Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Page 29
Umræða 29Helgarblað 9.–12. maí 2014
Skothelt! Umsjón: Henry Þór Baldursson
K
röftugt opið lýðræðisþjóðfé-
lag byggir á aðhaldi. Þarna
er annað lykilorðið opið; að
samfélagið sé opið, að það
sé gagnsætt, hvort sem um
er að ræða viðskiptalíf eða stjórn-
sýslu.
Hitt lykilorðið er aðhald; að
stjórnsýslan og viðskiptalífið sæti
aðhaldi, hvort sem er með lögum,
regluverki eða umræðu.
Braskið undan huliðshjúpnum
Færa má rök fyrir því að hvoru tveggja
hafi verið ábótavant í íslensku sam-
félagi í aðdraganda hrunsins. Menn
vissu takmarkað um hvað raunveru-
lega átti sér stað innan múranna
hvort sem var í ýmsum valdastofn-
unum samfélagsins eða – og reyndar
miklu fremur – í viðskiptalífinu. Þar
var myrkviðið mikið enda ein megin-
orsök hrunsins alls kyns lítt sýnileg
krosstengsl á milli einstaklinga og
fyrirtækja.
Á síðari hluta liðinnar aldar höfðu
stjórnvöld smám saman reynt að
koma á fót regluverki til að setja fjár-
málalífi og braskþáttum atvinnu-
lífsins (ekki framleiðslunni sjálfri)
skorður en þeir flokkar sem fóru
með völdin í aðdraganda hrunsins
lögðu hins vegar allt kapp á að vinda
ofan af slíku regluverki undir bar-
áttumarkmiðinu Einfaldara Ísland.
Helst vildu þeir að land okkar yrði al-
heimsmiðstöð braskara! „Við eigum
okkur draum,“ sögðu ráðherrarnir
þegar þeir vísuðu í þessa hugsjón
sína.
Því miður eru þessar áherslur
aftur að vakna til lífsins og er mjög
mikil vægt að almenningur veiti því
viðspyrnu að horfið verði til fortíðar
að þessu leyti. Afar mikilvægt er að
tryggja gagnsæi, ekki síst í ljósi þess
að lífeyrissjóðirnir eru orðnir virk-
ari fjárfestar í atvinnulífinu. Stjórn-
endur þeirra fara með fjármuni al-
mennings og þurfa á aðhaldi sama
almennings að halda.
Jafnvel þótt það hendi ekki þjóð-
ina aftur í bráð að klappa allt ruglið
upp og mæra eins og gert var á árun-
um fram að hruni, þegar því var ákaft
fagnað þegar verðmætum var stolið,
sérstaklega af fátækum þjóðum í
Austurvegi, þá er hitt engu að síður
raunveruleg hætta að mínu mati, að
núverandi ríkisstjórn reyni að færa
okkur aftur til fyrri hátta með því að
sveipa viðskiptalífið að nýju huliðs-
hjúpi.
Gagnsærri stjórnsýslu og
stjórnmál
Hinn þátturinn sem þarf að huga
að snýr að stjórnsýslunni og stjórn-
málunum. Þar er einnig þörf á að-
haldi.
Á undanförnum árum og ára-
tugum hefur þróunin orðið í þá átt
að opna stjórnsýsluna og gera hana
gagnsærri og aðgengilegri. Hægt hef-
ur miðað en þó hafa markviss skref
verið stigin. Þannig voru sett upplýs-
ingalög árið 1996 og aftur 2012 sem
voru mjög til opnunar.
Sama gildir um stjórnmálin. Í
stjórnarskrá lýðveldisins er kveðið á
um þrískiptingu valdsins og kemur
þar fram, svo og í lögum sem hvíla
á stjórnarskránni, að Alþingi er ekki
einvörðungu ætlað að setja lög-
in í landinu heldur jafnframt hafa
eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Þetta gerist með ýmsum hætti, fyrir-
spurnum og opinni umræðu á vett-
vangi þingsins, kallað er eftir upp-
lýsingum og síðan eru skipaðar
rannsóknarnefndir ef þörf þykir.
Alþingi er að fóta sig áfram á
þessari vegferð sinni til að styrkja eft-
irlitshlutverk sitt. Er þá ekki síst að
vísa til Stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis sem hefur veiga-
mikla þætti þessa eftirlits á hendi.
Starfsferli nefndarinnar eru enn í
mótun.
Sama á við um þingið að öðru
leyti. Fyrirspurnir á Alþingi, munn-
legar og skriflegar, sem beint er til
ráðherra og ríkisstjórnar hafa smám
saman verið að öðlast sess sem
viðurkennd tæki þingsins í aðhalds-
hlutverki þess þegar upp koma vís-
bendingar um brotalamir í stjórn-
málum eða stjórnsýslu.
Gagnrýnandinn ekki hinn seki
Eitt slíkt mál fór nýlega inn í þessa
farvegi þingsins, lekamálið sem svo
er nefnt. Þar hefur verið gengið eft-
ir því við innanríkisráðherra að gera
grein fyrir því hvernig á því stóð að
samantekt eða minnisblað, sem
slíkar samantektir yfirleitt nefnast,
rataði til fjölmiðla. Skiptir þá ekki
öllu máli um hvaða útgáfu minnis-
blaðsins um tiltekinn hælisleitanda
var að ræða. Staðreyndin er sú að
minnisblaði var komið til fjölmiðla á
viðkvæmu augnabliki.
Um þetta er síðan spurt á Alþingi,
þar á meðal í Stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefnd og er það fullkomlega
eðlilegt og í samræmi við þá þróun
sem að framan er lýst.
Nú bregður svo við að ráðherra
kallar slíkt aðför að sér og „ljótan
pólitískan leik“. Þetta verður vart
skilið öðru vísi en tilraun til að þagga
niður eðlilega gagnrýni af hálfu Al-
þingis.
Á þinginu hefur það fyrst og
fremst vakað fyrir fyrirspyrjendum
að leiða hið sanna fram og ganga úr
skugga um að ráðherra hafi sagt satt
og rétt frá. Það má aldrei gerast að
þingmenn sem rækja eftirlits- og að-
haldshlutverk sitt samkvæmt stjórn-
arskrá, lögum og eigin samvisku,
verði gerðir að blórabögglum; að svo
verði búið um hnúta að þeir finni til
sektarkenndar þess sem er að gera
eitthvað á hlut annarra. Í stuttu máli
að gagnrýnandinn verði hinn seki.
Sannast sagna hef ég ekki þungar
áhyggjur af því að slík verði niður-
staðan en samfélagið allt þarf engu
að síður að vera vakandi fyrir þeirri
hættu sem stafar af hvers kyns
þöggun. n
Gegn þöggun
Ögmundur Jónsson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
„Það má aldrei
gerast að þing-
menn sem rækja eftirlits-
og aðhaldshlutverk sitt
samkvæmt stjórnarskrá,
lögum og eigin samvisku,
verði gerðir að blóra-
bögglum.
við fréttir DV í vikunni
Vinsæl
ummæli
„Ég myndi aldrei
kaupa popp af
karlmanni –
sérstaklega ef hann er einn.
Karlmenn eru einfaldlega
ekki með þann sjarma
og útlit sem hentar mér
við poppinnkaup. Góður
poppsölumaður verður að
vera kona eða ég byrja að
koma með örbylgjupopp að
heiman.“
Águst Bjarnason gerði gys
að meintri starfsmanna-
stefnu Sambíóanna. Tveimur
starfsmönnum var sagt upp vegna
þátttöku þeirra í umræðum á netinu um
kynjamisrétti á vinnustaðnum.
61
„Ég skora á alla,
alla, alla að
senda kröfu inn
á fb. síðu lögreglunnar um
aðgerðir gagnvart þessum
níðingi. Fb. síðan Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu. Þá
vil ég einnig taka fram að
mér þykir aðdáunarvert
hvernig sveitarstjórinn á
Þórshöfn hefur brugðist við
sem og samfélagið þar.“
Alma Jenny Gudmundsdóttir
hvatti til samstöðu með Ásdísi
Viðarsdóttur sem greindi frá
aðgerðaleysi lögreglu vegna ítrekaðra
hótana fyrrverandi kærasta hennar í
Kastljósi á RÚV .
49
„Sæl, Vigdís. Ég
er ein af þessum
nafnleysingjum
svo eftir standa 12.999.
Þegar ég óskaði nafnleyndar
hélt ég að það ætti einungis
við birtingu nafns míns
á netinu, ekki á listanum
sjálfum. Ég biðst afsökunar
á misskilningnum og lofa
að óska ekki nafnleyndar
næst þegar ég skrifa á
undirskriftalista.“
Hafdís Björk Laxdal skýrði hlið
nafnleysingjanna fyrir Vigdísi
Hauksdóttur sem sagði ekkert
að marka ESB-áskorun þar sem mikið væri
um nafnleysingja á listanum.
33
„Hér á engin
að setja sig í
dómarasæti.“
Guðbjörg Erlingsdóttir lagði
orð í belg í umræðu um sjálfsvíg
Steingríms Kristins Sigurðsson-
ar, Steina bakara.
26
„Það þýðir ekkert
endalaust að
koma með
afsökunarbeiðnir trekk
í trekk, sem fullorðinn
manneskja ætti hún bara að
kunna að haga sér!!“
Kristín Anna Erlingsdóttir gaf
lítið fyrir afsökunarbeiðni Hildar
Lilliendahl sem hafði greint frá
því á Facebook að hún hefði áhyggjur af
því að hún liti út eins og hún væri með
litningagalla á vegabréfsmynd.
21
Heimsmeistari í
að vera hálfviti
Hildur Lilliendahl baðst afsökunar á ummælum. – DV
Þú sem beiðst mín
þegar ég vaknaði: Takk
Róbert Marshall þakkaði heilbrigðisstarfsfólki. – Herðubreið.is
Þessi þöggun
er óþolandi
Óttar Guðmundsson skrifaði bók um sjálfsvíg. – DV