Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Síða 26
Helgarblað 9.–12. maí 201426 Fréttir Erlent K ínverjar hafa sett saman áætlun um hvað gera skuli ef ríkisstjórn Norður-Kóreu fell- ur. Svo virðist sem Kínverjar hafi litla trú á yfirráðum ein- ræðisherrans, Kim Jong-un, sem tók við embætti eftir dauða föður síns, Kim Jong-il, árið 2011. Þetta kemur fram í skýrslu frá kínverska hernum sem lekið var til japanskra fjölmiðla á dögunum. Ráðamönnum komið í skjól Gögnin sem um ræðir eru býsna ítarleg og þar er að finna nákvæmar lýsingar á því sem gert yrði ef al- menningur gerði uppreisn gegn stjórnvöldum. Þannig eru til áætl- anir um að koma æðstu ráðamönn- um Norður-Kóreu í skjól og um að koma upp flóttamannabúðum fyr- ir Norður-Kóreumenn skammt frá landamærum Kína í norðri. Þá er lagt til í skýrslunni að leggja verulega aukinn þunga í landamæraeftirlit en landamæralína Norður-Kóreu og Kína er rúmir 1.400 kílómetrar. Vísað til Bandaríkjanna Kínverjar hafa lengi verið helstu bandamenn Norður-Kóreu og ef marka má skýrsluna verður engin breyting þar á ef allt fer á versta veg fyrir norðurkóresk yfirvöld. Þar segir að ef einhver af æðstu ráða- mönnum Norður-Kóreu, á hinu pólitíska sviði eða í hernum, verður skotspónn erkióvinar verður hann verndaður. Talið er að þarna sé verið að vísa til Bandaríkjanna en grunnt hefur verið á því góða milli ríkjanna undanfarin ár. Yrðu undir eftirliti Í frétt Kyodo News um skýrsluna kem- ur fram að norðurkóreskum valda- mönnum yrði komið fyrir í sérstök- um búðum á kínverskri grundu. Þar yrðu þeir undir eftirliti en einnig séð til þess að þeir gætu ekki stjórnað eða tekið óbeinan þátt í hernaðaraðgerð- um í Norður-Kóreu. Ástæðan fyrir því er sú að það gæti stofnað hags- munum kínverska ríkisins í hættu. Í skýrslunni er gefið til kynna að „erlend öfl“ gætu orðið til þess að stjórn Norður-Kóreu félli. Það gæti haft í för með sér að milljónir Norð- ur-Kóreumanna reyndu að flýja yfir landamærin til Kína. Meira alræði – hærra fall „Þetta undirstrikar að þau ríki sem hafa hag af stöðugleika í Norðaustur- Asíu þurfa að hafa samskipti sín á milli,“ segir Jun Okumura, sér- fræðingur við Meji Institute for Global Affairs, í samtali við breska blaðið The Telegraph. „ Lærdómur okkur af falli einræðisríkja – Sovét- ríkjanna og Líbíu Muammars Gaddafi sem dæmi – er sá að þeim mun meira alræði sem ríkir, þeim mun hærra verður fallið,“ segir hann. Þess vegna sé brýn þörf á því að áætl- anir séu til staðar og velkist Okumura ekki í vafa um að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hafi útbúið sams konar skýrslur um stöðu Norður- Kóreu. Tímasetning vekur athygli Tímasetning lekans hefur vakið tals- verða athygli. Tilvist skýrslunnar hef- ur í raun verið opinbert leyndarmál, að sögn The Telegraph, sem hulunni hefur nú loks verið svipt af. Aðeins eru örfáir dagar síðan yfirvöld í Peking vöruðu bandamenn sína í Norður- Kóreu við kjarnorkutilraunum þeirra síðarnefndu. Sögðust Kínverjar ekki undir neinum kringumstæðum leyfa ólgu, sem jafnvel gæti leitt til stríðs- ástands, að gerjast í bakgarðinum. Þá ákváðu Kínverjar að stöðva innflutn- ing á hráolíu til Norður- Kóreu fyrstu þrjá mánuði ársins. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Þeim mun meira alræði sem ríkir, þeim mun hærra verður fallið. Einræðisherra Svo virðist vera sem trú kínverskra yfirvalda á tangarhaldi Kim Jong-un á norðurkóresku þjóðinni fari þverrandi. Kína býr sig undir fall norður-Kóreu n Valdamönnum yrði komið í skjól n Flóttamannabúðir settar upp við landamærin Fimm dóu í fangaóeirðum Fimm ungir fangar létu lífið þegar hópslagsmál brutust út í El Carmen-fangelsinu í San Pedro Sula í Hondúras í vik- unni. Fangarnir sem létust til- heyrðu M18-glæpagenginu og hafði enginn þeirra náð 18 ára aldri. Að því er BBC grein- ir frá brutust slagsmálin út á milli M18-gengisins og Mara Salvatrucha, en bæði gengin eru fyrirferðarmikil í löndum Mið- Ameríku og víðar. Fangelsi í Hondúras eru mörg hver yfirfull og fangaverðir of fáir. 93 ára kona skotin til bana Lögregluþjónn í smábænum Hearne í Texas í Bandaríkjunum skaut 93 ára konu, Pearlie Golden, til bana á þriðjudag. Lögreglan hafði fengið tilkynn- ingu um að konan væri með skot- vopn undir höndum við heimili sitt. Tilkynningunni fylgdi einnig að hún væri ógnandi í hegðun. CNN greinir frá því að lög- regluþjónn hafi komið að heim- ili hennar og beðið hana ítrekað um að leggja vopnið niður. Þegar konan varð ekki við beiðni lög- regluþjónsins skaut hann þrem- ur skotum og hæfðu tvö þeirra Golden. Íbúar bæjarins eru mið- ur sín vegna atviksins og gagn- rýna lögreglu harðlega. „Fólk verður að átta sig á því að þarna er um að ræða konu á tíræðisaldri. Þeir hefðu getað skotið einu viðvörunarskoti upp í loftið til að hræða hana. Kannski hefði hún lagt vopnið niður. Ég get ekki ímyndað mér að hún hafi viljað gera nokkrum manni mein,“ segir Lawanda Cooke, íbúi í bænum, í samtali við CNN. Sómalísk börn við dauðans dyr Talið er að fimmtíu þúsund börn í Sómalíu séu við dauðans dyr vegna vannæringar. Þetta kemur fram í skýrslu sem ber yfirskrift- ina Risk of Relepse en 22 góð- gerðasamtök standa að skýrsl- unni. Í skýrslunni kemur fram að tveir þriðju hlutar sómalísku þjóðarinnar séu hjálpar þurfi. Í hungursneyðinni sem ríkti fyrir þremur árum létust 250 þúsund manns. Hótelgestur olli tuga milljóna tjóni Skrúfaði ofurölvi frá brunaslöngu hótelsins D rukkinn hótelgestur í Mel- bourne í Ástralíu olli tuga milljóna tjóni og gæti þurft að borga brúsann. Mað- urinn sem um ræðir heitir Pa- draig Gaffney, en hann var í Mel- bourne til að fagna 28 ára afmæli sínu í apríl í fyrra. Eftir að hafa setið að sumbli og drukkið óhóf- lega snéri Padraig aftur á Fraser- hótelið, þar sem hann dvaldi, og skrúfaði frá brunaslöngu á hótel- inu. Vatn flæddi út um allt hótelið og urðu vatnsskemmdir á átta hæð- um þess. „Ég veit ekki hvað gerðist. Ég var ekki sjálfum mér líkur,“ seg- ir Padraig Gaffney. Talið er að hann hafi snúið aftur á hótelið um klukk- an 10 að kvöldi 21. apríl og lagst til svefns. Hann virðist hafa vaknað um miðnætti því á upptökum úr ör- yggismyndavélum sést hvar hann strunsar út af hótelherbergi sínu, kastar af sér þvagi á hótelganginum og skrúfar frá brunaslöngu á hótel- inu. Svo fór að Padraig var sektaður um sem samsvarar einni millj- ón króna en þar með er ekki öll sagan sögð því Fraser-hótelið hef- ur höfðað einkamál á hendur hon- um þar sem þess er krafist að hann greiði fyrir skemmdirnar sem hann olli. Krafan hljóðar upp á rúmar 52 milljónir króna. „Þetta hefur eyði- lagt líf mitt algjörlega,“ segir Padraig í samtali við Fairfax Media. Hann segir að upphaflega hafi áætlunin verið að fagna afmæli sínu og biðja kærustu sína um að kvæn- ast sér. Ekkert varð af bónorðinu og er Padraig í dag einstæður. n Hótelið Atvikið átti sér stað á Fraser-hótelinu í Melbourne í Ástralíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.