreal í Quebec-héraði í Kanada í ágúst í
fyrra. Gröfumaðurinn slapp með minni háttar meiðsl.
Strandlengjan
Yfirlitsmynd yfir hluta bæjarins Nachter-
sted í Þýskalandi þar sem þrjú hús hrundu
til grunna eftir að 350 metrar af strand-
lengjunni gáfu sig.
Fríið farið Hluti sumarhúsa-
byggðar nærri Disney-skemmtigarðinum í
Clermont í Flórída varð holu að bráð í ágúst í
fyrra. Engan sakaði þegar þetta átti sér stað
en íbúar þurftu að rýma svæðið á meðan
það var gert öruggt.