Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 6
6 Fréttir Helgarblað 9.–12. maí 2014 Skalli enn í rannSókn n Anna varð fyrir líkamsárás n Ekki ljóst hvort það verður ákært L ögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur líkamsárás á Önnu Guðjónsdóttur, konu á níræðisaldri, enn til rann- sóknar. Nágranni Önnu réðst á hana fyrir utan heimili hennar við Njálsgötu í Reykjavík í mars síðast- liðnum þegar hún var að gæla við hund nágrannans. Í svari við fyrir- spurn DV um hvort málið væri kom- ið í ákæruferli kemur fram að málið sé enn á rannsóknarstigi hjá lög- reglunni. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókninni lýkur eða hvort fyr- irhugað er að saksóknari ákæri manninn, Guðlaug Helga Valsson, sem réðst á Önnu þann 28. mars síðastliðinn. Var að tala við „elsku hundinn“ Í ítarlegu viðtali við DV í mars lýsti Anna því hvernig hún var að viðra sig fyrir utan heimili sitt við Njáls- götu. Hún hefur búið þar í um fjöru- tíu ár og þekkir velflest dýrin í hverf- inu. Anna, sem er mikill dýravinur, var að kjá framan í hund sem var á baklóð við Njálsgötuna, nokkrum húsum neðar en Anna býr. Hund- urinn var tjóðraður við vegg sem aðskilur garðana í götunni, en sjálf stóð Anna við einn vegginn. „Ég stóð bara þarna við vegginn um eft- irmiðdaginn. Ég var búin að vera að labba einn hring í garðinum. Ég var að horfa á elsku hundinn – og hund- urinn á mig,“ sagði Anna. Þá kem- ur maðurinn askvaðandi og segir: „Láttu hundinn í friði.“ Svo skallar hann mig svona,“ sagði Anna í við- talinu. Hún reyndi að ræða við Guð- laug, benti honum á að hún væri dýravinur og hefði aðeins ætlað að sýna hundinum vinarþel. „Ég sagði við hann: „Ég er nú bara dýravinur, væni minn. Hver andskotinn er eig- inlega að þér?“ sagði Anna, en þá rétti Guðlaugur henni höndina og baðst afsökunar. Anna sagðist vera steinhissa á þessu, enda hefði hún aldrei lent í öðru eins. „Við horfð- um á þetta gerast út um gluggann, heyrðum læti. Ég sá manninn rífa í kápu konunnar með báðum hönd- um og skalla hana beint í andlitið. Það var virkilega óhugnanlegt að verða vitni að þessu,“ sagði ná- granni Önnu í viðtali við DV, sem sagði þetta hafa verið alveg ótrú- legt. Mikill marblettur Í andliti Önnu var stór og mikill mar- blettur eftir árásina, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Anna leitaði sér læknisaðstoðar; fékk áverkavott- orð, var útskrifuð sama dag og þótti hafa sloppið vel miðað við aðstæð- ur. Anna ræddi við lögregluna eftir árásina og voru teknar af henni skýr- slur. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Guðlaugur játað árásina hjá lögreglu við skýrslutökur. Hann var handtekinn þetta sama kvöld vegna gruns um að hann hefði brotið rúð- ur í bílum í Norðurmýrinni í Reykja- vík. Guðlaugur hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og á að baki sér marga dóma. Leigusali hans sagði honum upp leigunni á Njálsgötu mánudaginn eftir árásina á Önnu. n „Ég sá mann- inn rífa í kápu konunnar með báðum hönd- um og skalla hana beint í andlitið Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Mikið mar Það stórsá á Önnu eftir líkamsárásina. Hér stendur hún við garðinn á Njálsgötu. Mynd Sigtryggur Ari Ekið á gangandi vegfaranda við Mýrargötu Ekið var á gangandi vegfar- anda við Mýrargötu í hádeg- inu á fimmtudag. Pallbíl var ekið á manneskjuna sem var á leið yfir götuna en vegafarend- ur hlúðu að henni þar til lögregla og sjúkrabílar mættu á vettvang. Ökumenn sem komu að slystað áður en lögregla kom á vettvang virtust ekki hafa áttað sig á stöðu mála og flautuðu á fólkið sem var að hlúa að manneskjunni. Mikil fjölgun hefur orðið á umferð gangandi vegfarenda á svæðinu samfara fjölgun ferðamanna og uppbyggingu á veitingastöðum og hvalaskoðun, en um er að ræða algenga gönguleið úr miðborgarkjarnan- um á Gömlu höfnina. „Sáralítið“ í þrotabúi Björgólfs Sáralítið er til í búi Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs gamla Landsbankans og fjárfestis, að sögn skiptastjóra. Viðskiptablaðið greindi frá þessu á fimmtudag og hafði eftir Sveini Sverrissyni skiptastjóra: „Það er sáralítið til í búinu upp í kröfur.“ Eignir hans, sem námu um 143 milljörðum króna þegar mest var, hafa horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hluta- bréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegrar verð- mætarýrnunar annarra fyrir- tækja, sem hann var hluthafi í. Björgólfur lýsti sig gjaldþrota árið 2009. Heildarkröfur í bú hans nema rúmlega hundrað milljörðum króna. J ón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkj- unum, segist ekki ætla að gefa upp nafn áhrifamanns úr ís- lensku viðskiptalífi sem kvartaði yfir skrifum hans um íslensk sam- félagsmál við deildarforseta Colu- mbia-háskóla. Kjarninn greindi frá þessum afskiptum í gær, fimmtu- dag. Hagfræðingurinn hefur beitt sér nokkuð í umræðunni á Íslandi og meðal annars fjallað með gagn- rýnum hætti um kvótakerfið. Skrif hans virðast hafa farið fyrir brjóstið á áhrifamönnum í viðskiptalífinu á Íslandi og ritaði einn þeirra bréf til deildarforseta hagfræðideildar Columbia-háskóla til að fetta fing- ur út í skrif Jóns. Deildarforsetinn sagði hins vegar við áhrifamanninn að Jón væri frjáls að skoðunum sín- um og gæti viðrað þær að vild. DV innti Jón eftir því á fimmtu- dag hvort hann væri reiðubúinn að gefa upp nafn mannsins sem kvart- aði undan honum og umræðu hans á Íslandi. Í tölvupósti til blaða- manns DV sagðist Jón hins vegar ekki ætla að gefa nafn hans upp. Benda má á að í leiðara dagsins er fjallað um þessa þöggunartilburði áhrifamanna í samfélaginu gagn- vart fræðimönnum. n ingi@dv.is Jón gefur ekki upp nafnið Áhrifamaður úr íslensku viðskiptalífi gagnrýndi hagfræðinginn bréfleiðis. nafnið liggur ekki fyrir Nafn áhrifamannsins sem gagnrýndi skrif Jóns Steinsson- ar um samfélagsmál á Íslandi liggur ekki fyrir. Jón ætlar ekki að gefa það upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.