Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 16
Helgarblað 9.–12. maí 201416 Fréttir Flýr eiginmann og verður vísað úr landi n Hann kom í veg fyrir að hún yrði skráð hér á landi n Vill búa áfram á Íslandi S amband mitt og eigin- manns míns var ofbeldis- fullt. Í hvert skipti sem ég reyndi að skrá mig á Íslandi eða í Noregi tókst hon- um að koma í veg fyrir það með einhverjum hætti. Því hef ég búið ólöglega bæði hér og í Noregi síð- ustu þrjú árin,“ segir Amanda Jo Wood. Hún sótti um dvalarleyfi hér á landi en því var upphaflega hafn- að. Mandie, eins og hún er kölluð, áfrýjaði úrskurði innanríkisráðu- neytisins og hún bíður nú niður- stöðu í málinu, sem vænta má í kringum 20. maí. Sótti um skilnað Árið 2010 kynntist Mandie, frá Bandaríkjunum, íslenskum manni í gegnum stefnumótasíðu á netinu. Maðurinn fór út til Mandie þar sem þau kynntust betur og á milli þeirra hófst ástarsamband. Nokkrum mánuðum síðar, í júní árið 2011, flutti hún til Íslands með mannin- um og allt lék í lyndi. Um haustið giftu þau sig hjá sýslumanni og fluttu stuttu síðar til Noregs, þar sem maðurinn var kominn með vinnu þar í landi. Sem fyrr segir kom maðurinn ítrekað í veg fyrir að Mandie gæti skráð sig löglega í Noregi, að því er hún fullyrðir. Þau bjuggu í Noregi allt þar til í október 2012, þegar þau komu aft- ur til Íslands. Mandie fór frá mann- inum í júní 2013 með hjálp vina sinna og sótti um skilnað. Jafnframt kærði hún hann vegna ofbeldis sem hún segir hann hafi beitt hana. Hún bjó áfram á Íslandi, í raun ólöglega, og kynntist manni í fyrrahaust sem hún býr nú með á Siglufirði. Hann hefur meðal annars borgað fyrir hana aðgerð vegna legslímuflakks, sem greiða þurfti að fullu þar sem hún er ekki skráð hér á landi. Vegna þess að hún er ekki skráð, hefur innanríkisráðuneytið ákveðið að senda hana aftur til Bandaríkjanna, en sem fyrr segir hefur Mandie áfrýjað þeim úrskurði. Mandie seg- ist ekkert hafa að sækja til heima- landsins og vill fá að vera áfram hér á landi. Ekki nægjanleg tengsl „Þeir segja að ég hafi ekki nógu mikil tengsl hér á landi. Samt sem áður er ég enn gift því skilnaður- inn er ófrágenginn. Þar að auki á ég kærasta sem ég bý með, sem hefur haldið mér uppi síðustu mánuði. Ég get ekki unnið því ég er ekki skráð hér á landi, en er þrátt fyrir það með tilboð um vinnu,“ seg- ir Mandie. Eigin maður hennar býr nú í Noregi og hefur lögheimili þar. Lögmaður hans hefur umboð til að ganga frá skilnaðinum, en það hef- ur hins vegar gengið mjög brösug- lega. Meint ofbeldisbrot rannsökuð tvisvar Þá hefur hún kært manninn vegna ýmissa ofbeldisbrota sem áttu sér stað í sambandinu, en lögreglan hefur í tvígang vísað málinu frá. Hún hefur hins vegar farið fram á að rannsókn málsins verði haldið áfram í bæði skiptin og bíður nú eftir því að lögreglan taki ákvörðun um framhald málsins. „Í fyrra skipt- ið féllst saksóknari á að málið hefði ekki verið rannsakað nægjanlega svo það var aftur tekið til rannsókn- ar. Í seinna skiptið voru vitnisburðir vina minna eða annarra ekki nýtt- ir til að fá niðurstöðu í málinu og því hef ég, í samráði við lögfræðing, farið fram á að rannsókninni verði haldið áfram,“ segir Mandie. „Hér vil ég búa“ „Einnig hef ég áfrýjað úrskurði innan ríkisráðuneytisins um að senda mig úr landi. Þar var málið ekki rétt meðhöndlað, það var flokkað sem endurnýjun sem það er auðvitað ekki. Nú eru þeir að skoða málið út frá mannúðar- sjónarmiðum, þar sem ég á ekki í nein hús að venda í Bandaríkjun- um og hef ekkert að sækja þangað. Hér vil ég búa, hér hef ég komið mér fyrir. Í framtíðinni stefni ég á að vinna og sækja íslenskunámskeið því mér gengur illa að læra tungu- málið. Einnig langar mig að halda áfram með námið mitt sem ég var byrjuð á úti í Bandaríkjunum, hvort sem ég þarf að byrja upp á nýtt hér eða fæ eitthvað af því metið,“ segir Mandie. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Samkvæmt útlendingalögum geta nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara sem búsettur er hér á landi fengið dvalarleyfi samkvæmt umsókn. Grunnskilyrði dvalarleyfisins eru það að framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði sé tryggt, að hann samþykki að undirgangast læknisskoðun og ekki liggi fyrir atvik sem valdið geta því að honum verði meinuð koma til landsins eða dvöl. Þá segir í ákvæði um dvalarleyfi aðstandenda, að sé hjúskap eða sambúð slitið vegna misnotkunar eða ofbeldis í sambandinu sé heimilt að endurnýja dvalarleyfi þrátt fyrir breyttar forsendur dvalar hér á landi. Skal þá meðal annars litið til lengdar hjúskapar eða sambúðar og tengsla útlendingsins við landið. Þá er hægt að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, ef þau standa til þess eða vegna sérstakra tengsla viðkom- andi við landið. Það er hins vegar aðeins gefið út til eins árs í senn en hægt að endurnýja til tveggja ára. Flóttamenn sem koma til landsins fá dvalarleyfi til fjögurra ára og að þeim tíma liðnum er hægt að sækja um endurnýjun. Meðalafgreiðslutími umsókna er 90 dagar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Útlendingastofnunar, en afgreiðslutími fer þó eftir álagi hverju sinni. Vísað úr landi Mandie verður að öllu óbreyttu vísað úr landi um miðjan maí. Innanríkisráðuneytið segir hana ekki hafa nein tengsl hér á landi, þrátt fyrir að standa í skiln- aði í við íslenskan eiginmann sinn og sé í sam- búð með öðrum manni. Sá síðarnefndi hefur meðal annars greitt fyrir dýra aðgerð sem hún þurfti að undirgangast. Mynd BjaRni EiRíkSSon „Hér vil ég búa, hér hef ég komið mér fyrir. „Vafasöm aðferð“ Læknir segir það vera vafasama aðferð að fá björgunarsveitarmenn landsins til að afla samþykkis fyrir sýnatöku Íslenskrar erfðagrein- ingar gegn 2.000 króna vildar- þóknunar til Landsbjargar. Þetta segir heimilislæknirinn Vilhjálmur Ari á bloggi sínu á DV.is. „Þegar ég heyrði af fyrir- huguðum aðferðum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að ná inn samanburðarsýnum úr þriðjungi þjóðarinnar í gagnabrunninn þeirra nú, setti mig þó hjóðan. Þótt slík skimun á erfðaupplýs- ingum heillar þjóðar sé reyndar alltaf umdeilanleg, að þá vöktu aðferðirnar fyrst og fremst athygli mína. Að fá björgunarsveitamenn landsins til að afla samþykkis og taka við munnvatnssýnunum gegn 2.000 króna vildarþóknun til Landsbjargar, er vægast sagt mjög vafasöm rannsóknaaðferð út frá siðferðislegum sjónarmiðum að mínu mati,“ skrifar Vilhjálmur Ari. Hann segir að með þessu sé ver- ið að beita þátttakendur sálfræði- legum þrýstingi. „Neitun um þátt- töku í rannsókn er sama og neita björgunarsveitarmanninum góða um þinn stuðning þegar hann leitar til þín,“ skrifar Vilhjálmur Ari. Dekkverk WWW.DEKKVERK.IS578 7474 OPIÐ ALLA DAGA frá 10–19 // ÓDýr ný Dekk // LYnGáS 20, GArÐABÆ Heimilt að endurnýja dvalarleyfi vegna ofbeldis 436 þúsund í laun á mánuði Regluleg mánaðarlaun fullvinnandi launamanna á ís- lenskum vinnumarkaði voru 436 þúsund krónur að með- altali árið 2013. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 250–300 þúsund krónur og voru ríflega 17 prósent launamanna með regluleg laun á því bili. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á fimmtu- dag. Rúmlega 75 prósent launa- manna voru með regluleg laun undir 500 þúsund krón- um á mánuði. Regluleg laun karla voru 475 þúsund krónur að meðaltali og regluleg laun kvenna 393 þúsund krónur. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 526 þúsund krónur að meðaltali á mánuði árið 2013. Algengast var að heildarlaun væru á bilinu 400 til 450 þúsund og voru tæplega 14 prósent launamanna með laun á því bili. Þá voru tæplega 60 prósent með heildarlaun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Heildarlaun karla voru 591 þús- und krónur að meðaltali og heildarlaun kvenna 457 þúsund krónur. Mismunur reglulegra launa og heildarlauna skýrist af yfirvinnugreiðslum og öðrum óreglulegum greiðslum eins og desemberuppbót, eingreiðsl- um, ákvæðisgreiðslum og bak- vöktum, að því er segir á vef Hagstofunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.