Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Page 25
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Neytendur 25 4 Síríus konsúm Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 6,9 Aðalsteinn: Alvöru dökkt súkkulaði. Ekki fyrir mig samt. Hörður: Dökkt nokkuð ferskt, en ekkert sérstakt. Sigurlaug: Súkkulaði með háskólagráðu. Bragðgott og dökkt. Ég ætla að kæla þetta yfir nótt og borða í morgunmat. Sigurður: Dökkt súkkulaðiegg með ríku og góðu bragði. Viktoría: Gott, en dálítið sætt. Hvað segja börnin? Þórdís: Mitt á milli. Sólon: (Hljóp fram til að skyrpa) Þetta var suðurvont! Lúkas: (Grettur) Ekki gott. Ógeðslegt. Úlfur: Ógeð sko. Daníel: Eins og kaffisúkkulaði. Vont og gott. Emil: Æði. Loksins. Sérstak- lega gott hvernig það grípur mann. Ég ætla að fá svona. Eva: Ekki gott. Sóley: Mjög gott. Lovísa Rakel: Skemmtilegt. Eins og suðusúkkulaði. 5 Nóa kropp Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 6,8 Aðalsteinn: Súkkulaðið bragðgott og sætan balanseruð. Hrísbitarnir bæta engu við á stangli. Hörður: Bragðgott og ferskt. Sigurlaug: Gott súkkulaði, ánægð með bragðið, óþarfi að blanda nammi í annars ágætt súkkulaði. Sigurður: Egg með Nóa kroppi. Virkilega gott súkkulaði. Viktoría: Mjög bragðgott. Bragðast eins og Nóakropp. Fráhrindandi hvað kroppkúlurnar eru ójafnar. Ekki sama upplifun og að borða Nóakropp. Hvað segja börnin? Þórdís: Mér finnst þetta gott. Góðar kúlur. Sólon: Gott. Gott að hafa hrískúlur. Lúkas: Ekki rosagott. Hrís- kúlurnar eru bragðlausar. Úlfur: Svona ágætt. Eitt vandamál samt, af hverju er þetta bragð? Daníel: Gott að hafa hrís. Emil: Mjög gott því hitt hrísið var bragðminna. Myndi kaupa þetta. Eva: Kannski gott eða vont. Sóley: Besta hingað til því hrískúlurnar eru stærri og betri. Lovísa Rakel: Mjög gott, skemmtilegt páskaegg, stórar kúlur. 7 Bragðarefur Nizza Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 6,2 Aðalsteinn: Smarties og lakkrískurlið virkar vel saman. Súkkulaðið gott en ekki mjög bragðsterkt. Hörður: Ekki mjög sætt, sem er kostur. Ekki mjög feitt sem er líka kostur. Sigurlaug: Ég er hugsi yfir öllu namminu sem blandað er í súkkulaðið. Súkkulaðið sjálft er hlut- laust en kætir eflaust unga sælkera. Sigurður: Með nammi, krönsjí lakkrís og smarties. Viktoría: Gott að hafa bæði Smarties og lakkrís. Súkkulaðið er bragðgott. Hvað segja börnin? Þórdís: Mitt á milli. Gott inni í. Sólon: Rosa mikið oj. Lúkas: Þetta er gott og vont. Ágætt. Súkkulaði og lakkrís er gott en Smarties og hrís ekki gott. Úlfur: Alveg súpergott. Uppáhalds. Daníel: Vont en smá gott súkkulaði. Get ekki útskýrt það. Emil: Þetta var vont. Þeir ofurfylla eggið. Mætti blanda betur. Eva: Skrítið. Ekki gott nammi en fínt súkkulaði. Sóley: Vont. Súkkulaðið er gott en nammið inni í virkaði ekki. Lovísa Rakel: Bragðið passar ekki. 9 Freyja hreint Framleiðandi: Freyja Meðaleinkunn: 5,6 Aðalsteinn: Klassískt páskaegg. Bragðgott en engir flugeldar. Hörður: Ekki nógu bragðsterkt. Sigurlaug: Bragð sem minnir á æsku mína, ágætt eftirbragð og eflaust gott eftir nótt í ísskáp. Sigurður: Hefðbundið gamaldags páskaegg. Viktoría: Gott. Minnir á gamla góða rjómasúkkulaðið. Gott eftirbragð. Ljúft. Hvað segja börnin? Þórdís: Hrikalega gott. Sólon: Gott. Lúkas: Geðveikt, rosalega gott. Guð bjó til þetta súkkulaði. Það er geggjað. Úlfur: Geggjað, mjög bragðgott súkkulaði. Daníel: Ágætt. Þetta var sko gott og vont. Emil: „That was heaven.“ Eva: Best, best, best í heimi. Sóley: Frekar bara ágætt, mitt á milli. Lovísa Rakel: Bara gott og páskalegt. 11 Draumaegg lakkrís Framleiðandi: Freyja Meðaleinkunn: 4,4 Aðalsteinn: Lakkrísinn tekur yfir bragðið. Súkkulaðið karakterlaust en lakkrísinn stendur ekki undir egginu. Hörður: Sambland af súkkulaði og lakkrís, gott egg. Sigurlaug: Auglýsi hér með eftir kakóbaun. Hér er bara bragð af lakkrís og hann er ekki heldur góður. Sigurður: Lakkrísegg. Bragðið lengi að koma fram. Lakkrísinn yfirgnæfir allt bragðið af súkkulaðinu. Viktoría: Lítið súkkulaðibragð. Lakkrísinn yfirgnæf- andi. Gamalt bragð, eins og lakkrísinn sé gamall. Hvað segja börnin? Þórdís: Mjög gott. Lakkrís góður. Sólon: Skrítinn lakkrís. Mér finnst súkkulaði og lakkrís ekki gott. Lúkas: Geðveikur lakkrís. Ég gef þessu 10,5 af 10. Úlfur: Alveg geggjað. Lakk- rísinn er æði og festist ekki í tönnunum . Daníel: Lakkrísinn var góður en súkkulaðið var bara ágætt. Emil: Þetta var verra en heimavinna. Ég dýrka lakkrís en þessi er vondur. Eva: (Þurfti aðeins að hlaupai) Sóley: Bragðlítill lakkrís og þetta er ekkert sérstakt egg. Lovísa Rakel: Harður lakkrís, gott súkkulaði. Sterkt bragð. 13 Rísegg með rískúlum Framleiðandi: Freyja Meðaleinkunn: 3,8 Aðalsteinn: Gerir ekkert fyrir mig. Fyrsti biti of sætur og Rice Krispies-elementið hjálpar ekki. Ódýrt bragð. Hörður: Karakterlaust, ekki gott. Sigurlaug: Ég er ekki sátt við þetta bragð. Of væmið og sætt. Auglýsi eftir súkkulaðibragði hér. Sigurður: Með Rice Krispies, of sætt. Viktoría: Ekki gott súkkulaði. Bragðvont. Rísið í því ekki spennandi. Hvað segja börnin? Þórdís: Gott. Gott rís. Sólon: „Good, very good.“ Lúkas: Ekki mjög gott en seinni bitinn er góður. Lítið af rísi. Úlfur: Ágætt. Daníel: Svona gott- vont. Gott rís, en vont súkkulaði. Emil: Ógeð. Vont eft- irbragð. Það er bara minn smekkur. Eva: Alls ekki gott. Sóley: Eftirbragð eins og bensín. Lovísa Rakel: Mjög vont. 8 Góa hreint Framleiðandi: Góa Meðaleinkunn: 5,9 Aðalsteinn: Gott á bragðið. Ekki of yfirþyrmandi. Klass- ískt og vel við hæfi um páska. Ætti að eiga vel við alla. Hörður: Karamellubragð í bland við súkkulaði. Ekkert sérstakt. Sigurlaug: Karamellubragð af þessu eggi. Milt bragð. Sigurður: Milt og gott egg með ríku eftirbragði. Viktoría: Venjulegt og fínt egg. Ekki of afgerandi. Dálítið mikið rjómabragð. Hvað segja börnin? Þórdís: Mér finnst þetta gott. Sólon: Gott Lúkas: Mjög gott páskaegg. Úlfur: Geggjað. Daníel: Smá vont. Emil: Þetta er alveg ágætt en þarf að „surprise-a“ mann. Krakkar vilja eitthvað nýtt á hverju ári. Eva: Svona í miðjunni. Veit ekki. Sóley: Of páskaeggslegt. Má vera pínu öðruvísi. Lovísa: Minnir á páskaegg. 6 Góa Lakkrís Framleiðandi: Góa Meðaleinkunn: 6,6 Aðalsteinn: Jafnvægi á milli lakkríss og súkkulaðis. Bragðgott en slær hefðbundnu súkkulaðieggi ekki við. Hörður: Blanda af súkkulaði og lakkrís. Gott og ferskt. Sigurlaug: Lakkrís og súkkulaði er sérlega góð blanda og séríslensk. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þessa blöndu, held samt að það sé út af minni íhaldssemi. Sigurður: Lakkrísegg. Gott jafnvægi milli lakkrís- bragðsins og súkkulaðisins. Viktoría: Allt í lagi. Nær samt ekki þeim gæðum sem maður sækist eftir í súkkulaðihúðuðum lakkrís. Fínt. Hvað segja börnin? Þórdís: Gott að hafa lakkrís. Mér finnst lakkrís góður því pabbi er alltaf að gefa mér lakkrís. Sólon: Skrítið. Ég vil ekki meira. Lakkrísinn er harður. Lúkas: Mér finnst súkkulaði og lakkrís svo gott saman. Úlfur: Svona ágætt. Líka mjög gott bragð. Lakkrís- inn festist í tönnunum. Daníel: Gott. Lakkrís er „so good“. Emil: Alveg gott ef manni finnst lakkrís góður. Eva: Æðislega gott að hafa lakkrís. Sóley: Harður lakkrís. Ef mér myndi finnast lakkrís góður væri þetta gott. Lovísa Rakel: Sæmilegt. Harð- ur lakkrís. Súkkulaðibragðið tekur yfir. 12 Hraun egg Framleiðandi: Góa Meðaleinkunn: 4 Aðalsteinn: Ofboðslega bragðlaust og hlutlaust. Gerir ekkert fyrir mig. Hörður: Ekki nógu gott, vantar meira bragð. Sigurlaug: Væmið. Gefur mér ekki mikið en kætir eflaust einhvern. Sigurður: Frekar væmið og bragðlaust. Viktoría: Fínt. Ekki afgerandi, hvorki brjálæðislega gott né hrikalega vont. Hvað segja börnin? Þórdís: Mér finnst þetta gott, hrísið gott. Sólon: Skrítið. Lúkas: Gott út af því að hrísið er mjúkt, það er betra. Úlfur: Þetta er æði. Betra súkkulaði og þetta sem er inni í rosa gott. Daníel: Gott og smá vont. Gott að hafa hrísið inni í. Emil: Páskaegg eru til að gleðja börn og grípa þau ein- hvern veginn en þetta grípur mig ekki. Öðruvísi súkkulaði myndi breyta aðeins. Eva: Næstum því uppá- haldið mitt, út af hrísinu. Sóley: Allt í lagi, mætti breyta um súkkulaðitegund en hrísið er gott. Ef það væru páskar núna myndi ég kaupa þetta. Lovísa Rakel: Gottvont. Öðruvísi tegund af súkkulaði væri betri en gott að hrísið er. 10 Mjólkurlaust Nizza Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 5,3 Aðalsteinn: Bragðmikið, gott, dökkt súkkulaði. Engu að síður ekki nógu vel balanserað milli sætu og krafts. Hörður: Ekki nógu bragðsterkt, frekar flatt. Sigurður: Dökkt súkkulaði, en er of sætt. Sigurlaug: Jæja, hér kemur dulítið súkkulaðibragð, dökkt en aðeins of sætt. Viktoría: Gott, dökkt súkkulaði, frekar sætt. Bragðgott, en rífur ekki í eins og sum dökk gera. Hvað segja börnin? Þórdís: Gott. Sólon: Ullabjakk, já það er ég. Lúkas: Ekki gott bragð, alls ekki. Úlfur: Oj, ðögh. Daníel: (Var í könnunarleiðangri undir borði og missti af þessu eggi) Emil: 100% æði. Elska þetta. Munnurinn á mér öskrar á meira. Eva: Pinku vont. Sóley: Súperdúper- extradextragott. Betra en hitt dökka eggið. Lovísa: Alveg geðveikt. Þetta er akkúrat það sem ég myndi velja. „Eftir- bragðið er eins og bensín 6,8 5,9 5,6 5,3 6,9 4,4 3,84 6,6 6,2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.