Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 4
Helgarblað 9.–12. maí 20144 Fréttir
L
ögreglan rannsakar nú
meint kynferðisbrot fyrr-
verandi starfsmanns Seðla-
banka Íslands en brotin eru
sögð hafa átti sér stað inn-
an veggja bankans. Er maðurinn
sagður hafa tekið ljósmyndir inni
á kvennaklósetti bankans. Sam-
kvæmt heimildum DV komst upp
um málið þegar meintur gerandi
sýndi kæranda ljósmyndir á síma
sínum á starfsmannaskemmtun
bankans.
Hefur DV heimildir fyrir því að
ljósmyndir hafi verið teknar af fleiri
en eini konu. Heimildir DV herma
auk þess að starfsmönnum bank-
ans hafi verið boðin sálfræðiaðstoð
sem og áfallahjálp í kjölfar þess að
upp komst um málið.
Sýndi kæranda myndirnar
Konan sem hefur kært manninn
vildi ekki tjá sig um málið meðan
rannsókn stæði yfir en staðfesti þó
meginatriði þess í samtali við DV.
„Það er bara ég sem hef kært þetta.
Ég vil helst ekki tjá mig meira um
þetta. Þetta er í rannsókn hjá lög-
reglunni og ég vil ekkert segja meira
um þetta meðan þetta er þar,“ segir
hún. Konan er hætt störfum í bank-
anum. DV er ekki kunnugt um með
hvaða hætti myndirnar voru teknar.
Lét af störfum
Maðurinn sagði sjálfviljugur upp
störfum í framhaldi þess að upp
komst um málið. Í samtali við DV
leggur kærandi áherslu á að mað-
urinn hafi hætt en ekki verið rekinn.
„Hann sagði upp. Ég vil bara hafa það
á hreinu að það var hans vilji,“ segir
hún. Maðurinn starfaði við upplýs-
ingasvið bankans og hafði hann starf-
að hjá bankanum til fjölda ára.
Þögn úr Seðlabankanum
Fyrst er DV sóttist eftir viðbrögðum
Seðlabankans sagðist Stefán Jóhann
Stefánsson, upplýsingafulltrúi bank-
ans, ekki kannast við málið en hann
myndi skoða það. Er DV hafði sam-
band við Stefán Jóhann á ný stuttu
síðar sagðist hann ekkert geta tjáð
sig um málið. „Ég get ekki tjáð mig
um starfsmannamál. Við fylgjum
lagafyrirmælum sem eru mjög skýr.
Það kemur mjög skýrt fram í upplýs-
ingalögum að ekki sé heimilt að veita
upplýsingar um starfsmenn, þannig
að ég get ekki veitt neinar upplýs-
ingar,“ sagði hann þá. Vildi hann ekki
segja af eða á hvort starfsmönnum
hafi verið boðin áfallahjálp eða hvort
meintur gerandi hafi verið rekinn
eða hvort hann hafi sagt upp störf-
um.
Hafði ekki heyrt af rannsókn
Er DV hafði samband við meintan
geranda kannaðist hann ekki við að
málið hefði verið kært til lögreglunn-
ar. Staðfesti hann þó að hann hafi
hætt störfum hjá Seðlabankanum í
kjölfar málsins. „Þú segir mér fréttir.
Skrítið að ég frétti ekki af því að þetta
sé lögreglumál. Þangað til að ég er
búinn að sjá hvað lögreglan segir
þá langar mig ekkert að ræða þetta,“
segir maðurinn. n
Kynferðisbrot innan
bankans rannsökuð
Starfsmaður Seðlabankans sakaður um að hafa tekið ljósmyndir inn á kvennaklósetti„Skrítið að
ég frétti
ekki af því að þetta
sé lögreglumál
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Seðlabankinn Fyrrverandi starfsmaður bankans
hefur kært annan starfsmann fyrir kynferðisbrot.
Lögreglan rannsakar málið. mynd Sigtryggur ari
Snjallsími Eftir því
sem DV kemst næst
var myndavélasími
notaður til þess að
mynda konurnar.
Fútúristi
heldur erindi
Kanadíski fjölmiðlamaðurinn
og fútúristinn Doug Stephens
verður aðalfyrirlesari á ráðstefn-
unni connectXion sem haldin
verður í Hörpu næstkomandi
mánudag. Kanadamaðurinn
hefur spáð í spilin og sagt fyrir
um hvernig þróun smávöru-
verslunar verði í framtíðinni
sem og hvernig kauphegðun
neytenda muni breytast með
tækniframförum. Telur hann
byltingu í smávöruverslun vera
á næsta leiti sem muni leiða til
„óhugsandi vaxtar“ á því sviði.
Samkvæmt fréttatilkynningu
skipuleggjenda ráðstefnunn-
ar hafa fimm hundruð manns
boðað komu sína, þar af þrjú
hundruð erlendir gestir.
Kosningavefur DV opnaður
Umfangsmesta verkefni Nýmiðladeildar DV til þessa
K
osningavefur DV verður
opnaður í hádeginu næst-
komandi þriðjudag. Á vefn-
um eru upplýsingar um
frambjóðendur í 32 sveitar-
félögum víðsvegar um landið. Með-
al efnis á vefnum er Kosningapróf
DV þar sem kjósendum býðst að
svara spurningum sem frambjóð-
endur hafa þegar svarað og kom-
ast að því með hvaða frambjóðanda
þeir eiga mesta málefnalega samleið.
Fjöldi spurninga er mismunandi eft-
ir sveitarfélögum en þær taka mið af
þeim málum sem til umræðu hafa
verið í hverju sveitarfélagi fyrir sig
auk almennra spurninga.
Nýmiðladeild DV hefur undan-
farna daga og vikur undirbúið vef-
inn í samstarfi við ritstjórn. Fram-
boðum í 32 stærstu sveitarfélögum
landsins, sem eru öll sveitarfélög
með yfir 1.000 íbúa, er boðin þátt-
taka á vefnum. Það þýðir að mikill
meirihluti kjósenda getur notað vef-
inn til að komast í kynni við fram-
bjóðendur í sveitarfélaginu sínu
fyrir kosningarnar. Þetta er fjórða
útgáfan af kosningavef DV en áður
hefur slíkur vefur verið opnaður
fyrir stjórnlagaþingskosningar, for-
setakosningar og alþingiskosningar.
Útgáfan nú er sú stærsta hingað til.
Ekki er hægt að segja annað en að
síðasti kosningavefur DV, sem settur
var upp fyrir alþingiskosningarnar
2013, hafi slegið í gegn. Rúmlega
70 þúsund tóku kosningaprófið og
frambjóðendur birtu tugi greina um
stefnu sína. Í það skipti tóku um 270
frambjóðendur þátt en þá var öll-
um í efstu fimm sætum framboða
í hverju kjördæmi boðin þátttaka.
Núna er frambjóðendum í sætum
sem nema hreinum meirihluta
bæjar fulltrúa í hverju sveitarfélagi
fyrir sig sem er boðið að vera með. n
adalsteinn@dv.is
Styttist í kosningar Sveitarstjórnar-
kosningar 2014 fara fram síðustu helgina
í maí. Framboðsfrestur rann út 10. maí
síðastliðinn. mynd Sigtryggur ari
Viskubrunnur
fékk Foreldra-
verðlaun
Foreldraverðlaun Heimilis og
skóla – landssamtaka foreldra
voru afhent í nítjánda skipti á
fimmtudag við athöfn í Þjóð-
menningarhúsinu. Hlaut þar
verkefnið Viskubrunnur verð-
laun samtakanna. Viskubrunn-
ur er verkefni sem hefur verið
unnið á Seyðisfirði og er spurn-
ingakeppni þar sem foreldrar,
starfsfólk og nemendur Seyðis-
fjarðarskóla sameina krafta sína
við undirbúning og söfnun fyrir
skólaferðalagi níunda og tíunda
bekkjar skólans til Danmerkur. Í
umsögn dómnefndar var sagt að
verkefnið væri merkilegt í ljósi
þess að samvinna bæjarfélagsins
hafi verið forsenda þess.