Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Qupperneq 6
6 Fréttir Helgarblað 9.–12. maí 2014 Skalli enn í rannSókn n Anna varð fyrir líkamsárás n Ekki ljóst hvort það verður ákært L ögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur líkamsárás á Önnu Guðjónsdóttur, konu á níræðisaldri, enn til rann- sóknar. Nágranni Önnu réðst á hana fyrir utan heimili hennar við Njálsgötu í Reykjavík í mars síðast- liðnum þegar hún var að gæla við hund nágrannans. Í svari við fyrir- spurn DV um hvort málið væri kom- ið í ákæruferli kemur fram að málið sé enn á rannsóknarstigi hjá lög- reglunni. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókninni lýkur eða hvort fyr- irhugað er að saksóknari ákæri manninn, Guðlaug Helga Valsson, sem réðst á Önnu þann 28. mars síðastliðinn. Var að tala við „elsku hundinn“ Í ítarlegu viðtali við DV í mars lýsti Anna því hvernig hún var að viðra sig fyrir utan heimili sitt við Njáls- götu. Hún hefur búið þar í um fjöru- tíu ár og þekkir velflest dýrin í hverf- inu. Anna, sem er mikill dýravinur, var að kjá framan í hund sem var á baklóð við Njálsgötuna, nokkrum húsum neðar en Anna býr. Hund- urinn var tjóðraður við vegg sem aðskilur garðana í götunni, en sjálf stóð Anna við einn vegginn. „Ég stóð bara þarna við vegginn um eft- irmiðdaginn. Ég var búin að vera að labba einn hring í garðinum. Ég var að horfa á elsku hundinn – og hund- urinn á mig,“ sagði Anna. Þá kem- ur maðurinn askvaðandi og segir: „Láttu hundinn í friði.“ Svo skallar hann mig svona,“ sagði Anna í við- talinu. Hún reyndi að ræða við Guð- laug, benti honum á að hún væri dýravinur og hefði aðeins ætlað að sýna hundinum vinarþel. „Ég sagði við hann: „Ég er nú bara dýravinur, væni minn. Hver andskotinn er eig- inlega að þér?“ sagði Anna, en þá rétti Guðlaugur henni höndina og baðst afsökunar. Anna sagðist vera steinhissa á þessu, enda hefði hún aldrei lent í öðru eins. „Við horfð- um á þetta gerast út um gluggann, heyrðum læti. Ég sá manninn rífa í kápu konunnar með báðum hönd- um og skalla hana beint í andlitið. Það var virkilega óhugnanlegt að verða vitni að þessu,“ sagði ná- granni Önnu í viðtali við DV, sem sagði þetta hafa verið alveg ótrú- legt. Mikill marblettur Í andliti Önnu var stór og mikill mar- blettur eftir árásina, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Anna leitaði sér læknisaðstoðar; fékk áverkavott- orð, var útskrifuð sama dag og þótti hafa sloppið vel miðað við aðstæð- ur. Anna ræddi við lögregluna eftir árásina og voru teknar af henni skýr- slur. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Guðlaugur játað árásina hjá lögreglu við skýrslutökur. Hann var handtekinn þetta sama kvöld vegna gruns um að hann hefði brotið rúð- ur í bílum í Norðurmýrinni í Reykja- vík. Guðlaugur hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu og á að baki sér marga dóma. Leigusali hans sagði honum upp leigunni á Njálsgötu mánudaginn eftir árásina á Önnu. n „Ég sá mann- inn rífa í kápu konunnar með báðum hönd- um og skalla hana beint í andlitið Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Mikið mar Það stórsá á Önnu eftir líkamsárásina. Hér stendur hún við garðinn á Njálsgötu. Mynd Sigtryggur Ari Ekið á gangandi vegfaranda við Mýrargötu Ekið var á gangandi vegfar- anda við Mýrargötu í hádeg- inu á fimmtudag. Pallbíl var ekið á manneskjuna sem var á leið yfir götuna en vegafarend- ur hlúðu að henni þar til lögregla og sjúkrabílar mættu á vettvang. Ökumenn sem komu að slystað áður en lögregla kom á vettvang virtust ekki hafa áttað sig á stöðu mála og flautuðu á fólkið sem var að hlúa að manneskjunni. Mikil fjölgun hefur orðið á umferð gangandi vegfarenda á svæðinu samfara fjölgun ferðamanna og uppbyggingu á veitingastöðum og hvalaskoðun, en um er að ræða algenga gönguleið úr miðborgarkjarnan- um á Gömlu höfnina. „Sáralítið“ í þrotabúi Björgólfs Sáralítið er til í búi Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs gamla Landsbankans og fjárfestis, að sögn skiptastjóra. Viðskiptablaðið greindi frá þessu á fimmtudag og hafði eftir Sveini Sverrissyni skiptastjóra: „Það er sáralítið til í búinu upp í kröfur.“ Eignir hans, sem námu um 143 milljörðum króna þegar mest var, hafa horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hluta- bréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegrar verð- mætarýrnunar annarra fyrir- tækja, sem hann var hluthafi í. Björgólfur lýsti sig gjaldþrota árið 2009. Heildarkröfur í bú hans nema rúmlega hundrað milljörðum króna. J ón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkj- unum, segist ekki ætla að gefa upp nafn áhrifamanns úr ís- lensku viðskiptalífi sem kvartaði yfir skrifum hans um íslensk sam- félagsmál við deildarforseta Colu- mbia-háskóla. Kjarninn greindi frá þessum afskiptum í gær, fimmtu- dag. Hagfræðingurinn hefur beitt sér nokkuð í umræðunni á Íslandi og meðal annars fjallað með gagn- rýnum hætti um kvótakerfið. Skrif hans virðast hafa farið fyrir brjóstið á áhrifamönnum í viðskiptalífinu á Íslandi og ritaði einn þeirra bréf til deildarforseta hagfræðideildar Columbia-háskóla til að fetta fing- ur út í skrif Jóns. Deildarforsetinn sagði hins vegar við áhrifamanninn að Jón væri frjáls að skoðunum sín- um og gæti viðrað þær að vild. DV innti Jón eftir því á fimmtu- dag hvort hann væri reiðubúinn að gefa upp nafn mannsins sem kvart- aði undan honum og umræðu hans á Íslandi. Í tölvupósti til blaða- manns DV sagðist Jón hins vegar ekki ætla að gefa nafn hans upp. Benda má á að í leiðara dagsins er fjallað um þessa þöggunartilburði áhrifamanna í samfélaginu gagn- vart fræðimönnum. n ingi@dv.is Jón gefur ekki upp nafnið Áhrifamaður úr íslensku viðskiptalífi gagnrýndi hagfræðinginn bréfleiðis. nafnið liggur ekki fyrir Nafn áhrifamannsins sem gagnrýndi skrif Jóns Steinsson- ar um samfélagsmál á Íslandi liggur ekki fyrir. Jón ætlar ekki að gefa það upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.