Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 1.–3. apríl 201428 Lífsstíll Engiferið í frystinn Vinsældir engifers hafa aukist síðustu misseri þar sem margir nota rótina í ýmsa drykki og matar gerð. Gott ráð er að geyma engiferrótina í frystinum, þannig er auðveldara að rífa hana og hún geymist betur. Með þessari að- ferð er hægt að rífa hana svo fínt að það er ekki einu sinni þörf á að skræla hana. Einfaldur líkams- skrúbbur Fátt er betra fyrir húðina en að skrúbba burt dauðar húðfrumur með góðum líkamsskrúbbi. Afar auðvelt er að gera slíkan skrúbb heima hjá sér og eru til margar leiðir til þess. Ein leið er að gera skrúbb úr grænu tei, hunangi og sykri. Það eina sem þarf að gera er að hella upp á grænt te, svo sem piparmyntute, og setja tvær matskeiðar af því í skál. Þegar teið hefur kólnað er syk- ur settur út í það þar til bland- an verður þykk en samt þannig að auðvelt sé að bera hana á húð. Að lokum er matskeið af hunangi sett út í blönduna en þetta er svo borið á húðina eftir að hún hefur verið bleytt með vatni. Skrúbbinn má svo setja í lokaða krukku og geyma í allt að nokkrum vikum. Mjólkurlaus bananaís Ef þú átt banana sem eru orðn- ir mjög þroskaðir er oft gott að nota þá í bakstur eða matargerð. Það er einfalt og bragðgott að búa til ís úr bönunum. Það eina sem þarf að gera er að skera 2–3 banana niður í litla bita, setja í blandara ásamt smá vatni og þeyta. Blandan er síðan sett í form og fryst. A ð spila hinn gamalgróna tölvuleik Tetris í aðeins þrjár mínútur getur minnk- að löngun í mat, sígarettur eða tóbak umtalsvert að sögn vísindamanna. Fyrir þá fáu sem ekki hafa spilað leikinn var hann hannaður af Rúss- anum Alexey Pajitnov og kom á mark- að árið 1984. Takmark leiksins er að fá mismunandi lagaða kubba til að passa saman og reynir leikurinn á snerpu og samhæfingu spilarans. Rannsóknin sem leiddi þessar niðurstöður í ljós var framkvæmd af doktorsnemanum Jessicu Skorka- Brown sem stundar nám við Cognition Institute í Plymouth í Bretlandi ásamt prófessor Jackie Andrade. Andrade segir að þegar löngun í sætindi eða tóbak myndast vari hún oftast aðeins í nokkrar mínútur og á þeim tíma sér viðkomandi fyrir sér það sem hann langar í og ánægjuna sem því fylgir. Þessar tilfinningar valda því oft að fólk lætur eftir sér að neyta óhollustunnar en með því að taka stutt spil í Tetris hindrar maður að þessar hugsanir fái að myndast og freista viðkomandi. Rannsóknin var framkvæmd þannig að þátttakendur voru beðn- ir um að taka fram hvað þá langaði í og meta löngunina á styrkleikaskala. Þeim var síðan skipt í tvo hópa. Hópur A spilaði Tetris í nokkrar mínútur, en hópur B sat fyrir framan skjá þar sem þeim var sagt að leikurinn væri að hlaðast inn, en fengu aldrei að spila. Eftir þetta voru þátttakendurnir svo beðnir um að meta langanir sínar aftur og komu þá fyrrgreind- ar niðurstöður í ljós. Þær voru birt- ar nýverið í vísindaritinu Appetite Scientific Journal. „Að finnast maður hafa stjórn á hlutunum er mikilvægur hluti af því að halda sér frá freistingum og að spila Tetris er ein möguleg leið til þess að hafa stjórn á sér þegar löngun í sætindi eða aðra óhollustu kviknar.“ n Hættu að reykja með tetris Þrjár mínútur af Tetris geta kveðið niður löngun í sykur eða tóbak Leikjatölvur geta haft jákvæð áhrif á heilsu samkvæmt nýrri rannsókn. Einfalt og sniðugt í örbylgjuofninn n 5 uppskriftir sem auðvelt er að útbúa Oft langar mann að fá sér gott snarl en hefur kannski ekki mikinn tíma til þess að baka. Þá er gott að geta sett saman einfaldar en góðar uppskriftir með lítilli fyrirhöfn. Hér koma nokkrar uppskriftir sem þú ein- faldlega skellir í bolla og hitar í örbylgjuofninum. Bananabrauð n 3 msk. hveiti n 1,5 msk. sykur n 2 msk. púðursykur n 1/8 tsk. salt n 1/8 tsk. lyftiduft n 1/8 tsk. matarsódi n 1 egg 1/4 tsk. vanilludropar 1 msk. olía 1 msk. mjólk 1 þroskaður banani Aðferð Þekja skal stóran bolla að innan með bök- unarspreyi. Blandaðu saman þurrefnunum ásamt egginu og pískaðu saman. Svo er vanilludropunum, olíunni, mjólkinni og ban- ananum bætt saman við. Blöndunni er hellt í bollann og hitað í um það bil 2–3 mínútur. Bláberja- muffins n 30 gr frosin bláber n 1/4 bolli hörfræ n 1/2 tsk. lyftiduft n 2 msk. sykurlaust pönnukökusíróp n 1 eggjahvíta n 1/2 tsk. múskat Aðferð Blandið þurrefnunum saman og bætið síðan eggjahvítunni og sírópinu við. Þekjið stóran bolla að innan með bökunarspreyi og hellið blöndunni í. Hitið í örbylgjuofninum í eina og hálfa mínútu eða þar til kakan er tilbúin. Morgunverðar-eggjakaka n 1 egg n 1,5 msk. mjólk n Salt n Svartur pipar n 1/4 brauðsneið n 2 tsk. rjómaostur n Timjan eða graslaukur n Ca hálf skinkusneið Aðferð Pískið saman eggið og mjólkina með gaffli í bollanum. Saltið og piprið eftir smekk. Rífið brauðið í smá bita og hrær- ið út í ásamt skinkunni og rjómaostin- um. Stráið svo timjan eða graslauknum yfir. Hitið svo í örbylgjuofninum í rúma mínútu eða þar til rétturinn er tilbúinn. Smákaka með súkkulaðibitum n 1 msk. smjör n 1/4 bolli hveiti n 1 msk. sykur n 1 msk. púðursykur n 1/2 tsk. vanilludropar n Smá salt n 1 eggjarauða n 2 msk. súkkulaði í bitum Aðferð Hitaðu smjörið í örbylgjuofninum þar til það bráðnar en það má ekki sjóða. Bættu sykrin- um, vanilludropunum og saltinu saman við og hrærðu. Bættu eggjarauðunni svo saman við og hrærðu. Því næst er hveitinu bætt út í og loks súkkulaðibitunum. Blandan ætti að líkjast kökudeigi. Hitaðu í örbylgjuofninum í 40–60 sekúndur, en það ætti ekki að taka lengri tíma. Ostakaka n 60 gr. rjómaostur n 2 msk. sýrður rjómi n 1 egg n 1/2 tsk. sítrónusafi n 1/4 tsk. vanilludropar n 2,5 msk. sykur Aðferð Blandaðu öllu saman í bolla eða skál. Hit- aðu í 90 sekúndur á háum styrk og hrærðu í með um það bil 30 sekúndna millibili. Svo er kakan sett í kæli. Gott er að bæta muldum hnetum og ávöxtum ofan á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.