Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 9.–12. maí 2014
Mest lesið
á DV.is
E
in allra athyglisverðasta
bók, sem ég hef lesið upp á
síðkastið, er bók Inga Freys
Vilhjálmssonar, Hamskiptin.
Hvernig allt varð falt á Ís
landi. Bókin er ekki athyglisverð
ust vegna þess að hún upplýsi um
eitthvað varðandi hrunið, sem ekki
var áður þekkt. Bókin er ekki held
ur athyglisverð vegna þess, að hún
greinir í smáatriðum frá ýmsu
því, sem gerðist í samskiptum
„útrásarvíkinganna“ við hver annan
eða við hið svonefnda „fjórða vald“
í samfélaginu. Ekki heldur er bókin
athyglisverð vegna þess að hún bæti
í sarpinn upplýsingum um hvernig
rekja má einstakar fjármálaaðgerð
ir sakaðra eða ekki ennþá sakaðra
manna um að koma fjármunum,
sem þeir aldrei áttu, áleiðis í reikn
inga í skattaskjólum, sem þeir áttu –
og teljast enn eiga. Svo mörg dæmi
slíks hafa þegar verið rakin að ný
bæta litlu við. Öll vitum við það – þó
sum okkar vilji helst ekki þurfa að
vita meira. Margir vilja fá frið til þess
að „grilla á kvöldin“ svo vitnað sé í
fræðimanninn. Vilja því helst ekki
þurfa að vita neitt meira. Það gæti
truflað þá við grillið.
Hvað um okkur sjálf?
Hvað er þá bók Inga Freys athyglis
verð fyrir? Hún er athyglisverðust
fyrir það, að hún beinir sjónum
okkar frá einhverjum hundruðum
stjórnmálamanna, fjárglæframanna
og bankamanna, sem við – með
réttu – viljum kenna um hrunið og
að okkur sjálfum. Við, ég og þú og
allir hinir borgarar íslensks samfé
lags – berum við enga sök? Við lif
um í lýðræðissamfélagi. Enginn
stjórnmálamaður kemst til valda á
Íslandi nema vera kosinn til þess af
fólkinu í landinu, mér og þér. Voru
ráðamenn þjóðarinnar kosnir undir
fölsku flaggi? Kom þjóðinni á óvart
að „eftirlitsiðnaðurinn“ í landinu –
þeir aðilar sem áttu að veita stjórn
málaleiðtogunum og peninga
furstunum aðhald, var vísvitandi
lamaður? Nei, það kom ekki á óvart
því það var sagt með skýrum orð
um að stefnan væri sú að draga eft
ir föngum úr eftirliti með athöfnum
hins frjálsa markaðar. Meirihluti
kjósenda kaus það.
Einkavinavæðingin
Kom það kjósendum í landinu á
óvart, að grundvallarstarfsemi á veg
um ríkisins væri færð einstakling
um í hendur og að andinn í samfé
laginu væri sá, að þeir, sem störfuðu
á vegum ríkisins, væru annars flokks
þjóðfélagsþegnar? Yfirburðaeinstak
lingana (übermensch) væri að finna
í einkageiranum? Nei, því þjóðin var
frædd á slíku mati á manneskjum – og
var því sammála. Allt væri betur kom
ið í höndum þeirra, sem aðhylltust
fullkomið markaðsfrelsi með hagn
að að leiðarljósi fremur en í faðmi
einhverra blýantsnagara í opinberri
þjónustu. Það kaus þjóðin.
Snjöll eintök mannkyns
Kom kjósendum á óvart sá boð
skapur Viðskiptaráðs, að íslensku
„útrásarvíkingarnir“ væru svo marg
falt snjallari eintök mannkyns en
sambærilegir hjá hinum norrænu
grannþjóðum að þar gilti enginn
samanburður? Nei, því þetta var
líka skoðun íslensku þjóðarinn
ar. Hún dýrkaði „útrásarvíkingana“
– ekki vegna fyrirmæla einhverra
stjórnvalda heldur að eigin frum
kvæði og leitaðist við að herma lifn
aðarhætti þeirra eftir föngum. Þess
vegna steyptu íslensk heimili sér í
meiri skuldir á örfáum árum en nokk
ur dæmi voru til um meðal þjóðanna
innan OECD. Heimilin vildu líka fá
að eignast „hluti“, sem að áliti þjóðar
innar hlutu að vera einkennandi fyrir
hamingjusamt líferni.
Talað út úr hjartanu
Kom það kjósendum á óvart þegar
ráðamenn brugðust þannig við
ábendingum útlendra fræðimanna
að þjóðin stefndi fyrir björg með því
annaðhvort að segja, að viðkomandi
þyrfti að fara í endurmenntun eða
hefði ekkert vit á hinum séríslensku
aðstæðum hinnar íslensku þjóðar?
Nei, því þjóðin sjálf var sömu skoðun
ar. Þessi orð voru töluð beint út úr
hjarta þjóðarinnar og eiga þar sömu
digru og óbrigðulu ræturnar enn.
Vanrækslan!
Kom það þjóðinni á óvart, að Ís
lendingar sem háðir voru sama ESB
regluverki og Norðmenn, létu hjá líða
að grípa til sömu úrræða og norsk
stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir
sambærilega uppákomu og ICESAVE
varð Íslendingum. Nei, Íslendingar
töldu að Evrópa bæri alla ábyrgð á
þeirri vanrækslu en ekki eigin stjórn
völd, sem þeir sjálfir höfðu kosið. Allt
var þetta á ábyrgð annarra.
Engin þörf endurmats
Kom það þjóðinni á óvart þegar sagt
var í einum kaflanum í úttekt rann
sóknarnefndar Alþingis á hruninu að
þjóðin yrði að endurmeta siðferðilega
mælikvarða sína í ljósi reynslunnar?
Nei – því sú niðurstaða náði aldrei
athygli hennar. Slíkt endurmat hefur
aldrei farið fram – enda hví skyldi slíkt
gera? Ekki berum við neina ábyrgð á
atkvæðum okkar, afstöðu ellegar af
leiðingunum. Allt illt er öðrum að
kenna. Siðferðisgrundvöllurinn er
óraskaður, – hvort heldur sem rætt er
um skattaundandrátt, svarta atvinnu,
svindl á tryggingakerfinu, brot á um
ferðarlögum, tillitsleysi í umgengni
við aðra eða annað af því tagi. Slíkt
sýnir bara dugnað við að bjarga sér!
Okkar eigin sök
Lærdómur bókar Inga Freys er sá,
að við sjálf höfum enn ekkert lært.
Við höfum neitað að horfast í augu
við hver okkar eigin ábyrgð er í lýð
ræðissamfélagi þar sem engir kom
ast til áhrifa aðrir en þeir, sem þjóð
in vill styðja. Sjálfur óttast ég, að ég
hefði ekki brugðist öðru vísi við en
þeir, sem voru við völd í íslensku
samfélagi og bera hluta ábyrgðarinn
ar á hruninu. Líklega hefði ég fallið í
sömu gryfju. Líklega hefur Blairismi
breska verkamannaflokksins, sem
við margir sósíaldemókratar að
hylltumst, ekki borið minni ábyrgð
á því hvernig fór en markaðsfrjáls
hyggja Eimreiðarhópsins, Hannesar
og Hayeks. Líklega má ég þakka fyrir
að hafa ekki farið með nein völd á
þeim tíma í aðdraganda hrunsins og
þegar það skall yfir. Ég lít ekki svo á,
að þáverandi stjórnvöld hafi brugð
ist öðru vísi við en ég sjálfur myndi
e.t.v. hafa gert. Niðurstaðan var af
leiðingar meðvitaðrar stefnumörk
unar, sem þjóðin studdi og hefur án
efa komið stjórnvöldum jafn mikið
í opna skjöldu og okkur hinum. En
þessi atburðarás öll var í anda þess,
sem meðvitað var stutt í lýðræðisleg
um ferli hjá hinni íslensku þjóð. Mjög
fáir eru þar ábyrgðarlausir.
Er þjóðin enn föl fyrir fé?
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Undir
titill bókar Inga Frey er Þegar allt
var falt. Ég myndi eftir lestur á bók
Inga Freys orða spurninguna eilítið
öðruvísi. Ég myndi spyrja: „Er ís
lenska þjóðin ENN föl fyrir fé?“ Hvers
vegna skyldi þurfa að orða spurn
inguna svo? Einn af flokkunum, sem
býður nú fram í Reykjavík og stend
ur höllum fæti býðst til þess að gefa
foreldrum leikskólabarna þrjú þús
und milljónir króna í jöfnum greiðsl
um á næstu fjórum árum með því
að borgin taki að sér að greiða að
fullu allan kostnað með vistun barna
þeirra í leikskólum. Hvaðan á að taka
peningana? Hver á að borga? Taka
þá út úr loftinu, er eina svarið. Eng
um er ætlað að borga. Gullið er bara
boðið. Og því spyr ég: „Er þjóðin enn
föl fyrir fé?“ Hvert er álit þeirra, sem
best til þekkja – álit stjórnmálaflokk
anna? Hvað munu þeir bjóða í at
kvæði Íslendinga? Meira gull? Er það
mat þeirra á hvort „allt sé falt“. Er enn
allt falt? Sex árum eftir hrun?!? n
„Við höfum neit-
að að horfast í
augu við hver okkar eigin
ábyrgð er í lýðræðissam-
félagi þar sem engir kom-
ast til áhrifa aðrir en þeir,
sem þjóðin vill styðja.
Sighvatur Björgvinsson
Kjallari
Allt falt á Íslandi
1 Eyðir milljónum í útlitið: „Það hefur engin stúlka
hafnað mér“
Matt Dunford,
29 ára fatafella
frá London, eyðir
tæpum tveimur
milljónum
króna í útlitið
á ári hverju, og
segist aldrei
hafa upplifað
höfnun. Þá segir
hann athyglina frá kvenfólki stundum
hvimleiða og að aðrir karlmenn öfundi
hann.
45.274 hafa lesið
2 Jónína Ben: „Ég lofa að gera þetta aldrei aftur“
Jónína Benediktsdóttir var með í
veiðiferð Einars Sigmars Ólafssonar við
Þingvallavatn um miðjan aprílmánuð.
Einar hefur verið kærður fyrir að hafa þá
veitt án leyfis sem og hafa drepið urriða
úr vatninu.
36.990 hafa lesið
3 Reknar úr Sambíóunum eftir gagnrýni
Þær Sesselja Þrastardóttir og Brynja
Sif, starfsmenn Sambíóa í Álfabakka,
telja að þeim hafi verið sagt upp
störfum í bíóinu vegna þátttöku þeirra
í umræðum á netinu um kynjamisrétti í
vinnustaðnum. Báðar fengu þær afhent
uppsagnarbréf en uppsagnir þeirra
síðan dregnar til baka eftir birtingu
fréttarinnar.
36.089 hafa lesið
4 Hildur biðst afsökunar: „Heimsmeistari í að vera
hálfviti“
„Æ, ég er
heimsmeistari í
að vera hálfviti
stundum,“
skrifaði Hildur
Lilliendahl á
samfélagsmiðil-
inn Facebook þar
sem hún baðst
afsökunar á
ummælum sínum eftir að móðir drengs
með Downs-heilkenni sagðist vera
ofboðið vegna þeirra. Hildur hafði greint
frá því á Facebook að hún væri að sækja
um nýtt vegabréf og hefði áhyggjur af
því að hún myndi líta út fyrir að vera
með litningagalla á myndinni sem fylgir
vegabréfinu.
35.450 hafa lesið
5 Mættu á sextíu lögreglubílum til að
stöðva partíið
Lögreglan í Ontario mætti á um það bil
sextíu lögreglubílum til þess að stöðva
partí í úthverfi borgarinnar Brampton.
Unglingur hafði fengið leyfi til þess að
halda partí í húsinu sem var þó enn í
byggingu og hafði verið það í nokkur ár.
34.496 hafa lesið