Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 9.–12. maí 201410 Fréttir É g hef fætt tvö börn án verkja- lyfja en þetta var sársauki sem ég hafði aldrei upplifað áður og réð ekki við.“ Þetta segir Erla Kolbrún Óskarsdóttir, sem þurfti að gangast undir aðgerð hjá kvensjúkdómalækni árið 2012 vegna endaþarmssigs sem hún fékk í kjölfar fæðinga dætra sinna. Mál læknisins sem framkvæmdi aðgerðina er til skoðunar hjá emb- ætti landlæknis. Erla Kolbrún seg- ir að í ljós hafi komið að læknirinn, Edward Kiernan, hafi notað aðferð sem ekki hafi tíðkast í áratugi. Hún segist hafa upplifað gríðarmikinn sársauka og hafi glímt við mikla andlega erfiðleika síðan. Læknirinn vísar því, í samtali við DV, á bug að aðferðin sem hann hafi notað við aðgerðina sé úrelt. „Ég geri þessa aðgerð enn í dag al- veg nákvæmlega eins.“ Fjórar kvartanir Konur sem leita hjálpar kvensjúk- dómalæknis glíma oftast við afar persónulega og viðkvæma erfið- leika. Vandamál tengd æxlunarfær- um, móðurlífi og endaþarmi eru þess eðlis að sjúklingar veigra sér gjarnan við að flíka þeim. Það allra heilagasta er falið á hendur kven- sjúkdómalæknum, en á undanförn- um árum hefur ítrekað verið kvartað til landlæknis vegna tiltekins kven- sjúkdómalæknis, Edwards Kiernan. Edward er kominn á aldur og mun, samkvæmt heimildum DV, láta af störfum á þessu ári. Anna Björg Aradóttir, sviðs- stjóri hjá embætti landlæknis, seg- ist í samtali við DV ekki geta gef- ið upplýsingar um fjölda kvartana á hendur tilteknum heilbrigðis- starfsmönnum á grundvelli upp- lýsingalaga. Blaðamaður veit af fjórum konum sem hafa kvartað undan lækninum frá árinu 2011. Í tveimur af fjórum málum hefur landlæknir kveðið á um að Edward hafi ekki gert mistök, einu sinni fékk hann áminningu og bíður Erla Kolbrún enn niðurstöðu. Anna Björg segir fjórar kvartanir á jafn stuttu tímabili tilefni til frek- ari athugunar af hálfu landlæknis, en hún geti ekki sagt til um hvort það hafi verið gert í tilfelli Edwards. Þá getur hún ekki staðfest hvort kvartanirnar séu fleiri en þær sem blaðamaður nefndi. Hélt að þetta væri eðlilegt Erla Kolbrún fór fyrst að kenna sér meins í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2006. Þegar sú yngri fæddist síðan árið 2010 ágerð- ist vandamálið en hún átti orðið í miklum vandræðum með daglegar athafnir eins og hægðalosun og að halda þvagi. „Ég var að sjálfsögðu ekki sátt við hvernig líkaminn minn hagaði sér en hélt samt að þetta væru bara eðlilegir fylgikvillar þess að eignast barn,“ segir Erla sem beið með það fram á haustið 2012 að leita til kvensjúkdómalæknis. Í framhaldinu var hún greind með svokallað endaþarmssig sem getur meðal annars komið í kjöl- far erfiðrar fæðingar. Þá verður slit í afturvegg legganga sem veldur því að neðsti hluti ristilsins þrýstist niður í leggöng. Til þess að lagfæra slitið þurfti Erla að fara í grindar- botnsaðgerð. „Læknirinn sagði við mig að það væri rosalega auðveld aðgerð og ég yrði fljót að jafna mig. Eftir sex vikur yrði ég orðin eins og ný manneskja og laus við þetta vandamál. Hann nánast upphóf aðgerðina,“ segir Erla. Þar sem vandamálið var mjög langt gengið vildi læknirinn drífa Erlu í aðgerð. Hins vegar eru einungis tveir læknar sem fram- kvæma grindarbotnsaðgerð á kvennadeild Landspítalans og þar af leiðandi eins til tveggja ára bið eftir því að komast í aðgerð. „Þá benti hann mér á Edward Kiernan á Akranesi og sagði að það væri mjög stutt bið hjá honum. Hann væri mjög fær og með mikla reynslu,“ segir Erla sem leist vel á þessa, að því ert virtist, einföldu lausn. Ann- að átti hins vegar eftir að koma á daginn. Missti meðvitund vegna verkja Tveimur mánuðum síðar lagðist Erla undir hnífinn. Hún fékk ekki að hitta Edward fyrir aðgerðina heldur var hún svæfð fljótlega eftir að hún kom á sjúkrahúsið og komið inn á skurðstof- una. Þegar hún rankaði við sér fann hún strax fyrir skerandi verk „þarna niðri“, eins og hún orðar það, verk sem jafnvel morfín gat ekki slegið á. „Ég kvartaði mikið yfir honum en mér var aldrei sagt hvers vegna hann væri svona slæmur, heldur bara sagt að stundum væru kon- ur aumar eftir þessa aðgerð. Ég hef fætt tvö börn án verkjalyfja en þetta var sársauki sem ég hafði aldrei upplifað áður og réð ekki við,“ rifjar Erla upp en hún segir fyrstu sólar- hringana eftir aðgerðina hafa verið algjöra martröð. Aldrei hafi tekist að verkjastilla hana, hún hafi ekkert sofið held- ur gróf hún andlitið ofan í kodd- ann og grét. Hún segir starfsfólk sjúkrahússins á Akranesi hafa sýnt henni lítinn skilning og Edward sagðist viss um að verkirnir hyrfu þegar saumarnir yrðu teknir, fimm dögum eftir aðgerðina. Erla var síðan útskrifuð þremur dögum eftir aðgerðina þrátt fyrir að verkirnir væru ekkert skárri. Hún komst hins vegar fljótlega að því að hún gæti ekki verið heima hjá sér með svona slæma verki og leit- aði sér aðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans þaðan sem hún var send aftur á Akranes. „Ég var farin að missa meðvitund vegna verkja,“ segir Erla. Bað hann að hætta „Þarna vildi ég óska þess að ég hefði haft rænu og þrek til að krefjast þess að hann gerði eitthvað fyrir mig. Deyfði mig vel og tæki saumana. Sendi mig á kvennadeildina á Landspítalanum til að fá annað álit, eða bara eitthvað. En vegna þreytu og verkja þá var rökhugsunin ekki í lagi. Ég hafði lagt allt mitt traust á þennan lækni og treysti því að hann væri að gera allt það sem hann gæti fyrir mig,“ segir Erla en það tekur augljóslega á hana að rifja upp dag- ana eftir aðgerðina. Á fimmta degi kom Edward til Erlu og sagðist þurfa að taka saumana snöggvast því hann væri að drífa sig í aðgerð, segir hún. „Ég bað hann aðeins um að bíða og tala við mig því ég væri mjög kvíðin fyrir saumatökunni,“ segir Erla. Hún segir að Edward hafi hins vegar ekki orðið við þeirri bón. Erla hafi því komið sér fyrir á stól sem not- aður er til kvenskoðunar, enn sár- kvalin af verkjum. „Hann byrjaði á því að glenna upp leggöngin en ég bað hann um að fara varlega því mér þætti þetta óbærilega vont. Hann skipaði mér að liggja kyrri og glenna fæturna betur í sundur, sem ég gat ekki. Þá fann ég allt í einu þegar hann reif annan sauminn úr án þess að vara mig við. Ég greip í hjúkrunarfræðinginn, öskraði hátt og bað hann um að hætta. Þau bæði skömmuðu mig fyrir að vera með læti og töluðu niður til mín, líkt og ég væri óþægur krakki. Mér leið eins og það væri verið að ráðast á mig. Ég hélt áfram að tala um að ég gæti þetta ekki. Þá reif hann seinni sauminn úr. Þarna datt ég út í smá stund vegna sársauka. Næst skipaði hann mér að standa upp og sagði að ég mætti fara heim. Þegar ég stóð upp sagði hann við mig að ég hafi greinilega ekkert sársaukaþol, þoli ekki smá- vægilegan sársauka. Þarna fékk ég nóg og fór að hágráta.“ Aftur á bráðamóttöku Raunum Erlu lauk ekki þarna því eins og hana grunaði voru það ekki saumarnir sem ollu þessum mikla sársauka sem hún fann, að minnsta kosti ekki þessir saum- ar. Síðar í vikunni leitaði Erla enn og aftur upp á bráðamóttöku, sár- kvalin af verkjum. Erla var í kjölfarið send á kvennadeild Landspítalans í frek- ari rannsóknir. Þar mætti henni allt annað viðmót en hún hafði fengið á Akranesi. Henni var sýndur skiln- ingur og henni gert fullljóst að þessi sársauki væri ekki eðlilegur. Í ljós kom að Edward hafði í að- gerðinni saumað beint í grindar- botnsvöðvann sjálfan í stað þess að nota bandvef líkt og vana- lega er gert. Erlu var sagt af lækn- um að hætt hefði verið að nota fyrrnefndu aðferðina fyrir áratug- um vegna þess að töluverð hætta væri á að hitta á taugar í þeirri að- gerð. „Þetta útskýrði verkina. Þetta voru sem sagt taugaverkir sem þurfti að meðhöndla með sérstök- um taugaverkjalyfjum. Þess vegna höfðu engin verkjalyf dugað hingað til,“ segir Erla. Aftur á byrjunarreit Þegar í ljós kom að ekki yrði hægt að verkjastilla Erlu var ákveðið að hún færi í aðra aðgerð þar sem reynt yrði að rekja upp saumana sem Edward saumaði í vöðvann. „Þegar ég vaknaði af svæfingunni fann ég strax að ég var orðin nán- ast verkjalaus. Ég fann fyrir eymsl- um en þessi skerandi og hræðilegi verkur var farinn. Ég gat ekki annað en grátið, léttirinn var svo mikill.“ Nú var Erla hins vegar komin aftur á byrjunarreit. Til þess að laga endaþarmssigið þarf hún að leggj- ast undir hnífinn að nýju. Lífs- reynslan olli henni gífurlega mik- illi andlegri vanlíðan og hún segist ekki reiðubúin til þess að fara í aðra aðgerð í fyrirsjáanlegri framtíð. Lögð á geðdeild „Þetta var bara byrjunin,“ segir Erla. Líkamlegum þjáningum hennar var hvergi nærri lokið, svo ekki sé talað um andlegu hliðina sem „Mér leið eins og það væri verið að ráðast á Mig“ n Erla Kolbrún Óskarsdóttir telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum n Upplifði ómældan sársauka n Tilkynnti til landlæknis Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Þau bæði skömm- uðu mig fyrir að vera með læti og töluðu niður til mín, líkt og ég væri óþægur krakki. „Ég var búin að kveðja börnin mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.