Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Side 24
Helgarblað 9.–12. maí 201424 Fréttir Erlent „Ég rændi stúlkunum“ É g rændi stúlkunum ykkar,“ segir Abubakar Sheka, leið- togi nígerísku hryðjuverka- samtakanna Boko Haram í ógvekjandi myndbandi sem hann hefur sent frá sér. Árás- ir og mannrán Boko Haram hafa nú fangað athygli heimsins en á undanförnum árum hafa sam- tökin myrt, limlest og rænt fjölda fólks, unglinga og barna. Nú hafa þeir í haldi um 300 ungar stúlkur sem þeir hóta að selja í þrældóm. En hvaða samtök eru þetta og hvað gengur þeim til? n n Hver eru Boko Haram-samtökin og afhverju ræna þeir telpum? n Líklega seldar í ánauð Hvað gerðist? U m miðjan apríl réðust nígerísku Boko Haram- samtökin inn í heimavist- arskólann Chibok í norð- austurhluta Nígeríu. Meðlimir samtakanna námu á brott 270 stúlkur að því að talið er og hefur fátt til þeirra spurst síðan þrátt fyrir mikla leit nígerískra stjórn- valda sem standa ráðþrota gegn hryðjuverkasamtökunum. Flúðu 50 stúlkur virðast hafa náð að flýja frá ræningjunum, en geta þær aðeins gefið óljósar upp- lýsingar um það hvar þeim var haldið föngnum. Þær sem flúðu stukku af bifreiðum sem þær voru fluttar á til frelsis. Það telst mikið afrek en grimmir vopnað- ir verðir gættu þeirra og mega þær teljast heppnar að vera enn á lífi. Að minnsta kosti ellefu stúlkur eru mjög veikar eft- ir átökin og tvær stúlkur létust eftir að hafa fengið snákabit á flóttanum. Segjast vera að leita Nígerísk stjórnvöld segjast hafa, síðastliðnar tvær vikur, leitað að stúlkunum hátt og lágt. Það gera þau þó þannig að lítið beri á af ótta við að samtökin flytji stúlk- urnar úr landi eða taki þær af lífi. Um liðna helgi rændu samtökin átta stúlkum til viðbótar en allt í allt er talið að um þrjú hundruð stúlkur séu í klóm þeirra. Sumir telja að stúlkurnar séu í Sambisa-skógi, þar sem samtökin hafa aðstöðu, hálf- gert virki undir sinni stjórn. Lík- lega hafa hryðjuverkamennirnir dreift vel úr sér í skóginum. Hver þeirra hefur að líkindum eina til tvær stúlkur í sínum höndum og þannig tekst þeim að villa um fyrir yfirvöldum og fela sig. Björgunaraðgerðir ganga hægt Björgunaraðgerðirnar hafa því gengið hægt og illa fyrir sig, en nígeríski herinn hefur þær á sinni könnu. Nú hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld sent sér- fræðinga til Nígeríu enda er mik- ill alþjóðlegur þrýstingur um að stúlkurnar finnist heilar á húfi. Líkur eru á að Boko Haram selji stúlkurnar í ánauð eða haldi þeim jafnvel sjálfir sem kynlífsþræl- um og ambáttir. Foreldrar telpn- anna telja að nígerísk stjórnvöld valdi ekki verkefninu og virðast önnur ríki alþjóðasamfélagsins vera sama sinnis. Aðgerðir Boko Haram hafa verið fordæmdar um allan heim. Á samfélagsmiðlum eru einstaklingar hvattir til þess að beita stjórnvöld þrýstingi til að tryggja að telpurnar komist aftur heim. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is N ígerísku Boko Haram-sam- tökin hafa undanfarið valdið miklum usla í þessu þétt- býlasta ríki Afríku, Nígeríu. Um er að ræða hryðjuverkasamtök herskárra múslima sem vilja stofna íslamskt Nígeríuríki. Það hafa með- limir samtakanna gert með því að skipuleggja aftökur, sprengjuárás- ir og nú mannrán. Þúsundir hafa látist í aðgerðum þessara hryðju- verkasamtaka. Ætlun samtakanna er að steypa núverandi stjórnvöld- um í Nígeríu af stóli og koma á ís- lömskum bókstafslögum og reglum. Fylgjendur samtakanna eru sagðir byggja hollustu sína á þessari tilvitn- un í Kóraninn (í lauslegri þýðingu): „Þeir sem eru ekki fylgjandi því sem Allah hefur opinberað eru á meðal illræðismanna.“ „Trúleysingjar“ Það fer því mjög fyrir brjóstið á þeim að í Nígeríu stýri þeir sem þeir kalla „trúleysingja“ ríkinu. Nígería er sam- bandsríki, sem byggir á ríkjasam- bandi Norður-Ameríku. Líkt og í Bandaríkjunum er forseti Nígeríu þjóðhöfðingi og æðsta embætti rík- isins. Nígería er stærsta ríki Afríku og sjöunda stærsta ríki heims. Það er hluti af breska samveldinu og Afríku- sambandinu. Ríkið er stór olíufram- leiðandi, en auðlindirnar hafa oftar en ekki valdið miklum vandræðum og titringi í landinu. Þá eru átök milli múslima og kristinna algeng, en báð- ir hóparnir eru valdamiklir í Nígeríu. Sjaríalög Boko Haram predika afbrigði af islam sem segir óheimilt að taka þátt í félagslegum eða pólitískum athöfnum sem tengjast vestrænum samfélögum. Það þýðir að fylgjend- ur mega ekki taka þátt í kosningum eða sinna námi sem ekki hefur trúar- legar tengingar við islam. Svo virðist sem samtökin vilji koma á nokkurs konar sjaríalögum í Nígeríu. Vest- ræn menning er sem eitur í beinum þeirra og sem lítið dæmi má nefna að óheimilt er að klæðast stutterma- bolum eða buxum meðal meðlima. Samtökin hafa sterk tengsl við aðra hryðjuverkahópa að því að talið er, svo sem al-Kaída. Ekki liggur fyrir hvernig samtökin eru fjármögnuð, en líklega greiða spilltir stjórnmála- menn þeim peninga, auk þess sem farið er í ránsferðir og svo innheimta þeir gjarnan lausnargjald frá ríkum ferðamönnum. Undanfarið virðast samtökin hafa breytt vinnubrögðum sínum. Þau virðast nú agaðri en áður og vekur það upp spurningar hvort hluti herliðsins hafi fengið þjálfun í öðrum ríkjum og hjá öðrum hryðju- verkahópum svo sem al-Kaída. Klókir Nígerísk stjórnvöld hafa gert ótal til- raunir til þess að koma uppljóstrur- um og njósnurum fyrir innan raða samtakanna en það hefur nærri undantekningarlaust mistekist. Það veldur því að erfitt reynist að átta sig á samtökunum, kortleggja þau og leysa þau upp. Þess í stað virðist meðlimum Boko Haram hafa tek- ist ágætlega að koma sér fyrir innan raða nígerískra stjórnmálamanna og embættismanna. Boko Haram beita skæruhernaði og virðast nígerísk stjórnvöld alveg ráðalaus í stríðinu gegn þeim. Þeir segjast ekki hafa það bolmagn sem þarf í baráttuna. 1.500 manns hafa látist í Nígeríu á þessu ári, það er 2014, í átökum við Boko Haram. Nígerísk stjórnvöld fá fljótlega langþráðan liðsauka; samninga- menn og löggæsluaðila frá vestræn- um ríkjum sem vilja ólm grípa inn í ástandið. Hvaða samtök eru þetta? Ánauð Leiðtogi Boko Haram hefur gefið það út að hann ætli sér að selja telpurnar í ánauð. Til að nálgast stúlkurnar fara meðlimir samtak- anna með ofbeldi um þorp og bæi. Þeir eru vopnaðir, ógandi og svífast einskis. Chibok-skólaárásin var ekki einsdæmi, en í maí í fyrra tóku Boko Haram-samtökin konur og hótuðu að selja þær í þrældóm, bæði fullorðnar konur og unglingsstúlkur. Um var að ræða hefndaraðgerð, en samtökin töldu sig eiga harma að hefna eftir að meðlimir þeirra voru handteknir, sem og eiginkonur þeirra og börn. Í fyrra sögðust samtökin ætla að selja sumar konurnar, en halda öðrum sem ambáttum. Þeir beita þó ekki alltaf sömu aðferðunum. Í mars síðast- liðnum réðust samtökin til dæmis á heimavistarskóla í Yobe. Skólinn var talsvert afskekktur og þangað réðust samtökin inn með ofbeldi. Meðlimirnir myrtu 29 karlmenn en hlífðu stúlkun- um. Þess í stað fengu þær fyrirskipun um að fara heim til sín, giftast og sinna skyldum sínum. Rændu sjö manna fjölskyldu Í febrúar árið 2013 rændu Boko Haram-samtökin franskri sjö manna fjölskyldu. Um var að ræða foreldra og börn á aldrinum fimm til tólf ára sem voru í skoðunarferð nærri Kamerún. Frönskum stjórnvöldum tókst að bjarga fjölskyldunni, en sagan segir að þau hafi greitt tvær milljónir breskra punda fyrir frelsið. Frönsk yfirvöld neita að hafa greitt lausnargjald, en í janúar á þessu ári hvarf franskur prestur og var í haldi Boko Haram. Talið var að frönsk stjórnvöld hefðu reitt fram umtalsvert lausnargjald, en þau þvertaka fyrir það. O rðið Boko Haram kemur úr tungumáli sem kallast hausa. Þýðing á Boko Haram er væri svohljóðandi: „Vestræn menntun er bönnuð,“ eða „Vestræn menning er syndsamleg.“ Það er því augljóst að skólaganga og menntun ungu stúlknanna fór fyrir brjóstið á meðlimum hópsins og má kalla viðhorf þeirra hatursfull og forn- eskjuleg. Þá aðhyllast meðlimir formfasta og gamaldags bókstafstrú og telja að fylgja eigi íslömskum lögum út í ystu æsar. Þar með eigi konur eða stúlk- ur ekki að sækja sér menntun heldur eigi þær að sinna fjölskyldum sínum og heimilishaldi. Enginn á vakt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópur- inn lætur til skara skríða og hafa þeir áður ráðist inn í skóla með slíku of- beldi. Skólinn sem þeir réðust á fyrir skemmstu í Chibok var einn af fáum skólum sem eftir eru í Borno-héraði. Þetta kvöld var enginn öryggisvörður á vakt í skólanum. Menntastofnanir eru algeng skotmörk samtakanna og er skólafólk í Nígeríu dauðhrætt. Hvers vegna þær? Líf þeirra skiptir máli Sérfræðingar segja að árásin á Chibok-skól- ann í apríl hafi jafnvel tengst vanmáttar- kennd samtakanna. Þeir töldu sig vera að missa tögl og hagldir í Nígeríu og töldu rétt að styrkja stöðu sína. Svo virðist sem sam- tökin telji eðlilegt að nota líf kvenna sem stríðsskaðabætur eða hlutskipti. Þá skiptir líf kvennanna litlu, rétt eins og þeirra sem þeir myrða til að komast að þeim. Eitthvað er um að fangar þeirra fái að snúa aftur heim, en það hefur þá gerst eftir leynilegar samningaviðræður. Í slíkum viðræðum krefjast Boko Harman-samtökin lausnargjalds sem eru oft háar peningaupp- hæðir eða annað sem samtökin vanhagar um. Þetta veldur því að sérfræðingar, sem þekkja vel til ofbeldisverka samtaka sem þessara og hafa tekið þátt í samningalotum vegna slíkra mála, segja að það geti tekið allt að tíu árum að frelsa telpurnar, ef það tekst á annað borð. Í klóm ræningja Þetta er Hajja. Hún er 19 ára og síðastliðið sumar lenti hún í klóm Boko Haram-samtakanna. Eftir þriggja mánaða þrældóm og ánauð slepptu þeir henni. Ástæðan fyrir ráninu á henni var sú að Hajja er kristin og vildu Boko Haram gifta hana inn í islam með hótunum og ofbeldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.