Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Síða 27
Vikublað 1.–3. apríl 2014 Lífsstíll Bílar 27 „Brjóstagjöf einkamál móður og barns“ É g ætla bara að láta þetta ráð­ ast,“ segir Gunnur Lilja Júlí­ usdóttir, sem er enn með 22 mánaða son sinn á brjósti. Gunnur Lilja segist hafa feng­ ið alls kyns viðbrögð við brjósta­ gjöfinni. „Ég hef verið spurð hvort hann sé virkilega enn þá á túttunni og meira að segja frá fólki ótengdu mér. En almennt sýnir fólk þessu skilning. Strákurinn er með fæðu­ óþol og ef ég er einhvers staðar þar sem ég get ekki gefið honum eitt­ hvað sem er öruggt er gott að geta treyst á brjóstið,“ segir hún en bæt­ ir við að eflaust væri hún enn með hann á brjósti þótt hann væri ekki með fæðuóþol. „Ég er mjög hlynnt tengslauppeldi og öllu sem snýr að því og brjóstagjöf er mjög stór hluti af góðum tengslum. Hann sofn­ ar út frá brjóstinu á kvöldin og rumskar einu sinni til tvisvar til að drekka. Það er ekkert mál. Hann kann á þetta og bjargar sér bara sjálfur og skopp­ ar yfir mig til að skipta um brjóst. Ég þarf ekkert að vakna þótt ég rumski kannski.“ Hún viður­ kennir að ef­ laust sé sonurinn háðari henni en gengur og gerist. „Almennt er hann mjög öruggur í samskiptum og félagslyndur og það eru fleiri ástæður en brjóstagjöf­ in fyrir því að hann sé svona háð­ ur mér. Við búum í Reykjavík en öll fjölskyldan er fyrir norðan og svo hefur pabbi hans verið að vinna en ég í námi svo ég sinni honum mun meira. Ég hef ekki enn þá far­ ið frá honum yfir nóttu enda hef ég enga þörf fyrir það. Ef ég þyrfti þess myndi ég finna lausn á því.“ n E lstu börnin voru saman á brjósti í eitt ár,“ segir Karen Gunnhildur Elísabetardótt­ ir, þriggja barna móðir og áhugakona um brjóstagjöf. Karen viðurkennir að hafa ver­ ið efins um brjóstagjöf eldri barna áður en hún varð sjálf mamma. „Ég man að mér fannst hálf furðu­ legt að sjá stálpuð börn drekka en þegar ég var sjálf komin í þessa stöðu fannst mér þetta svo ótrú­ lega eðlilegt. Mig langaði ekki að taka brjóstið af þeim fyrr en þau væru tilbúin.“ Elsta barn Karenar var á brjósti til þriggja ára og næstelsta barnið til tveggja og hálfs árs. Yngsta barnið hennar er hins vegar að­ eins fjögurra vikna. „Ég var ekkert mikið að auglýsa að ég væri ófrísk með barn á brjósti. Þetta var mest í huggulegheitum heima fyrir,“ segir hún og bætir við að hún hafi feng­ ið alls kyns tilmæli frá ljósmæðr­ um. „Sumar töldu að brjóstagjöf­ in gæti haft áhrif á samdrættina en ég ákvað að finna hvernig líkami minn brygðist við. Það var aldrei neitt vandamál.“ Staðfesting á ást Hún segir brjóstagjöfina hafa veitt elsta barninu staðfestingu á því að hún elskaði þau bæði jafn mik­ ið. „Þau voru svo yndisleg þegar þau voru saman á brjósti. Hann strauk henni um höfuðið og hélt í höndina hennar á meðan þau voru að drekka. Þetta var alveg yndislegt og hjálpaði honum varð­ andi afbrýðisemi. Mér hefur alltaf fundist brjósta­ gjöf tilvalið tæki til að tengjast börnunum aftur eftir leikskólann og til að vinna upp tímann sem maður hefur þurft að vera frá þeim yfir daginn. Svo þegar þau voru lasin fengu þau oftar. Það er ótrú­ lega mikil huggun í því að geta boðið þeim brjóstið þegar þau eru veik eða líður eitthvað illa.“ n Brjóstið er huggun Sofnar út frá brjóstinu K ostirnir eru þeir sömu og þegar börn­ in eru yngri. Mjólkin breytist voða­ lega lítið eftir því sem börnin eldast. Hún er enn rík af próteinum, fitu og vítamínum og verndar börn gegn veikind­ um og minnkar líkur á ofnæmi,“ segir Ingi­ björg Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og brjóstaráðgjafi, um kosti langrar brjóstagjaf­ ar. Tók fjögur börn að öðlast öryggi Ingibjörg á sjálf fjögur börn, á aldrinum 23 mánaða til sjö ára. Elsta barnið hafði hún á brjósti í níu mánuði, tvö næstu í 21 mánuð en það yngsta í þrjú ár og níu mánuði. „Það tók mig fjögur börn að fá loksins að vera í friði með þetta,“ segir hún brosandi en bæt­ ir við að með hverju barninu hafi hún orðið öruggari í móðurhlutverkinu. „Ég treysti mér betur til að taka ákvarðanir sjálf í stað þess að hugsa um skoðun fólksins í kring.“ Fordómar gegn ýmsu Ingibjörg, sem stendur fyrir námskeiðum í brjóstagjöf hjá fjölskyldumiðstöðinni Lygnu, segir gagnrýni á langa brjóstagjöf oft byggða á vanþekkingu. „Það eru miklir fordómar gagnvart ýmsu í brjóstagjöf, bæði gagnvart mæðrum sem hafa ekki börn sín á brjósti og þurfa að gefa pela og gagnvart mæðrum sem kjósa að vera með barn sitt lengur á brjósti en gengur og gerist. Margar mæður finna fyr­ ir þrýstingi á að hætta þegar barnið nær sex mánaða aldri og eftir eitt ár er þrýstingur­ inn orðinn mjög mikill. Ekki bara frá nánasta umhverfi heldur jafnvel frá ókunnugu fólki.“ Ein gagnrýnisröddin snýr að því að eldri börn gætu munað eftir brjóstagjöfinni. „Ég hef talað við fólk sem man eftir sinni brjósta­ gjöf og hef aldrei vitað um neinn sem segir að það séu ekki góðar minningar. Brjósta­ gjöf tengist hlýju og notalegheitum og slík­ ar minningar hljóta að vera mun ánægjulegri en margar aðrar,“ segir Ingibjörg og bætir við að börn sem búi við hlýju og öryggi verði ör­ uggir og sjálfstæðir einstaklingar. Ekki bara hippamömmur Aðspurð segir hún eldri brjóstbörn ekki háðari mæðrum sínum en gengur og gerst. „Eftir því sem börnin eldast tengja þau að þegar mamma er þá er brjóstið í boði en annars ekki. Ég mæli með fyrir foreldra að vera ekki að taka fyrir fram ákvarðanir um brjóstagjöf­ ina heldur láta hlutina frekar þróast. Það er mikill misskilningur að það séu bara hippa­ mömmur sem borða hörfræ sem eru lengi með börn sín á brjósti. Margar lögðu ekki upp með það í upphafi að vera með barnið lengi á brjósti en þannig æxluðust hlutirnir. Svo finnst mér að þetta eigi að vera einka­ mál hvers og eins, og jafnvel meira einka­ mál mömmunnar og barnsins heldur en föð­ urins,“ segir hún en bætir við að stuðningur föður sé mikilvægur. „Pabbarnir mæta oftast með á námskeiðin enda er stuðningur þeirra og móðurömmu gríðarlega mikilvægur. Með þeirra stuðningi eru meiri líkur á að hlutirnir gangi upp.“ n Tæplega fjögurra ára á brjósti„Það tók mig fjögur börn að fá loksins að vera í friði með þetta „Strákurinn er með fæðuóþol og ef ég er einhvers staðar þar sem ég get ekki gefið honum eitt- hvað sem er öruggt er gott að geta treyst á brjóstið. Gunnur Lilja Sonur Gunnar Lilju er 22 mánaða og enn á brjósti. Tengslauppeldi Sonur Gunnar sofnar út frá brjóstinu. Á myndinni er hann að athafna sig en aðferðirnar geta orðið ansi skrautlegar. Brjóstaráðgjafi Ingibjörg var með yngsta barnið á brjósti í þrjú ár og níu mánuði. Mynd Birna BryndíS ÞorkELSdóTTir karen Gunnhildur Karen segir brjóstagjöfina hafa hjálpað við afbrýðiseminni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.