Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 8
Helgarblað 9.–12. maí 20148 Fréttir Vita lítið um olíutankinn í Mývatni Tankurinn fannst tíu árum eftir að hann sökk í vatnið O líutankur sem leitað hefur verið að í Mývatni síðan árið 2004 fannst á miðvikudag, þegar Landhelgisgæslan leit­ aði hans með málmleitartæki. Kísil­ iðjan bar ábyrgð á atvikinu en fann tankinn aldrei. Tankurinn fór í vatnið þegar dráttarbátur Kísiliðjunnar fór á hliðina en minnstu munaði að hann sykki. Starfsmenn tóku þó ekki eft­ ir því að tankurinn var horfinn fyrr en þeir höfðu komið bátnum í land. Kísil iðjan var lögð niður árið 2004 og segir fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Kristján Björn Garðars­ son, að ákaft hafi verið leitað að tank­ inum. „Það var búið að tæma úr tank­ inum, það er lítið sem ekkert af olíu eftir. Við leituðum stíft að honum, við flugum yfir vatnið, og slæddum á bát og einnig kom kafari sem fór í leiðangra um svæðið,“ segir Kristján Björn. Verkefnið naut ekki forgangs hjá Umhverfisstofnun, sem tók við mál­ inu þegar Kísiliðjan var lögð niður. „Ástæða þess að málið var ekki tek­ ið upp fyrr er sú að við höfðum litl­ ar áhyggjur af því að það yrði meng­ unarslys vegna tanksins. Svo þegar við vorum að vinna að verndaráætl­ un fyrir verndun Mývatns og Laxár þá kom þetta mál upp aftur. Þarna er tankur sem við höfum litla vitneskju um, hversu mikil olía er eftir og hvort eitthvað hafi lekið út. Hugsanlega er mengunarhætta af honum og þess vegna viljum við leita að honum,“ seg­ ir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri á náttúrusviði Umhverfisstofnunar. Er það ekki alltaf alvarleg mengun þegar hlutir á borð við þennan sökkva í vatnið, sérstaklega á svæði sem er svo viðkvæmt? „Við viljum auðvitað ekki að það sé olíutankur í Mývatni þó það sé engin bráð mengunarhætta. Svo er spurningin sú, ef það er mik­ ið af seti ofan á tanknum, þýðir það þá hugsanlega meira rask en að láta hann vera? Það þarf að meta, eftir að­ stæðum,“ segir Ólafur Arnar. n Mengun í Mývatni Umhverfisstofnun hafði litlar áhyggjur af mengunarslysi vegna tanksins en hefur nú hafið leit að honum að nýju. Tankurinn sökk eftir að olíu hafði verið dælt úr honum, en ekki er vitað hversu mikið magn olíu var eftir í honum. Mynd Sigtryggur Ari Reyndi að grafa undan Jóni Áhrifamaður í íslensku atvinnu­ lífi reyndi að grafa undan hag­ fræðingnum Jóni Steinssyni hjá vinnuveitendum hans í Colum­ bia­háskóla. Maðurinn sendi deildarforseta hagfræðideildar Columbia bréf og gagnrýndi skrif Jóns um íslensk samfélags­ mál. Frá þessu var greint í Kjarn­ anum sem kom út á fimmtudag. Í samtali við Kjarnann vill Jón ekki greina frá því hver um­ ræddur áhrifamaður er en skrif hagfræðingsins, meðal annars um íslenska kvótakerfið, hafi oft vakið athygli og umtal á Íslandi í gegnum tíðina. Umfjöllun Kjarnans fylgir í kjölfar könnun­ ar sem miðillinn greindi frá í síðustu viku þar sem fram koma upplýsingar um að margir há­ skólamenn telji fræðilegu sjálf­ stæði sínu ógnað af ráða­ og áhrifamönnum í samfélaginu. Í viðtali við blaðið segir Jón að deildarforsetinn hafi tjáð áhrifamanninum að hann myndi ekkert aðhafast í málinu þar sem hagfræðingurinn nyti frelsis til að taka þátt í opinberri umræðu. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfirmann hag­ fræðideildar í Columbia, sem þeir hafa augljóslega engin tök á, þá getur maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar einhver í háskólum á Íslandi skrifar eitt­ hvað svona,“ segir Jón í umfjöll­ uninni. Styrkja efna- litlar konur til náms Í tilefni af mæðradeginum verð­ ur mæðradagsblómið, falleg rós, selt um helgina í Kringlunni til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykja­ víkur. Menntunarsjóðurinn var stofnaður árið 2012 og hefur það að markmiði að styrkja efnalitlar konur til náms. Sjóðurinn aflar sér fjár með því að selja mæðra­ dagsblóm sem og leita styrkja hjá stofnunun og fyrirtækjum, að því er segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd. „Margir hafa brugðist mjög vel við, ekki síst Íslenskir blómabændur og Blómaval, en hluti af mæðra­ dagsblómvendi þeirra rennur til Menntunarsjóðsins. Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt rúmlega 20 konur til margs konar náms og á næstunni verður auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir næsta skólaár,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Rannsaka milljóna fjárdrátt í Skagafirði F yrrverandi starfsmaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar er talinn hafa dregið sér á þriðja tug milljóna króna á nokkurra ára tímabili. Fjár­ munirnir voru í eigu sveitarfélagsins. Málið er til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og er rannsókn­ in langt á veg komin samkvæmt heimildum DV. Sveitarfélagið kærði fjárdráttinn til embættisins eftir að upp komst um hann fyrir nokkrum vikum. Starfsmaðurinn lét af störf­ um hjá sveitarfélaginu fyrir nokkrum mánuðum. Eftir að sveitarfélagið kærði fjár­ dráttinn fóru starfsmenn á vegum embættis sérstaks saksóknara norð­ ur á Sauðárkrók til að rannsaka mál­ ið. Starfsmaðurinn fyrrverandi sem talinn er hafa dregið sér féð var með­ al annars yfirheyrður í rannsókninni. Samkvæmt heimildum DV liggja málavextir fyrir að mestu leyti. Eins og einn af heimildarmönn­ um DV segir þá er það mikið högg fyrir sveitarfélag eins og Skagafjörð þegar 28 milljónir króna hverfa af reikningum þess. Annar heimildar­ maður blaðsins nefnir að sú stað­ reynd að fjárdrátturinn átti sér stað yfir nokkurra ára tímabil bendi til þess að eftirlit með fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins sé ekki eins og best verður á kosið. Sveitarstjórinn lætur ekki ná í sig DV hefur reynt ítrekað að ná tali af Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en það hefur ekki gengið. DV hefur hringt í farsíma Ástu og skilið eftir ítrekuð skilaboð á skrifstofu sveitarfélagsins með beiðni um að hún hafi samband við blaðið vegna málsins. Líkt og áður segir var það sveitar­ félagið sjálft sem kærði málið en Bjarni Jónsson er forseti sveitar­ stjórnarinnar. DV hefur heldur ekki náð tali af Bjarna vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Annað málið í vikunni Fjárdráttarmálið er annað málið sem kemur upp í vikunni þar sem fjármunir hafa horfið af reikning­ um í eigu sveitarfélaga á Norður­ landi vestra með óhefðbundnum hætti. DV greindi frá því á þriðju­ daginn að nærri sjö milljónir króna hefðu verið teknar út af reikningi Atvinnu þróunarfélags Norðurlands vestra, félagi sem er í eigu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Peningarnir fóru af reikningi At­ vinnuþróunarfélagsins og inn á persónulega reikninga aðila sem tengjast starfsemi þess. Eftir að pen­ ingarnir höfðu verið teknir út af reikningi félagsins í Arion banka var reikningnum eytt enda engin innistæða eftir á honum. Um var að ræða peninga sem voru eftirstöðvar styrkja sem Atvinnuþróunarfélagið hafði fengið. Bjarni Jónsson er einnig for maður þess félags og sagði hann í samtali við DV í vikunni að málið væri til rannsóknar og að lögmannsstofan Lögmenn Höfðabakka svaraði fyrir málið fyrir hönd Sambands sveitar­ félaga á Norðurlandi vestra. KPMG rannsakar það mál og er niðurstöðu að vænta úr því samkvæmt því sem Bjarni sagði við DV á þriðjudaginn. Eins og er þá er ekki hægt að fullyrða neitt um af hverju peningarnir voru teknir út af reikningi félagsins eða hvort það hafi verið gert í ólögmæt­ um tilgangi. Stutt í sveitarstjórnarkosningar Bæði þessi mál eru á vitorði margra íbúa í Skagafirði og nærliggjandi sveitarfélögum á Norðurlandi. Lík­ legt má telja að þau komi sér illa fyrir stjórnendur sveitarfélagsins þar sem um er að ræða umtalsverða fjármuni. Hugsanlegt er að yfirvöld í sveitarfélaginu hafi viljað að um­ ræða um þessi tvö mál færi ekki hátt í ljósi yfirvofandi sveitarstjórnarkosn­ inga. Forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa í það minnsta ekki gefið færi á viðtölum við DV. n Starfsmaður sveitarfélagsins talinn hafa dregið sér á þriðja tug milljóna ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kærði fjárdrátt Forsvarsmenn Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar kærðu fjárdrátt konunnar. Bjarni Jónsson er formaður sveitarstjórnarinnar. „Sveitarfé- lagið kærði fjárdráttinn til embættisins Annað málið í vikunni Fjárdráttarmálið er ann- að málið í vikunni sem kemur upp á Sauðárkróki þar sem fjármunir hafa horfið með óeðlilegum hætti af reikningum tengdum sveitarfélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.