Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 24
Vikublað 1.–3. apríl 201424 Neytendur S kiptar skoðanir voru um páskaeggin í ár milli eldri dómara og yngri þar sem þau eldri völdu hefðbundið súkkulaði­ páskaegg frá Nóa Síríus best en börn­ unum fannst vanta átakanlega upp á að einhverju væri blandað í það. Eins og fyrir ári var ákveðið að dómstóllinn yrði tvískiptur. Annars vegar væri dómnefnd saman sett úr fagfólki og leikmönnum en hins vegar barnadómstóll, þar sem börn eru að líkindum helsti markhópur páskaeggjaframleiðenda. Óskað var eftir því við framleiðendur páska­ eggja að þeir létu DV í té egg til smökkunar og urðu þeir góðfúslega við því. Bragðprófið var blint, dómnefndin vissi ekki hvaðan eggið var eða hvað það hét. Eggin voru tekin úr um­ búðunum, allt merkt sælgæti tekið af þeim og sælgætið tekið innan úr því það var ekki til um­ fjöllunar að þessu sinni. Tvískiptur dómstóll Eldri dómnefndina skipa Aðalsteinn Kjartans­ son blaðamaður, Hörður Gunnarsson, eigandi Volcano house, Sigurður Már Guðjónsson bak­ ara­ og konditormeistari, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir útvarpskona og Viktoría Hermanns­ dóttir blaðamaður. Í barnadómstólnum sátu Þórdís, 5 ára nem­ andi á Laufásborg, Davíð, 5 ára á Sælukoti, Úlf­ ur, 6 ára nemandi í Barnaskólanum í Reykja­ vík. Þá voru Eva, 7 ára, Sólon, 8 ára, Lúkas, 9 ára og Emil, 10 ára nemendur í Vesturbæjarskóla, í dómnefndinni sem og Sóley og Lovísa Rakel, 9 ára nemendur Álfhólsskóla. Eldri dómnefndin var fengin til að gefa einkunnir á skalanum núll til tíu og liggja þær einkunnir til grundvallar röð­ uninni hér en nokkur munur er á bragðsmekk barnanna og þeirra fullorðnu. Skiptar skoðanir um íblöndunarefni Mikið var um að búið væri að bæta einhverju í súkkulaðið, lakkrís, smarties eða hrískúlum af ýmsum gerðum. Skiptar skoðanir voru um það hjá eldri dómstólnum en sá yngri var almennt frekar sáttur við það. „Krakkar vilja eitthvað nýtt á hverju ári,“ segir Emil til að mynda en Aðal­ steinn er ekki á sama máli. „Það er óþarflega 2 Lakkrís Nizza Framleiðandi Nói Síríus Meðaleinkunn: 7,7 Aðalsteinn: Vel heppnað lakkrísegg. Mjúkur lakkrísinn virkar vel með súkkulaðinu. Besta lakkríseggið. Hörður: Gott mjúkt súkkulaði og góður lakkrís. Sigurlaug: Besta lakkríseggið. Sigurður: Besta lakkríseggið. Viktoría: Best af lakkríseggjunum. Gott jafnvægi milli súkkulaðis og lakkríss. Hvort tveggja fær að njóta sín. Hvað segja börnin? Þórdís: Gott. Góður lakkrís. Sólon: Oj. Af því að það er lakkrís. Lúkas: Þetta fær slæma dóma frá mér. Úlfur: Svolítið bragðlaust. Ekki góður lakkrís. Daníel: Líka vontgott. Vondur lakkrís en gott súkkulaði. Emil: Þetta er gott. Ég dýrka lakkrís. Eina sem er að er að það eru of litlir lakkrísbitar. Eva: Mjög gott. Sóley: Allt í lagi. Sterkt lakkrísbragð sem er kostur fyrir lakkrísunn- endur. Lovísa Rakel: Of sterkur lakkrís, ekki páskalegt. 1 Nói Siríus hreint Framleiðandi Nói Síríus Meðaleinkunn: 8,1 Aðalsteinn: Virkilega bragðgott súkkulaði. Minnir á eggin sem maður fékk í æsku. Hörður: Bragðgott og ferskt. Gott súkkulaði. Sigurlaug: Gott á bragðið, væri gaman ef botninn væri fylltur. Heiðarlegt egg og gott að hafa ekki nammi í súkkulaðinu. Sigurður: Virkilega grípandi og gott bragð. Viktoría: Mjög gott og páskalegt. Temmilegt bragð og gott eftirbragð. Það besta hingað til. Hvað segja börnin? Þórdís: Mitt á milli. Sólon: Ég veit ekki. Lúkas: Ágætt, væri gott ef bragðið væri öðruvísi. Úlfur: Ágætt en svolítið vont. Næstum eins og rúsínubragð. Daníel: Gott, smá vont líka. Bara venjulegt súkkulaði. Ég myndi vilja hafa karamellu í þessu. Emil: Bara ágætt, venjulegt. Mætti bæta einhverju í það. Eva: Venjulegt. Pínku vont. Sóley: Of venjulegt. Setja meira í það. Lovísa Rakel: Svolítið svona fyrir páskana. Klassískt páskaegg. 3 Karamellu Nizza Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 7,2 Aðalsteinn: Áhugaverð pæling. Skrýtið af páska- eggi að vera en gengur ágætlega upp. Myndi samt ekki velja þetta sjálfur. Hörður: Gott með stökku krispí. Sigurlaug: Of sætt, ekki hrifin af karamellu og súkkulaði. Þeir sem eru hrifnir af því verða kátir. Sigurður: Skemmtilega öðruvísi með karamellu- bitum. Viktoría: Mjög gott. Minnir á Daim. Gott súkkulaði- bragð og karamellur. Leikur við bragðlaukana. Hvað segja börnin? Þórdís: Eiginlega mitt á milli. Sólon: Gott. Lúkas: Þetta var geðveikt. Svo gott og gott. Karamellan geð- veik. Gott að hafa karamellu og súkkulaði. Úlfur: Það er súpergott og alveg geggjað með þessu karamellubragði. Daníel: Gottvont. Súkkulaði og karamella er vont. Ekki kaupa svona. Emil: Ógeðslega gott. Loksins eitthvað sem grípur. Þetta er örugglega besta eggið, ekkert vont við þetta. Eva: Karamellan er best. Sóley: Vont, skrítið bragð. Lovísa Rakel: Hart inni í þessu. Smá gott súkkulaðið samt. „Páskaegg eru til að gleðja börn“ n Hreint súkkulaði frá Nóa best að mati fullorðinna mikið lagt upp úr nammi í súkkulaðinu í stað súkkulaðisins sjálfs. Metnaðurinn liggur á röng­ um stað,“ segir hann og Sigurlaug tekur í sama streng. „Er það ekki bara gott að vera svolítið íhaldssamur í páskaeggjaáti?“ Uppáhald eða ógeð Síríus Konsúm páskaeggið frá Nóa Síríus vakti líka lukku þeirra sem eldri voru og lenti í fjórða sæti en það var annað tveggja dökkra páska­ eggja í smökkuninni. Þremur meðlimum barna­ dómsstólsins bauð hins vegar svo við því að þeir urðu að hlaupa fram til að losa sig við það. Kann að vera að áhrif súkkulaðisins og almennur galsi hafi þar haft nokkur áhrif. Mest almenn ánægja var líklega um Karamellu nizza házkaegg frá Nóa sem börnin völdu best og þeim fullorðnu fannst flestum ágætt. n fifa@dv.is 7,27,78,1 Páskaeggjadómstóll Sigurður Már, Aðalsteinn, Viktoría, Sigurlaug Margrét og Hörður. Barnadómstóllinn Aftari röð: Emil, Lovísa, Lúkas, Sólon og Sóley. Fremri röð: Eva, Daníel, Þórdís og Úlfur. MynDiR SiGTRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.